Morgunblaðið - 15.02.1995, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1995 35 .
FRÉTTIR
Aðalfundur Heimilis og skóla
Komið verði í veg fyr
ir kennaraverkfall
NEMENDUR 7. bekkjar Ölduselsskóla.
Söfnuðu fyrir
skólasystur sína
AÐALFUNDUR Heimilis og skóla
var haldinn í Litlubrekku fimmtu-
daginn 9. febrúar sl. Þar urðu að
vonum miklar umræður um yfir-
vofandi verkfall kennara og voru
eftirfarandi ályktanir samþykktar
samhljóða:
Aðalfundur Heimils og skóla,
haldinn 9. febrúar 1995, krefst
þess að stjórnvöld geri allt sem í
þeirra valdi stendur til að koma í
veg fyrir yfirvofandi verkfall kenn-
ara.
Aðalfundur Heimilis og skóla
Málþing um
launamyndun
og kynbundin
launamun
í TILEFNI af nýútkominni skýrslu
um launamyndun og kynbundin
launamun efnir jafnréttis- og fjöl-
skyldunefnd Sjálfstæðisflokksins til
málþings sem ber yfirskriftina:
Vanmat - Ofmat! í Valhöll fimmtu-
daginn 16. febrúar kl. 17-19.
Leitast er við að svara spurning-
unum: Hvers vegna eru konur með
70% af launum karla, hvers vegna
eykst launamunur með aukinni
menntun, hvað veldur launamun
kynjanna og hveiju er hægt að
breyta?
Ræðumenn verða: Friðrik Soph-
usson, fjármálaráðherra, Hrafnhild-
ur Stefánsdóttir, lögfræðingur VSÍ,
Bryndís Hlöðversdóttir, lögfræðing-
ur ASÍ, Hrund Hafsteinsdóttir, full-
trúi sjálfstæðra kvenna og Andri
Þór Guðmundson, fjármálastjóri
Lýsis.
Patrice Noli
á íslandi
I PATRICE Noli,
vökumiðill og
leiðbeinandi, er
væntanleg til ís-
lands til starfa í
febrúar. Þetta er
í sjötta skipti sem
Patrice heimsæk-
. ir ísland.
í fréttatilkynn-
ingu segir m.a.:
„Patrice Noli hef-
ur, auk þess að vera sjálfstætt starf-
andi, verið einn aðal aðstoðarmaður
Sanaya Roman og Duane Parker,
en íslendingum eru að góðu kunnar
bækur þeirra: Lifðu í gleði, Auktu
styrk þinn og Þjálfun miðilshæfi-
skorar á foreldra og foreldrafélög
að gangast fyrir fundum í hverri
bekkjardeild til að ræða yfirvof-
andi verkfall kennara með hags-
muni og öryggi nemenda að leiðar-
ljósi.
Aðalfundur Heimilis og skóla
beinir þeim tilmælum til forsvars-
manna sveitarfélaga að þeir leiti
leiða til að tryggja öryggi yngstu
nemendanna ef til kennaraverk-
falls kemur, t.d. með því að skipu-
leggja gæslu í samvinnu við for-
eldra.
leika, auk þess sem enska útgáfan
af bókinni „Creating Money“ hefur
notið gífurlegra vinsælda. Frá
fræðsluöflun þeirra er meðal annars
komin aðferðin Að vekja ljóslíka-
mann. Patrice vinnur mikið í anda
þeirra aðferða sem þau kenna og
hafa gefið gífurlegum fjölda fólks
um allan heim hvatningu til aukins
þroska."
Patrice heldur fimm námskeið á
meðan hún dvelur á íslandi. Laug-
ardaginn 18. febrúar er það Sköpun
allsnægta á öllum sviðum, sunnu-
daginn 19. febrúar Að vera eigið
sálarljós, þriðjudagskvöldið 21.
febrúar Konur, kynlíf og völd,
fimmtudagskvöldið 23. febrúar
Karlar, kynlíf og völd og helgina
25. og 26. febrúar heldur hún nám-
skeið um Samskipti fólks. Einnig
býður hún upp á einkatíma en allar
nánari upplýsingar um námskeið
svo og skráning á þau og í einka-
tíma fer fram í versluninni Betra líf.
Patrice Noli mun starfa á Akur-
eyri 27. febrúar til 6. mars.
6 ára börn við
messu í Kálfa-
tjarnarkirkju
SÓKNARNEFND Kálfatjarnar-
sóknar bauð öllum börnum í sókn-
inni, sem verða 6 ára á árinu, að
vera sérstakir gestir við messu í
Kálfatjarnarkirkju fyrir nokkru.
Öllum börnum fædd árið 1989 og
foreldrum þeirra var sent bréf og
þeim boðið til messu í kirkjunni.
Að sögn Sesselju Sigurðardóttur,
formanns sóknarnefndar, var börn-
unum gefin bók sem er eins og
útrétt hönd kirkjunnar til barnanna
og foreldra þeirra og er hugsuð sem
stuðningur við trúarlegt uppeldi.
Hún sagði að börnunum hefði verið
boðið í kirkjuna og bókin gefin með
táknrænni athöfn og í næstu messu
í kirkjunni verður þeim sem ekki
komust nú afhent bókin.
NEMENDUR 7. bekkjar Öldu-
selsskóla stóðu fyrir viðamikilli
söfnun til styrktar fyrrverandi
skólasystur sinni, Hjördísi Kjart-
ansdóttur, en hún hefur átt við
mikla vanheilsu að stríða undan-
farin ár og gekk hún nýverið
undir hjartaígræðslu í Gauta-
borg.
Skólasystkinin vildu sýna hug
sinn til hennar og fjölskyldunnar
og með sameiginlegu átaki stilltu
Islensk tón-
listarvika á
Tveimur vinum
Á TVEIMUR vinum verður haldin
íslensk tónlistarvika og hefst hún í
kvöld, miðvikudaginn 15. febrúar,
með tónleikum hljómsveitanna Þusl
og Pile frá Keflavík ásamt Reykja-
víkurhljómsveitinni Kusk.
Hljómsveitin Þusl leikur rokk í
anda Þursaflokksins sáluga en Pile
er aftur á móti rokkhljómsveit í
anda Pearl Jam og Soundgarden.
Hljómsveitin Kusk leikur rokk und-
ir áhrifum frá fýrstu plötum hljóm-
veitarinnar Cult.
Tónleikarnir hefjast kl. 22.30 og
standa til kl. 1.
Vitni vantar
VITNI vantar að árekstri sem varð
miðvikudaginn 8. febrúar sl. um
kl. 16.20 á gatnamótum Bæjarháls
og Bitruháls.
Mitsubishi-fólksbíl, DU 434, var
ekið austur Bæjarháís og í beygju-
rein inn á gatnamótin við Bitruháls
þau saman strengi sína og héldu
m.a. diskótek þar sem allur ágóði
af miðasölu fór i söfnunina. Þá
stóðu þau fyrir skemmtun i skól-
anum og höfðu kökubasar. Þess
má geta að nemendur fengu
stuðning ýmissa fyrirtækja sem
gáfu sælgæti og gosdrykki sem
síðan var selt. Einnig voru frjáls
framlög nemenda, kennara og
starfsfólks skólans.
Alls hafa safnast 144.606 kr.
með akstursstefnu til vinstri, norður
Bitruháls, og Toyota-fólksbíl, IC
850, var ekið vestur Bæjarháls þeg-
ar þeir lentu saman. Okumennina
greinir á um stöðu umferðarljósa
þegar áreksturinn varð.
Þeir sem kynnu að hafa orðið
vitni að þessum árekstri eru vin-
samlegast beðnir að gefa sig fram
við rannsóknardeild lögreglunnar í
Reykjavík.
Kvartett
Tómasar R. á
Kringlukránni
KVARTETT bassaleikarans Tóm-
asar R. Einarssonar leikur í kvöld,
miðvikudaginn 15. febrúar, djass á
Kringlukránni. Tónleikarnir hefjast
kl. 22.
Hljómsveitina skipa auk Tómasar
Óskar Guðjónsson, saxófónleikari,
Gunnar Gunnarsson, píanóleikari,
og trymbillinn Matthías M.D.
Hemstock. Þeir félagar munu leika
lög af Landsýn, síðasta geisladiski
Tómasar, ásamt tónlist eftir Elling-
ton, Parker, Coltrane o.fl.
Baráttufundur
kennara
SAMTÖK kennara í Reykjavík og
Reykjaneskjördæmi halda baráttu-
fund í dag, miðvikudaginn 15. febr-
úar, kl. 17.30 í Bíóborginhi (áður
Austurbæjarbíó) við Snorrabraut í
Reykjavík.
Þar flytja ávörp Eiríkur Jónsson,
formaður Kennarasambandsins,
Elna Katrín Jónsdóttir, formaður
Hins íslenska kennarafélags, og
Hrund Hjaltadóttir, kennari. Björk
Jónsdóttir, söngkona, syngur og
stjórnar fjöldasöng við píanóundir-
leik og Baldvin Halldórsson, leikari,
les ljóð.
íslandsmeistara-
keppni í köku-
skreytingum
LANDSSAMBAND bakarameist-
ara, Klúbbur bakarameistara og
Bakarasveinafélag íslands standa
fyrir íslandsmeistarakeppni í köku-
skreytingum dagana 17. og 18. febr-
úar nk. á Hótel íslandi. Þetta _er
fyrsta keppni sinnar tegundar á ís-
landi og hafa 9 keppendur skráð sig
til leiks.
Keppnin fer þannig fram að fyrri
daginn vinna keppendur alla undir-
búningsvinnu og seinni daginn munu
þeir skreyta tertur, kransakökur og
konfekt fyrir opnu húsi. Almenningi
verður boðið að koma og sjá keppn-
ina milli kl. 13 og 16 laugardaginn
18. febrúar. Þá um kvöldið verða
úrslit kynnt og verðlaun veitt.
■ HAFNARGÖNGUHÓPURINN
stendur fyrir gönguferð í kvöld, mið-
vikudaginn 15. febrúar, yfír nesið
(gamla Seltjarnarnesið) á milli Kolla-
fjaðrar og Skerjafjarðar og áfram
upp í Fossvogsdal eftir mikið til
opnu svæði í miðri borg. Mæting er
við Hafnarhúsið kl. 20. Eftir að hafa
hresst sig á gamla sýrudrykknum
eða molakaffí verður farið niður á
Miðbakka. Þar verður val um að
ganga suður með tjörn um Hljóm-
skálagarðinn og nýja leið um Vatns-
mýrina suður í Oskjuhlíð og Nauthól-
svík, síðan með Fossvoginum og upp
dalinn að Fossvogsskóla en þar verð-
ur litið inn í lok göngunnar. Strætis-
vagnar verða teknir til baka niður í
miðbæ. Einnig er hægt að velja
styttri gönguleið og fara frá Mið-
bakkanum í almenningsvagna og úr
við Tjaldhól í Fossvogi, ganga þaðan
upp í Fossvogsskóla og vera þar um
svipað leyti og fyrri hópurinn.
Fylgdarmenn verða með báðum hóp-
unum.
■ HALDIÐ verður námskeið í
vinnuvistfræði í grunnskólum á
vegum Iðjuþjálfafélags íslands á
Reykjalundi í Mosfellsbæ fímmtu-
daginn 16. febrúar nk. Leiðbeinandi
er Donna Benjamin iðjuþjálfí, sem
starfar í Árósum í Danmörku. Hún
hefur gengt starfi skólaiðjuþjálfa á
vegum sveitarfélags Árósa frá 1987.
Patrice Noli
RADAUGÍ ÝSINGAR
Eldhús og matur
fgamla daga
Hallgerður Gísladóttir, safnvörður, flytur erindi
í Norræna húsinu í dag, miðvikudaginn
15. febrúar, kl. 20.30.
| Allir velkomnir. Ókeypis aðgangur.
Manneldisfélagið.
TILSÖLU
Bíóstólartil sölu
Vegna breytinga fást stólar úr kvikmynda-
húsi keyptir. Henta t.d. fyrir samkomuhús,
félagsheimili eða ráðstefnusali.
Allar nánari upplýsingar fást í síma
| 587-8900.
Y
SJALFSTÆÐISFLOKKURINN
FÉLAGSSTARF
Kópavogsbúar
Fjárhagsáætlun
Kópavogs 1995
Sjáifstæðisfélag Kópavogs boðar til opirts
fundar í Hamraborg 1,3. hæð, fimmtudag-
inn 16. febrúar nk. kl. 20.30.
Fundarefni: Fjárhagsáætlun Kópavogs-
kaupstaöar árið 1995.
Framsögumaður: Gunnar Birgisson,
formaður bæjarráðs.
Fundarstjóri: Sveinbjörn Strandberg.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins svara
fyrirspurnum.
Allir Kópavogsbúar velkomnir.
Hvöt - tilvísanakerfið
Sjálfstæðikvennafélagið Hvöt boðar til almenns félagsfundar í Val-
höll í kvöld kl. 20.30.
FUndarefni: Tilvfsanarkerfið. Frummælendur: Lára Margrét Ragnars-
dóttir og Guðjón Magnússon. Fundarstjóri: Ellen Ingvadóttir.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
Sjálfstæðisféiag Kópavogs.