Morgunblaðið - 15.02.1995, Page 48

Morgunblaðið - 15.02.1995, Page 48
V f K 6 Ltm alltaf á Miðvikudögum MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Sigurður Sigurðsson Banaslys í Mikla- holtshreppi UNGUR maður beið bana í hörð- um árekstri Toyota-bíls og vöru- bíls við brúna yfir Laxá í Mikla- holtshreppi síðdegis í gær. Annar maður var fluttur slasaður til Reylqavíkur með þyrlu Landhelg- isgæslunnar. Fólksbíllinn var á vesturleið en vörubíllinn á suðurleið og var nær kominn yfir brúna þegar árekstur varð við eystri brúarsporðinn. Talið er að ökumaður fólksbílsins hafi beðið bana samstundis við áreksturinn en farþegi í bílnum slasaðist nokkuð. Ökumann vöru- bílsins sakaði ekki. Að sögn lögreglu í Stykkishólmi voru akstursskilyrði hin verstu; mikil hálka, hvassviðri, skafrenn- ingur og gekk að auki á með dimmum éljum. Á þessum slóðum er þjóðvegurinn með einni akrein í hvora átt en við brúna mjókkar vegurinn og fer þar yfir á einni akrein. Á Borgarspítalanum fengust þær upplýsingar í gærkvöldi að líðan mannsins, sem þangað var fluttur af slysstað með þyrlu Landhelgis- gæslunnar, væri góð og áverkar hans ekki alvarlegir. Hann var þó hafður til eftirlits á gæsludeild sjúkrahússins í nótt. Loðnan dreifð DRÆM veiði var á loðnumiðunum suður af Stokksnesi í gær. Hákon Magnússon, skipstjóri á Húnaröst RE, segir að loðnan sé enn dreifð og haldi sig djúpt. Hákon sagði að stór hluti flotans hefði fengið afla í vikubyijun og nú væru skipin að tínast á miðin aftur. Hann sagði að veiðin hefði verið .dræmari á þriðjudag. „Það má segja að það sé ekkert fjör í þessu ennþá. Loðnan er dreifð um stórt svæði og heldur sig djúpt,“ sagði hann. Hann sagðist hafa landað fyrsta aflanum, rúmum 600 tonnum, í Hornafirði aðfaranótt þriðjudags. Um 50 stykki hefðu verið í kílóinu og hrognafyllingin um 14%. Löndun á 750 tonnum úr skipinu stóð yfir í Hornafirði þegar rætt var við Há- kon og átti að halda á miðin um leið og henni lyki í morgunsárið. ---------♦-------- 5 tíma ræða um náttúru- vemd LANGAR ræður voru haldnar við aðra umræðu um lagafrumvarp um náttúruvernd á Alþingi, sem stóð í allan gærdag og fram á nótt. Lengstu ræðuna hélt Hjörleifur Guttormsson þingmaður Alþýðubandalags en hann talaði í tæpa 5 klukkutíma. Náttúruvemdarfrumvarpið miðar m.a. að því að skilja ríkisrekstur frá annarri starfsemi Náttúruvemdar- ráðs og ný stofnun, Landvarsla ríkis- ins, taki að hluta við verkefnum ráðs- ins. Þingmenn stjórnarandstöðunnar í umhverfisnefnd þingsins gagnrýndu mjög frumvarpið og afgreiðslu meiri hluta nefndarinnar á því. Þar á með- al var Hjörleifur Guttormsson sem hóf ræðu sína kl. 16.30 og lauk henni skömmu fyrir kl. 23. A milli var matarhlé í l'/i klukkutíma. Verð á járnblendi fer hækkandi Reynt til þrautar að ná rammasamningi Samningafundur stóð fram á nótt Frekari hækkun spáð á næstunni VERÐ á járnblendi hefur hækkað frá í nóvember eftir lækkanir á síð- asta ári og útlit er fyrir að verð fari áfram hækkandi næstu mánuði. Jón Sigurðsson, forstjóri Járn- blendiverksmiðjunnar á Grundar- tanga, segir að horfurnar séu ljóm- andi góðar og útlit fyrir að árið f ár verði hagstæðara en síðasta ár, en samkvæmt áætlunum er gert ráð fyrir að hagnaðurinn þá hafi verið um 280 milljónir króna. „Við höldum að 1995 verði betra • en árið 1994,“ sagði Jón. Hann sagði einkum tvær ástæður fyrir hækkandi verðlagi á erlendum mörkuðum. Annars vegar skilaði batinn í al- þjóðlegu efnhagslífi sér í hærra verði og hins vegar hjálpuðu refsiaðgerðir Bandaríkjanna og Evrópusambands- ins gagnvart ríkjum fyrrverandi Sov- étríkja, Kína og Brasilíu, við að styrkja þessa verðþróun í sessi. Þetta gerði það að verkum að nú væri því spáð að árið í ár og næsta ár yrðu hagstæð í þessum efnum. Til dæmis væri spáð 4-5% verðhækkun á járn- blendi á næsta ársfjórðungi í erlend- um blöðum. SAMNINGAVIÐRÆÐUR forystu: manna landssambanda innan ASÍ og samtaka vinnuveitenda voru í talsverðri óvissu í gærkvöldi en þá höfðu fundir staðið yfir í húsnæði Ríkissáttasemjara frá kl. 16. Samningsaðilar sem Morgun- blaðið talaði við voru á einu máli um að hægt miðaði í viðræðunum en gert var ráð fyrir því að reynt yrði til þrautar fram eftir nóttu að þoka málum áleiðis til sam- komglags. Áhersla var lögð á að ná samkomulagi um rammasamn- ing svo unnt yrði að hefja viðræð- ur við ríkisvaldið um sameijginlegar kröfur landssambanda ASI á hend- ur stjórnvöldum. Fulltrúar verkalýðsfélaga höfnuðu nokkrum atriðum þeirra hugmynda sem vinnuveit- Töluverð óvissa í viðræðunum endur kynntu á samningafund- um í fyrradag um ramma nýrra kjarasamninga og vildu að þau yrðu endurskoðuð. Aðilar fóru svo yfir stöðuna á ný í gær og í framhaldi af því var svo ákveð- ið að halda viðræðum áfram síð- degis. Kapp lagt á að ljúka sérmálum Samkvæmt upplýsingum samningsaðila í gærkvöldi var kapp lagt á að reyna að ljúka sérmálum einstakra hópa áður en umræðum um launaliði samn- inga yrði haldið áfram. Meðal annars fóru fram miklar um- ræður um málefni fiskvinnslufólks. Fulltrúar allra aðila kallaðir út Fulltrúar allra landssambanda innan ASÍ, verkalýðsfélaganna þriggja sem mynda svokallað Flóa- bandalag og viðræðunefndir Vinnuveitendasambands íslands og Vinnumálasambandsins tóku þátt í fundahöldunum í gærkvöldi og einnig voru kallaðir út starfs- menn félaganna í gærkvöldi til að aðstoða við mat á þeim hugmynd- um sem voru til umræðu. Engar nýjar tillögur um launa- breytingar höfðu verið lagðar fram í gærkvöldi en vinnuveitendur fóru yfir hugmyndir sínar með einstök- um hópum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.