Morgunblaðið - 08.03.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.03.1995, Qupperneq 1
80 SÍÐUR B/C/D/E 56. TBL. 83. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Spánverj- ar hörfa Ottawa. Reuter. SPÆNSKUM fiskiskipum var siglt burt af grálúðumiðunum við Austur- Kanada í gær en áður hafði Kanada- stjórn hótað að koma í veg fyrir rán- yrkju á þessum slóðum með því að færa erlend fískiskip til hafnar þótt þau væru að veiðum utan lögsögu. Eduardo Azevedo Soares, sjávar- útvegsráðherra Portúgals, skipaði hins vegar portúgölskum sjómönn- um á tíu togurum á svæðinu til að halda áfram veiðum og sagði þá hafa fullan rétt til þess samkvæmt alþjóðalögum. Aðgerðir af hálfu Kanadamanna myndu jafngilda sjó- ráni, sagði Soares. Norðvestur-Atlantshafsfiskveiði- nefndin, NAFO, hefur ákveðið að grálúðukvótinn á þessu ári verði 27.000 tonn og þar af eiga 3.400 tonn að koma í hlut Evrópusam- bandsins. Það hefur hins vegar út- hlutað sjálfu sér 18.630 tonna kvóta. ■ Grálúðustríð/17 Reuter Chirac með forystu ÞRÍR helstu frambjóðendurnir í frönsku forsetakosningum eru hnífjafnir, samkvæmt skoðana- könnun, sem birt var í gær. Er þeim öllum spáð 22,5% atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Jacqu- es Chirac, fyrrum forsætisráð- lierra, er þó talinn líklegastur til að sigra í síðari umferð kosning- anna hvort sem andstæðingur hans þar yrði Edouard Balladur forsætisráðherra eða Lionel Josp- in, frambjóðandi sósíalista. Val- éry Giscard d’Estaing, fyrrum forseti, lýsti því yfir í franska sjónvarpinu í gærkvöldi, að hann hygðist ekki bjóða sig fram þar sem ekki virtist hljómgrunnur fyrir hugsjónir hans meðal franskra kjósenda. Samkvæmt könnunum hefði Giscard hlotið innan við 5% atkvæða hefði hann boðið sig fram. A myndinni má sjá þá Chirac og Alain Madelin iðnþró- unarráðherra spá í spilin við upp- haf kosningaf undar í París í gær. Ahyggjur af veikri stöðu dollara gagnvart þýska markinu Reuter Ottast nýja ólgu í gj aldeyrismálum Madrid, London, Tókýó. Reuter. STJÓRNVÖLD á Spáni útilokuðu í gær frekari gengislækkun pesetans en viðurkenndu þó, að yrði engin breyting á veikri stöðu dollarans gagnvart þýska markinu, mætti bú- ast við nýrri ólgu á evrópskum gjald- eyrismarkaði. Gengi Bandaríkjadoll- ara lækkaði enn í gær og hefur aldr- ei verið lægra gagnvart japanska jeninu eftir stríð. Eru ýmsar ástæður sagðar fyrir lækkuninni en sterk staða jensins og þýska marksins eru þó helstar. Gengi Bandaríkjadollars hér á landi var í gær 64,03 krónur en þýska marksins 45,76 krónur. Gengi pesetans var fellt um 7% á mánudag en ýmsir telja, að það þurfi að falla meira. Pedro Solbes, efnahagsráðherra Spánar, þvertók hins vegar fyrir það í gær en viður- Útiloka frekari lækkun pesetans kenndi, að áframhaldandi veik staða dollara gæti valdið nýjum erfiðleik- um fyrir gengissamstarf Evrópuríkj- anna. Solbes sagði, að vandamál peset- ans væri í raun vandi veiku gjald- miðlanna í Evrópu, peseta, escúdós, punds, fransks franka og líru, frammi fyrir markinu, sem sogaði til sín fjármagn þegar gengi dollar- ans lækkaði. Áhyggjur af Mexíkó Gengi dollarans lækkaði í gær þegar bandarískir áhættusjóðir og japanskir útflytjendur losuðu sig við gjaldmiðilinn og tilraunir japanska seðlabankans til að stöðva fallið komu fyrir ekki. Efasemdir um staðfestu banda- ríska seðlabankans í baráttunni gegn verðbólgu hafa einnig veikt tiltrú á dollarann og sumir telja, að aðstoðin við Mexíkó hafi gengið svo nærri gjaldeyrisvaraforðanum, að erfitt verði að að grípa inn í til að veija dollarann falli á næstunni. Þá fyrst þegar áhyggjurnar af Mexíkó minnki megi búast við, að gengi dollarans hækki. Aðrir benda á, að svo lengi sem japanskir fjárfestingarsjóðir kaupi ekki erlend verðbréf og japanskir útfiytjendur hafi fullar hendur fjár í dollurum, sem þeir þurfi að skipta yfir í jen, muni ekkert breytast. Vopnahlé í Bosníu ekki framlengt París, London, Sartyevo. Reuter. 1 IRFAN Ljubijankic, utanríkisráð- herra Bosníu, sagði Douglas Hurd, utanríkisráðherra Breta, í gær, að tækist ekki að semja um frið í Bosn- íu fyrir 30. apríl brytist stríðið óhjá- kvæmilega út að nýju. „Miði friðartilraunum ekkert fram væri Bosníustjórn ómögulegt að framlengja vopnahléssamkomulag- ið, hún yrði að grípa til vopna,“ hafði taismaður utanrjkisráðuneyt- isins í London eftir Ljubijankic. Hurd hvatti deiluaðila til að halda aftur af sér og sagði, að fimmveldin myndu áfram freista þess að fá Slobodan Milosevic Serbíuforseta til fylgis við þær. Fimmveldin — Bretland, Frakk- land, Þýskaland, Bandaríkin og Rússland — hafa boðist til þess að alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn Júgóslavíu, þ.e.a.s. Serbíu og Svart- fjallalandi, verði hætt viðurkenni stjórn Milosévics Króatíu og Bosníu. Forsetinn hefur verið tregur í taumi og ekki viljað afsala sér kröf- unni um stofnun Stór-Serbíu. Vill hann að refsiaðgerðum verði aflétt án nokkurra fyrirvara. Fulltrúar Breta, Frakka og Þjóðverja hittust í París í gær til þess að leggja á ráðin um leiðir til að tryggja áfram- haldandi veru friðargæslusveita í Króatíu en starfstími þeirfa rennur út um mánaðamótin. í fyrradag mynduðu Króatía og sambandsríki Króata og múslima í Bosníu hernaðarbandalag með sam- eiginlegri yfirstjórn. Er það liður í undirbúningi fyrir átök við sveitir Serba í báðum löndum bijótist bar- dagar út í vor. Mafíumorð á Sikiley MAFÍ AN á Sikiley myrti fjórar manneskjur á mánudag og óttast yfirvöld þar að friðsömu tímabili á eyjunni sé að ijúka. Meðal fórn- arlambanna var bróðursonur Tommaso Buscetta, fyrsta mafíu- foringjans, sem rauf þagnarheit mafíunnar. Telja saksóknarar að mafían hafi hafið herferð gegn fjölskyldum þeirra er hún telur hafa svikið sig. Buscetta hefur þegar misst 36 ættingja vegna hefndaraðgerða mafíunnar. Vitnisburður fyrrum mafíufor- ingja hefur reynst ómetanlegur í baráttunni gegn mafíunni. ■ „Mafíudauðavélin“/19 Andvígir markaðs- búskap Brussel. Reuter. ÞRÍR Rússar af hveijum fjór- um eru andvígir því að Rúss- land þróist í átt að markaðs- hagkerfi, samkvæmt skoðana- könnun, sem Evrópusambandið birti í gær. Könnunin náði til tæplega nítján þúsund manna í átján fyrrum Austur-Evrópuríkjum. Stuðningurinn við markaðs- iiagkerfi fer þó ekki alls staðar dvínandi. Þó að dregið hafi úr stuðningi við markaðshagkerfi um 25% í Rússlandi frá því síð- asta árlega könnun Eurobaro- meter var framkvæmd hefur hann aukist um 19% í Rúmeníu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.