Morgunblaðið - 08.03.1995, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Greiða ber
Stundum held ég að þið, þessir opinberu embættismenn, séuð ekki mennskir. Þú ert búinn
að koma öllum þessum yndislegu sægreifabörnum til að hágráta með þessum skepnuskap . . .
Skattamál tryggingayfirlæknis
Telur málsmeðferðina
brot á stj órnsýslulögum
JÚLÍUS Valsson tryggingayfir-
læknir telur að meðferð skattyfir-
valda á máli sínu geti varðað við
stjómsýslulög. Nefnir hann lög um
upplýsingaskyldu, hversu langan
tíma málsmeðferðin hafí tekið,
jafnræðis- og meðalhófsreglu.
Júlíus nefnir að stjómvöldum
beri að tilkynna það sé meðferð
mála breytt samkvæmt jafnræðis-
reglu. Til dæmis hafi brot á skatta-
lögum, sambærileg við brot trygg-
ingalæknanna, jafnan verið af-
greidd innan skattkerfisins áður
fyrr. Hann hafi talið að svo myndi
verða.
Leita hefði átt vægustu
refsingar
í skýrslu ríkisendurskoðunar
segir einnig að ástæða þess að
málum tryggingalækna hafi verið
vísað til opinberrar rannsóknar
hafi verið sú að þeir hafi ekki svar-
að bréfum rannsóknardeildar ríkis-
skattstjóra þar sem þess var kraf-
ist að þeir skiluðu bókhaldsgögn-
um. Hann hafí hins vegar skilað
ÚTHLUTAÐ hefur verið styrkjum
úr þjóðhátíðargjöf Norðmanna, sem
norska Stórþingið samþykkti í til-
efni 1100 ára afmælis íslands
byggðar. Styrki hlutu: Handverk,
reynsluverkefni; Björgunarhunda-
sveit íslands; sjúkraliðar í fram-
haldsnámi í geðhjúkrun við Fjöl-
brautarskólann í Ármúla; Flug-
björgunarsveitin í Reykjavík og
Hjálparsveit skáta; og Asgarður,
handverkstæði fyrir þroskahefta.
öllum gögnum og því engin ástæða
til kæm.
„Meðalhófsreglan segir að væg-
ustu refsingar skuli leitað í hverju
máli, nema annað mæli á móti því.
Hérna er ekki um að ræða ítrekuð
eða stórfelld skattalagabrot og
vægari refsing hefði verið að vísa
málinu til yfirskattanefndar.
Skattrannsóknastjóri, sem hefur
lýst sig vanhæfan í mínu máli, er
með yfirlýsingar um það í fjölmiðl-
um, sem líka er brot á stjórnsýslu-
lögum. Það er enginn grunur uppi
um brot á hegningarlögum og eng-
in rök fyrir því að málið skyldi
koma til opinberrar rannsóknar.
Auk þess hafa stjórnvöld ekki sinnt
upplýsingaskyldu sinni. Ég hef
engar tilkynningar fengið um hvers
vegna opinber rannsókn fór fram.
Ég hef ekki geta svarað fyrir mig
þótt maður eigi að geta svarað öll-
um ákvörðunum á öllum stjórn-
sýslustigum, fá skriflegar tilkynn-
ingar og upplýsingar um hvert
maður geti áfrýjað."
Loks segir Júlíus að málsmeðferð
Styrkir voru fyrst veittir úr sjóðn-
um 1976 og fór nú fram nítjánda
úthlutun. Ráðstöfunarfé sjóðsins var
að þessu sinni 497.837 krónur.
Styrkumsóknir voru 20, en samþykkt
var að styrkja ofangreinda aðila.
Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins
skal ráðstöfunarfénu, vaxtatekjum
af höfuðstólnum, einni milljón nor-
skra króna, sem varðveittur er í
Noregi, varið til að styrkja hópferðir
íslendinga til Noregs.
hafí tekið óeðlilega langan tíma og
að stjórnvöldum beri að útskýra
tafir á henni, sem ekki hafí verið
gert.
-----» ♦ ♦-----
Breyting á Aðalskipu-
lagi Akureyrar
Háskóla-
svæðið við
Sólborg
stækkað
BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam-
þykkti í gær þá breytingu á Aðal-
skipulagi Akureyrar 1990 til 2010
að stofnanasvæði Sólborgar verði
stækkað til austurs um 5 hektara.
Skipulagsnefnd Akureyrar hafði
lagt til við bæjarstjórn að gera
umrædda breytingu. Svæðið sem
stækkunln nær til er nú skilgreint
sem íþróttasvæði en var áður stofn-
anasvæði.
Þorsteinn Gunnarsson rektor
Háskólans á Akureyri sendi erindi
til skipulagsyfirvalda á Akureyri
þar sem beðið var um að afstaða
yrði tekin til hugmynda um af-
mörkun svæðis fyrir framtíðars-
tækkun háskólans austan lóðar
Sólborgar, en þangað mun Háskól-
inn á Akureyri flytja starfsemi sína.
Skipulagsdeild bæjarins hefur
verið falið að fullvinna deiliskipulag
svæðisins þannig að gert sé ráð
fyrir stækkun lóðarinnar. Leggur
skipulagsnefnd áherslu á það sjón-
armið að háskólahverfið verði hluti
almenns útivistarsvæðis og að lóða-
skipulag skólans taki mið af því.
Úthlutað úr norsku
þjóðargjöfinni
Nýtt leiklistarstúdíó
Þjálfun sem nýt-
ist í hvers kyns
samskiptum
Gísli Rúnar Jónsson
INÆSTU viku hefst
kennsla hjá Leiklist-
arstúdíói Eddu
Björgvins og Gísla Rúnars
þar sem veitt verður til-
sögn í hagnýtri leiklist og
boðið upp á ýmiss konar
námskeíð. Munu þau hjón
annast leiðsögnina alfarið
til að byija með.
- Hvað veldur því að
þið takið þetta skref?
„Það hefur margsinnis
verið skorað á okkur að
safna saman reynslu okk-
ar og þekkingu, sem orðin
er býsna víðtæk, og koma
í kennsluform. Þetta hef-
ur staðið til lengi en við
verið að einbeita okkur
að öðru. Síðan breytast
áherslurnar í starfi og líf-
inu. Allt í einu kemur upp
sú staða að mál sé til
komið að fara að sinna þessu.“
- Hvað áttu við með hagnýtri
leiklist?
„Við tölum um hagnýtt leik-
listarnám því það er svo margt
í þessu sem fólk getur nýtt sér
í öllum störfum sem það kann
að taka sér fyrir hendur. Boðið
verður upp á tvenns konar nám-
skeið í fyrstu sem bæði byggjast
upp á því sem við köllum tækni
leikarans.
Annað er helgarnámskeið, sjö
klukkutíma á dag í tvo daga, og
er ekki endilega ætlað þeim sem
hyggja á frama í leiklistinni. Það
er fyrir fullorðið fólk á öllum
aldri sem vill fá á stuttum tíma
skilvirka tilsögn í undirstöðuatr-
iðum tjáningar og framkomu.
Ekki síður þjálfun í raddbeitingu
og framsögn sem getur nýst í
hvers kyns mannlegum sam-
skiptum. Bæði í leik og kannski
ekki síður í starfi. Það er ekki
síst fyrir fólk sem hefur atvinnu
af því að koma fram, leiðbeina
fólki eða flytja ræður. Til dæmis
má nefna kennara eða fólk sem
kemur fram í ljósvakamiðlum og
er hugmyndin að halda nokkur
slík helgarnámskeið.
Síðan er um að ræða sex vikna
leiklistarnámskeið ætlað byij-
endum í leiklist, þá sem hyggja
á leiklistarnám og eins fyrir hina
sem hafa hug á tilsögn í helstu
undirstöðuatriðum í starfi leikar-
ans; með beinni þjálfun, æfing-
um og því sem við getum kallað
hagnýtu spjalli og kynningu á
starfsvettvangi. Það er stiklað á
stóru þannig að fólk fái að kynn-
ast sem flestu og má
þar nefna leiktúlkun
og persónusköpun,
þjálfun í verkkunn-
áttu og leiktækni.
Farið er í sögu leik-
listar með áherslu á stefnur og
aðferðir og vinnu við ólíka miðla,
leiksvið, hljóðvarp, sjónvarp og
kvikmyndir og síðast en ekki síst
framsögn og beitingu raddar.“
- Hveijir eru það sem leggja
leiklist fyrir sig?
„Það þarf ákveðinn kjarna.
Fyrsti hvatinn er auðvitað að
langa til þess að leika. Allir þeir
sem einhvern tíma munu vinna
við leikhús hafa á einhveijum
tímapunkti ævi sinnar viljað
verða leikarar. Þetta er hundrað
prósent regla. Áhuginn kviknar
einfaldlega þannig að viðkom-
andi sér leikara uppi á sviði í
skemmtilegum búningi, að fara
► GÍSLI Rúnar Jónsson leik-
ari og leikstjóri fæddist 20.
mars 1953 í Reykjavík. Hann
stundaði leiklistarnám við
Leiklistarskóla Ævars Kvar-
ans 1969—1970, námskeið hjá
Leiklistarskóla leikhúsanna
1974 og framhaldsnám við
sama skóla 1974-75. Einnig
lagði hann stund á framhalds-
nám í leiklist hjá „The Drama
Studio“ í Lundúnum 1980-81
og sótti námskeið hjá Leikfé-
lagi Akureyrar. Gísli kom
fyrst fram með Leikfélagi
Akureyrar árið 1970 og hóf
feril sinn í sjónvarpi árið 1972.
Hann starfaði við Þjóðleikhús-
ið 1972-75 ogfrá 1981 auk
þess að leika með Alþýðuleik-
húsinu og þjá Leikfélagi
Reykjavíkur. Jafnframt hefur
Gísli leikstýrt fjölmörgum
sjónvarpsþáttum og leikið í
sjónvarpsþáttum og kvik-
myndum. Hann er kvæntur
Eddu Björgvinsdóttur leikara
og eiga þau fjögur börn.
með texta og hugsar með sjálfum
sér, svona langar mig að gera,
mig langar að koma fram.
Þá komum við að því að leik-
ari þarf að hafa ákveðna sýni-
hneigð, sem þarf ekki að þýða
að hann sé framfærnari en aðr-
ir. Yfirleitt er því algerlega öfugt
farið því þetta fólk er gjarnan
ákaflega feimið. Oft finnst fólki
það ótrúleg mótsögn, sem það á
erfitt með að sætta sig við. En
þetta er leið til að yfirvinna
ákveðinn skort eða
vöntun. Oft er verið
að átelja leikara fyrir
það að vera smáa í
sálarkytrunni og nota
leiklistina til að yfir-
vinna það. Hvað annað? Það er
svo virkilega göfugt. Þetta er á
við sálfræðiþerapíu eða með-
ferð.“
- Á hvaða stefnu verður
áherslan lögð í kennslunni?
„Allar. Það verður lögð
áhersla á það hjá okkur að allar
aðferðir og allar stefnur séu rétt-
ar. Það er það sem skilur okkur,
með fullri virðingu fyrir öðrum,
frá öllum leiklistarmenntastofn-
unum sem ég hef kynnst. Það
er engin aðferð réttari en önnur,
engin tegund leiklistar betri eða
verri en önnur, vegna þess að
þetta er allt saman umdeilanlegt
og spurning um smekk.“
Allar stefnur
og aðferðir
réttar