Morgunblaðið - 08.03.1995, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Stígamót, samtök kvenna gegn kynferðislegu ofbeldi, 5 ára í dag
44,5% þolenda kynferðisofbeldis er
leituðu til Stígamóta á liðnu ári
höfðu orðið fyrir ofbeldinu á aldrin-
um 5 til 9 ára. Alls höfðu 83,5%
orðið fyrir ofbeldinu fyrir 16 ára
aldur. Hlutfallið var 84,7% árið 1993
og 90,6% árið 1992. Aðeins rúmlega
10% ofbeldismanna þolenda frá í
fyrra eru ókunnugir karlar. Stíga-
mót, samtök kvenna gegn kynferðis-
legu ofbeldi, halda upp á 5 ára
starfsafmæli sitt á alþjóðlegum bar-
áttudegi kvenna í dag — 8 mars.
Stígamót hafa gefið út skýrslu,
annars vegar með upplýsingum um
starfsárið 1994 og hins vegar með
samanburði á þremur síðustu starfs-
árum. Guðrún Jónsdóttir, starfskona
Stígamóta, sagði samanburðinn
leiða fram nokkuð ákveðin hlutföll.
Konur væru t.d. kringum 94% þo-
lenda og karlar 6%. Hlutföllin sner-
ust við þegar sjónum væri beint að
ofbeldismanninum. Hann væri í
98-99% tilvika karl og 1-1,5% tilvika
kona. Einn þriðji þolenda leitar að-
stoðar vegna nauðgunar og tveir
þriðju vegna sifjaspella.
Nefndi Guðrún að áhersla væri
lögð á að halda saman upplýsingum
um starfsemina enda lægju þær
hvergi fyrir annars staðar. Fyrir-
liggjandi tölur væru sambærilegar
tölum annars staðar frá og gæfu til
kynna að þverskurður hefði fengist
af ástandinu.
Harmur og sársauki
En Guðrún lagði áherslu á að
bakvið tölurnar lægi mikill harmur
og sársauki. Algengustu og erfið-
ustu afleiðingar kynferðisofbeidis
eru samkvæmt skýrslunni sektar-
kennd, lélag sjálfsmynd, erfíðleikar
í kynlífi og depurð eða þunglyndi.
Alls höfðu 57 eða 16,5% þolenda
kynferðisofbeldis er leituðu til Stíga-
móta á liðnu ári gert eina eða fleiri
tilraunir til sjálfsvígs. Tæpur þriðj-
ungur hafði gert slíkar tilraunir ít-
rekað. Svipað hlutfall hafði rætt of-
EIGNAMIÐUJNIIN %
Sími 88 • 90 • 90 - Fax 88 •
90 • 95 - Síöumúla 21
Langholtsvegur -
laus - NÝTT. Rúmg. og
björt um 95 fm rishæð ásamt 28 fm
bílskúr. Áhv. ca 5,0 millj. íb. er laus.
Verð 7,2 millj. 3905.
Reykjavíkurvegur -
Rvík - NÝTT. Vorum að
fá í sölu glæsilega 3ja herb. íb. í nýlegu
5-íb. húsi. Vandaðar innréttingar. Park-
et. Gott útsýni. Hagstætt byggsjlán.
Laus nú þegar. Verð 8,3 millj.
Skipholt - NÝTT. 3ja
herb. 77 fm björt og góð íb. á jarðhæð
í bakhúsi. Parket. Mjög ról. staður.
Ákv. sala. Verð 6,2 millj. 4369.
Fróðengi - í smfð-
um - NÝTT. Vorum að fá
til sölu glæsilegar 61,4 fm 2ja herb.,
99 fm 3ja herb. og 117 fm 4ra herb.
íbúðir á frábærum útsýnisstað. íb. eru
til afh. fljótlega fullbúnar m. vönduöum
innr. en án gólfefna. Öll sameign
fullfrág. að utan sem innan. Hægt er
að kaupa bílskúr með. Verð frá 6,5
millj. 4359.
44,5% verða fyrir
ofbeldi 5 til 9 ára
Morgunblaðið/Sverrir
STARFSKONUR Stígamóta, f.v.: Hólmfríður Guðmundsdóttir,
Halldóra Halldórsdóttir, Sigríður Marteinsdóttir, Theódóra Þór-
arinsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Áshildur Bragadóttir. Alls
hafa 1.666 einstaklingar leitað til Stígamóta á 5 ára starfstíma
samtakanna.
beldið við aðra hjálparaðila og taldi
þriðjungur hópsins sig ekki hafa
mætt skilningi.
Stígamót hafa veitt einstaklings-
bundna ráðgjöf og verið með sjálfs-
hjálparhópa á snærum sínum. Af
öðru má nefna að starfskonur Stíga-
móta hafa gegnt útköllum vegna
nauðgana í samvinnu við Neyðar-
móttöku Borgarspítalans. Fram
kemur í skýrslunni að ekki hafi leng-
ur verið óskað eftir aðstoð þeirra í
maí síðastliðnum. „í kjölfar þessa
reyndu Stígamótakonur hvað þær
gátu -að koma á áframhaldandi sam-
starfí en án árangurs. í júní síðast-
liðnum lauk því samstarfi Stígamóta
og Neyðarmóttöku. Þessi niðurstaða
var okkur mikil vonbrigði,“ segir í
skýrslunni.
Falið ofbeldi
í skýrslunni kemur fram að árið
1992 höfðu 22% ofbeldismanna í
sifjaspellsmálum beitt aðra ofbeldi.
Hlutfailið er 12,2% árið 1993 og 17%
í fýrra. Af ofbeldismönnum í nauðg-
unarmálum höfðu 3,9% beitt aðra
ofbeldi árið 1992, 2,9% árið 1993
og 2,3% árið 1994. Tölurnar byggj-
ast á vitneskju þolenda eftir að mál
hafa verið opnuð og rædd innan fjöl-
skyldunnar. Fram að þeim tíma hafði
ofbeldið ekki komið fram.
Skilgreining sifjaspells er í skýrsl-
unni allt kynferðislegt atferli milli
einstaklinga sem tengdir eru tengsl-
um trausts og þar sem annar aðilinn
vill ekki slíkt atferli en er undirgef-
inn og háður ofbeldismanninum á
einhvern máta. Nauðgun er kynferð-
islegt ofbeldi þar sem einhver þreng-
ir sér eða gerir tilraun til að þrengja
sér inn í líkama annarrar manneskju
og brýtur þar með sjálfsákvörðunar-
rétt og sjálfsstjórn hennar á bak
aftur.
Afmælið
Eins og áður segir halda Stígamót
upp á 5 ára starfsafmæli sitt í dag.
Afmælisins verður minnst með
göngu gegn kynferðisofbeidi og
leggur gangan af stað frá Hlaðvarp-
anum, Vesturgötu 3, kl. 17.30.
Gengið verður um miðbæinn með
viðkomu í stjórnarráðinu. Þar verður
fulltrúa ríkisstjórnarinnar afhent
áskorunarskjal. Útifundur hefst á
Ingólfstorgi kl. 18. A fundinum verð-
ur efnt til söngs, hljómlistar og
ræðuhalda. Stígamótakonur hvetja
alla til að vera með í göngunni og
á Ingólfstorgi og mótmæla þannig
kynferðisofbeldi.
Á árinu 1994 leituðu 346 nýir
einstaklingar til Stígamóta. Til við-
bótar var 163 einstaklingum sem
leituðu aðstoðar á fyrri árum veitt
ráðgjöf. Heildarljöldi einstaklinga
sem leituðu til Stígamóta á árinu
1994 var því 509. Alls hafa 1.666
einstaklingar leitað til Stígamóta.
Þolendur og ofbeldismenn koma úr
öllum stéttum og menntun þeirra
er misjöfn. Kynferðislegt ofbeldi á
sér heldur ekki landfræðileg mörk.
Flestir verða fyrir ofbeldi af hendi
þekkts aðila á unga aldri (yngri en
16 ára) en leita ekki aðstoðar fyrr
en á fullorðinsárum. Flestir, eða
29,2%, leita aðstoðar á aldrinum 20
til 29 ára.
Vanir
menní
innbrotum
TVEIR ungir og afkastamiklir
afbrotamenn voru staðnir að
innbroti í leikskóla í Seláshverfi
í fyrrinótt.
Mennirnir komu að leikskól-
anum á bíl, sem talið er að
þeir hafí stolið en tengt hafði
verið framhjá kveikjulás bílsins.
Nágrannar sáu til ferða pilt-
anna og tilkynntu lögreglu.
Þegar lögregla kom að fannst
annar piltanna inni á skrifstofu
leikskólastjóra þar sem tölva
og fylgihlutir hennar höfðu ver-
ið teknir úr sambandi.
Hinn pilturinn fannst í hnipri
í leiksvæði á lofti leikskólans.
Sá var nýlega laus úr haldi eft-
ir rannsókn á mörgum brotum.
Piltarnir, sem viðurkenndu að
vera undir áhrifum fíkniefna,
voru færðir í fangageymslur.
Verkalýðsfélag
Húsavíkur
Samningar
samþykktir
Húsvík. Morgunblaðið.
NÝGERÐIR kjarasamningar
voru naumlega samþykktir við
allsheijar atkvæðagreiðslu hjá
Verkalýðsfélagi Húsvíkur.
Öllum félögum, 1.122, voru
send kjörgögn og áttu þeir að
skila þeim fyrir 6. þessa mán-
aðar, Alls greiddu atkvæði 399
eða 36% félagsmanna. Sam-
þykkir samningur voru 205 eða
51,4% á móti voru 181 eða
45,4%. Auðir og ógildir seðlar
voru 3,2%.
Athugasemd frá
Tryggingaráði
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Tryggingaráði, millifyrirsagnir
eru blaðsins:
Hlaut eitt atkvæði af fimm
„Af gefnu tilefni telur Trygg-
ingaráð rétt að eftirfarandi komi
fram:
Júlíus Valsson var í hópi 18
umsækjenda um stöðu trygg-
ingayfirlæknis, er sú staða var
auglýst laus til umsóknar í ársbyij-
un 1994. Stöðunefnd Landlæknis-
embættisins setti Júlíus ekki í hóp
þeirra fímm umsækjenda sem
hæfastir voru taldir til að gegna
stöðu tryggingayfírlæknis. En því
til viðbótar vakti stöðunefnd at-
hygli á störfum Júlíusar og sjö
annarra lækna. í Tryggingaráði
hlaut Júlíus eitt atkvæði af fímm
í þá stöðu. Þrátt fyrir álit stöðu-
nefndar og þá staðreynd að Júlíus
fékk aðeins eitt atkvæði í Trygg-
21150-21370
LARUS Þ. VALDIMARSS0N, framkvæmdastjori
KRISTJAN KRISTJANSSON. loggiltur fasteignasali
Ný á fasteignamarkaðnum - til sýnis og sölu m.a. eigna:
Góð íbúð á góðu verði
Sólrík 3ja herb. íb. á efri hæð v. Dalaland. 2 rúmg. svefnherb. m. innb.
skápum. Rúmg. sólsvalir. Sér hitaveita. Ágæt sameign. Vinsæll staður.
Sérhæð - mikið útsýni - eignaskipti
Rúmg. og sólrík 6 herb. efri hæð í Austurborginni í þríbhúsi. Sér-
inng., sérhiti, sérþvhús á hæðinni. Bílskúr 27,6 fm. Skipti mögul. á
góðri 3ja-4ra herb. íb. í borginni á 1. eða 2. hæð.
• • •
Nokkrar góðar eignir á
úrvalsstöðum íborginni.
Nánari uppl. á skrifstofunni.
ALMENNA
FASTEIGNASALAH
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370
ingaráði afréð heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra að skipa
hann í starfið.
Tryggingayfirlæknir er yfir-
maður læknadeildar og situr fyrir
hönd Tryggingastofnunar ríkisins
í ýmsum nefndum. Hann sækir
fundi Tryggingaráðs og er í hópi'
helstu embættismanna stofnunar-
innar.
Jafnframt því sem auglýst var
staða tryggingayfirlæknis var
auglýst staða tiyggingalæknis,
sem jafnframt gegnir starfi stað-
gengils tryggingayfirlæknis. Þar
er um að ræða mun viðaminni
stöðu og um hana sóttu 7 umsækj-
endur. Stöðunefnd Landlækniá
vakti athygli á reynslu þriggja
umsækjenda, þ.á m. Júlíusar, af
störfum tryggingalæknis svo og
eins hinna fímm, sem hæfastir
voru taldir og sóttu einnig um
stöðu tryggingalæknis. Júlíus fékk
fjögur atkvæði af fimm í þessa
stöðu.
Nefndi engar upphæðir
Þegar Tryggingaráð ræddi við
Júlíus vegna umsókna hans var
hann spurður út í skattamál sín.
Hann kvaðst aðeins hafa haft sam-
skipti við skattstjóra vegna upp-
hæða sem bæði hefðu verið til
hækkunar og lækkunar álagning-
ar hans og mátti á honum skilja
að þar hafi verið um óverulegar
Ijárhæðir að ræða. Júlíus nefndi
engar upphæðir í því sambandi við
Tryggingaráð. Kvað hann sam-
skiptum sínum við skattayfírvöld
að fullu lokið. í ljósi þeirra upplýs-
inga og umsagna stöðunefndar
taldi meirihluti ráðsinbs (4 af 5)
rétt að mæla með Júlíusi Valssyni
í stöðu tryggingalæknis.“
JÓHANNES Pálmason formaður safnaðarsljórnar Hallgríms-
kirkju afhenti danska sendiherranum, Klaus O. Kappel, eintak
af Passíusálmunum á dönsku við athöfn í kirkjunni í gær.
Passíusálmarnir komnir út á dönsku
„Omengaður trú-
arboðskapur“
PASSÍUSÁLMARNIR á dönsku í
þýðingu séra Björns Sigurbjörnsson-
ar sóknarprests í Lyngby komu út í
gær. Danskt útgáfufyrirtæki, ANIS
forlag í Kaupmannahöfn, er aðili að
útgáfunni og annast dreifingu henn-
ar í Danmörku en Hið íslenska Biblíu-
félag dreifír bókinni hérlendis.
Efnt var til athafnar í Hallgríms-
kirkju í gær vegna útkomu Passíu-
sálma Hallgríms Péturssonar á
dönsku, að viðstöddum þýðanda
verksins, sóknarprestum, formanni
safnaðarstjórnar Hallgrímskirkju,
forsætisráðherra, biskup íslands og
fleiri góðum gestum.
Prentaðir 90 sinnum
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson
Reykjavíkurprófastur sagði frá því í
ávarpi sínu að miðað við handbærar
upplýsingar ættu Passíusálmarnir að
hafa verið prentaðir í heild 90 sinnum
og auk þess brot af þeim eða hluti
þeirra fímm sinnum. Meðal þeirra
útgáfa er „Hallgrímur Pjeturssons
Passionsaimur" þýðing á dönsku eft-
ir sr. Þórð Tómasson sem út kom
árið 1930.
„Brátt komast prentanirnar á ann-
að hundraðið og er það engin furða,
slíkur sem fjársjóður sálmanna er,
hvort sem litið er á ytri gerð þeirra,
tungutakið og skáldaflugið eða innri
gerð; þann ómengaða trúarboðskap
sem þeir flytja. Það er gleðidagur í
dag í Hallgrímskirkju að bæta nýrri
þýðingu Passíusálmanna við útgáfu-
safnið," sagði Ragnar Fjalar við
þetta tækifæri.