Morgunblaðið - 08.03.1995, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Snarpar umræður í bæjarstjórninni um Skinnaiðnað
Saka meirihluta um vald-
níðslu við stjórnarkjör
Miðstöð fólks í
atvinnuleit
Guðmund-
ur og
Steingrím-
ur mæta
FRAMBJÓÐENDUR stjórn-
málaflokkanna verða gestir í
Miðstöð fólks í atvinnuleit
næstu vikur og munu þeir
kynna stefnumál flokka sinna
m.a. í atvinnumálum og svara
fyrirspurnum þátttakenda.
Alþingismennimir Guð-
mundur Bjamason, Fram-
sóknarflokki, og Steingrímur
Sigfússon, Alþýðubandalagi,
verða gestir miðstöðvarinnar í
dag, miðvikudaginn 8. mars,
en miðstöðin er opin frá kl.
15.00 til 18.00.
Allir em velkomnir að hlýða
á mál þeirra og koma sjónar-
miðum sínum á framfæri.
Kaffi og brauð verður á borð-
um þátttakendum að kostnað-
arlausu og dagblöðin liggja
frammi.
FULLTRÚAR minnihlutans í bæjar-
stjóm Akureyrar sökuðu meirihlut-
ann um valdníðslu við kjör í stjóm
Skinnaiðnaðar hf. á aðalfundi í
fyrradag. Þórarinn E. Sveinsson
sem kjörinn var formaður stjórnar-
innar taldi minnihlutann misskilja
málið. Snörp umræða varð um mál-
ið á fundi bæjarstjómar Akureyrar
í gær.
Ágreiningur er uppi milli fulltrúa
meiri- og minnihluta um hvort fram-
kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags
Eyjafjarðar, fyrrverandi formaður
stjórnar Skinnaiðnaðar, hafí verið
fulltrúi Akureyrarbæjar eða Iðnþró-
unarfélagsins í stjórninni.
Vakti furðu
Sigurður J. Sigurðsson, Sjálf-
stæðisflokki, sagði fyrirtækið hafa
verið endurreist eftir gjaldþrot ís-
lensks Skinnaiðnaðar fyrir tilstuðlan
Akureyrarbæjar en það sjónarmið
ætíð verið uppi að bærinn yrði aldr-
ei meirihlutaeigandi fyrirtækisins.
Það hefði því vakið furðu þegar í
ljós hafi komið að bærinn myndi
tilnefna þrjá menn í stjórn fyrirtæk-
isins, en um slíkt hefði ekki verið
rætt á fundi bæjarráðs í fyrri viku.
Hann liti því svo á að umboð bæjar-
stjóra á aðalfundinum hafi ekki ver-
ið marktækt nema að hluta.
Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðu-
bandalagi, lýsti einnig yfir óánægju
með málsmeðferð við stjórnarkjörið.
Fram til þessa hefði verið samstaða
innan bæjarstjórnar um hvernig
staðið er að tilnefningum í stjórnir
fyrirtækja sem bærinn ætti hlut í.
Hún taldi óskynsamlegt að bærinn
væri að sækjast eftir að vera í meiri-
hluta stjórnar fyrirtækisins, það
væri andstætt sjónarmiðum sem
uppi hefðu verið við endurreisn þess.
Þórarinn E. Sveinsson, Fram-
sóknarflokki, sagði það síst hafa
vakað fyrir meirihlutanum að sýna
valdníðslu við stjórnarkjörið. Hann
liti svo á að frá upphafi hafi bærinn
átt þrjá fulltrúa í stjórninni, hann
hefði verið fulltrúi fyrrverandi
minnihluta á síðasta kjörtímabili og
fráfarandi formaður, framkvæmda-
stjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar,
hefði verið annar af tveimur fulltrú-
um fyrrverandi meirihluta bæjar-
stjórnar, enda hefði félagið ekki
haft burði til að ná manni inn í
stjómina með rúmlega 6% eignar-
hluta. Sá sæti áfram í stjórninni
með stuðningi starfsmanna, en þeg-
ar sér hefði verið ljóst að starfs-
menn næðu ekki fulltrúa í stjórnina
hefði hann lagt til að fulltrúi þeirra
yrði fastur bókari á fundum stjórn-
ar.
Sigurður J. sagði við umræðuna
að það væri deginum ljósara að
bæjarstjóm Akureyrar hefði kosið
tvo fulltrúa í stjórnina og leitt væri
til þess að vita að Þórarinn hefði
talið sig einn af þremur fulltrúum
bæjarins í stjórninni allt liðið ár.
Útflutningur á fiskafóðri frá fóðurverksmiðjunni Laxá hefur þrefaldast
Morgunblaðið/Rúnar Þór
JÓNAS Þór Unnarsson og Einar Arnaldsson að störfum í fóður-
verkmiðju Laxár, en þar var verið að pakka fyrir Norðmenn.
mnm
TRAÐARLAND
Gott einbýli sem er hæð og kj. um 225 fm auk 36 fm bílsk.
Útgangur úr stofu út á verönd. Fallegur garður.
Verð 15 millj.
ENGJASEL — LAUS STRAX
Björt og snyrtileg 99 fm íbúð á 2. hæð ásamt stæði í
bílskýli. Suðursvalir. Góð sameign. Verð 7,5 millj.
MJÓAHLÍÐ — LAUS STRAX
Efri hæðum 103 fm með sameiginlegum inng. íb. skiptist í
2 stofur og 2 stór svefnherb. Suðurvalir og góður
suðurgarður. Nýl. gler, rafmagn og þak. Sérbílastæöi.
Verð 7,5 millj.
MARÍUBAKKI
Góð 80 fm íbúð á 3. hæð ásamt 12 fm herb. í kjallara með
aðgangi að snyrtingu. Nýtt eldhús og parket.
Áhv. langtímalán 3,9 millj. Verð 6,5 millj.
HJARÐARHAGI — SÉRHÆÐ
Neðri sérhæð um 115 fm sem skiptist í samliggjandi
stofur og 3 svefnherb. Gott eldhús með borðkrók, flísalagt
baðherb. með glugga. Suðurgarður. Áhv. byggsj. 2,0 millj.
Verð 9,8 millj.
SUÐURLANDSBRAUT4A
15% aukning
innanlandssölu
MIKILL útflutningur á fiskafóðri frá
fóðurverksmiðjunni Laxá hefur orðið
til þess að starfsfólki verksmiðjunn-
ar hefur verið fjölgað úr 8 í 14.
Samningaviðræður standa yfir um
sölu á fóðri til Danmerkur. Þá hefur
sala á fóðri innanlands einnig aukist.
Guðmundur Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Laxár, sagði að nóg
væri að gera í verksmiðjunni, unnið
væri á tveimur vöktum og hinn mikli
útflutningur á fiskafóðri til Skrett-
ing AS í Noregi hefði orðið til þess
að starfsfólki hefði verið fjölgað
umtalsvert eða um 75%, úr 8 í 14.
Útflutningur
þrefaldast
Níu mánuðir eru nú búnir af
rekstrarári fyrirtækisins en það
hefst 1. júní. Á tímabilinu hefur
sala á innanlandsmarkaði aukist um
15% og útflutningur þrefaldast mið-
að við_ sama tíma á fyrra rekstrar-
ári. Útflutningur fyrirtækisins á
fiskafóðri er nær því að vera sá sami
og öll innanlandssalan, en það hefur
ekki gerst áður. Á þessu tímabili
hefur Laxá selt um fjórðungi meira
fóður en fyrirtækið seldi allt síðasta
rekstrarár.
„Það hefur gengið vonum framar
og vissulega gleðjast menn yfir því,“
sagði Guðmundur. Eingöngu er nú
flutt út til Noregs, en á næstunni
mun fyrirtækið færa út kvíarnar því
samningaviðræður hafa staðið yfir
við danska aðila um sölu á fóðri
þangað. Sýnishorn hafa verið send
utan og innan skamms fer prufu-
sending til Danmerkur.
Þróun
gæludýrafóðurs
Á síðustu árum hefur verið unnið
að þróun framleiðslu á gæludýrá-
fóðri hjá Laxá með útflutning í huga,
en að sögn Guðmundar á eftir að
koma í ljós hvernig til mun takast.
Fyrirtækið hefur átt í viðræðum við
aðila sem hefur áhuga á að kaupa
slíkt fóður. Umtalsverð vinna hefur
verið lögð í þetta starf, en Guðmund-
ur sagði þó að um nokkurs konar
hliðargrein við aðra starfsemi væri
að ræða. Laxá hefur átt í samstarfi
við Iðntæknistofnun og áður við
Rannsóknarráð ríkisins.
□ □
□ □
Btofa
eldhus
o
Betri frágangur-sama verð
Flétturimi 4 -Til sýnis
virka daga frá kl. 13-16.
F; Alno-eldhúsinnr. + vönduð tæki.
■ Kahrs eikarparket.
■Flísalagtbað.
■ Sérþvottahús.
* Sérstæði í bílgeymslu.
(Bílgeymsla fylflir ekki öllum ib.).
Dæmi:
3ja herb.trá 82,1 fm. Verð 7,5 millj.
4ra herb. frá 110 fm. Verð 9,4 millj.
Byggingaraðili: Atli Eiríksson s/f.
FJARFESTING
FASTEIGNASALAÍ
Borgartúni 31,105 Rvk., sími 624250
Nýtt tjald-
svæði að
Hömrum
TVÆR nefndir Akureyrarbæj-
ar, umhverfis- og skipulags-
nefndir, hafa lagt til við bæjar-
stjórn Akureyrar að hún sam-
þykki uppbyggingu nýrra tjald-
svæða að Hömrum norðan
Kjarnaskógar í tengslum við
útilífsmiðstöð sem skátar á
Akureyri hafa í hyggju að reisa
á svæðinu.
Nefndirnar leggja jafnframt
til að rekstri núverandi tjald-
stæða við Þórunnarstræti verði
haldið áfram.
Bæjarráð hefur lýst velvilja
gagnvart hugmynd skátahreyf-
ingarinnar að koma upp um-
hverfís- og útilífsmiðstöð í landi
Hamra. Ráðið hefur einnig
samþykkt uppbyggingu nýrra
tjaldstæða á þessu svæði.
Dalsbraut-
Borgarbraut
verði þjóð-
vegur
FRAMKVÆMDANEFND Ak-
ureyrarbæjar leggur áherslu á
í bókun sinni að samkomulag
takist við yfirstjóm vegamála
um að fyrirhuguð tengibraut,
Dalsbraut-Borgarbraut, verði
vegarkafli þjóðvegar á Akureyri
og Vegagerðin veghaldari hans
eins en eftir slíku hefur verið
leitað. Háskólinn á Akureyri
hefur sent bæjaryfirvöldum
bréf þar sem ítrekað er mikil-
vægi þess að hraðað verði fyrr-
greindum vegaframkvæmdum
um Sólborgarsvæðið, framtíð-
arsvæði skólans.
Framkvæmdanefndin vekur
einnig athygli á að það sé mik-
ið hagsmunamál fyrir íbúa bæj-
arins í Gilja- og Síðuhverfi norð-
an Glerár að vegatenging milli
Glerárgötu og Hlíðarbrautar
komist á sem fyrst. Samhliða
viðræðum við Vegagerðina um
vegahald á þjóðvegum innan
bæjarmarka Akureyrar vill
nefndin að teknar verði upp
viðræður um að leita leiða til
að hraða verklegum fram-
kvæmdum við tengibrautina.
Hún ásamt brú yfir Glerá verði
fullhönnuð og framkvæmdir
undirbúnar til útboðs og að
miðað verði við að unnt verði
að bjóða hana út í áföngum eða
í heild sinni á fyrsta ársfjórð-
ungi næsta árs.
Stefnt er að því að allri
áætlanagerð vegna fram-
kvæmdanna verði lokið fyrir 15.
október næstkomandi.
285 umsóknir
um búfjár-
leyfi
BORIST hafa 285 umsóknir um
búíjárleyfi í lögsagnarumdæmi
Akureyrar. Sótt var um leyfi
fyrir 1.151 hross og 337 kind-
ur. Búfé á lögbýlum er ekki
meðtaiið.
Komið hefur í ljós að mis-
ræmi er á milli fjölda búfjár og
uppgefínnar aðstöðu til búfjár-
halds og hefur umhverfisstjóra
Akureyrarbæjar og dýraeftir-
litsmanni verið falið að afgreiða
búfyárleyfi til þeirra umsækj-
enda þar sem engar athuga-
semdir hafa verið gerðar við
umsóknir. Þá mun umhverfís-
stjóri láta kanna þær umsóknir
þar sem um vafamál er að ræða
°g leggja þær fyrir umhverfís-
nefnd að nýju.