Morgunblaðið - 08.03.1995, Page 16

Morgunblaðið - 08.03.1995, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hagnaður SS 30 milljónir Greiðslustaðan batnaði um 81 millión í fyrra RÚMLEGA 30 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Sláturfé- lags Suðurlands svf. á síðasta ári skv. bráðabirgðauppgjöri félags- ins. Rekstrartekjur S.S. voru 2.740 milljónir á síðasta ári skv. bráða- birgðauppgjörinu og eigið fé í árslok 273 milljónir. Um er að ræða 21% aukningu eigin fjár frá fyrra ári. Þetta kemur fram í fréttabréfi Slát- urfélags Suðurlands sem sent er félagsmönnum. Ennfremur kemur fram að greiðslustaða félagsins, þ.e. mis- munur skammtímaskulda og veltufjármuna, hafi batnað um 81 milljón á milli áranna 1994 og 1993. Veltufjárhlutfall var 0,93 í lok síð- asta árs skv. uppgjörinu. í fréttabréfinu segir að þessa jákvæðu þróun í rekstri félagsins megi þakka hagræðingaraðgerðum undanfarinna ára og stuðningi fé- lagsmanna og starfsfólks við upp- byggingu félagsins. Enn sé þó mik- ið verk óunnið og nauðsynlegt að styrkja fjárhag félagsins frekar til að takast á við óvissar aðstæður í framtíðinni. Framleiðsla Morgunblaðið/Kristinn UMBÚÐAMIÐSTÖÐIN hf., Gámaþjónustan hf. og Kjötumboðið hf. hlutu viðurkenningu umhverfis- ráðuneytisins í gær fyrir góða viðleitni í umhverfismálum á undanförnum misserum. A myndinni eru f.v. þeir Benóný Ólafsson, framkvæmdasljóri Gámaþjónustunnar, Össur Skarphéðinsson, um- hverfisráðherra, Guðmundur Karlsson, framkvæmdastjóri Umbúðamiðstöðvarinnar, Helgi Óskar Óskarsson, framkvæmdastjóri Kjötumboðsins hf. Vinsældir lýsis aukast í útlöndum LÝSI hf. í Reykjavík hefur um nokkurt skeið flutt út lýsi til Finn- lands og Eystrasaltsríkjanna og selt undir eigin vörumerki. Á síð- asta ári var verðmæti útflutningsins um 13 milljónir króna sem er átt- földun frá árinu áður. Finnska lyfjafyrirtækið Oriola OY hefur séð um sölu og markaðs- setningu á lýsinu, en tilraunir með útflutning á lýsi til Finnlands hafa staðið yfir frá 1982. „Það er fyrst nú sem þessi vinna er farin að skila verulegum árangri," sagði Andri Þór Guðmundsson, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs hjá Lýsi, í sam- tali við Morgunblaðið. Oriola hefur tekið að sér sölu og markaðssetningu fyrir Lýsi hf. í Eystrasaltsríkjunum. Þá er áætlað að sala geti hafíst í Pétursborg í lok þessa árs. í þessum löndum er lýsi aðeins selt í apótekum og ný- lega var salan tekin frá heilsuvöru- deild Oriola og flutt í lyfjadreifínga- deild. Andri sagði að sú breyting hefði gefíst vel. Öflugt markaðsá- tak hefði skilað stóraukinni eftir- spurn eftir lýsi og miðað við söluna fyrstu tvo mánuði þessa árs mætti ætla að um töluverða aukningu yrði að ræða á þessu ári miðað við árið 1994. í Finnlandi og Eystrasaltsríkjun- um er selt hefðbundið þorskalýsi ásamt lýsi með ávaxta- og mint- bragði í samskonar flöskum og á íslandi. Ásamt flöskulýsinu eru seldar lýsisperlur. Þá stendur til að hefja sölu á lýsi með sítrónu- bragði, en sala á því er hafin hér á landi. Umhverfisráðherra Heflum umræðu um umhverfisskatta HAGRÆN stjórntæki í umhverf- ismálum á borð við mengunar- skatta á iðnfyrirtæki munu vænt- anlega ryðja sér til rúms í stað boða og banna á næstu árum, að sögn Össurar Skarphéðinssonar umhverfisráðherra á ráðstefnu um atvinnulífið og umhverfis- málin í gær. Hann sagði umræðu um umhverf isskatta skammt á veg komna hér á landi og hvatti samtök atvinnulífsins til að hefja virka umræðu um málið. Össur sagði að hagræn stjórn- tæki við umhverfisvernd nýttu sér kosti markaðarins og virkuðu á sama hátt og verð á frjálsum markaði. Þau væru yfirleitt talin sveigjanlegri og hagkvæmari kostur en boð og bönn, þar sem fyrirtækin sjálf gætu valið um besta kostinn til að ná settum markmiðum. Flestir væru sam- mála um að umhverfisskattar gætu ekki verið viðbót við núver- andi skattheimtu, heldur yrði að fella niður aðra skatta á móti. Laurens Jan Brinkhorst, fyrr- verandi yfirmaður umhverfis- mála framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins, sagði að notkun hagrænna sljórntækja í ESB væri enn að mestu á tilrauna- stigi. Lítið hefði miðað í átt að því að skattleggja útblástur kolt- vísýrings; ellefu ríki hefðu sam- þykkt að taka slíkan skatt upp innan ESB en Bretar teldu að slík skattlagning ætti að vera á valdi hvers þjóðríkis. Hitaveita tekur 800 milljóna lán HITAVEITA Akraness og Borgar- fjarðar hefur undirritað samning um lántöku hjá Sumitomo Bank í Lundúnum að fjárhæð 15,4 milljón- ir svissneskra franka. Þetta jafn- gildir um 800 milljónum króna. Lánið er tekið að jöfnu í sviss- neskum frönkum ogjapönskum jen- um og ber fasta vexti í þessum gjaldmiðlum, 5,96% í frönkum og 4,85% í jenum. Það er til 10 ára og er afborgunarlaust fyrsta árið. Eftir það greiðast jafnar afborganir af láninu að frátalinni síðustu greiðslu sem nemur um þriðjungi af lánsfjárhæð. Láninu verður varið til að end- urljármagna eldri lán. Ólafur ísleifsson, framkvæmdastjóri al- þjóðasviðs Seðlabankans, segir að kjör lánsins megi telja hagstæð fyr- ir Hitaveituna. Lánið sé í ýmsum efnum sérsniðið að þörfum hennar m.a. með tilliti til lánstíma, sem sé nokkru lengri en það sem algengt sé á bankamarkaði um þessar mundir. Þá sé sérstaklega séð fyrir óskum Hitaveitunnar hvað gjaldm- iðlaskiptingu og vaxta- og afborg- unarskilmála áhræri. Skeljungur með sína bestu afkomu frá upphafí Hagnaðurinn nam um 125 milljónum SKELJUNGUR hf. skilaði alls um 124,9 milljóna hagnaði á sl. ári saman- borið við 95,7 milljóna hagnað árið áður. Velta félagsins nam alls 6.013,6 milljónum en var 6.173 milljónir árið áður. Umtalsverður bati varð á rekstri félagsins í fyrra en rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði jókst úr um 153,5 milljónum frá árinu 1993 í um 217,2 milljónir eða um 63,7 milljónir. Eigið fé Skeljungs í árslok nam alls 2.468,9 milljónum og hækkaði um 110,4 milljónir milli ára. Eiginfjárhlutfall var 48% eða óbreytt frá fyrra ári. Aðalfundur Skeljungs verður haldinn nk. þriðju- dag, 14. mars og verður þar lögð'fram tillaga um að greiddur verði 10% arður til hluthafa. Kennir gegnum Intemet un frá Florida State Uni- versity. Hann er núver- andi deildarforseti stjórnunardeildar í upp- lýsingamiðlun í Marriott School of Management við Brigham Young Uni- versity. Timm er höfund- ur og kemur fram á fjölda þjálfunarmynd- banda á ofangreindum sviðum, sem notuð eru af mörgum framsækn- ustu fyrirtækjum Bandaríkj- DR. PAUL R. Timm, einn fremsti sérfræð- ingur Bandaríkjanna, á sviði þjónustugæða og prófessor við Brigham Young University er nú staddur hér á landi á vegumStjórnunar- félags íslands til fyrir- lestrahalds. Hann gefur þó ekki nemendum sín- um í Utah fri meðan á Islandsdvölinni stendur heldur verður hann með kennslustund héðan síðdegis í dag gegnum Intemetið. Dr. Timm hefur doktorsgráðu í kerfisbundinni upplýsingamiðl- anna. A morgun, fimmtudag, verður Dr. Timm á tveimur námstefnum á vegum Stjómun- arfélags íslands á Hótel Sögu. Kristinn Bjömsson, forstjóri Skelj- ungs, segir þetta bestu afkomu fé- lagsins frá upphafí. Bata í rekstri megi einkum rekja til þess að tekist hafí lækka sameiginlegan kostnað og dreifingarkostnað. „Eigin dreif- ingarkostnaður okkar er að fjárhæð 162 milljónir á móti 180 milljónum árið áður. Hins vegar þurftum við að greiða í flutningsjöfnunarsjóð umfram endurgreiðslur úr sjóðnum 39,6 milljónir en árið áður greiddum við 38,2 milljónir." í annan stað segir Kristinn að bætt afkoma skýrist að minni af- skriftum útistandandi skulda. „Við höfum verið með mjög ríflegar nið- urfærslur á skuldum á undanfömum árum og þurftum því að færa mun minna niður fyrir árið í fyrra.“ Þyngri rekstur á þessu ári Um horfur í rekstri félagsins á þessu ári segir Kristinn að geisileg óvissa ríki á olíumarkaðnum um þessar mundir. „Ég held að það megi gera að því skóna að rekstur félagsins verði þyngri á þessu ári en á sl. ári, sérstaklega vegna mikillar samkeppni. Þá verðum við að und- irbúa okkur mjög vel undir það að erlendir aðilar komi inn á mark- aðinn. Það gæti þýtt mjög miklar breytingar á starfsemi félagsins bæði hvað varðar mannhald, fjárfest- ar og aðhaldsaðgerðir.“ Metsala á Lion King- mynd- bandi Los Angeles. Reuter. SALA myndbanda með teikni- myndinni The Lion King hefur slegið öll met síðan þeim var dreift í verzlanir í síðustu viku að sögn Walt Disney fyrir- tækisins og verð hlutabréfa í því hefur ekki verið hærra í 52 vikur. Fyrstu fjóra dagana seldust 20 milljónir eintaka af The Lion King í verzlunum fyrir 350 milljónir dollara. Metsalan kom fjárfestum á óvart og varð til þess að hluta- bréf í Disney hækkuðu um 2.25 dollara í 56 dollara í kauphöll- inni í New York. Fyrsta daginn var salan á The Lion King meiri en saman- lögð sala þriggja vinsælustu teiknimynda fyrirtækisins til þessa fyrsta daginn þegar þær voru til sölu. Þær þijár myndir voru Mjallhvít og dvergarnir sjö, Aladdín og Fríða og dýrið, sem Disney kallar metsölumynd- bönd allra tíma. Mjallhvít hefur selzt í 26 milljónum eintaka. Kunnugir spá því að hagnaður Disneys af The Lion King muni nema einum millj- arði dollara. Wellcome tekur tilboði Glaxo London. Reuter. BREZKA lyfjafyrirtækið Wellcome hefur viðurkennt ósigur í baráttu sinni gegn níu milljarða punda tilboði Glaxo í fyrirtækið og lagt til við hlut- hafa að þeir taki boðinu. Wellcome sagði að þetta hefði verið ákveðið, þar sem tveir hugsanlegir „bjargvættir" hefðu ákveðið að bjóða ekki í fyrirtækið. John Robb stjómar- formaður sagði að sáralitlu hefði munað að hærra boð hefði borizt. Sameinað fyrirtæki Wellcome og Glaxo verður stærsta lyfjafyrirtæki heims. Að sögn Wellcome var einn hugsanmlegur bjóðandi, sem kunnugir telja að hafi verið Zeneca Group Plc, reiðubúinn að bjóða meira en Glaxo, ef Wellcome Trust, sem á 39,.5% í Wellcome, gerði ráðstafanir til þess að tryggja góðar líkur á árangri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.