Morgunblaðið - 08.03.1995, Síða 21

Morgunblaðið - 08.03.1995, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 21 LISTIR „Tjöpömipinnipi“ MYNDLIST Ráöhús Reykjavíkur INNSETNING OG HLJÓÐVERK MAGNÚS PÁLSSON Opið alla daga til 10. mars. Aðgangur ókeypis. NORRÆN samvinna er efst á baugi þessa dagana, og heyrst hefur orðtak sem umsnúið segir „allt nor- rænt vel er vænt“. Slíkar bylgjur eru árlegar og rísa sennilega hæst í því landi sem Norðurlandaþing er haldið hvetju sinni. En þinginu hér fylgir að þessu sinni ekki aðeins fjölmenni sem hefur atvinnu af fundarsetum, heldur einnig líflegt listalíf, sem er rétt að benda fólki á að nýta sér eins og kostur er. Einn angi þessa er sýning Magn- úsar Pálssonar í Ráðhúsinu við Tjörn- ina, sem er haldin í boði íslandsdeild- ar Norræna myndlistarbandalagsins. Starfsemi þessa bandalags fer sjald- an hátt í fjölmiðlum, en er merkileg engu að síður. Það var stofnað 1945, löngu áður en norræn samvinna var almennt komin á þann grunn sem nú er; í gegnum tíðina hefur það stuðlað að ýmsum merkum sýningum jafnt á Norðurlöndunum sem utan þeirra, og lagt sitt fram til að kynna norræna list í víðara samhengi. Það var síðan aðalhvatinn að stofnun listamiðstöðvarinnar á Sveaborg við Helsinki og þó margt misjafnt hafi verið sagt um þá starfsemi í gegnum árin er ljós að án hennar væri nor- rænt listalíf fátækara en ella. 1995 mun meðal annarra hluta vera norrænt myndlistarár og er von á ýmsum uppákomum vegna þessa. Sýning Magnúsar er aðeins fyrsti anginn af því sem koma skal við almenna kynningu á samtímalist í víðu samhengi, hér á landi sem á hinum Norðurlöndunum. Undanfarin ár hefur Magnús Páls- son verið dijúgur við að skapa það sem mætti nefna „þjóðlega hljóð- skúlptúra"; í þessum verkum hefur gjarna verið blandað saman suttum sögum, samræðum o.fl. sem vísa sérstaklega til íslenskrar tilveru, og sett fram í samhengi við aðra hluti í einni innsetningu. Þetta er einnig rammi verksins hér, sem helgast af Tjörninni og sög- um úr lífi listamannsins, sem tengj- ast henni. Staðsetningin í Ráðhúsinu er þannig mikilvægur þáttur innsetn- ingarinnar, en hér hefur Magnús raðað upp gler- brotum af ýmsu tagi í oddfleyg á gólfið, sem getur hvoru tveggja táknað Tjömina sjálfa og flug anda og gæsa, sem þar dvelja allan árs- ins hring. Umhverfis hefur hann síðan komið fýrir litlum hátölurum, en frá þeim hljóma í vönduðum lestri sex sög- ur og ljóð sem Magnús hefur umritað í það sem kalla mætti „P-mál“. Dæmi um brot úr sögu- texta: „Stypyttapa apaf hap- afmepey vapar repeist ipí Tjöpörnipinnipi frap- amupundapan rapáðhe- perrapabúpústapa- ðnupum. Þepettapa vap- ar veperk Nipínupu Sapæmupundssopon. Möpörgupum lipistap- amöpönnupum, epein- kupum þepeim mepeð apafstrapaktipið sjop- óðapandipi ipí blopóðip- inupu, þopóttipi epekkipi Magnús Pálsson: Oddaflug andanna hluti innsetningar. vapænt upum þepettapa frapamtapak. Épeg vapar epeinn þepeirrapa." Lesi nú hver sem betur getur. Æfíngin er fljót að skila textanum lesnum, en heyrnin er lengi að átta sig á inntakinu. Það sem hlustandinn nemur einkum er taktfastur hrynjandi lestursins, en lesendur hafa náð gífur- legu valda á þessu flúraða máli og skila því með af- brigðum vel. Sögurnar eru skemmtilegar í sjálfu sér þegar maður hefur lesið þær, en framsögpiin er mikilvægari en textinn, og vísar til hrynjandi náttúrunnar, þar sem skiptast á umferðarniður og fuglagarg, árstíðir vet- urs, vors, sumars og hausts með öllum þeim breytingum sem þær hafa í för með sér í þessu hjarta Reykjavíkur. Það ætti að vera sjálf- sagður hluti ferðar niður að „Tjöpörnipinnipi" á næstu dögum að koma við í Ráðhúsinu og kynn- ast þessari léttleikandi innsetningu lítillega. Eirikur Þorláksson Nýjar bækur Höfuð konunnar eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur HÖFUÐ konunnar eftir Ingibjörgu Har- aldsdóttur er komið út og er þetta fimmta ljóðabók hennar. Ingi- björg hefur ekki að- eins getið sér gott orð sem ljóðskáld því hún er einn mikilvirtasti þýðandi okkar um þessar mundir og hef- ur meðal annars þýtt skáldsögur Dostojevskís og Búlg- akovs. Ljóðabókin Höfuð konunnar skiptist í frumort ljóð og þýð- Ingibjörg Haraldsdóttir ingu á löngum ljóða- bálki eftir eina af merkustu skáldkonum Rússa á þessari öld, Marínu Tsvetajevu. Mál og menning er útgefandi. Bókin er 96 bls. Filmuvinna, prent- un og bókband fór fram í G. Ben.- Eddu prentstofu hf. en kápu gerði Ingibjorg Ey- þórsdóttir. Ut úr búð kostar bókin 2.680 krónur en fyrir féiaga í Ljóðafélagi Máls og menningar kostar hún 1.980 krónur. FRABÆRT VERÐ Hyundai Grace er mjög rúmgóður og aflmikill sendibfll sem hefur vakið athygli um allan heim og fengið góðar viðtökur á íslandi. Enda ekki furða því 1.097.974 kr. án vsk. - á götuna verðið skapar honum algjöra sérstöðu á markaðinum. Vél............. 2,4 Iítra Hestöfl..............122 Lengd............ 4,74 m Hæð................1,97 m Breidd............ 1,69 m Flutningsrými... 5,8 m3 Burðargeta .... 1,275 kg Bestu ævintýri barna verðlaunuð FLEIRI en tvö þúsund börn frá Islandi, Svíþjóð, Noregi og Dan- mörku tóku þátt í ævintýrasam- keppni fyrir börn á Norðurlöndum, sem var skipulögð af Páátaloistit- utti, menntastofnun fyrir ritlist í Finnlandi. Norræni menningar- sjópurinn veitti stuðning. I Finnlandi hófst ævintýrasöfn- un fyrir fáeinum árum, en bestu ritin hafa verið verðlaunuð á nafndag Satu (Sögu) í finnska al- manakinu, þann 18. október. Það er ætlast til að verk barna frá hinum Norðurlöndunum verði verðlaunuð þann 8. mars á ári hveiju í framtíðinni, en þá er nafndagur Sögu í Svíþjóð. Besta ævintýrið frá Islandi var „Drekinn á Rammeyju“ eftir Hauk Pálsson, frá Svíþjóð „Björn- en som inte var en björn“ eftir Anders Seidin, frá Noregi „Den snohvite stovengelen" eftir Kari Lise Hogseth og frá Danmörku „Sylifinda" eftir Lone Bolander Simonsen og unnu þau fyrstu verðlaun. Aðalverðlaunin, ferð til Múmínlands, vann Anders Seidin. f flokki íslenskra barna urðu úrslit þessi: 9-10 ára. 1. „Drengurinn og prinsessan" eftir Hörpu Viðars- dóttur, 2. „Álfarnir sigraðir“ eftir Hafdísi Vigfúsdóttur, 3. „Sagan um bæina tvo“ eftir Svanborgu Jónsdóttur. 11-13 ára. 1. „Drekinn á Rammeyju“ eftir Hauk Pálsson, 2. „Brúðkaup dóttur greifans“ eft- ir Ragnheiði Sturludóttur og 3. „Gulleggið" eftir Sjöfn Andrés- dóttur. í dómnefndinni sátu Petri Pirin- en frá íslandi, Maj Sazelius frá Svíþjóð, Grete Randsborg Jensen frá Noregi og Ingerlise Koefoed og Lisbeth Algreen frá Danmörku. Allir skólar sem tóku þátt í sam- keppninni fá heiðursskjal. Auk þess verða bækur gefnar til viður- kenningar. Tilgangur með þessari samkeppni er að styðja ævintýra- hefðina og finna nýjar sögur. Bestu ritin verða gefin út í bókar- formi í haust. Ath! í boði er 3 sæta bekkur og vsk. grind á 70.000,-kr. Fáanlegur með bensín- eða díselvél. HYunoni ...til framtíðar ÖRKIN 3114-1-75-30

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.