Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 23 John Lennon á Kjarvalsstöðum 10.000 manns hafa séð sýninguna NÚ stendur yfir sýning á grafíkmyndum Johns Lennon á Kjarvalsstöðum. Sýningin er farandsýning sem fer víða um Evrópu. Nú þegar tvær vikur eru liðnar frá sýning- aropnun hafa um 10.000 manns séð sýning- una. I kynningu segir: „John Lennon sem tón- listarmaður hafði mikil áhrif á menningu 20. aldarinnar. Hann lagði einnig stund á myndlist áður en hann hóf tónlistarferil sinn og allan feril sinn gerði hann myndir sem lýsa nánasta umhverfi hans. Myndirnar á þessari sýningu voru unnar á tveim tíma- bilum frá 1968 til 1969. Þar á meðal eru annarsvegar myndir sem voru fyrst gefnar út eftir dauða Johns Lennon og hinsvegar steinþrykksmyndaröðin „The Bag One Portfolio" sem var brúðargjöf Johns til Yoko konu sinnar og var fyrst sýnd opin- berlega í janúar Í979 í The London Art Gallery í New Bond Street í London. Höf- uðtema hennar er upphafning ástar Johns á konu sinni Yoko Ono og samlíf þeirra hjóna. Á öðrum degi sýningarinnar var henni lokað af Scotland Yard og átta eró- tískar steinþrykksmyndir gerðar upptækar vegna þess að þær þóttu ósæmilegar og særðu siðferðiskennd manna. Upp úr þessu hófst mikið fjölmiðlafár um heim allan, lögreglurannsókn og síðar réttarhöld, en nokkrum mánuðum síðar var málið látið niður falla. Þessi sýning er óvenjuleg að því leyti að hún er sölusýning, þ.e. allar myndirnar á sýningunni eru til sölu. Myndirnar eru á ýmsu verði, allt frá 14.000 krónum upp i tæplega 500.000 krónur. í tengslum við þessa sýningarferð var ennfremur gefin út sýningarskrá og gerðar peysur með áþrykktum myndum af verkum Johns Lennon og fer nú hver að verða síðastur að festa kaup á þeim.“ Sýningin verður opin daglega til 26. mars, frá kl. 10-18. Kaffistofa Kjarvalsstaða verður opin á sama tíma. Kóramót íslenskra kvennakóra FYRIRHUGAÐ er að halda kóramót íslenskra kvennakóra dagana 23.-25. júní nk. Að þessu sinni mun Kvenna- kór Reykjavíkur sjá um mótið sem verður nú haldið í annað sinn. Hið fyrra var í umsjón Kvennakórsins Lissýjar og var haldið að Ýdöium í S-Þingeyjarsýslu. Kóramótinu mun ljúka með stórtónleikum þar sem allir kóramir koma fram og flytja sameiginlega dagskrá. Kvennakór Reykjavíkur var form- lega stofnaður vorið 1993 og er því einungis tæpra tveggja ára. Um 100 konur syngja með kórnum um þessar mundir. Einnig starfrækir Kvenna- kórinn Gospelkór og Skemmtikór, auk kórskóla og annarrar starfsemi. Þeir kórar sem hafa áhuga á að taka þátt í kóramótinu eru vinsamleg- ast beðnir um að tilkynna þátttöku fyrir 20. mars á skrifstofu Kvenna- kórs Reykjavíkur, fyrir hádegi. .....♦ ■ ♦----- Framlög til starfsemi at- vinnuleikhópa MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur, að fengnum tillögum frá út- hlutunarnefnd Leiklistarráðs, úthlut- að framlögum af fjárlagaliðnum starfsemi atvinnuleikhópa 1995, sem hér segir: 1. Möguleikhúsið starfsemi á yfir- standandi ári. Styrkúrinn verði bund- inn einu ótilteknu verkefni kr. 2.000.000. 2. Leikhópurinn 10 fingur til upp- setningar á sýningu eftir skáldsög- unni The Mists af Avalon kr. 2.000.000. 3. Hermóður og Háðvör til upp- setningar á nýju ónefndu leikriti eft- ir Árna Ibsen, kr. 2.000.000. 4. Alheimsleikhúsið til uppsetning- ar sýningarinnar Konur skelfa eftir Hlín Agnarsdóttur kr. 2.000.000. 5. íslenska leikhúsið til uppsetn- ingar sýningarinnar í djúpinu eftir Maxim Gorki, kr. 900.000. 6. Frjálsi leikhópurinn til leikferð- ar utan Reykjavíkur með sýninguna Sannur vestri eftir Sam Shepard kr. 400.000. 23 leikhópar sóttu um framlög til 54 verkefna. Til ráðstöfunar voru 15.200.000 kr., þar af hafði þegar verið ráðstafað 5.400.000 kr. til Leikhúss frú Emilíu sem er loka- greiðsla upp í starfssamning. -......♦ ------ „Hörundsár“ á Mokka BJARNI Sigurbjörnsson sýnir um þessar mundir átta olíumálverk í Mokka við Skólavörðustíg og ber yfirskriftina Hörundsár. Í kynningu segir: „Þrátt fyrir að verkin markist af óheftum abstrakt espressjónisma fela þau í sér sterka fígúratífska skírskotun." Bjarni lauk BFA frá Art Institute í San Francisco 1992 og er nú á loka- stigi mastersnáms við sama skóla. Haföu fjármál fjölskyldunnar í góðum höndum! ISLANDSBANKI - í takt viö nýja tíma! Átaksvika um fjármál heimilanna er kjörinn tími til ab huga ab fjármálum fjölskyldunnar og koma reglu á þau. NÁMSKEIÐ í HEIMIUSBQKHALDl Islandsbanki býbur upp á námskeiö í heimilisbókhaldi til aö auka skilning á mikilvœgi þess aö fjármál fjölskyld- unnar séu vel skipulögö. Þátttakendum veröur kennt aö skipuleggja fjármál heimilisins og sérstakri möppu undir heimilisbókhald veröur dreift á námskeiöinu. RÁÐCjÖF VEGNA CREIÐSLUERFIÐLEIKA Einstaklingar og fjölskyldur geta sótt um aöstoö vegna greiösluerfiöleika hjá íslandsbanka. Þjónusta bankans felst meöal annars í því aö kanna fjárhagsstööu viöskiptavinar- ins og greiöslubyröi allra skulda. ÚTLÁNAÞjÓNUSTA Upplýsingablöö liggja frammi í útibúum bankans um lántöku og greiöslubyröi lána. Viö mat á lánsumsóknum leggur bankinn áherslu á greiöslugetu og fjárhagsstööu viöskiptavinarins. SPARIÞJÓNUSTA Reglulegur sparnaöur er góö leiö til aö byggja upp fjárhagslegt öryggi. Spariþjónustan getur tengst öllum Sparileiöum íslandsbanka og hver og einn velur lengd sparnaöartímans sjálfur. LÆKKUN KOSTNAÐAR MEÐ RÉTTU CREIÐSLUFQRMI Flestir velja tékkareikninga til aö hafa greiöan aögang aö því fé sem notaö er daglega en mikilvœgt er aö nota þá á sem hagkvœmastan hátt. íslandsbanki hefur gefiö út upplýsingabœkling þar sem fjallaö er m.a. um notkun á peningum, debetkortum, tékkheftum og annarri greiöslumiölun og lœkkun kostnaöar viö greiöslur. Bœklingurinn liggur frammi í öllum útibúum bankans. Kynntu þér málib hjá íslandsbanka, fjölmargir möguleikar eru í bobi. Allar nánarí upplýsingar veita þjónustufulltrúar bankans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.