Morgunblaðið - 08.03.1995, Side 24

Morgunblaðið - 08.03.1995, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ I- LISTIR „Hörundsár“ EITT verka Bjarna Sigurbjömssonar. MYNPLIST Mokka MÁLVERK BJARNI SIGURBJÖRNS- SON Opið á veitingahúsatíma tíl 19. mars. Aðgangur ókeypis. ÓHEFT litaflæði og úthverft inn- sæi einkennir ábúðarmikil málverk Bjarna Sigurbjörnssonar, sem er námsmaður á lokastigi meistara- náms við listastofnun San Francisco borgar. Listspíran hefur áður kynnt verk sín tvisvar hér á landi og í annað skiptið var það sömuleiðis á Mokka fyrir þremur árum. Þetta eru mjög litglaðar myndir og þær byggjast mikið á því að ná fram kraftmikilli og bylgjandi áferð með því að kreista duglega úr túp- unum, eða eins og Jón Engilberts orðaði það í gamla daga „mála þykkt“, og sjálfur hefði hann vafa- lítið orðið hinn hressasti hefði hann mátt líta slík vinnubrögð. Annars mun andagiftin sótt til ákveðins myndstfls sem iðkaður hef- ur verið um langt skeið á Bay-Arena svæðinu í Norður-Kalifomíu, þar sem Bjami hefur dvalist síðustu árin. Það er líka eitthvað amerískt í þessu þótt hliðstæðuna hafí maður einnig séð í Evrópu, en þá yfírleitt í öðrum og helst dýpri litbrigðum. í Kalifor- níu þar sem sólin skín, vínviðurinn blómstrar og allir eru í góðu skapi, eins og það heitir, er eðlilegt að lita- gleðin sé mikil og létt sé yfír mynd- unum. Það á einnig við um aðrar listastefnur og þannig em lostfagrar dúllumar á myndum Pop-málarans Mel Ramos frá Sacramento yfirleitt skælbrosandi, eins og þær séu í þann veginn að fíla út á yndisvangi hvunndagsins. Nefni Ramos einmitt vegna þess, að meiri andstæður getur ekki, því að þegar hann málar örþunnt og notar stásslega en grunnfærða liti hins yfirborðskennda auglýsinga- iðnaðar, þá húðflettir Bjarni yfír- borðið svo að sér inn í sjálft hold mannslíkamans. Hér hefur hann í og með orðið fýrir áhrifum af stækkuðum nærmyndum málverka Rembrandts, og þá einmitt holdinu í fígúrum hans og mannamyndum, en þar var þykkt borið á, eins og skuggamir gátu verið þunnir og flauelssvartir. Yfirskrift sýningarinnar er „Hör- undsár“ og er það um sumt rétt- nefni, en einnig er eins og að horfa é litríkt öldugjálfur eða óvænt skýjaþykkni á sólbjörtum sumar- degi. Islendingurinn í Bjama kemur fram í litanotkun sumra myndanna og þá helst hvað stóm aflöngu myndina fyrir miðju á hægri lang- vegg snertir, en þar kenni ég meiri dýpt og fleiri blæbrigði en í öðmm. Verður næsta fróðlegt að fylgjast með Bjama eftir að meistaragráðan er í höfn og hann hefur átök við lífíð og listina án skólans sem ör- yggisventils. Bragi Asgeirsson. Síðustu sýn- ingar á „Eins og tungl í fyllingu“ NORSKI Ieikhópurinn Manefjes hef- ur undanfarið sýnt leiksýninguna „Eins og tungl í fyllingu" á menning- arhátíðinni Sólstöfum. Sýningar hafa verið á ísafirði, Akureyri og í Reykja- vík. Síðustu sýningar verða í Mögu- leikhúsinu við Hlemm fímmtudaginn 9. og föstudaginn 10. mars. Það er leikarinn Henning Farner sem leikur eina hlutverkið í sýning- unni, en leikstjóri er Tim Dalton. í kynningu segir: „Leikritið er ætlað unglingum jafnt og fullorðn- um. Sumir kalla hana eins konar örþróunarsögu, aðrir segja að hún sýni sköpun heimsins út frá sjónar- hóli homo sapiens, hins viti boma manns, ailt frá árdögum til þess augnabliks er hann hverfur á braut frá áhorfendum sínum og að þetta sé leikhús sem helst líkist þögulli fímleikakvikmynd með ívafí af há- þróaðri kímni.“ Henning Farner byijaði að leika árið 1981 og hefur leikið með sjálf- stæðum leikhópum í Noregi, Dan- mörku og Frakklandi. Sviðsetning sýningarinnar er nokkurra ára til- raunavinna þar sem gengið er út frá skapandi en agaðri líkamstjáningu. í L í I * i i i Veistu svaríð? ALLT í plati; atriði úr bandarísku myndinni Gettu betur. KVIKMYNPIR BíóhöIIin GETTU BETUR „QUIZ SHOW“ Leikstjóri: Robert Redford. Hand- rit: Paul Attanasio. Kvikmynda- taka: Michael Ballhaus. Aðalhlut- verk: Ralph Fiennes, Rob Morrow, John Torturro, Paul Scofield. Holly- wood Pictures. 1994. ★ ★ ★ NÝJASTA mynd Roberts Red- fords, Gettu betur eða „Quiz Show“, rekur eitt frægasta hneyksli banda- rísku sjónvarpssögunnar þegar í Ijós kom að vinsælasti spumingaþáttur landsins um miðjan sjötta áratuginn, Tuttugu og einn hjá NBC-stöðinni, var blekking ein. Redford hefur skil- að prýðilegri mynd um brennandi efni á fyrstu árum sjónvarpsaldar þegar menn virtust ekki taka þennan nýja og byltingarkennda miðil alvar- lega og sjónvarpið eins og missir meydóminn. Áhorfendur sem dýrk- uðu skefjalaust þessa nýju tækni litu það ekki sömu augum upp frá því. í myndinni er áherslan lögð á sakleysið í kringum sjónvarpið (það er allt í Iagi að svindla af því þetta er bara sjónvarp og enginn hefur skilgreint hvaða leikreglum það skuli lúta) og hvemig spillingin fínnur sér fómarlamb sem þarf að taka á sig samviskubitið og skömm- ina. Sagan er rakin í myndinni á bæði skemmtilegan og spennandi hátt og hún staðfestir enn að Red- ford er orðinn mun betri og hressi- legri leikstjóri en leikari. Gildi myndarinnar felst ekki síst í því hvemig henni tekst að endur- skapa brautryðjendaárin í sjónvarps- rekstri vestra, spennuna í kringum sjónvarpið, hvemig áhrif þess ná inn á hvert heimili og nýjar stórstjömur lifna (og deyja) bókstaflega með hraða Ijóssins. Fólk gleypir við þess- um nýja miðli eins og þar sé lykill- inn að lífshamingjunni. Og enginn er meiri stjama en nýi límheiljnn í spumingaþættinum Tuttugu og ein- um, Charles van Doren. I sjónvarpi skiptir ímyndin öllu. Hann er af frægu menntafólki og hefur útlitið með sér, sumsé fullkominn í þáttinn og til að halda honum þar svo aug- lýsandinn græði og sjónvarpsstöðin fái meira áhorf er betra að hann fái að vita spumingamar fyrirfram. Veistu svarið? er aldrei nein spum- ing. í miðpunkti er leit lögfræðings að ósviknum svör- um þegar grun- semdir vakna hjá honum um að ekki sé allt með felldu. Það er heppilegt sjór.arhom því leit hans drífur frá- sögnina áfram og heldur athyglinni vakandi þrátt fyr- ir að myndin sé vel yfir tveir tímar. Reyndar vantar helst að gera betur grein fyrir innri baráttu menntamannsins van Dorens sem lifír í sjálfsblekk- ingu en felur kvíðann á bak við kæruleysi og sjálfsöryggi. Hann er leikinn af Ralph Fiennes, sem eins og aðrir leikarar myndar- innar fer ágætlega með hlutverkið enda löngu í ljós komið að Redford er ekki síst leikstjóri leikaranna. Fiennes lýsir vel hvemig van Doren leiðist treglega inn í svikin og er einhvem veginn aldrei almennilega viss um hvort hann er í raun að svindla eða bara leika sjónvarpsleik- inn. Rob Morrow er nýstimi sem fer feikilega vel með hlutverk þijóska lögfræðingsins, sem flettir ofan af svindlinu, og John Torturro er sömu- leiðis góður sem sveittur og svekkt- ur fyrrum þátttakandi. Leikstjóram- ir Martin Scorsese og Barry Levin- son fara með lítil gestahlutverk. Þorskhausar í beinni Regnboginn í beinni „Airheads" ★ Vi Leikstjóri: Michael Lehman. Aðal- hlutverk: Brendan Frazer, Steve Buscemi, Joe Mantegna, Judd Nelson. 20th Century Fox. 1994. Bandaríska gamanmyndin í beinni eða „Airheads" gengur öll út á þungarokkshúmor Iíkan þeim sem við þekkjum úr Veröld Waynes - myndunum. Þrír þungarokkarar ætla að koma sér nett á framfæri en það endar með því að þeir taka yfír vinsæla rokkútvarpsstöð og halda starfsfólkinu í gíslingu með því sem löggan mundi kalla „eftirlík- ingavopnum". Af því spinnst heil- mikil amerísk hringavitleysa með gamalkunnum látum og æsingi ut- andyra og innan en húmorinn reyn- ist ekki mikill þegar til kemur og í rauninni verður allt svo sætt og pent á endanum að alvöru þunga- rokkarar mundu sennilega fyrr panta herraklippingu en meðtaka slíkt löður. Nokkrir ágætir leikarar koma hér við sögu eins og Steve Buscemi og Joe Mantegna og þeir setja óneitan- lega svip sinn á myndina þótt hlut- verk hins síðamefnda sé talsvert fyrir neðan hans virðingu. Buscemi fer skemmtilega með rullu eina rokkarans sem virðist með hærri greindarvísitölu en trommukjuði. Hjartagullið Brendan Frazer er skrifaður fyrir aðalhlutverkinu og á í erfiðleikum með að leika af ein- hverju viti eins og fyrri daginn. Vandræðalegur er sennilega rétta orðið yfír Frazer. Meira að segja gallharður þungarokkari verður að lítt þolanlegri væluskjóðu í höndum hans. Líklega má skrifa það á handritið að einhveiju leyti. Það er ómerkilegur leirburður þótt fínna megi í því ein- staka góðan brandara (einn er sér- Iega illkvittinn þar sem vamarlaus geirvarta kemur við sögu). En þeir eru fáir og langt á milli þeirra. í stað- inn fyrir alvöru gamansemi er keyrt á hávaða, hrópum og köllum og eyði- leggingu og mun þannig sjálfsagt reynt að höfða til þungarokkara. Það er bara sjaldnast nóg. Arnaldur Indriðason Nýr bókaklúbbur gefur út hljóðbækur ► HUÓÐBÓKAKLÚBBURINN sinni. Þá sendir Hljóðbókaklúbbur- k heitir nýr bókaklúbbur sem eins og nafnið bendir til gefur út svo- nefndar hljóðbækur, þ.e. bækur sem lesnar eru inn á hljóðsnæld- ur. Blindrafélagið er stofnandi og eigandi Hljóðbókaklúbbsins, en það hefur einmitt um árabil gefið út hljóðbækur fyrir almennan markað, þar á meðal íslendinga- sögur, barnabækur, spennusögur og bækur almenns efnis. Fréttasnælda fyrir félaga í kynningu segir: „Hljóðbóka- klúbburinn mun gefa út vandaðar og eigulegar bækur af ýmsum toga og miðað er við að út komi 6 bækur á ári, með 6-8 vikna millibili. Bækurnar verða ekki til sölu samtímis á almennum mark- aði og eru mun ódýrari en sam- bærilegar bækur í bókaverslunum. Þeir sem gerast félagar í klúbbn- um eru ekki skuldbundnir til að kaupa allar útgáfubækur klúbbs- ins. Þær má afþakka með góðum fýrirvara, en einnig verður hægt að panta aðrar hljóðbækur sem klúbburinn hefur á boðstólum í stað þeirra sem út koma hveiju inn út fréttasnældu til félaga sinna f með kynningu á hverri útgáfubók o g upplýsingum um aðra starfsemi klúbbsins.“ Fyrsta útgáfubókin Hin kunna skáldsaga Góði dát- inn Svejk eftir Jaroslav^ Hazek í íslenskri þýðingu Karls ísfelds er i fyrsta útgáfubók Hljóðbóka- klúbbsins. Það er Gísli Halldórsson ' leikari sem les söguna, en mörgum I er eflaust í fersku minni útvarps- lestur hans á sögunni. Hljóðbóka- klúbburinn hefur samið við Gísla Halldórsson og Ríkisútvarpið um útgáfu lestursins á hljóðbók, sem kemur út í tveimur bindum. Seinna bindið kemur út síðar á árinu. Einnig fá stofnfélagar Hljóðbóka- klúbbsins litla hljóðbók með lestri 1 Davíðs Stefánssonar frá Fagra- } skógi úr eigin verkum. Efni henn- i ar valdi Gunnar Stefánsson og f flytur hann einnig formálsorð. „Hljóðbækur eru ekki eitthvert sérstakt fyrirbæri sem ætlað er blindum og sjónskertum. Hljóðbækur henta hveijum sem er,“ segir ennfremur í kynningu. Kóramót þriggja kóra [ í Skandinavíu ÞRÍR íslenskir kórar sem starfa í Skandinavíu hittast og halda sam- eiginlega tónleika í Allraheilagra- kirkju í Lundi á Skáni kl. 17 laugardaginn 11. mars. Kóramir sem mæta til þessara sameiginlegu tónleika eru Kór ís- lenska safnaðarins í Kaupmanna- höfn undir stjórn Guðmundar Ei- ríkssonar, íslenski kórinn í Gauta- borg, en honum stjóma Kristinn og Tuula Jóhannesson, og svo kór gestgjafanna, Kór íslendingafé- lagsins í Lundi undir stjórn Jóns Ólafs Sigurðssonar. Þetta er í fyrsta sinn sem þess- ir þrír kórar hittast og halda sam- eiginlega tónleika, en kórarnir í Lundi og Gautaborg hafa hist tví- vegis áður, síðast í Gautaborg í maímánuði í fyrra. Það var þá sem sú hugmynd kviknaði að bjóða einnig Kaupmannahafnarkórnum að vera með nú í ár, en það hefur verið vilji kóranna í Gautaborg og Lundi að stefna að árlegum fundi kóranna og sameiginlegum tón- ' leikum. j Hver með sínu lagi ) Kóramir munu bæði syngja hver með sínu lagi og einnig slá sér saman í einn kór og syngja nokkur lög saman og verður þá saman kominn um 100 manna kór íslendinga á Norðurlöndunum. Einstakur atburður það. En um 40 manns munu vera meðlimir í i hveijum kór fyrir sig. Á efnisskránni eru bæði íslensk ' og erlend lög, andleg sem verald- ) leg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.