Morgunblaðið - 08.03.1995, Síða 25

Morgunblaðið - 08.03.1995, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 2í AÐSENDAR GREINAR Nútíma nomaveiðar ÞEGAR ÉG var barn fannst mér tíminn stundum lengi að líða. Mér var þá sagt að tíminn liði hraðar eftir því sem aldurinn færð- ist yfir mig. Hið sama virðist gerast um heim- inn; eftir því sem tækn- inni fleygir fram og heimurinn eldist því örari verða breyting- arnar. í lok síðasta áratug- ar og upphafi þess sem nú er senn hálfnaður, horfðu menn á hrun Ráðstjórnarríkjanna sem varð með ógnarhraða. í kjöl- far þess hafa ýmsir gert upp við fortíðina og afneitað fyrri gildum. Þá eru og þeir sem reyna að niður- lægja menn og elta þá uppi vegna skoðana þeirra eða vegna þess að þeir voru með einhveijum hætti þátttakendur í einhverri atburða- rás sem er þeim, sem nú eru á valdastólum, ekki þóknanleg. Þannig minnir hegðun og málfar þessara uppljóstrara á nornaveiði- menn fyrri tíma. Vegna þeirrar umræðu sem varð á Alþingi um daginn þegar Björn Bjarnason fór á kostum í ofsa sínum vegna þess að hann taldi suma ekki hafa gert upp við fortíð sína, er rétt að minna á að ýmsir þeir, sem hafa dvalið við nám erlendis eða hafa sinnt alþjóð- legum samskiptum íslendinga hafa fengið að kynnast þungum hrömmum ýmissa ríkisstjórna. Nú láta menn hæst yfir meintri þjónk- un íslendinga við austantjaldsrík- isstjórnir en minnast vart á þá staðreynd að Bandaríkjamenn hafa haldið uppi öflugum njósnum hér á landi og hafa oftsinnis minnst á hversu auðvelt sé að afla hér upplýsinga vegna lausmælgi íslendinga. Þar sem menn eru farnir að greina frá samskiptum sínum við ógnarstjórnir Austur-Evrópu er rétt að ég segi frá tveimur fremur ómerkum atvikum sem urðu árið 1973 og 1974. Haustið 1972 hóf ég nám í sagnfræði og íslenskum fræðum við Háskóla Islands. Mér vildi það til happs að ég naut mikils stuðn- ings eins samnemanda míns öðr- um fremur. Sá bjó í fjölbýlishúsi í Vesturbænum þar sem einnig átti heima starfsmaður sovéska sendiráðsins. Á þess- um árum fór ég ekki fremur en nú leynt með aðdáun mína á Maó formanni og bar merki með mynd hans í barmi mér. Eitt sinn kom þessi samnemandi minn að máli við mig og tjáði mér að þessi mynd hefði orðið til þess að áður nefndur starfsmaður sovéska sendiráðsins hefði komið að máli við sig og beðið sig að gefa sér skýrslu um at- hafnir mínar og hveija ég um- gengist. Einnig spurðist hann fyr- ir um það hvort þessi háskólanemi væri tilleiðanlegur gegn greiðslu að fylgjast með öðrum Maóistum í Háskóla íslands. Þetta væri nauðsynlegt því að Maóistar væru ekki fólk heldur þjóðhættulegar skepnur. Háskólaneminn neitaði þessari beiðni og ekkert varð úr framkvæmdum. Skömmu síðar var ég kjörinn í stjórn Kínversk-íslenska menning- arfélagsins og fór um svipað leyti í framboð í Suðurlandskjördæmi á vegum Samtaka fijálslyndra og vinstrimanna og Samtaka jafnað- armanna. Um það leyti vann ég hjá virtu heildsölufyrirtæki í Reykjavík. Einn fagran sumardag kallaði einn af vinnufélögum mín- um á mig og tjáði mér að starfs- maður bandaríska sendiráðsins, sem hann reyndar nafngreindi, hefði komið að máli við sig og spurt sig spjörunum úr um hagi mína og pólitískar skoðanir. Við- brögð mín urðu þau að ég fann til nokkurs ótta, greinilegt var að fylgst var með mér. Starfsfélagi minn bað mig hins vegar að hafa ekki áhyggjur. Hann taldi sig hafa gengið þannig frá málum að ekki yrði um frekari eftirgrennslan að ræða. Ég áttaði mig fljótlega á því að ekki var sama hvað sagt var í erlendum sendiráðum og að vissu- lega væri rétt að gæta tungu sinn- ar. Árið 1975 fór ég ásamt þrem- ur öðrum íslendingum til Kína og dvaldist þar um rúmlega þriggja vikna skeið. Ferð sú var mjög lærdómsrík og heim komum við hinir hrifnustu af ýmsu í þjóð- skipulagi Kínveija þótt annað vekti minni hrifningu. Á þessum Sá einn er sekur sem tapar, segir Arnþór Helgason, sem hér fjallar um samskipti ein- staklinga við erlend stjórnvöld. árum buðu Kínveijar gesti sína velkomna með hátíðlegum ræðum hvar sem komið var og var vitnað í gagnkvæman skilning og vináttu og í Maó formann. Eitt sinn ákvað ég að búa til tilvitnun í Maó og var þakkað með hjartnæmri ræðu þar sem sérstaklega var tekið fram að það væri rétt sem formaður íslensku sendinefndarinnar hefði bent á af svo skynsamlegu viti að Maó formaður hefði haft rétt fyrir sér og síðan kom tilvitnunin mín. Ekki vildi ég minnast á þetta við nokkurn mann fyrr en ég sagði Wolfgang Edelstein frá þessu hálf- um öðrum áratug síðar. En í þessari Kínaferð hittum við stjórnarerindreka sem fullyrti við okkur að menningarbyltingin væri að mistakast á ýmsum svið- um. Hann greindi frá mistökum í skólamálum og iðnaði. Það varð þegjandi samkomulag okkar á milli að greina ekki frá þessu því að við vissum að hægt yrði að rekja við hveija við hefðum rætt. Lokaorð Ég hef áreiðanlega einhvern tíma veitt Kínveijum kærkomnar upplýsingar án þess að gera mér grein fyrir því að ég væri njósn- ari. Ymsir núverandi valdamenn hafa vafalítið þegið beinar og óbeinar greiðslur fyrir verðmætar upplýsingar sem þeir hafa veitt bandarískum stjórnvöldum og fyr- irtækjum. Þá eru þeir ófáir íslend- ingarnir sem boðið hefur verið starf á vegum bandarísku leyni- þjónustunnar og hafa hafnað því. Hvenær skyldi röðin koma að fylgifiskum Bandaríkjanna hér á landi að þeir verið eltir uppi og niðurlægðir fyrir skoðanir sínar og gerðir? Sá er einn sekur sem tapar. Höfundur er formaður Orykjabandalags íslands. Arnþór Helgason Magnús Oskarsson Augnaráð Irving Oil GUÐRUN Pétursdóttir, „for- stöðumaður Sjávarútvegsstofn- unar Háskóla Islands og fulltuúi Reykjavíkurlistans í stjórn Afl- vaka“ eins og hún er kynnt í frétt DV sl. föstudag, er á heimleið eftir að hafa kynnt sér starfsemi Irving Oil í Kanada. „Heimsókn Guðrúnar hjá Irving-fjölskyld- unni“, segir DV, „stóð í tvo daga og hitti hún flesta stjórnendur og heimsótti flestöll fyrirtæki í eigu fjölskyldunnar. “ í stórri fyr- irsögn fréttar DV um þessa heim- sókn segir m.a.: „AUt til fyrir- myndar..." Af nýlegum fréttaskýringum má ráða að fyrirtæki í eigu þess- arar fjölskyldu séu álíka mörg og eyjar á Breiðafirði. Á Guðrún þakkir skildar fyrir að leggja á sig það erfiði að heimsækja þau flestöll á tveimur dögum og ræða við flesta stjórnendur þeirra á sama tíma, og komast að þeirri niðurstöðu að allt sé til fyrir- myndar. Aðferðinni við þetta erf- iði lýsir Guðrún þannig: „Eg tal- aði við starfsmenn með hjálma Á HAUSNUM (leturbr. hér) og fór inn í verksmiðjurnar á hveijum stað.“ Svo lýsir Guðrún því að hún hafi orðið fyrir „mjög góðum áhrifum af Irving-feðgum sem persónum“ og bætir við: „Þetta eru menn sem horfa heint í aug- un á manni." Ekki má ásaka Guðrúnu fyrir að fara í stuttu blaðaviðtali fljótt yfir sögu varðandi starfsemi allra þessara fyrirtækja. Um það segir hún fátt annað en að benzín- stöðvarnar séu „huggulegai". Þetta stendur þó til bóta því Guðrún á eftir að skila skýrslu og fá þá forvitnir e.t.v. svar við því hvort benzínafgreiðslumenn Irving Oil eru með hjálma (á hausnum). Aðalatriðið er þó, að Irving-feðgar eru ekki á hausn- um og höfðu góð áhrif á Guð- rúnu. Þeir horfðu beint í augu hennar og enginn þarf að ímynda sér að Guðrún hafi litið undan. Guðrán segir það „fáránlegt að við byrjum alltaf strax að fítja upp á trýnið“ ef erlend fyrirtæki vilja skoða fjárfestingu hér. Þá vitum við það að Guðrán fitjaði ekki upp á trýnið þegar Irving-feðgar horfðu beint í augu hennar undan hjálmunum. Mun hún væntanlega, í ítarlegri skýrslu sinni, vara Reykjavíkurlistann við því að fitja upp á trýnið þegar feðgamir koma næst til landsins að horfa beint í augu Aflvaka. Að loknum lestri skýrslunnar er ólíklegt að nokkur efíst um árangur þess að kynnast, á tveimur dögum, flestöllum fyrir- tækjum Iiving-fjölskyldunnar og augnaráði hennar. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Fj ánnálanámskeið B únaðarbankans Safnast þegar saman kemur Vikan 6.-10. mars verður átaksvika í fjármálum heimilanna. Af því tilefni verður opið hús í aðalbankanum, Austurstræti 5, og öllum útibúum Búnaðarbankans, þar sem þjónusturáðgjafar veita upplýsingar um útgjaldadreifingu, áætlanagerð o.fl. Handbókin „Fjármál heimilisins" verðurtil sölu á sérstöku tilboðsverði, kr. 900 þessa viku. Þá verður að auki þoðið upp á sérstök fjármálanámskeið, þátttakendum að kostnaðarlausu, þar sem leiðbeint verður um hvernig lækka má rekstrarkostnað heimilanna. Fjallað verður um heimilisbókhald, áætlanagerð, lánamál og leiðir til sparnaðar svo eitthvað sé nefnt. Námskeiðin standa í 3 klst. og eru þau auglýst sérstaklega. HEIMILISLINAN BÚNAÐARBANKINN - Traustur banki Tökum dæmi um hjón sem: # Fara í bíó einu sinni í viku og kaupa popp og gos. Kostnaður 83.000 kr. á ári. # Panta sér pizzu einu sinni í viku. Kostnaður 104.000 kr. á ári. # Kaupa tvær gosflöskur á dag. Kostnaður 58.000 kr. á ári. # Leigja eina myndbandsspólu á viku. Kostnaður 21.000 kr. á ári. # Kaupa skyndibita og sælgæti fyrir 400 á dag. Kostnaður 146.000 kr. á ári. ■ Kaupa tvo lítra af gosi og snakkpoka einu sinni í viku. Kostnaður 20.000 kr. á ári. Þetta kostar þau 432.000 kr. á ári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.