Morgunblaðið - 08.03.1995, Síða 26

Morgunblaðið - 08.03.1995, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Ríkisrekstur - hvað, sem hann kostar í NÝLEGRI grein var fjallað um tilvísanakerfíð, gerður samanburð- ur á kostnaðargrundvelli útreikn- inga í heilsugæslunni annars vegar og í sérfræðiþjónustunni hins veg- ar. Þar kom skýrt fram að í heilsu- gæslunni er eingöngu reiknað með kostnaði við ákvæðislaunakerfí læknanna. Föstu mánaðarlaunin undanskilin. Ekki er reiknað með neinum stofn- eða rekstrarkostnaði eins og gert er í sérfræðiþjón- ustunni. Rakinn er fyrirhugaður stofnkostnaður sem mun falla til á næstu árum í heilsugæslunni í Reykjavík. í þessari grein mun vik- ið að öðrum tengdum málum. Rannsóknakostnaður Rannsóknakostnaður vegna heilsugæslustöðvanna er ekki talinn sem kostnaður heilsugæslunnar í útreikningum ráðuneytisins. Hann fellur að verulegu leyti til sem kostnaður við sérfræðiþjónustu vegna viðskipta við rannsóknarstof- ur og röntgengreiningu utan spítala og einnig vegna viðskipta við rann- sóknastofur sjúkrahúsanna, sem einnig færast á þennan kostnaðarl- ið hjá TR. Einnig mun það vera svo að kostnaður vegna lítilla rannsókn- arstofa sem eru á mörgum heilsu- gæslustöðvum er greiddur af TR að hluta. Með þessu ógegnsæja bókhaldsskipulagi eru hæg heima- tökin fyrir þá sem það vilja að ýta á flot röngum eða villandi upplýs- ingum sínum málstað til framdrátt- ar uns almenningur veit ekki hvað- an á hann stendur veðrið. Nýjasta innlegg ráðherra Ráðherra kom með nýtt innlegg í sitt hat- ramma stríð sem hann hefur lýst yfír við lækna á blaðamanna- fundi nýlega. Þar held- ur hann því fram að kostnaður hafí aukist við sérfræðiþjónustu um 20,6% á sl. ári. Sannleikurinn er sá að hér ruglar ráðherra saman blöndu af kostnaði m.a. vegna rannsókna og röntgengreiningar, sem heilsugæslan á fullan hlut að vegna viðskipta sinna við þessar stofur og þótt ótrúlegt sé einnig sjúkrahúsin, sem í vissum tilvikum geta ekki beðið eftir rannsóknum á sjúklingum vegna biðtlma á rönt- gendeildum. Síðan eru þessar tölur notaðar sem slagtré í baráttu ráðuneytisins I stað þess að gefa upp þær tölur sem deiluna um tilvísanir varðar. Sannleikurinn Kjarni málsins er sá að á síðast- liðnum þremur árum hefur komum til sérfræðinga fækkað og heildar- læknisverkum, sem TR greiðir hlut í, líka fækkað úr 8.754 þús. ein. í 8.185 þús ein. skv. nýjustu tölum úr tölvum TR fyrir 1994. Með öðr- um orðum færri sjúkl- ingar og kostnaður við hvern og einn lægri.en áður. Samt hefur dýr- ustu verkunum ekki fækkað. Rétt væri að fagna þessum árangri sem náðst hefur vegna samvinnu TR og sér- fræðinga og hag- kvæmum heildar- samningi þeirra við ríkið sem m.a. gerir ráð fyrir allt að 25% afslætti á einingaverði ef farið er fram úr ákveðnu magni þjón- ustu. (Þessi afsláttur virðist líka gleymast í útreikningum verkfræðistofunnar sem áður er tilgreind í þessari grein.) Halda ætti áfram á sömu braut í samvinnu við læknasamtök- in og efla og auka þjónustu utan spítala með því að beina sjúklingum markvisst inn á þessa braut og spara þannig sjúkrahúskostnað, sem alltaf er dýrari en þjónusta utan spítala. Heilbrigðisáætlun íslands I Heilbrigðisáætlun íslands er hvergi gert ráð fyrir að sérfræðing- ar vinni á eigin ábyrgð með eigin rekstur utan spítala. Með öðrum orðum: Núverandi deila um tilvísan- ir er illa dulin markviss framkvæmd þeirrar stefnu að reka alla sérfræð- inga inn á spítalana eða þá inn á Eiríkur Þorgeirsson ríkisreknar heilsugæslustöðvar þar sem ekki virðist þurfa að gera ráð fyrir rekstrarkostnaði. Mikilvægt er að tryggja áfram- haldandi tilvist sérfræðiþjónustunh- ar með því að breyta lögum um Heilbrigðisáætlun íslands. Að öðrum kosti tel eg erfítt fyrir sérfræðinga að snúa aftur til eðlilegra samskipta við Tryggingastofnun ríkisins þegar þessum hremmingum linnir. Framtíðarsparnaður Að lokum leyfi eg mér að kasta fram hugmynd að framtíðarsparn- aði, skilvirkni og nýtingu á rann- sóknarþörf, jafnframt hugsanlegum sáttafleti I þeirri deilu sem nú er upp komin. Ráðherra hefur lýst eftir nýjum hugmyndum sem leitt gætu til spamaðar og jafnvel kom- ið í stað hinns fyrirhugaða tilvísana- kerfis. Nútímalæknisfræði verður sífellt flóknari og ekki á færi nokk- urs manns að fylgjast með á öllum Mikilvægt er að tryggja áframhaldandi tilvist sérfræðiþjónustu, segir Eiríkur Þorgeirsson, með því að breyta lögum um Heilbrigðisá- ætlun íslands. sviðum. Stöðugt verður mikilvæg- ara að ákvarðanir um rannsóknir séu teknar þar sem mest reynsla og þekking hefur safnast fyrir varð- andi hvem sjúkdóm þannig að allar rannsóknir séu eins markvissar og kostur er. Mín tillaga er að ákveðn- ar mjög dýrar rannsóknir verði skil- greindar og þeim læknum, sem gerst þekkja til ábendinga hverrar rannsóknar og mesta þekkingu hafa á að túlka niðurstöður þeirra, hafi einir heimild til að panta slíkar rannsóknir. Margar þessara rann- sókna kosta tugfalt á við skoðunar- gjald viðkomandi sérfræðinga og því augljóst að ef unnt er að koma við áliti slíkrar sérþekkingar áður en viðkomandi rannsóknir eru gerð- ar, mun það spara íjármuni. Ljóst er að einnig þetta er viðkvæmt mál og gætu einhveijir talið að vegið væri að læknisheiðri sínum með slíku fyrirkomulagi. Auðvitað verð- ur að fara varlega að þessu og byggja inn vamagla svo unnt sé að breyta notkunarmynstri rann- sóknarinnar ef t.d. notkun hennar verður almennari en áður var. Dæmi: Sem augnlæknir hef ég ekki þörf á rannsóknaleyfi, sem nær til sneiðmyndatöku af hrygg eða segulómun af hjarta, sólar- hrings hjartarafrits, eða ristil- myndatöku og magaspeglunar. Þetta er augljóst, en sama gildir um marga aðra sérfræðinga sem og um heimilislækna. Álit sérfræð- ings á viðkomandi sviði kostar mjög lítið miðað við sjálfa rann- sóknina og því sjálfsagt að notfæra sér það. Flestum læknum er ljóst hvar eðlileg mörk liggja í þessu efni, en dæmi eru til þess að menn geri of ýtarlegar rannsóknir í stað þess að leita ráða. Sama á við um ýmsar sjaldgæfar blóðrannsóknir. Hugsanlegt er að útfæra þetta einnig yfir sum vandmeðfarin eða dýr lyf og einskorða útgáfu lyfjaá- vísana við þau lyf sem með eðlileg- um hætti falla að starfssviði við- komandi læknis. Höfundur er augnlæknir og formaður Augnlæknafélags íslands, undanskilinn tilvísunarskyldu. Heilsuvörur vínsalans EINHVER stór- skemmtileg vitsmuna- vera úr hópi vínsala ritar merkilega grein í Morgunblaðið þann 7. febrúar. Greinin ber yfirskriftina: Hófleg áfengisneysla lengir lífíð. Maður hefur sem sé lifað í villu og svima um þessi efni. Islensk- ar konur eru sagðar verða allra kvenna elstar og maður hafði haldið að þeim væri tamara að drekka aðra drykki en vín. Kannski er það bara misskilningur. Kannski hafa okkar góðu kerlingar verið rallhálfar mestan hluta ævinnar án þess nokkur tæki eftir því. Vínsalinn vitnar í ýmsa merkis- menn og „langtímarannsóknir, m.a. á vegum WHO“. Hann telur að þar komi fram að áfengis- drykkja og þó sér í lagi vínþamb hafí heillavænleg áhrif á heilsuna, einkum hjartað. Sjálfsagt er það bara fyrir gleymsku að hann minnist ekki á önnur líffæri en hjartað, til dæmis lifur og briskirtil. Og einhvem veg- inn hefur farið framhjá honum — eins og hagsmuna- og áróðurshóp- um samtaka áfengissala í Evrópu — að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, sem vínsalanum virðist þó liggja fremur gott orð til, sendi frá sér fréttatilkynningu um svokallaða hófdrykkju 1. nóvember í vetur. Fyrirsögn tilkynningarinnar er: Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðis- málastofminarinnar vara við hóf- drykkju. í tilkynningunni segir m.a.: „í baráttunni við skaðvænleg áhrif áfengis er óvitur- legt að leggja áherslu á að örlítil neysla þess geti verið heilsusam- leg. Umræðumar, sem átt hafa sér stað um það sjónarmið, sigla ekki í kjölfar ná- kvæmra vísindarann- sókna, en eru að mestu leyti runnar undan rifj- um þeirra sem hafa fjárhagslegan ábata af aukinni áfengís- neyslu." Ekki er að efa að það er einungis fyrir klaufaskap (varla fyrir vanþekkingu) að vín- salinn gleymir þessari viðvömn. Áreiðanlega dettur fáum í hug að Drykkja unglinga hefur aukist um 80-100% með tilkomu bjórsins, segir Jón K. Guðbergs- son, sem varar við hófdrykkju sem „heilsubót“. hann hafí meiri áhuga á eigin gróðra af vínsölunni, en heilbrigði og velferð þjóðarinnar. Hann vitn- ar töluvert í Frakka enda þeir alls góðs maklegir. Honum láist að geta þess að í 40% sjúkrarúma í Frakklandi er fólk sem þau gistir vegna áfengisneyslu. Hann minnist ekki heldur á að Frakkar hafa bannað áfengisauglýsingar í ljós- vakamiðlum — en það hafa þeir Jón K. Guðbergsson sjálfsagt gert vegna hollustunnar svo að menn yrðu ekki almennt of sterkir. Þess minnist hann ekki að Islendingar upp og ofan eru langlífari en Frakkar og aðrar þjóðir sem drekka sér til heilsubót- ar „ borðvín" með mat. Vínsalinn telur að blesun hafi hlotist af bjórnum og það má til sanns vegar færa ef við miðum við sölumenn þeirrar vöru. Drykkja unglinga hefur aukist um 80- 100% á þessum árum og vonandi slæðist ein og ein vínflaska með, þeim til heilsubótar. Annars er greinin athyglisverð og ekki síst fyrir það sem þar er ekki sagt og það að höfundur virð- ist hafa fundið helstu orsakimar fyrir heilsuleysi og almennu dáð- leysi þjóðarinnar. Það eru smjör og ijómi sem menn hafa vísast úðað í sig ótæpilega síðan þjóðin fór að rétta úr kútnum eftir samvi- stimar við bjórvambirnar dönsku. Á hinn bóginn virðist slá heldur betur út í fyrir lögreglunni í viku- legu yfirliti í sama blaði. Þar seg- ir: Þrátt fyrir tiltölulega rólega helgi þurfti 22 sinnum að hafa afskipti af fólki vegna hávaða og ónæðisí heimahúsum og 64 ein- staklingum vegna ölvunarháttsemi af öðrum ástæðum. Tilkynnt var um 9 líkamsmeiðingar, 11 rúðu- brot og 5 önnur skemmdarverk. Sex ökumenn, sem afskipti þurfti að hafa af, eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis." Er ekki nokkuð ljóst að þarna er um hrikalegan misskilning að ræða? Auðvitað hafa hávaðaseg- gimir verið útbelgdir af ijóma og ofbeldismennirnir hafa talið sér flest leyfilegt vegna ofneyslu smjörs. Og væri nú ekki nær að setja á stofn meðferðarstöðvar fyrir svo sem 600 ofneytendur þessara stórhættulegu efna, smjörs og ijóma (fíkniefni? vímuefni), en að sjá fílhraustum neytendum holl- ustudrykkja vínsalanna fyrir ókeypis kosti og lósí á ríkisins reikning? Svar til borgar- stjóra o g Vikurs hf. Til borgarstjóra ÉG VIL byija á því að þakka borgarstjóra að svara grein minni í Morgunblaðinu 1. mars ’95, varðandi meint samkeppnislagabrot Reykjavíkurborgar á Fínpússningu sf. Ég get vel skilið að borgar- stjóra hafí verið vandi á höndum, með að reka Vikur hf. út úr hús- næðinu, þrátt fyrir van- skilin, því tilgangur fyr- irtækisins er „háleitur". Hinsvegar lágu fyrir ít- rekaðar kvartanir, um meint samkeppnislagabrot, vegna framleiðslu á samkeppnisvöru, í um- ræddu húsnæði. Við þær kringum- stæður hefði verið sjálfgefíð að skil- yrða framlenginguna á húsaleigu- samningnum, þannig, að húsnæðið væri leigt til vikurþurrkunar ( en ekki lögbrota). Hvers vegna var það ekki gert? Þú segir síðan, að fresturinn eða framlengingin, hafí verið samþykkt í Borgarráði samhljóða, en þrátt fyr- ir ítrekaðar fyrirspurnir mínar til Borgarskjalavarðar, finnst ekkert i fundargerðum Borgarráðs um slíka samþykkt. Hefur borgarstjóri skýringu á því, eða er það svo að þessi ákvörðun er tekin einhliða af borgarstjóra, án samþykkis Borgarráðs? Veit borgarstjóri að á því tímabili, sem fresturinn var veittur, hefur Vikur hf. afhent, til aðeins eins við- skiptavinar, rúmlega 400 tonn af sandblásturssandi (að verðmæti ca. kr. 3 milljónir + vsk.), að viðbættu talsverðu magni til annarra? Ingi- björg, borgin hampar Vikri hf., en brýtur lög á Fínpússning sf. Hvers vegna? Til Vikurs hf. sýni þinni jafn mikið og ég undrast fram- kvæmdaröðina í upp- byggingu fyrirtækisins. Fyrst er sett upp verk- smiðja, svo er farið í vöruþróun og að lokum í markaðsleit. Venju- lega kemur verksmiðjan síðast, en ekki fyrst, nema um alþekktan framleiðsluferil sé að ræða og tryggan mark- að. Þegar svona er stað- ið að málum er næsta vfst að um verulegan fjármagnsskort verður að ræða, þegar ver- smiðjan er tilbúin. Þá er gripið hvað sem er, fyrirtækinu til bjargar, eða til að fresta því óhjá- kvæmilega. Ég skil vel ykkar erfiðu stöðu í dag, en óska ykkur samt alls hins besta í framtíðinni. Ef Reykja- víkurborg vill halda áfram að styrkja ykkur við þróun á vikurvinnslu, þá er það mér að meinalausu, ef það verður ekki gert á minn kostnað, svo sem verið hefur fram til þessa. Eitt- hvað virðist vera bogið við bókhaldið hjá þér, þegar þú segir að aðeins Ekkert fínnst um málið, segir Baldur Hannes- son, í fundargerðum borgarráðs. hafí verið selt fyrir ca. 500.000 kr. (ca. 70 tonn ) á síðasta ári, því ég veit að miklu meira magn var fram- leitt í verksmiðjunni. Nú nýverið var ég að ræða við yfirmann í fyrirtæki, sem er búið að kaupa milli 400 og 500 tonn af sandblásturssandi frá ykkur, og fá afhent, en ég veit einn- ig um aðrar sölur í minni skömmtum. Baldur Hannesson Höfundur starfar hjá Áfengisvarnarráði. Þakka þér, Ástdís, fyrir raunasögu fyrirtækisins, en ég dáist að bjart- Höfundur er framkvæmdastjóri Fínpússningar sf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.