Morgunblaðið - 08.03.1995, Síða 27

Morgunblaðið - 08.03.1995, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR AÐ marggefnu til- efni ætla ég að setja hér fyrir augu alþjóðar nokkrar upplýsingar sem eyða þeim mis- skilningi er virðist tengjast starfi mínu við dagskrárgerð í út- varpi og sjónvarpi. Bæði er að sumir telja mig starfsmann ein- hverrar stofnunar sem ekki á þá að skipta sér af málefnum annarr- ar, eða koma þar fram, og hitt að sumt starfs- fólk íjölmiðla veit vart við hvað ég starfa, jafnvel menn sem vinna við miðil er flytur efni frá mér. Kannski er helsta orsökin sú að ég vinn eingöngu sem lausamaður við öll mín störf og þá sést auðvit- að víða til manns. En önnur orsök misskilningsins er líklega leifar af ein konar lénsskipulagi sem oft bar á, einkum fyrir allmörgum árum, þegar eitt forlag, eitt dagblað eða einn ljósvakamiðill „átti“ þennan eða hinn. Þá voru helst eingöngu músíkantar eða leikarar í mörgum hlutverkum og hjá fleiri en einum launagreiðanda. Mál eru svona vaxinn Undir lok 8. áratugarins (líkl. 1979) hóf ég dagskrárgerð hjá Rík- isútvarpinu-Hljóðvarpi, á rás 1, enda rás 2 ekki til. Ég stóð þá fyrir þáttaröðum um: Náttúru Is- lands, jarðfræði, stjörnufræði, fjallamennsku og ferðaslóðir, þýddi og las útvarpssögu og tók löng við- töl við merka menn (karla og kon- ur) sem höfðu staðið fyrir áhuga- verðum rannsóknum, ferðum eða stundað íþróttir. Stundum kom ég fram með barnaefni, flutti frétta- auka og þegar rás 2 hóf göngu sína kom ég fram í allmörgum morgunþáttum. Síðar, í lok 9. ára- tugarins, hafði ég, sem lausamaður á rás 1, umsjón með vísinda- og fróðleiksþáttaröð (með nokkrum ólíkum heitum) og samstarfs- mönnum á borð við Jón Gunnar Grjetarson, 111- uga Jökulsson og Ragnheiði Gyðu Jóns- dóttur. Um tíma fylgdu fréttaukar til frétta- stofu. Smám saman urðu þættirnir að dag- legum útvarpsefni og fyrir þremur árum þok- aði ég sæti fyrir föstum starfsmönnum á rás 1 en er og hef verið pistlahöfundur í Skímu þar æ síðan. Hjá Ríkisútvarpinu-Sjónvarpi hóf ég störf 1982-’83 sem lausráð- Eðlilegt er, segir Ari Trausti Guðmunds- son, að lausamenn í ólíkum greinum leiti til margra verkkaupa. inn dagskrárgerðarmaður með þáttaröð um jarðfræði íslands (með Halldóri Kjartanssyni). Svo fylgdu þar nokkrir jarðfræðiþættir um Reykjanesskaga, Viðey, Jökulsár- gljúfur og Reykjavík og þáttur um ferð á Þumal í Skaftafellsfjöllum. Árið 1989 réð Jón Óttar Ragnars- son mig til Stöðvar 2 sem lausráð- inn veðurfréttamann (3-4 skipti á viku) og með loforðum um ein- hveija dagskrárgerð meðfram. Af henni hefur aldrei orðið en ég hef staðið að allmörgum stuttum inn- slögum í VISA-sport-þátt stöðvar- innar og um hríð að smápistlum sem kölluðust fróðleiksmolar í fréttirnar (eða stundum með Ómari Ragnarssyni). Samhliða hafa verið fluttir nokkrir þættir eftir mig í RÚV-Sjónvarpi: Áðurnefndur Reykjavíkurþáttur (1989), um Þjórsárver (1992, með Halldóri Kjartanssyni), um Veiðivötn (1993, með Halldóri Kjartanssyni), um sögu íjallamennsku (1993, með Hjálmtý Heiðdal), um Dimmuborg- ir (1994, með Valdimar Leifssyni pg Friðriki Degi), um jarðhita á íslandi og um eldvirkni (Nýjasta tækni og vísindi, 1994). Fjórir þátttanna voru framleiddir hjá Saga film en þar hef ég unnið að gerð 9 mynda, m.a. einni um Aust- ur-Grænland sem sýnd verður á Stöð 2 í mars. Og stundum hef ég lánað mig í stutt veðurspjall hjá Þorgeiri vini mínum Ástvaldssyni á Bylgjunni. Þannig er nú dagskrárgerð minni varið og þannig er staða mín, alls- endis eðlileg sem lausráðins dag- skrárgerðarmanns eða pistla/þáttahöfundar á fleiri en ein- um miðli. Um leið hef ég mínar skoðanir á gagnsemi og menning- arviðleitni RÚV eða útvarpslögun- um eða á gæðum fréttstofu Stöðv- ar 2 eða skorti á íslensku efni í dagskrá stöðvarinnar. Raunar get ég ekki séð hvernig lausamenn í ólíkum greinum geti framfleytt sér og sínum án þess að leita til margra verkkaupa eða taka tiboðum þeirra. Og um leið viðurkenni ég ekki að skoðanir eða hugmyndafræði manna geti ráðið til um verkkaupa, nema í undantekningartilvikum. Ég er fyrst og fremst að höfða með margvíslegan og nauðsynleg- an fróðleik til almennings í gegnum fleiri en eihn ljósvakamiðil, líkt og ég geri með skrifum í DV um stjórnmál, í Lesbók Morgunblaðsins um fjarlægar slóðir eða í Tímann um umhverfismál. Hitt er svo ann- að mál að væri ég fastráðinn starfs- maður á fjölmiðli teldist staða mín önnur og væntanlega umsamin. Með þessu hef ég vonandi full- nægt fróðleiksóskum þeirra sem vita þurfa og leiðrétt misskilning þeirra sem hafa talið sig vita betur eða vera þess umkomna að tjóðra mig við einn bás. Höfundur erjarðeðlisfræðingur og fæst m.a. við dagskrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp. Margir básar en ekki einn Ari Trausti Guðmundsson „ Jarmaðu nú, Móri minn“ FYRIR nokkru var Árni Snævarr frétta- maður með þátt í sjón- varpi, þar sem ijallað var um meintar njósn- ir íslendinga, einkum íslenskra námsmanna í Austur-Þýskalandi á dögum kalda stríðsins, þegar MacCartyism- inn blómgaðist í Bandaríkjunum og Stalín stjórnaði þjóð sinni með miklu harð- fengi í Sovétríkjunum. Þá, voru stundaðar njósnir um allan heim og þótti engum mikið þótt einhveijir yrðu uppvísir að leynimakki ýmiss konar, þótt með misjöfnum árangri væri. Marga var líka reynt að fanga í net þessara njósnakerfa. Það eitt kom mönnum á óvart við þátt þennan, að ein- hveiju skyldi þykja þetta svo merki- legt að tæki því að tala um það, því það lá í augum uppi, að varla færu margir varhluta af því að reynt væri við þá ef þeir lágu eins vel við og námsmenn í Austur- Þýskalandi, komnir vestan fyrir tjald. Það hefði í rauninni verið einkennilegra, ef ekkert slíkt hefði gerst. Um þátt íslensku námsmann- anna skal ekki rætt meira hér, en úr því að Árni er nú einu sinni kominn af stað með það viðfangs- efni, að fjalla um þátt íslendinga í njósnum fyrir erlenda aðila, væri ekki úr vegi að hann fylgdi þessum rannsóknum eftir alla leið og segði Söguna alla. Hálfsögð saga er oft vern en engin saga. Hér á íslandi var mál- um að vísu nokkuð á annan veg farið en er- lendis. Hér voru Bandaríkjamenn orðn- ir nokkurs konar heimamenn eftir her- stöðvasamning sinn við okkur. En það kom ekki í veg fyrir að njósnir væru stundaðar í þeirra þágu, njósnir sem voru heldur leiðin- legs eðlis, svokallaðar persónunjósnir. Svo virðist sem obbinn af námsmönnum við háskól- ann væri kominn á spjaldskrá hjá sendiráði Bandaríkjamanna hér og vafalaust miklu fleiri. Þar voru tí- undaðar skoðanir viðkomandi, uppruni ef hann var athugaverður og svo ferill allur. Voru ýmsir til nefndir er gáfu þessar upplýsingar, en það snerti fyrst og fremst einn stjórnmálaflokk. Eins og gefur að skilja liggja sannanir fyrir þessu ekki á lausu, en nú liggur það beint við að næsta viðfangsefni fyrr- nefnds þáttarhöfundar um njósna- mál íslendinga sé að fullgera verk- efni sitt og athuga hvað gerðist á þeim vettvangi hér innanlands. Með hvaða hættþ voru njósnir reknar hér heima á íslandi og hvetjir voru fengnir til þeirra starfa? Ég býst nú við, að öllu erfiðara verði að afla sér skýrra heimilda eða gagna Er ekki tilefni til að fjalla um njósnir í þágu Bandaríkjanna, spyr Guðsteinn Þengilsson, sem hér víkur að umfjöll- un um STASÍ-tengsl“ um þessar njósnir en þær sem Árni fjallaði um í hinum fyrri þætti sín- um, þar sem aðgangur að öllum leyndarskjólum virtist opinn. Það gæti farið svo, að aðgangurinn að skjalasöfnum kaldastríðsherranna í vestri verði ekki jafn greiður og þar og búast má við að menn verði fastheldnari á allar nauðsynlegar upplýsingar. Á þetta mætti þó láta reyna, því seint er fullreynt eins og Jón Hreggviðsson sagði forðum. í leit sinni að aðilum njósnamála má vera að Árni verði að grípa til ráðs Þormóðs í Gvendareyjum. Honum varð vant sauðar síns, mórauðrar kostaskepnu, og í hópi kirkjugesta mælti ' Þormóður skömmu eftir sauðarhvarfið svo hátt að allir mættu heyra: „Jarm- aðu nú, Móri minn, hvar sem þú ert.“ Þetta bar góðan árangur svo sem hermt er í sögunni af Þormóði og mætt nú láta á þetta reyna ef önnur ráð bregðast. Guðsteinn Þengilsson MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 27 JAFNRÉTTI í LAUNUM JAFNRÉTTI f STÖRFUM JAFNRÉTTI KYNJANNA Aalþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, eru konur um allan heim að kreíjast réttlætis. Við krefjumst réttlætis í launamálum og réttlætis hvað varðar atvinnuöryggi, stöðuveitingar og tækifæri í starfl. Um leið krefjumst við þess að hlúð verði að fjölskyldúnni og staða hennar styrkt þannig að báðir foreldrar geti axlað og deilt með sér fjölskylduábyrgð með jafnrétti að leiðarljósi. Alþýðubandalagið og óháðir efha til eða taka þátt í sameiginlegum baráttufundum 8. mars í öllum kjördæmum. Við hvetjum konur til að taka þátt í fúndunum og leggja þ:mnig mannréttindabaráttu kvenna lið. Reykjavík Baráltufundur i Ráðhúsi Reykjavfkur kl. 20.00. Fjölbreytt menningardagskrá á vegum MFÍK, ASÍ, BSRB, Félags leikskólakennara, Jafnréttisnefndar Reykjavíkur, HÍK, KÍ, Meina- tæknafélags íslands og Sjúkraliðafélags íslands. Ávörp flytja: Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður SjúkraliðHélags íslands sem skipar 3- sæti G-hstans á Reykjanesi, Þórunn Magnúsdóttir, Sigríður IJllý Baldursdóttir, Guðrún Alda Harðardóttir og Björg Vilhelmsdóttir. Fundarstjóri er Guðrún Helgadóttir. Við minnum á útifund Stígamóta á Ingólfstorgi kl. 18.00. Kristín Á. Guðmundsdóttir Reykjanes Baráttufundur i Skálanum, Hafnarfirði kl. 20.30. Vilborg Guðnadóttir stjómmálafræðingur fjallar um niðurstöður rannsóknar á launamyndun og kynbundnum launamun. Lára Sveinsdóttir starfsmaður Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar flytur ávarj). Kristín Ómarsdóttir ritliöfúndur Ies úr verkum sínum. Vesturland Baráttufundur Hátel Borgarnesi kl. 20.30. Á dagskrá m.a.: Erindi um nýútkomna skýrslu um launamyndun og k\nbundinn launamun - Anna Guðrún Þórhallsdóttir, í 3. sæti G-listans á Vesturlandi. Jóhann Ársælsson idþingismaður og Guðrún Geirsdóttir í 6. sæti G-listans flytja ávörp. Pallborðsumræður. Anna Guðnín Mrhallsdúuir Vestfirðir Baráttufundur i launamisrétti i Hæsta- ittvtundur qegn launamisretti i Sstaðarhúsinu, Aðalstrseti 42, ði kl. 20.30. Frummælendur: Bryndís Friðgeirsdóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir frá G-hstanum og Magdalena Sigurðardóttir frá Framsóknarflokknum. Almennar umræður, kaffiveitingar. lilja Raíney Magnúsdóttir Norðurland vestra Baráttufundur gegn launamisrétti á Kaffi Krék, Sauðárkróki, kl. 20.30. Ávörp flytja Anna Dóra Antonsdóttir frá Kveimahsta, Anna Kristín Gunnarsdóttir Alþýðubandalagi og Herdís Sæmundardóttir Fram- sóknarflokknum. Ánna Sigríður Hejgadóttir syngur baráttusöngva Anna Krisiín Gunnarsdóltir Norðurland eystra Opið hús Jafnréttisnefndar Akureyrar Hétel KEA kl. 20.30. Þenta: Það sem við vissunt hefur verið staðfest. Kjör kvenna eru lakari en kjör karla í sambærilegum störfúm og rneð sambærilega menntun. Og hvað svo? Rannveig Sigurðardóttir formaður töl- fræðihóps Norræna jafúlaunaverkefúisins greinir frá niðurstöðum rannsóknar á launamayndun og kynbundnum launamun. Austurlond Baráttufundur gegn launamisrétti i Hótel Valaskjálf kl 20:30. Þuríður Backman sem skipar 2 sæti G-hstans fjallar um niður- stöður rannsóknar á launamyndun og kynbundnum launamun. Fjölbreytt menningardagskrá með söng, upplestri og tónhst. Kaffiveitingar. Suðurland Baráttufundur á Hótel Selfossi kl. 20.30. Þverpóhú'skur fundur hóps kvenna á Suðurlandi. Hansína Stefáns- dóttir formaður Alþýðusambands Suðurlands flytur framsögu um nýbirta skýrslu Jafnréttisráðs um kynbundinn launamun. Hanstosirfiasdóitlr FuUtrúar framboðslista flytja smtt ávörp og á eftir verða almennar umræður. JQFNTÆKIFÆRI JQFNÁBYRGÐ JOFNÁHRIF Höfundur er læknir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.