Morgunblaðið - 08.03.1995, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 35
I upphafi skyldi endinn skoða
LÍTIL vetrarferð sem
farin var fyrir nokkru
kemur mér í hug þegar
ég sest niður og skrifa
nokkur varnaðarorð og
leiðbeiningar vegna
ferða vélsleðamanna og
annarra útivistarmanna
um afrétt og hálendi
Rangárvallasýslu. Þetta
svæði er stórt og stór-
skorið og hættulegir
staðir mjög víða:
Um páska fyrir
nokkrum árum vorum
við nokkrir ferðafélagar
saman á vélsleðum í
Landmannalaugum. Á
laugardagsmorgun var
veður albjart og gott færi. Við fyllt-
um eldsneytistanka, en tókum lítið
nesti og stormuðum svo af stað
„Laugaveginn", áleiðis í Þórsmörk.
Ferðin frammúr gekk mjög vel.
Við vorum ekkert að flýta okkur,
stoppuðum víða á leiðinni og nutum
ferðarinnar. Skömmu eftir hádegi
vorum við í Þórsmörk. Kom þá í ljós
að fólkið sem við ætluðum að hitta
þar var í göngu, svo við tókum því
rólega fram eftir degi. Um sex leytið
fórum við aftur af stað í Laugar.
Þá var enn albjart veður. Okkur gekk
mjög vel í Álftavatn,
stoppuðum þar stutt og
hugðumst síðan fara
upp hjá Háskerðingi.
Þegar þangað kom var
orðið allvont veður. Við
gerðum nokkrar til-
raunir til að komast upp
og áfram, en urðum frá
að hverfa um síðir í
Álftavatnsskála. Vor-
um við þar fram -eftir
kvöldi, reyndum aftur
undir miðnætti, en urð-
um enn að hverfa frá
vegna veðurs. Bjuggum
við þá um okkur í skála
FÍ við Álftavatn.
í skálanum var gas-
hitari svo að vistin var þokkaleg, að
minnsta kosti fyrir suma. Við höfðum
skilið mest allan okkar farangur eft-
ir í Laugum, þar á meðal svefnpoka
og mest allan mat. Einn okkar fann
svefnpoka í skálanum og hertók hann
strax, erida pokinn af sömu stærð
og maðurinn. Óþarfí er að geta þess
hver maðurinn er, en fyrsti stafurinn
í nafninu hans er Stebbi. Nú, þarna
reyndum við að sofa um nóttina og
tókst það eitthvað. Um morguninn
reyndum við enn að fara upp en allt
sat við það sama með veðrið þegar
Vélsleðamenn mega
ekki grafa undan ferða-
frelsi sínu, segir Einar
Brynjólfsson, með
ógætilegum akstri eða
ölvunarakstri.
upp kom, ekki glóra að halda áfram
svo snúa varð til baka. Við héldum
síðan áfram tilraunum fram eftir
degi en tókst ekki.
I farangri okkar voru tveir farsím-
ar, en báðir voru óvirkir. Ég týndi
loftnetinu af mínum, en hinn var
rafmagnslaus. Að þeir voru ekki af
sömu gerð var mjög óheppilegt, loft-
netin pössuðu ekki á milli. Þetta
þýddi að við gátum ekki látið vita
hvernig ástatt var hjá okkur. Staðan
var að verða slæm, ekki nægjanlegt
eldsneyti til þess að fara fram í Þórs-
mörk aftur, enda lítið betra veður á
þeirri leið.
Um síðir tókum við þá ákvörðun
að fara vestur að Laufafelli. Það var
frekar vont að komast yfir fljótið,
háir lóðréttir kantar. Við fórum um
Dalakofa, Mógilshöfða og Dómadal.
Þar gekk svosem sæmilega, enda
vorum við kunnugri þegar þangað
kom. Allan tímann var veðrið leiðin-
legt, oftast vont. Þegar í Laugar kom
var Sigurður skálavörður í þann
mund að kalla út leitarflokk, enda
allur okkar farangur þama í Laugum
svo vistin gat varla hafa verið góð
hjá okkur.
Þetta ferðalag slapp fyrir hom hjá
okkur. Við vorum allir í flokki þeirra
sem teljast vanir ferðamenn, en þetta
hefði getað farið illa. Af þessari sögu
má læra það að í upphafí skyldi end-
irinn skoða. Við hefðum átt að hafa
með okkur meiri farangur, svo mik-
inn að við gætum legið hvar sem var
svo lengi sem þurfti. Fjarskiptasam-
band er auðvitað mjög gott að hafa
í lagi og ferðaáætlun sé þess kostur.
Ferðir á þessu svæði eru hættulegar
ef illa sést til, eins og annars staðar
á landinu.
Ef ég ætti að fara að lýsa öllum
þeim stöðum sem eru hættulegir þá
yrði það of langt mál. Mér fínnst
erfiðast að fást við opið vatn, ís og
krapa. Þeir sem blotna í miklum
kulda ættu að koma sér í hús svo
fljótt sem kostur er. Sé of langt í
hús er um að gera að fara úr strax
Einar
Brynjólfsson
og vinda fötin eða fara í þurrt ef það
hefur þá ekki líka blotnað.
Glærur í brekkum eru afar hættu-
legar og sýnu verst er, ef djúp gil
eru undir. Ferðir milli Veiðivatna og
Landmannalauga og fleiri staða
liggja gjaman yfir djúp vötn. ís á
þessum vötnum er gjaman traustast-
ur út á miðju, en vakir em gjaman
við land, en geta verið víðar.
Um þessar mundir er mjög hættu-
legt að fara hefðbundna leið frá Jök-
ulheimum í Grímsvötn og skildi afla
sér upplýsinga hjá þeim sem til
þekkja. En miklir dýrðar staðir eru
til hér á landi og eru margir þeirra
á þeim slóðum sem engin hætta er
að ferðast um, ef menn viðhafa lág-
marks aðgæslu.
Mér þykir miður ef vélsleðamenn
em sjálfír að grafa undan ferðafrelsi
sínu með ógætilegum akstri og á
stundum undir áhrifum áfengis.
Þessu getum við auðveldlega breytt.
Við verðum að breyta ferðamátanum
þannig að ekki fréttist af óhappaferð-
um sem hægt hefði verið að komast
hjá. Til þess að við fáum enn um
langan tíma að ferðast um landið
okkar ættum við að taka höndum
saman og vinna að úrbótum á því
sem aflaga hefur farið í ferðum okk-
ar.
Höfundur er vélsleðamaður og
formaður Flugbjörgunar-
sveitarinnar á Heliu.
Höldum landinu
okkar hreinu
HEIMILISTÆKI
(GroupTEKAAG.)
ÞANN 26. febrúar
sl. stóð Ungmennafé-
lag íslands, UMFÍ,
fyrir málþingi á hótel
Loftleiðum undir yfir-
skriftinni „Umhverfið
í okkar höndum". Með
málþingi þessu var
formlega hrint af stað
umhverfisverkefni
UMFÍ 1995, sem
UMFÍ stendur að í
samstarfi við um-
hverfisráðuneytið,
sameinuð bændasam-
tök og samband ís-
lenskra sveitarfélaga.
Verkefnið nýtur einn-
ig stuðnings Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands, Sjó-
mannasambands . íslands, Vél-
stjórafélags íslands og Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna.
Framkvæmdastjórn verkefnisins
er í höndum nefndar sem UMFí
veitir forystu.
Meðal gesta á fjölsóttu málþingi
voru forseti íslands frú Vigfís
Finnbogadóttir, sem var heiðurs-
gestur málþingsins, og umhvefis-
ráðherra Ossur Skarphéðinsson
auk fulltrúa frá þeim samtökum
sem að verkefninu standa. í ávörp-
um og erindum voru kynnt nokkur
atriði tengd umhverfismálum, sem
unnið hefur verið að á vegum
þeirra aðila sem hér taka saman
höndum í sameiginlegri sókn til
bættrar umgengni um fjörur og
vatnasvæði landsins. Fram kom
að þrátt fyrir að tiltölulega stutt
sé síðan að menn fóru að gefa
umhverfismálum verulegan gaum,
þá hefur ýmislegt áunnist. Þar
má nefna að átak var gert til að
hvetja sjómenn til að koma með
allt sorp í land. Einnig má benda
á átak í sorp- og fráveitumálum
sveitarfélaga, lífrænan landbúnað,
úttekt á vegum umhverfisráðu-
neytisins á mengun í sjó við ísland
og verkefni sem UMFI hefur stað-
ið fyrir um hreinsun meðfram veg-
um. Síðast en ekki síst skal minn-
ast á „Fósturbörnin", sem var
þriggja ára verkefni þar sem ung-
mennafélög landsins tóku að sér
umsjón með ákveðnum svæðum.
Eins og áður er nefnt, verður
kröftum þessa verkefnis beint að
fjörum og vatnasvæð-
um landsins. Verkefn-
ið skiptist í þrennt,
kynningar- og upplýs-
ingaherferð, málþing
og fræðslufundi vítt
um land og hreinsun
á rusli úr fjörum og
af ár- og vatnsbökk-
um. Ruslið verður
skráð og flokkað
þannig að upplýsingar
fást um hvers konar
rusl rekur á fjörur og
jafnvel hvaðan það er
upprunnið. í fram-
haldi af því verður
leitað leiða til að
minnka það rusl sem berst á fjör-
ur og bæta umgengni við nátt-
úruna.
Það má öllum vera ljóst að. góð
umgengni við náttúruna. er einn
sá besti arfur sem við getum skil-
Umhverfið, hafið og
landið, geyma fjöregg
þjóðarinnar. Freygarð-
ur Þorsteinsson skrifar
um þjóðarátak
til umhverfisverndar.
að til framtíðarinnar. Við tölum
um landið okkar sem eitt hið hrein-
asta í heimi og það er okkar að
halda því hreinu. Við lifum á
tækniöld en við megum samt ekki
gleyma því að landið og hafið í
kringum það skapa grunn að þeirri
velsæld sem við lifum í. Við þurf-
um að vera meðvituð um að við
berðum ábyrgð á að spilla því ekki.
Ég hvet alla landsmenn til að
kynna sér um_ hvað „umhverfis-
verkefni UMFÍ 1995“ snýst og
íhuga hvernig þeir geta orðið að
liði. Við þurfum að ná fram hug-
arfarsbreytingu og bæta um-
gengni okkar við náttúruna. Þetta
er eitthvað sem snertir okkur öll,
umhverfið er í okkar höndum.
Höfundur er efnaverkfræðingur.
Freygarður
Þorsteinsson
Ennþá er lag að nýta kynningar-
afsláttinn á þessum úrvalstækjum!
Tilboð 1:
Kr. 39.950 stgr.
Innifalið tilboði:
Efri ofn HT 510. Litur: Hvítur eða
brúnn. Yflr-/undirhiti og grill.
Með snúningsgrillteini,
sjálfhreinsibúnaði og klukkurofa.
Helluborð
E60/4P.
Litur: Hvítt,
brúnt eða stál.
4 hellur með
stjórnborði.
Vifta C-60. Litir: Hvít eða brún.
3 hraða með Ijósi
Tilboð 2:
Kr. 68.950 stgr.
Innifalið tilboði:
Neðri ofn HT 610MEmeð
7 kerfum. Litur hvítur eða brúnn.
Yflr-/undirhiti og grill. Með
snúningsgrillteini, sjálfhreinsibúnaði,
blæstri og klukku.
Keramik-
Vifta C-601 CLASSIC. Litir: Hvít eða
brún. 3hraðameðmálmsiuogJjósi.
Tilboð 3:
Kr. 43.900 stgr.
UPPÞVOTTAVEL
7 kerfi, tekur borðbúnað fyrir 12 manns.
Mál: H 85 x b 59,5 x d57 cm.
'OTTAVÉL
6 kerfi,
tekur borð-
búnað fyrir
8 manns'.
Mál:
H 85 x
b 44,5 x
d 57 cm.
Kr. 49.950 stgr.
^ Athugiö að unnt er að breyta
tækjum innan tilboða 1 og 2,
þannig að það virki
sem grunnur fyrir öðrum tækjum
VersCun fyrir aCCa
Op0 mdnudaga tiíföstudaga
frá kl. 9-18,
(augardagafrá (f. 10—14.
Jaxgfeni 9sími 588- 7332.
'4,