Morgunblaðið - 08.03.1995, Side 37

Morgunblaðið - 08.03.1995, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 37 . AÐSENDAR GREINAR Raðherranum berst aldrei bréf SUNNUDAGINN 15. janúar sl. var í Morgunblaðinu viðtal við Ólaf G. Einarsson menntamálaráðherra. Ólafur kemur víða við í viðtalinu og lætur m.a. falla ýmis ummæli um það hvemig erindi em afgreidd hjá ráðuneytinu. Þau ummæli Ólafs eru ekki í samræmi við veruleikann og orð hans bera þess glöggan vott að annaðhvort veit hann ekki hvemig menntamálaráðuneytið afgreiðir er- indi, eða þá að Ólafur var að skrökva að Morgunblaðinu. Ekki veit ég hvort er verra, en ég vil leyfa lesend- um að dæma með því að lesa eftirfar- andi frásögn af þvi hvemig fór þeg- ar foreldrar sendu Ólafi skýrt og rökstutt erindi fyrir hartnær ári. Aðdragandinn í nóvember 1992 var ákveðið í skóla í Hafnarfirði að halda dans- leik fyrir eldri bekki á fimmtudags- kvöldi og skyldi honum ljúka kl. 1 eftir miðnætti. Hjónin áttu dóttur í I 8. bekk, sem átti að mæta í sund klukkan níu morguninn eftir og síð- an var bóklegt próf eftir hádegi! Átta stunda fríið á milli nær ekki lágmarkshvíld fyrir fullorðna í vinnu, hvað þá að hægt sé að ætlast til að óharðnaðir unglingar nái nægum svefni á þessum tíma. Ætla mátti að skynsamt fólk sæi hversu óráð- legt var að halda dansleik við þessar aðstæður, en skólinn tók ekkert til- lit til athugasemda nemenda og for- ' eldra og hélt ótrauður sinni stefnu með dansleikinn, sundið og prófíð. Foreldramir rituðu þá fræðslustjór- anum í Reykjanesumdæmi stutt bréf um málið en fengu engin viðbrögð, hvorki frá honum né skólanum. For- eldrarnir hugsuðu þá með sér að fræðslustjórinn vissi af þessu og Íþótt ekki hefði gengið að breyta dansleiknum ætluðu þau að fram- vegis væri staðið að dansleikjahaidi I í skólanum af meiri skynsemi. For- eldramir gleymdu þessu brátt. Frarakoma skólastjórans í byrjun september 1993, níu mánuðum eftir dansleikinn, fóm hjónin á fund skólastjórans vegna annarra mála. Skólastjórinn hóf fundinn með því að segja að hann treysti ekki því að hjónin færu með rétt mál af því að þau væm „ósann- indafólk" og hefðu farið með „ósannindi“ um sig í bréfi til fræðslustjóra! Skólastjórinn sinnti ekki beiðni þeirra um að sýna fram á hvað væri ósatt í bréfinu og eins og gefur að skilja varð lítill árangur af fundinum! Honum lauk með því að hjónin tóku sex ára dóttur sína úr skólanum og fengu inni fyrir hana í eldri og að þeirra áliti miklu betri skóla í bænum. Þáttur fræðslustjóra Daginn eftir fyrrgi-eindan atburð fóru hjónin á fund fræðslustjóra. Þau röktu málið fyrir honum og þá kom í ljós að hann hafði níu mánuð- um áður beðið skólastjórann um skriflega greinargerð um dansleik- inn, en hún hafði aldrei borist. Hjón- in fóru fram á að fræðslustjóri kannaði hvort rétt væri að þau hefðu farið með ósannindi í bréfinu. Ef fræðslustjóri kæmist að þeirri .niðurstöðu myndu þau að sjálfsögðu biðja skólastjórann afsökunar, en ef fræðslustjórinn kæmist að þeirri niðurstöðu að hjónin hefðu haft rétt fyrir sér ætti skólastjórinn að biðja þau afsökunar. Fræðslustjóri var við þetta tækifæri einnig beðinn um að leggja mat á hegðun skólastjór- ans og kanna hvers vegna ekki hafði verið gert út um þetta níu mánuðum fyrr. Það er engum hollt að láta reiði, réttláta eður ei, krauma inni í sér í heilan með- Bréfin sem hjónin rituðu eru enn óafgreidd, segir — Ivar Pétur Guðnason, tíu mánuðum eftir að ráðherra fékk þau. göngutíma án þess að fá heilbrigða útrás. Fræðslustjórinn hringdi brátt í hjónin, sagði niðurstöðu sína vera að þau hefðu rétt fyrir sér að öllu leyti. Skólastjórinn hefði ekki getað sýnt fram á að þau hefðu farið með rangt mál en samt væri hann ekki tilbúinn að biðjast afsökunar á því að hafa kallað þau ósannindafólk! Fræðslustjórinn sagði málinu þar með lokið og hann gæti ekki gert neitt meira í því. Hjónin voru ekki sátt við þetta og vildu fá ákveðna niðurstöðu. Þau fóru því í ráðuneyti menntamála og ræddu við embætt- ismann þar. Hann tók þeim af ljúf- mennsku mikilli og fékk fræðslu- stjórann enn á ný til þess að fá botn í málið. Margar vikur liðu án at- burða og 4. október 1992 rituðu hjónin fræðslustjóranum bréf þar sem efnisatriði komu fram og ósk- uðu þess að hann leysti hnútinn. Um miðjan október hélt fræðslu- stjórinn árangurslausan fund með hjónunum og skólastjóranum. Þau voru enn reiðubúin að biðjast afsök- unar ef skólastjórinn sýndi fram á að þau hefðu farið með rangt mál; skólastjórinn gat aftur á móti hvorki sýnt fram á að þau hefðu gert það né vildi hann biðjast afsökunar á ummælum sínum. Fræðslustjórinn sagðist komast að niðurstöðu í málinu innan skamms og yrði það ekki síðar en viku af nóvember. Tíminn leið og ekkert heyrðist frá fræðslustjóranum. 26. janúar 1994 rituðu hjónin honum á ný og gáfu frest til 1. febrúar til þess að ljúka erindinu. Ekkert svar barst og 4. apríl, þegar fræðslustjórinn hafði velt málinu árangurslaust fyrir sér í heila sjö mánuði, rituðu hjónin menntamálaráðherra og óskuðu þess að hann tæki það upp á arma sína. Ég veit ekki hvers vegna fræðslu- stjórinn var svona deigur við að taka á máli skólastjórans, en vert er að geta þess að þegar fræðslustjórinn var að veiða háhyminga í frístundum sínum var skólastjórinn í bæjarstjóm Hafnarfjarðar. Þáttur Ólafs og ráðuneytisins Bréfið sem hjónin rituðu Ólafi er ennþá óafgreitt rúmum tíu mán- uðum eftir að hann fékk það! Hjón- in hringdu 2-3 sinnum í viku fyrstu mánuðina og spurðu um framgang erindisins, en það var til einskis. Þau komu líka í ráðuneytið, en það bar engan árangur. Afgreiðsla ráðuneytisins sagði Stefán nokkurn Baldursson sjá um erindið en hann var aldrei á skrifstofu sinni og sinnti ekki u.þ.b. 20 skilaboðum um að hringja í hjónin. Þau reyndu næst að fá viðtal hjá Stefáni en lentu þá í hængi-22 (Catch-22) ráðuneytis- ins. Stefán sér sjálfur um að skrá viðtöl sín og því þarf að ná í hann til þess að fá viðtal en þar sem ómögulegt er að ná í Stefán er ekki hægt að fá viðtal við hann! 27. sept- ember rituðu hjónin Ólafi ráðherra á ný. Þau bentu honum á að lág- marks kurteisi er að svara erindum og auk þess hvílir á honum laga- skylda til þess að sinna skriflegum erindum eins fljótt og auðið er. Loksins bærðist fjallið og í lok októ- ber fengu hjónin bréf frá Stefáni. Þar sagði að ráðuneytið hefði vegna fyrra bréfs þeirra ritað fræðslustjór- anum í Reykjanesumdæmi 25. apríl og óskað skýringa hans. Svar hefði ekki borist og ætlaði ráðuneytið nú að ítreka erindið, sex mánuðum síð- ar! Nú er komið fram í febrúar og ráðuneytið virðist ekki ennþá hafa fengið svar frá fræðslustjóranum. Hjónin hafa auk heldur enga leið til þess að fá fregnir frá ráðuneyt- inu af því að þau fá ekki að tala við Stefán eða ráðherra. Þau reyndu einnig í nóvember að fá viðtal við ráðuneytisstjóra en var ekki svarað. Hjónin munu nú vísa ólöglegri umfjöllun ráðuneytisins til umboðs- manns Alþingis. Niðurstaða í fyrrgreindu viðtali við Mbl. seg- ir Ólafur: „Menn þurfa að geta treyst því að unnið sé að þeim mál- um sem þeir bera fyrir brjósti án þess að þurfa að fylgja þeim eftir með persónulegum viðtölum og án þess að tala við ráðherrann.“ Þetta er ekki rétt. Vera má að ráðherrann trúi þessu sjálfur, en það gera ekki þeir sem senda honum erindi og reynslan sýnir að starfsfólk ráðu- neytisins trúir þessu svo sannarlega ekki! Getur verið að starfsfólkið hafi ekki lesið þetta viðtal við ráð- herrann? Ég hef stundum séð rá- herrann skipta sér fljótt og snöfur- mannlega af málum, og má þá taka Austurbæjarskólann nýlega sem dæmi, en afskipti Ólafs hafa alltaf verið í birtu leifturljósa og suði upptökutækja sjónvarpsins. Einhver önnur mál skipta hann engu og dragast í mánuði og ár, eins og búið er að sýna fram á hér. Verst þykir mér óvissan um það hver ræður í ráðuneyti menntamála. Er það Ólafur, sem fer með rangt mál I blaði allra landsmanna? Eru það hrokafullir embættismenn sem gera ekki það sem fyrir þá er iagt? Er það fræðslustjóri sem kemst enda- laust og átölulaust upp með að svara ekki bréfí frá ráðuneytinu? Augljóst er að almennir borgarar ráða minna en engu í eigin ráðuneyti og tilgang- ur málsmeðferðar ráðuneytisins virðist enda vera sá einn að láta fólk gefast upp við að leita réttar síns. Ef ráðuneyti sinna sínum störf- um eins illa og menntamálaráðu- neytið er uppvíst að — að vísu ekki eitt ráðuneyta — er næsta skref að þegnarnir taki réttvísina í eigin hendur og sinni henni eins og Njáll, Skarphéðinn og Gunnar gerðu. Það virðist vera vilji Ólafs og ég óttast mjög að sú tíð renni brátt upp að honum verði að ósk sinni. Réttlætið sefur hjá Ólafí og þjóðin flýtur sof- andi að feigðarósi með hann við stjórnvölinn. Höfundur er áhugamaður um skilvirka sijórnsýslu. RISAVINNINGURINN SAMTALS 18 MILLJÓNIR KRÓNA EINGÖNGU DREGINN ÚR SEEDUM MIÐUM Vinningaskrá í 3- flokki 3. FLOKKUR: DREGIÐ 10. MARS 1 vinningur á kr. 10.000.000 kr. 10.000.000 4 vinningar á kr. 2.000.000 kr. 8.000.000 4 vinningar á kr. 1.000.000 kr. 4.000.000 16 N á kr. 200.000 kr. 3.200.000 10 " á kr. 500.000 kr. 5.000.000 40 " á kr. 100.000 kr. 4.000.000 48 " á kr. 125.000 kr. 6.000.000 192 á kr. 25.000 kr. 4.800.000 820 " á kr. 70.000 kr. 57.400.000 3280 " á kr. 14.000 kr. 45.920.000 1200 á kr. 12.000 kr. 14.400.000 4800 " á kr. 2.400 kr. 11.520.000 2 aukav. á kr. 250.000 kr. 500.000 8 aukav. á kr. 50.000 kr. 400.000 10425 TROMPMIÐI kr. 175.140.000 í janúar greiddum við út til viðskiptavina okkar 48.010.600 kr. og í febrúar 43.217.000 kr. Enn er af nógu að taka í stærsta happdrættispotti landsins. Ertu ekki með í vinningsliði HHÍ'95? DREGIÐ FÖSTUDAG 10. MARS Se'aþa HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings ENN ERU TVEIR RISAVINNJNGAR EFTIR. 45 MILLJÓNIR OG AUDI AS ÁLBÍLLINN. .s $ «8 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.