Morgunblaðið - 08.03.1995, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 08.03.1995, Qupperneq 38
38 MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ + Þórir Kr. Þórð- arson fæddist í Reykjavík 9. júní 1924. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 26. febr- úar síðastiiðinn og fór útför hans fram frá Hallgríms- kirkju 6. mars. ÉG VIL að leiðarlokum flytja tengdaföður mínum dr. Þóri Kr. Þórðarsyni prófessor nokkur þakkar- og kveðjuorð. Ég var á lokasprettinum í laga- námi þegar ég kynntist Helgu Lilju stjúpdóttur Þóris og leiðir okkar Þóris lágu fyrst saman. Ég var á ýmsa lund óánægður með námið. Hafði gert mér aðrar hugmyndir um háskólanám. Fannst áherslan vera lögð á utanaðnám og stað- reyndaítroðslu. Hafði ímyndað mér akademíuna með kennarann sem hinn fróða mann, fremstan meðal jafningja, stjómandann í umræð- unni um fræðin. Þar sem nemand- inn átti að hafa skoðun og geta rökstutt hana. Þórir reyndist raun- verulega vera kennari eins og mig hafði dreymt um að hafa. Vel menntaður gáfumaður. Mímis- brunnur visku. Maður sem naut starfa síns og lagði mikla vinnu í undirbúning kennslu sinnar. Mér þótti líka athyglisvert og óvenjulegt hve mikill vinur Þórir var margra nemenda sinna. Oft var glatt á hjalla í húsi hans og Jakobínu þeg- ar kátir guðfræðistúdentar sóttu heim meistara sinn. Mér þótti það og merkilegt að heyra að þegar þau hjónin fluttu milli húsa mættu nem- endur hans í hópum til þess að bera fyrir þau búslóðina. Slíkt hefði þótt saga milli bæja í Lagadeild! Það sem batt okkur Þóri traust- ustu böndum var tvímælalaust Ólaf- ur Indriði stjúpsonur minn. Þóri þótti ákaflega vænt um öli bamaböm sín. En örlögin höguðu því svo að fyrstu árin var Óli mikið með mömmu sinni á heimili þessa afa síns og ömmu. Og Þórir fékk þá tækifæri í fyrsta sinn til að taka þátt í uppeldi bams frá upphafi ævi þess. Þórir var hug- fanginn af drengnum og það var honum stórkostleg upplifun að fylgj- ast með þroska litla drengsins. Þór- ir var óþreytandi við að leiðbeina og kenna, segja sögur og lesa upp- hátt. Fara um og sýna strák flugvél- arnar og trén og önnur undur tækni og náttúru. Og sá stutti tók vel við. Þórir kryddaði gjaman kennslu sína með dæmisögum úr daglega lífínu. Og þar komu ýmsar lífsuppgötvanir litla afadrengsins mjög við sögu. Þórir sagði mér þá sögu að hann hefði skyndilega veitt því athygli er hann gekk eitt sinn inn eftir gólfi aðalpósthússins í Reykjavík að litið var til hans skrítnum svip. Hann áttaði sig svo á því að hann hafði sem oftar verið með hugann hjá Óla. Hann var vanur að ganga heima um gólf með drenginn í fang- inu. Meðal annars skoðuðu þeir saman málverkin á veggjunum og sérstaklega litina í þeim. Til þess að róa drenginn var hann vánur að hoppa létt og fjaðurmagnað áfram á tánum. Og við þessar hugrenning- ar sínar var hann farinn að taka Ólahoppið sitt þama á Pósthúsgólf- inu með stresstöskuna í fanginu! Þegar ég lít til baka eru einhveij- ar bestu minningar mínar af sam- skiptum okkar Þóris bundnar þeim stundum_ okkar er við ræddum framtíð Óla. Hvemig gat farið sam- an að menntast vel og jafnframt stunda tónlistina og handboltann? Óli átti sannarlega dyggan hauk í homi þar sem Þórir var. Reyndar var Þórir þess ætíð alviss að Guð hefði höpd í bagga um alla fram- vindu mála hjá drengnum sínum. Þá ljóma minningar frá aðfanga- dagskvöldunum á Aragötunni hjá afa og ömmu, og hund- inum glaða og trygga, henni Tinnu, en þar vorum við Helga Lilja árvisst frá upphafi með barnahópinn okkar. Og hvernig þessi virðulegi maður gat tekið þátt og lifað sig inn I leiki barnanna. Ég sé fyrir mér tvær áhugasamar litlar hárgreiðslukonur að „laga“ hárið á afa. Hann situr alsæll með hárið í allar áttir og litlar hendur eru með hárlakk og rúllur á lofti. Þórir var alltaf áhugasamur um öll umsvif mín. Hvað segir þú, ertu orðinn heildsali, veitingamaður, bakari? Ég held nú að stundum hafí honum þótt nóg um. Hann var ekki athafnamaður í venjulegum skilningi þess orðs. Allt rekstrar- brölt var honum fjarlægt. Hann var fýrst og fremst kennari, fræðimað- ur og stjórnmálamaður um tíma. Hann var á heimsvísu í fræðum sínum og einstakur kennari. Hann hefði vafalítið getað orðið stórpóli- tíkus í landsmálum hér heima hefði hann valið að fara þá leið. Þórir var mikill vinur og aðdáandi bekkjar- bróður síns Geirs Hallgrímssonar, taldi hann dugandi stjórnmálamann og mikinn drengskaparmann. Vafa- lítið hefur Geir haft með það að gera að Þórir fór í borgarpólitíkina á sínum tíma. Ég held að hann hafí síðustu árin verið farinn að fjarlægjast eitthvað gamla flokkinn sinn, fannst ýmsir arftakar í for- ystuliðinu vera fulláhugalitlir um vanda lítilmagnans. Þóri þótti ákaflega vænt um af- skipti mín sem lögmanns af málefn- um þeirra sem erfítt áttu. Enda var Þórir á sínum tíma í hópi þeirra framámanna í Sjálfstæðisflokkn- um, sem sáu brýna nauðsyn þess að auka og styrkja aðstoð við þá þegna sem minnst máttu sín. Óg hann hafði góð tök á að hrinda hugsjónum sínum í þeim efnum í framkvæmd þegar hann sat í borg- arstjórn Reykjavíkur. Ég held að ýmsir sem vel þekkja til telji hann að mörgu leyti föður hins gríðar- öfluga aðstoðarkerfis sem Reykja- víkurborg rekur nú fyrir íbúa sína. Þórir var einstakur sjarmör eins og sagt er. Hann bókstaflega heill- aði fólk upp úr skónum. Ekki síst konur. Ég hafði gaman af því að fýlgjast með fyrstu kynnum Þóris við móður mína. Hann átti í henni hvert bein frá fyrstu kynnum. Ég tel engan vafa á því að með Þóri sé genginn einhver mesti lær- dómsmaður sinnar kynslóðar. Þá hefur einstök barátta Þóris við sjúk- dóm sinn fært mér heim sanninn um það hversu miklu máli sterk trú, lífsgleði og lífsvilji skipta þegar við glímum við erfíða sjúkdóma. Ekki svo að skilja að hann hafí stað- ið í þeim slag einn.-Óhætt er að segja að Jakobína kona Þóris hafi staðið með honum í blíðu og stríðu. Blessuð sé minning Þóris Kr. Þórð- arsonar. Tryggvi Agnarsson. Með Þóri Kr. Þórðarsyni er geng- inn_ einstakur persónuleiki. Á kveðjustundu hvarflar hugur minn til starfa Þóris að borgarmál- um. Hann tók sæti í borgarstjórn Reykjavíkur árið 1962 og sat þar tvö kjörtímabil. Áhugasvið hans innan borgarstjórnar voru fyrst og fremst þau, sem vörðuðu mannleg samskipti, sérstaklega þó málefni fjölskyldunnar, bama og aldraðra. Hann tók sæti í barnaverndar- nefnd og fræðsluráði. Jafnframt fól Geir Hallgrímsson borgarstjóri, honum að hafa annars vegar for- ystu um nýskipan félagslegrar þjón- ustu á vegum Reykjavíkurborgar og svo hins vegar að undirbúa MINNINGAR stefnumótun varðandi öldrunar- þjónustu. í apríl 1963 gerði borgarstjórn samþykkt um málefni aldraðra og í framhaldi þar af var skipuð Vel- ferðarnefnd aldraðra, sem Þórir veitti forstöðu. Nefndin skilaði ítar- legri greinargerð ásamt tillögum, sem samþykktar voru í borgarstjórn í júní 1965. Með þessum samþykktum borg- arstjórnar var mótuð sú stefna, sem var grundvöllur að öldrunarþjón- ustu á vegum Reykjavíkurborgar, m.a. var kveðið á um sérstaka deild innan skrifstofu félags- og fram- færslumála, sem fara skyldi með velferðarmál aldraðra. Hinn 20. júlí 1967 samþykkti borgarstjóm tillögur um nýskipan félagsþjónustu á vegum Reykjavík- urborgar og var Þórir Kr. Þórðarson framsögumaður tillagna þessara í borgarstjóm. Þar með var lagður grundvöllur að samræmdri félags- þjónustu innan Félagsmálastofnun- ar Reykjavíkurborgar undir stjóm félagsmálaráðs, sem að nokkra eða öllu leyti tók við verkefnum ýmissa nefnda. Þessi nýskipan mála í Reylqavík varð síðar fordæmi fýrir uppbyggingu félagsþjónustu í öllum stærri sveitarfélögum á landinu. Var Þórir kosinn í hið lýrsta félagsmála- ráð 1967 og átti þar sæti til 1974. Störf Þóris sem borgarfulltrúa voru tímafrek og þrengdu eflaust að tíma hans til vísinda- og fræði- starfa. Enda nefndi hann þessi ár stundum í gamni „hin heiðnu ár“. Tæpast verður það þó talið sann- mæli, þegar horft er til viðfangs- efna hans á sviði borgarmála. Á borgarfulltrúaárum Þóris átt- um við mikil samskipti, oft og tíðum daglega. í huga mínum er Þórir Kr. Þórðarson sá borgarfulltrúi, sem síðustu áratugi markaði dýpst spor innan félágsþjónustu á vegum Reykj avíkurborgar. Samstarfíð við borgarfulltrúann var með ágætum. Ekki skiptu síður máli samskipti við leiftrandi skemmtilegan og hæfíleikaríkan mann. Við, sem störfuðum með honum á sviði félagsþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar, þökkum honum af alhug samstarfið og foiystu á breytingatímum. Persónulega þakka ég þér ánægjuleg samskipti, og vináttu. Jakobínu, stjúpbörnum og öðram ættingjum era sendar samúðar- kveðjur. Sveinn H. Ragnarsson. Hinir fýrstu svonefndu prófess- orabústaðir við Oddagötu og Ara- götu voru reistir á árunum 1947- 1949, og fluttumst við að Oddagötu 12 í nóvember 1948. Margir hinna nýju húseigenda leigðu út herbergi framan af. Einn fyrstu leigjenda hjá okkur var ung stúlka frá Siglu- firði, Inger, dóttir Aage Schiöths, lyfsala og bæjarfulltrúa þar. Inger var eftirminnilega fríð stúlka, en hún var einnig óvenjulega hjartahlý og glaðvær. Okkur varð strax vel til vina. Brátt tók að venja komur sínar til hennar ungur guðfræðistúdent, Þórir Kr. Þórðarson, og kynntist hann okkur í fjölskyldunni einnig vel. Ég man að það vakti furðu mína að Þórir sagðist hafa lítinn áhuga- á að gerast sóknarprestur, þegar átta ára snáði spurði hann um framtíðaráform. Inger og Þórir gengu í hjónaband 1951. Eg hélt áfram sambandi með bréfaskriftum við Inger á fyrri dvalaráram þeirra í Bandaríkjunum 1951-1954 og heimsótti þau einnig oft er þau leigðu í húsi Hermanns Jónassonar við Tjamargötu, eftir að þau komu að utan. Inger lézt árið 1961, að- eins 36 ára að aldri, og var hún harmdauði öllum þeim sem henni kynntust. Fimm áram síðar steig Þórir mikið gæfuspor, er hann gekk að eiga Jakobínu G. Finnbogadótt- ur, en hún átti fimm börn af fyrra hjónabandi. Þórir var starfsmaður Háskóla Islands í fjóra áratugi og þjónaði þeirri stofnun af einstakri trú- mennsku. Síðustu árin var hann sá prófessor sem lengstan starfsaldur hafði. Þórir var mikill eljumaður og ósérhlífinn til allra verka og kunni því vel að hafa mörg járn í eldinum. Hann naut álits sem fræðimaður utan lands og innan, og má nefna að hann skrifaði kaflana um Abra- ham, Móse og sáttmála guðs og manna í þá útgáfu af Encyclopediu Brittannicu, sem út kom 1964. Hann hafði nokkur afskipti af stjórnmálum, sat um tíma í borgar- stjórn Reykjavíkur og var mikill hvatamaður þess að Félagsmála- stofnun borgarinnar var komið á laggirnar. Hin síðustu ár var heilsa Þóris lengst af mjög tæp. Veikindum sín- um tók hann af dæmafárri hug- prýði. Umhyggja og umönnun Jak- obínu og barna hennar gerði honum andstreymið léttara. Kynni mín af Þóri Kr. Þórðarsyni spanna hálfan fimmta áratug. Enn minnist ég þess hve vel Þóri lét að svara spurningum átta ára barns. í samræðum var hann afburða skemmtilegur, leiftrandi fjöragur og skeleggur. í huga mér verður Þórir Kr. Þórðarson ávallt fjöl- menntaður og víðsýnn húmanisti. Baldur Símonarson. Það þyrmdi yfír mig þegar síminn hringdi og ég fékk fréttirnar: Þórir var látinn. Við vinir hans vissum vel, að hann átti ekki langt eftir ólifað en lífsneistinn í hijáðum líkamanum virtist samt svo sterkur, að það er erfitt að sætta sig við, að hann skuli hafa kvatt okkur. Það var ekki gamall og þreyttur maður, sem talaði við mig þegar ég sat á rúm- stokknum hjá Þóri. Hann var glaður og þakklátur, ekki reiður eða ásak- andi. Sjaldan hefur sigur andans yfir efninu birst mér skýrar en í samvistunum við Þóri, allt undir það síðasta. Við Þórir stofnuðum til vináttu með okkur fýrir um 40 árum og hún lét það rætast, sem norski bisk- upinn Éivind Berggrav sagði eitt sinn, að „vináttan er lífíð hálft“. Oft leið langur tími milli funda en fjarlægðin hvarf þegar við hittumst og staðfestum vináttuna með faðm- lagi. Ljómi augna hans var meiri en annarra manna og við fóram strax að ræða saman um það, sem okkur fannst máli skipta, þessa heims og annars. Við töluðum ekki um peninga, sjúkleika eða annarra hagi en ástvinina bar oft á góma. Þórir var vinur vina sinna - og einn- ig barna okkar. Í mínum augum var Þórir íslensk- ur heimsmaður. Hann stóð föstum fótum í íslenskri menningu en var um leið nátengdur öðram menning- arheimum, sannur húmanisti. Jóla- og nýárskveðjurnar frá honum bár- ust víða um lönd og í þeim var ávallt eitthvað merkilegt að fínna. Á sinn nærgætna hátt hvatti Þórir okkur til að fara vel með lífið með því að segja, að sjúkdómar, jafnvel krabbamein, gætu verið gjöf- Þórir var svo margfróður og hann þekkti áreiðanlega til orða Grandt- vigs, sem lýsa vel því fordæmi, sem Þórir var okkur öllum með æðra- leysi sínu gagnvart sjúkdómnum: Sá lad derpá os syn da fæste, hvad ædle kaldte livets lyst, ja, lad os kappes med de bedste og vove kækt með dod en dyst. At byde den og doden trods, kan med Guds hjælp og lykkes os. Bent A. Koch Ást og kærleikshugsjón kristinn- ar kirkju virðist stundum persónu- gerast í einstaklingum. Fyrir slíku fólki liggur oft að verða góðir kenn- arar. Nemendurnir skynja fljótt umhyggju þeirra og eflast við það í náminu. Þetta skiptir auðvitað höfuðmáli, þegar fræðin eru sjálfur kristindómurinn, bræðralag allra manna, umburðarlyndi og lotning fyrir drottni almáttugum. Þá verður sjálf persóna kennarans í brenni- depli og enginn vafí á því að nem- endurnir finna til þakklætiskenndar yfir að hafa kynnst einstökum ÞÓRIR KR. ÞÓRÐARSON manni. Allt lífið bregður fyrir minn- ingunni um góðan kennara, ekki síst í jafn krefjandi þjónustu og útheimtist á ögurstundum í prest- skap. Þá er vináttan hin heilaga glóð sem hjálpaði, oftlega tendruð af kennurum guðfræðideildarinnar. Við Þórir deildum saman vinnu- stað í yfir 20 ár og ekki einn ein- asta dag datt mér í hug að hann gerði kröfur sér til handa, en gleðin og krafturinn, kjarkurinn og bjart- sýnin sem fylgdu honum til hinstu stundar leiftra nú í minningunni eins og sólin, sem fer hækkandi á vorhimninum. Eiginlega kynntumst við á mjög hversdagslegan hátt. Sumarið 1967 streymdu hingað hundrað ung- menna á æskulýðsþing Norðurland- anna. Farið var í Reykholt og kenn- ari þar lýsti staðnum og sagðist fara sjaldan í kirkju. Klifí frekar hæðina fyrir ofan bæinn um helgar, það væri sinn guðdómur. Þórir fékk þó alla með sér í kirkju, kennarann líka, og fyrir altarinu sungu þeir saman fyrir ungmennin: „Víst ertu, Jesús, kóngur klár.“ Þetta var eftirminnileg stund og ég býst við að hún lifí meðal einhverra frænda okkar á Norðurlöndunum enn þann dag í dag. Þórir starfaði í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hann hafði yndi af því að ræða þjóðmál. Reynd- ar hafði hann mjög ákveðnar skoð- anir á sumum málum og gat þá eins verið gagnrýninn ef þannig stóð á. En það var bara til þess að bæta málstaðinn, því húmanisminn átti góðan vemdara í Þóri. Ég votta eiginkonunni, Jakobínu Guðríði Finnbogadóttur, stjúpbörn- um Þóris, öllum ættingjum og vin- um mína dýpstu samúð. Algóður Guð taki Þóri minn sér að hjarta. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Þegar hringt var til mín og mér sagt að prófessor Þórir Kr. Þórðar- son væri látinn kom fregnin mér ekkert á óvart. Ég hafði um allnokk- urt skeið vitað að Þórir var ekki heill heilsu og háði baráttu við erfið- an sjúkdóm, en bjartsýni hans og vinnugleði ýttu þeim hugsunum sí- fellt á brott að hann væri ef til vill ekki að beijast til sigurs. Persónuleg kynni okkar Þóris hófust fyrir nokkrum áram er hann hringdi eitt sinn til mín og bað mig að lesa yfir þýðingu sína á Jónasar- bók Biblíunnar. Aður hafði ég oft veitt athygli þessum glæsilega og glaðlega manni sem ég mætti næst- um daglega í tijágörðunum milli Árnagarðs og aðalbyggingar Há- skólans. Samvinna okkar varð stutt að þessu sinni en afar ánægjuleg. Ég kynntist vandvirkni hans og vinnubrögðum og virðingu fyrir ís- lenskri tungu. Kynni okkar Þóris jukust er við settumst ásamt fleirum saman í nefnd er hefur umsjón með nýrri þýðingu Biblíunnar. Hann var í upp- hafí formaður nefndarinnar og leiddi hana fyrstu sporin á þeirri braut sem hún hefur síðan fylgt. Hann geislaði af áhuga á viðfangs- efninu og greip aðra með sér. Það var alltaf ásetningur Þóris að snúa sér að sjálfri biblíuþýðingunni þegar störfum hans lyki fyrir Há- skóla Islands. Þegar hann veiktist ákvað hann að draga sig út úr þýð- ingamefndinni og taka til við að þýða. Því starfí hélt hann áfram meðan kraftar leyfðu með þeirri vandvirkni sem hann hafði tamið sér. Þórir var félagi í Vísindafélagi íslendinga. Á fundum félagsins birt- ist áhugi hans á rannsóknum ann- arra og löngunin eftir að kynnast einhveiju nýju. Hann var afar já- kvæður maður og hafði þann eig- inleika, sem virðist svo oft djúpt á, að geta á einlægan hátt hrósað öðr- um þannig að allir fundu að hrósið kom að innan. Góður vinur er farinn. Þóris er nú sárt saknað af guðfræðinemum, samkennurum og vinum en enn meiri er söknuður eiginkonu hans og fjölskyldu. Fyrir hönd þýðinga- nefndar Biblíunnar og Vísindafélags Islendinga votta ég þeim öllum inni- legustu samúð mína. Guðrún Kvaran.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.