Morgunblaðið - 08.03.1995, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 43
MIIMNINGAR
RAGNA
LORENTZEN
+ Ragna Lorentzen fæddist í
Kaupmannahöfn 18. októ-
ber 1910 og andaðist 11. janúar
1995. Hún nam við Hafnarhá-
skóla og lauk þar mag. art.-
prófi í norrænum fræðum. Sam-
hliða því námi lagði hún stund
á islensku hjá Sigfúsi Blöndal
bókaverði og Jóni Heljgasyni
prófessor. Ragna hélt til Islands
og nam íslensku við Háskóla
íslands árið 1933 hjá prófessor-
unum Alexander Jóhannessyni
og Sigurði Nordal. Einnig nam
hún íslensku við dvöl á bónda-
bænum Oddsstöðum í Lundar-
reykjadal í tvo mánuði sama ár.
Ragna varð kennari við mennta-
skólann í Khöfn að háskólaprófi
loknu. Eftir tvo áratugi á þeim
vettvangi hóf Ragna kennslu við
VIÐ andlát Rögnu Lorentzen rifj-
ast upp löng kynni við mikla heið-
urskonu. Hún var nátengd íslend-
ingum um langa hríð, eða allt frá
því að hún stundaði nám í íslensku
við Háskóla íslands og naut þar
leiðsagnar hinna færustu kennara.
Allt líf Rögnu snérist um nám og
kennslu á Iangri ævi. Hún ræktaði
samband sitt við land okkar og
þjóð af fágætri kostgæfni.
Fyrstu kynni mín af Rögnu urðu
1964, er tveir tugir íslenskra kenn-
ara víðs vegar að af landinu tóku
þátt í dönskunámskeiði í Kennara-
háskólanum í Kaupmannahöfn um
hálfsmánaðar skeið. Okkur birtist
þar kona ein, sem þá var 54 ára
og fullorðinsleg í útliti, að okkur
fannst. Hún ávarpaði okkur og
Kennaraháskólann. Þar gegndi
hún lektorsstöðu til aldurs-
inarka. Einnig kenndi hún
dönsku á námskeiðum íslensk-
um nemendum i Kaupmanna-
höfn og Reykjavík, ár eftir ár.
Eftir embættislok kenndi Ragna
íslensku í einkatímum á heimili
sínu. Hún þýddi á dönsku tvær
bóka Hjálmars R. Bárðarsonar:
Fuglar íslands og ís og eldur.
Ragna var sæmd fálkaorðunni
fyrir dönskukennslu sína. Var
afhending heiðursmerkisins eitt
af síðustu embættisverkum
Kristjáns Eldjárns, forseta Is-
lands, í júlí 1980. Ragna var ein-
hleyp alla ævi og á ekki afkom-
endur, en í blaðaviðtali í mars
1994 sagði hún að nemendurnir
hefðu verið sín fjölskylda.
kynnti sig eins og kurteisra er sið-
ur. Hún sagðist skilja íslensku, og
þess vegna ættum við ekki að tala
illa um sig. Aftur á móti sagðist
hún ekki tala þessa tungu mikið.
í tímum sátum við svo hjá Rögnu
dag hvern fyrrgreindan tíma. Skól-
inn er á mótum tveggja mikilla
umferðargatna, er nefnast Emdr-
upvej og Tuborgvej. Sjálf bygging-
in er skólann hýsir nefnist í dag-
legu tali Emdrupborg. Þarna
stunda danskir framhaldsnám, eft-
ir að hafa lokið námi í almennum
kennaraskóla. Margir íslenskir
kennarar hafa stundað nám í þess-
ari ágætu menntastofnun. Danir
' eru menningarþjóð, og þar er
menntun i miklum metum. Engum
dettur í hug að stunda neitt starf,
án þess áð hafa tilskilda menntun
eða þjálfun til að takast það á
hendur.
Rögnu þótti vænt um ísland og
Islendinga. Hún lagði mikið á sig
þeirra vegna. Mörg sumur kom
hún hingað og fómaði stuttu sum-
arfríi sínu frá kennslu ytra til að
standa fyrir námskeiði í dönsku í
Reykjavík. Og hún tók ekki eyri
fyrir þetta mikla starf sitt. En
margar gjafir bárust henni. Hið
eina sem hún fékk greitt voru ferð-
irnar fram og aftur svo og hótel-
herbergi. Ég heimsótti hana eitt
sinn á Hótel Borg. Hún gerði ekki
miklar kröfur til sjálfrar sín. Mun-
aður hennar var að. sjálfsögðu
bækur og þær átti hún margar,
bæði á dönsku og íslensku, svo og
fleiri málum, því að hún var mikil
tungumálamanneskja. Lagði til að
mynda fyrir sig grænlensku á efri
ámm, og leiðbeindi dönskum kenn-
urum í því sambandi.
En víkjum aftur að námskeiðinu
í Khöfn 1964. Ragna fór með okk-
ur í skoðunarferðir. Ein ferðin var
farin til æskuslóða skáldsins Mart-
ins A. Hansens á Stevns á Sjá-
landi, en við lásum einmitt bók
hans Logneren á námskeiðinu.
Aðra ferð fórum við suður á Man-
arkletta. Þá fór Ragna með okkur
í hið merka safn gamalla bæja og
húsa frá fyrri tíma, sem er í
Lyngby og nefnist Frilandsmuseet.
Þetta er þeirra Árbæjarsafn.
Ragna fór með okkur um stórborg-
ina og var leiðsögn hennar okkur
mjög lærdómsrík. Kaupmannahöfn
geymir margar byggingar tengdar
sögu okkar fyrr og síðar.
Ekki má gleyma því, er Ragna
bauð okkur á námskeiðinu heim
til sín. Hún bjó lengi í leiguíbúð
við Saborgtorg, en það er í borgar-
hverfinu Soborg, sem telst til
BJÖRN PÉTURSSON
+ Björn Pétursson
var fæddur í
Reykjavík 30. maí
1930. Hann lést í
Reykjavík 1. mars,
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Jórunn
Björnsdóttir frá
Höfða í Þverárhlíð.
Björn var annar í
hópi fimm systkina.
María var elst, f.
1924, lengi starfs-
maður varnarliðs-
ins og dvelur nú í
Arizona, þá Björn,
Ásthildur, 1934, starfsmaður
þjá Samvinnuferðum-Landsýn,
Jón Birgir, f. 1938, blaðamað-
ur, og Stefania Ingibjörg, f.
1941, skrifstofumaður hjá Há-
skóla íslands. Útför Björns fer
fram frá Kapellu Fossvogs-
kirkju í dag, og hefst athöfnin
kl. 13.30.
BJÖRN bróðir minn átti sín fyrstu
æviár við Grettisgötuna, en þegar
hann var fjögurra ára flutti hann í .
nýtt einbýlishús sem foreldrar okk-
ar höfðu byggt af miklum dugnaði
í Skerjafirði, á Þjórsárgötu 3. Þar
átti hann heima næsta aldarfjórð-
unginn. Líf Bjössa var áþekkt þvi
sem gerðist hjá drengjum á hans
aldri. Hverfið þar sem við bjuggum,
Litli Skerjafjörðurinn, átti eftir að
taka stakkaskiptum á stríðsárun-
um. Þá byggðu Bretar flugvöll í
hverfinu með tilheyrandi róti og
raski, hús voru rifín eða flutt í önn-
ur borgarhverfi. Okkar hús fékk
að standa í nágrenni flugbrautar.
Eflaust hefur flugið mótað huga
Bjössa. Á unga aldri tók hann til
að nema flugvirkjun, var í fyrsta
hópi flugvirkja sem lærðu hjá Flug-
félagi íslands hf. og við Iðnskólann
í Reykjavik. Hann fór líka í flugtíma
hjá flugskólanum Þyt og lauk við
sólópróf og hafði leyfi til að fljúga
einn. Vélar og tæki voru hans svið.
Hann hafði gaman af að dunda við
bílana sína, litla Renault Hagamús
og stóran Dodge Weapon, eða Víp-
on eins og þeir voru kallaðir amer-
ísku fjallabílarnir sem
bandaríski herinn
skildi eftir sig eftir
stríðið. Eftir skyldu-
nám hafði Bjössi starf-
að hjá frystihúsinu
Herðubreið, helstu
kjötheildsölu landsins,
þar sem nú er til húsa
Lástasafn íslands.
Hann vann hjá kjöt-
búðinni Borg og síðar
hjá varnarliðinu í flug-
skýlum þess á Kefla-
víkurflugvelli.
Við Bjössa blasti
björt framtíð við störf
í flugmálum, þegar blikur dró á
loft. Hann átti ekki mikið eftir af
námi sínu í flugvirkjun, þegar vart
varð við sjúkdóm þann, sem átti
eftir að rústa framtíð hans alla.
Andleg veiklun hans tók að þrengja
sér fram á óvæginn og ógnvænleg-
an hátt. Það var mikil áraun fyrir
fjölskyldu hans og hann sjálfan að
finna hvemig hann missti flugið og
alla sína framtíðarsýn. Hann hætti
námi og vinnu og leið óbærilegar
andlegar kvalir. Enda þótt hann
hafi reynt fyrir sér um skeið sem
sjómaður og verkamaður var ljóst
að framtíð hans var hrunin.
Síðastliðin 38 ár hefur Bjössi verið
heimilisfastur á ýmsum stofnunum,
lengst af í Amarholti og nú síðustu
árin í Víðinesi. Vil ég nota tækifærið
og þakka því ágæta starfsfólki fyrir
góða umönnun alla tíð.
Þessi innilokun Bjössa á stofnun-
um hefur ekki rofið tengslin milli
hans og systkinanna, þau voru í
föstum sessi og heimsóknirnar
kunni hann vel að meta. Bjössi
hafði gaman af að sjá sína nánustu
sem færðu honum pakka með tób-
aki, sælgæti og öðru smálegu. Hann
var oft og einatt kátur og til í að
spjalla um heima og geima, hann
gat verið hnyttinn og frumlegur í
hugsun. Hann fylgdist ótrúlega vel
með, og hann skynjaði líka ógæfu
sína. Alltaf blundaði í honum
draumurinn um að komast af stað
út í lífið að nýju.
Af þessu gat aldrei orðið. Á
sunnudaginn fyrir rúmri viku mætti
Bjössi til morgunverðar í Víðinesi,
hress og kátur, spjallaði við félaga
sína, og fór aftur til herbergis síns.
Þar dundu ósköpin yfir. Líkaminn
gafst hreinlega upp. Hann var flutt-
ur á gjörgæsludeild Borgarspítalans
og á þeim spítala andaðist hann
miðvikudaginn 1. mars síðastliðinn,
saddur lífdaga. I dauðastríði sínu
var Bjössi alltaf ákveðinn í því að
standa upp aftur og ná kröftum
sínum aftur. Svo varð ekki.
Ég veit að nú er Björn bróðir
okkar staddur á öðrum lendum,
heill heilsu, og á fyrir höndum betri
daga en á jörðunni okkar. Þar sam-
einast hann góðum foreldrum okkar
og öðrum sem á undan honum hafa
horfið yfir móðuna miklu. Við
systkinin biðjum góðan guð að leiða
og vernda Björn bróður okkar.
Jón Birgir Pétursson.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end-
urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl-
unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Ákur-
eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi í númer
691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari
ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega
línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl-
isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
bæjarfélagsins Gladsaxe. Þama
kunni Ragna vel við sig. Bækur
þöktu flesta veggi. Ég tók eftir
því að ritverk Halldórs Laxness
voru þarna í fmmútgáfum.
Jafnan leit ég inn hjá Rögnu,
er ég kom til Hafnar. Henni sýndi
ég þýðingar mínar á smáljóðum
danska skáldsins Piets Heins, og
hvatti hún mig til að þau yrðu
gefin út, með svohjóðandi áritun:
„Vedlagte anbefaler jeg varmt til
udgivelse. Ragna Lorentzen, mag.
art. Soborg, 29.06. 1986.“ Ekki
höfðu útgefendur hér heima trú á
að þeir högnuðust á útgáfu þess-
ara smáljóða og varð ég því að
kosta hana.
Ragna kom á heimili mitt í
Reykjavík skömmu eftir að henni
var veitt fálkaorða íslenska lýð-
veldisins. Greinilegt var, að henni
þótti vænt um þennan virðingar-
og vináttuvott. Hún átti hann
sannarlega skilinn. Skömmu síðar
hlaut hún danskt heiðursmerki.
Að loknu námskeiði í Kaup-
mannahöfn sumarið 1964 sagði ég
þetta í ljóði til Rögnu, sem ort var
sem þakklætisvottur frá nám-
skeiðsfólkinu íslenska fyrir fram-
úrskarandi kennslu:
Og vonin ekki varð þeim tál
né vondar freistingar.
Þeir lærðu dijúgt hið danska mál,
og dásamlegt það var.
Þeim léðist einnig leiðsögn góð
um lendur máls og fen,
þvi rétt að verki röggsöm stóð
hún Rapa Lorentzen.
í dönskunámskeiði hjá Rögnu
hér heima sumarið 1969 tók ég
einnig þátt, ásamt mörgum öðrum
kennurum. Samur var áhuginn hjá
henni, og enn var það skáldverk
Martins A. Hansens, Legneren,
sem hún las með okkur. Sannar-
lega athyglisvert, en upphaflega
var það smásaga, sem höfundurinn
nefndi Isen bryder eða ísinn brest-
ur. Þarna þökkuðum við Rögnu
góða leiðsögn í námi um hálfsmán-
aðar tímabil, og setti ég saman
ljóð að því tilefni. Þar segir á einum
stað:
Öll er kennsla amstur
erfíði og streð
þeim, sem ekk eiga
ungt og lipurt geð.
Þér er þetta leikur;
þín er fræðsla jöfn
uppi á ísafoldu
og í Kaupinhöfn.
Og viðlagið, sem á við ljóðið
Lille sommerfugl, er á þessa leið:
Öll við þökkum þér
það, sem kenndir hér.
Allt hið þrotlausa starf þér vitni ber.
Lifðu langa stund,
laus við böl og und,
heima á ljómandi Danagrund.
Ragna Lorentzen hvílir nú í
mold feðra sinna og mæðra. Hún
skilaði farsælu ævistarfi. Þökk sé
henni fyrir það allt.
Auðunn Bragi Sveinsson.
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vei frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski-
legt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokallaðra
ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta-
skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word-
perfect eru einnig auðveld i úrvinnslu.
Senda má greinar til blaðsins á netfang
þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs-
ingar þar um má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina og hálfa örk
A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega
línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf-
undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
HAFSTEINN
GUÐNASON
+ Hafsteinn Guðnason fædd-
ist á Brekkum í Hvolhreppi
í Rangárvallasýslu 22. október
1932. Hann lést á heimili sínu
í Reykjavík 19. febrúar siðast-
liðinn og fór útför hans fram
frá Fossvogskirkju 28. febrúar.
ELSKU Hafsteinn minn.
Ég veit varla hvað ég á að skrifa.
Minningarnar um þig hrannast upp
í huga mínum. Þú og þinn yndislegi
og einlægi hlátur eru efst í huga
mér. Það var svo gaman að heyra
og sjá hvað einlægnin og góð-
mennskan gagnvart öllum var mik-
il. Þú ræktaðir alla ættingja þína
og vini svo vel og svo varstu svo
fróður um okkur öll, fylgdist svo
vel með okkur.
Ég man fyrst eftir þér þegar þú
varst á sjónum og þegar við fórum
að ná í þig eða heimsækja til
Reykjavíkur. Þá fengum við alltaf
útlenskt nammi og gosdrykki í dós
og það þótti okkur sko ekkert smá
flott. Ég var alltaf full tilhlökkunar
á þessum stundum. Þegar ég flyt
til Reykjavíkur og hef mitt nám,
tókstu mér og Þórdísi frænku opn-
um örmum og leyfðir okkur að búa
hjá þér á meðan við leituðum okkur
að íbúð. Þá var nú oft voða gaman
hjá okkur. '
Og í þessi átta ár sem ég hef ver-
ið hér í Reykjavík, áttum við oft svo
góðar stundir saman, t.d. þegar við
vorum í jólagjafainnkaupunum að ég
tali nú ekki um allar rútuferðimar
austur fyrir fjall og alla góðu kaffi-
bollana sem við drukkum saman.
Elsku Haffi minn, megi góður
Guð geyma þig. Minningarnar um
þig lifa í huga mínum.
Elsku afí og aðrir ættingjar,
megi mátturinn styrkja ykkur í
sorginni.
Hafdís Gunnarsdóttir.
Eiginmaður minn, t BJÖRN JÚLÍUSSON
barnalæknir, Stóragerði 11,
er látinn. Þórunn S. Kristjánsdóttir.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
GUÐRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR,
Hjallaseli 55,
Reykjavík.
Unnur E. Melsted, Gunnar Melsted,
Ástriður L. Eyjólfsdóttir, Gyða Hansdóttir.