Morgunblaðið - 08.03.1995, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 08.03.1995, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 45 Liðakeppni dansskóla Jóns Péturs og Köru Pans Ilótel ísland LIÐAKEPPNI DANSSKÓLANNA Tíu lið - 4. marz 1995. SL. LAUGARDAG stóð Dansskóli Jóns Péturs og Köru fyrir liðakeppni í dansi á Hótel íslandi. Alls voru tíu lið mætt til leiks að þessu sinni, sem er helmings fjölgun frá því í fyrra. Mikill fjöldi fólks fylgdist með keppninni, sem hófst strax að lokinni nem- endasýningu skólans, sem var víst hin bezta skemmtun. Það eru orð að sönnu að liðakeppni á sífellt meiri vinsældum að fagna í íslenska dansheiminum ef marka má fjölgun þeirra liða sem tóku þátt í liðakeppni Dansskóla Jóns Péturs og Köru síðastliðinn laugardag. Það eru til mismunandi útgáfur á liða- keppni, t.d. eins og var nú á laugardaginn þar sem eitt lið byggist upp á 4 pörum, annarsvegar 2 standarddanspörum og hins- vegar 2 pörum sem dansa suður-amerísku dansana. Þetta keppnisform er ákaflega skemmtilegt og fjörlegt og brýtur svo sann- arlega upp hið hefbundna keppnisform á ánægjulegan hátt. Liðakeppninni var skipt í tvo hluta, keppni fyrir dansara 15 ára og yngri og svo keppni 16 ára og eldri. Og að venju voru það yngri liðin sem hófu leikinn. í liða- keppni dansara 15 ára og yngri voru 6 lið mætt til leiks, lið frá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar, Danssmiðjunni, Nýja Dans- skólanum, sameiginlegt lið frá Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar og Dansskóla Auðar Haraldsdóttur og loks tvö lið frá gestgjöfun- um. Sú skemmtilega nýbreytni var nú að liðin voru látin kynna sig, þ.e. þau höfðu búið til lítið kynningaratriði í samráði við danskennarana sína. Atriðin voru mörg hver ákaflega frumleg og vel úr garði gjörð. Þá var komið að sjálfri keppninni. Yngri SIGURVEGARAR í liðakeppni í flokki 15 ára og yngri komu úr Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Frá vinstri: Elísabet Sif Haraldsdóttir, Sigursteinn Stefánsson, Berglind Ingvarsdóttir, Benedikt Einarsson, Svanhvít Guðmundsdóttir, Þröstur Magnússon, Laufey K. Einarsdóttir og Hafsteinn Jónasson. SIGURVEGARAR í liðakeppni 16 ára og eldri frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Frá vinstri: Erla Sóley og Arni Eyþórsbörn, Guðfinna Björnsdóttir, Egg- ert T. Guðmundsson, Eygló K. Benediktsdóttir, Davíð Arnar Einarsson, Dag- björt Rut Bjarnadóttir og Halldór Örn Óskarsson. liðin dönsuðu átta dansa af samkvæmisdöns- unum tíu og gerðu það með miklum sóma. Af einstökum dönsum fannst mér cha cha cha áberandi best dansað á laugardaginn, af yngri hópnum, og hrein unun að horfa á sterkustu pörin þar. Af standarddönsunum fannst mér einna skemmtilegast að horfa á Quickstep, þar varð ég vitni að ákaflega fallegum dansi, en einnig að fullkominni stýringu í dansi. Eitt parið dansaði hring eftir hring, alltaf eitt og sér, stýrði sér ávallt á autt svæði og engin pör gátu nálgast það, fullkomin nýting á frekar litlum gólffleti. Skemmtileg en alltof sjaldséð sjón! Það er þó ekki hægt að segja að keppnin hafi verið mjög spennandi því að yfirburðir sigurliðsins voru nokkuð miklir en þó áttu liðin öll mjög góða spretti. I keppni yngri liðanna fór lið 1 frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru með sigur af hólmi. Fjögur lið voru skráð til liðakeppninnar í flokki 16 ára og eldri, lið frá Nýja Dans- skólanum, sameiginlegt lið frá Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar og Dansskóla Auðár Haraldsdóttur og loks tvö lið frá gestgjaf- anum. Þessi lið byijuðu einnig á kynningar- atriðum sínum. Atriðin í þessum flokki voru hreint út sagt alveg frábær í alla staði, glæsileg, fyndin og vel unnin. Þessi aldurs- hópur dansaði alla tíu dansana að þessu sinni og gerði með miklum „bravör“. Þó svo einstakir dansarar hafi ekki verið í „essinu" sínu þá var keppnin hörð og spennandi í heild og mun jafnari en keppnin í yngri flokknum. Allir dansarnir hjá þessu fólki voru mjög vel dansaðir og ekki ástæða til að taka einn dans út fyrir nema ef vera skyldi “Pasóinn", hann var e.t.v. sístur og hefur oft verið dansaður af meiri krafti en á laugardaginn. Eins og fyrr segir var keppnin í þessum flokki nokkuð spennandi, en það var svo lið 1 frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru sem fór með sigur af hólmi að þessu sinni. Dómarar keppninnar voru sjö talsins og stóðu sig með stakri prýði, þeir voru Her- mann Ragnar Stefánsson fv.forseti D.í, Gerður Harpa Kjartansdóttir, Haukur Ragnarsson, Hinrik Norðfjörð Valsson, Jó- hann Örn Ólafsson, Logi Vígþórsson og Ólafur Geir Jóhannesson. Þessi keppni var skemmtileg og vel skipu- lögð í alla staði og allt gekk hratt fyrir sig, eins og er nauðsynlegt í keppni af þessu tagi. Liðakeppni sem þessi á svo sannarlega bjarta framtíð. Jóhann Gunnar Arnarsson BBIPS Arnör G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs NÚ ER aðeins ein umferð eftir í aðalsveitakeppni Bridsfélags Kópa- vogs, og er staðan mjög spennandi. Landssveitin 261 Ármann J. Lárusson 250 Ragnar Jónsson 240 Helgi Viborg 239 Magnús Torfason 231 Sveitakeppninni lýkur næsta fímmtudagskvöld, 9. mars. Viku seinna hefst þriggja kvölda butler. Spilað er í Þinghól, Hamraborg 11, og hefst spilamennska kl. 19.45. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Fimmtudaginn 23. febrúar spiluðu 18 pör í tveim riðlum. A-riðill, 10 pör: Þórarinn Ámason - Bergur Þorvaldsson 136 Ragnar Halldórsson - Vilhjálmur Halldórsson 126 MargrétBjömss. - Guðrún Guðjónsd. 114 B-riðill, 8 pör: Sigurleifur Guðjónsson - Þorsteinn Erlingsson 97 Eyjólfur Halldórsson - Þórólfur Meyvantsson 94 Fimmtudaginn 2. mars mættu 20 pör og spilað var í tveim riðlum: A-riðill, 10 pör: Þórarinn Ámason - Bergur Þorvaidsson 131 Ingunn Bernburg - Vigdís Guðjónsdóttir 124 Baldur Helgason - Haukur Guðmundsson 124 B-riðill, 10 pör: Sigurleifur Guðjónsson - Eysteinn Einarsson 137 Eyjólfur Halldórsson - Þórólfur Meyvantsson 125 Vilhjálmur Halldórsson - Oddur Halldórsson 113 Bridsdeild Húnvetninga Spilaður var eins kvölds tvímenn- ingur sl. miðvikudag. Úrslit: Jón S. Tryggvason - Bjðm Friðriksson 219 Kári Sigurjónsson - Eysteinn Einarsson 191 Páll Hannesson - Ólafur Bergþórsson 189 Hermann Friðriksson - Hlynur Angantýsson 172 Miðvikudaginn 8. mars hefst 3 kvölda Barómeter. Skráning stendur yfir hjá Grími Guðmundssyni í síma 686589. Bridsfélag Breiðfirðinga Staðan að loknu einu kvöldi í hrað- sveitakeppninni. ívarM.Jónsson 523 Ingibjörg Halldórsdóttir 500 Gaflarar 489 GuðlaugurSveinsson 487 Nicolai Þorsteinsson 484 Bridsfélag Hreyfils Mánudaginn 6. mars lauk Board a Match keppni félagsins. Efstu sveitir urðu: sv. Daníels Halldórssonar 285 sv. Rúnars Gunnarssonar 260 sv. Birgis Kjartanssonar 242 sv. Sigfúsar Bjamasonar 239 Mánudaginn 13. mars ’95 hefst Butler tvímenningur og eru menn hvattir til þess að mæta. Bridsdeild Bar ðstrendingafélagsins Nú er lokið aðalsveitakeppni deild- arinnar með sigri sveitar Halldórs Þorvaldssonar. Með honum spiluðu Sveinn Þorvaldsson, Páll Þór Bergs- son, Helgi Hermannsson, Hjálmar S. Pálsson og Siguijón Harðarson. Röð efstu sveita varð eftirfarandi: sv. Halldórs Þorvaldssonar 293 sv. Þórarins Árnasonar 291 sv. Óskars Karlssonar 280 sv. Halldórs B. Jónssonar 277 sv. Friðgeirs Guðnasonar 250 Mánudaginn 13. mars nk. hefst 5 kvölda tvímenningur, Barómeter. Spil- uð forgefin spil. Skráning hjá ísak í síma 632820 á vinnutíma og Ólafi í síma 5571374 á kvöldin og hjá BSÍ í síma 879360. Spilað er í Þönglabakka 1, kl. 19.3w0. Ef fólk er stundvíst er dahægt að skrá sig á staðnum. Happdrætti Slysavarnafélags íslands Dregið hefur verið í fyrsta útdrætti happdrættisins (aukavinningar). Aðeins dregið úr greiddum miðum. Eftirtaldir aðilar hlutu vinning: 1. Ferð fyrir tvo í tvær vikur til Mallorka eða Benidorm, miði nr. 5590, Pálína Oddsdóttir, Seltjarnarnesi. 2. Ferð fyrirtvotil Dublir,, miði nr. 50099, Drífa Garðarsdóttir, Reykjavík. 3. Ferð fyrir tvo til Dublin, miði nr. 54142, Rannveig Eiríksdóttir, Kirkjubæjarklaustri. Næsti útdráttur úr seldum miðum er mánudaginn 13. mars. Af tæknilegum ástæðum verða vinningar ekki birtir fyrr en 14. mars; kl. 20.55 á RÚV og kl. 20.30 á Stöð 2 og í Morgunblaðinu 15. mars. Kynningarfundur _Dale . Carnegie þjálfun® Fimmtudagskvöld kl. 20.30 að Sogavegi 69. Námskeiðið Konráð Adolphsson D.C. kennari ✓ Eykur hæfni og árangur einstaklingsins. ✓ Byggir upp leiðtogahæfileika. ✓ Bætir minni þittog einbeitingarkraftinn. ✓ Skapar sjálfstraust og þor. ✓ Árangursríkari tjáning. ✓ Beislar streitu og óþarfa áhyggjur. ✓ Eykur eldmóðinn og gerir þig hæfari. Fjárfesting í menntun skilar þér arði ævilangt Innritun og upplýsingar í síma: 581 2411 V7S4 © STJORNUNARSKOUNN Konráö Adolphsson, Einkaumboö fyrir Dale Carnegie® námskeiðin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.