Morgunblaðið - 08.03.1995, Page 48

Morgunblaðið - 08.03.1995, Page 48
48 MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Simi 5691100 • Simbréf 569 1329 Ekkí bara skyld- ur, líka rétt- ur, eða hvað? Tommi og Jenni Biddu hundinn Því miður, Upptekinn? Að gæta baunabelgsins er þinn að koma hann er upp- að vera upptekinn. út að leika... tekinn... Frá Eiríksínu Kr. Ásgrímsdóttur og Guðnýju S. Marinósdóttur: KENNARAR eru ríkisstarfsmenn og eiga að framfylgja stefnu stjórn- valda í skólamálum skv. grunnskóla- lögum. Til þess að öðlast kennslu- réttindi þarf kennari að mennta sig í þrjú til fjögur ár í háskóla. Nám kennara sem útskrifast úr Kennara- háskóla íslands felst í víðtækri þekk- ingu í uppeldis- og sálarfræðum, kennslufræði ásamt öllum þeim greinum sem kenndar eru í grunn- skólanum. Auk þess velja allir eina eða tvær greinar sem sérsvið. í umræðum um skólamál kemur stundum fram sú skoðun að allir geti stundað kennslu. Er virðing fyrir menntun kennara og námi nemenda ekki meiri en svo? Störf kennara eru mjög fjölbreytt og krefj- andi hvar sem þeir eru í íslenska skólakerfinu og skal tekið dæmi um kennara sem kennir einum bekk í grunnskóla. Hann er með ákveðinn fjölda nemenda sem hafa ólíkan bakgrunn og geta þess vegna verið mjög misjafnir að þroska og getu til náms. Samt skal kennarinn sinna bæði bekknum í heild og sjá til þess að sérhver einstaklingur fái kennslu við sitt hæfi, en því eiga nemendur rétt á skv. grunnskólalögunum. Kennarar eyða löngum tíma í að skipuleggja starfið, útbúa kennslu- gögn, fara yfir verkefni, sækja nám- skeið ár hvert til þess að fylgjast sem best með og halda góðu sam- bandi við forráðamenn nemenda sinna. Því það er nú ekki eins og margir halda að kennarar undirbúi sig bara einu sinni undir kennslu og noti þær áætlanir síðan aftur og aftur. Það er ákveðið virðingarleysi fyrir kennslustarfmu og námi nem- enda að halda slíku fram. Kennslan miðast við þá einstaklinga sem fá kennsluna á hveijum tíma. Skyldur kennarans eru margar og aukast frá ári til árs, við þessu eiga kennara að taka þegjandi og hljóðalaust. Mörgum sem ijalla um kennara- starfið verður oft tíðrætt um skyldur kennara gagnvart nemendum og heimilum. Kröfurnar aukast stöðugt og eðlilega vilja allir foreldrar allt það besta fyrir sitt barn, en fáir geta neitað því að umræðan í garð skólastarfs og kennslu hefur oft á tíðum verið frekar á neikvæðum nótum en hitt. Umræður um skóla- starf og kennslu hafa bjargað margri veislunni og auðveldað sumum hár- skerum samræður við viðskiptavini sína, en sem betur fer heyrast líka jákvæðar raddir og mættu þær vissulega vera háværari. Skyldur foreldra eru að okkar mati að veita barninu fæði, klæði og ástúð, sjá um að bamið sæki skóla, fylgjast með námi barnsins, styðja og sýna áhuga á verkum þess og veita því aga og leiðsögn í gegnum lífíð. For- eldrar eiga rétt á því að börnin fái kennslu við sitt hæfi. Hver ber ábyrgð á því? Ríkisstjórnin ber ábyrgð á skólakerfmu í heild. Kenn- arar eru starfsmenn ríkisins. Kenn- arar eiga rétt á þvi að standa vörð um að starf þeirra sé metið og virt að verðleikum. Nemendur eiga rétt á því að foreldrar/forráðamenn standi vörð um að stjómvöld fram- fylgi í verki stefnu sinni í skólamál- um. Fyrst og fremst þarf að efla jákvæðni í garð skólastarfs og fólk þarf að líta í eigin barm og segja: Hvað get ég gert til þesss að bæta vinnuaðstöðu barna og kennara? EIRÍKSÍNA KR. ÁSGRÍMSDÓTTIR, GUÐNÝ S. MARINÓSDÓTTIR, kennarar og foreldrar. Misskilningnr um Votta Jehóva Frá Gunnari Markússyni: ÞAÐ er mikill misskilningur hjá fólki að halda að þegar Vottar Jehóva koma og banka upp á hjá manni sé eina leiðin til þess að losna við þá að taka við ritum þeirra. Það er ekki þannig sem votturinn túlkar þetta. Honum er skylt að túlka þetta sem áhuga fólks á Vottum Jehóva og það mun fljótlega fá „callback", þ.e. þeir munu koma aftur og reyna enn frekar að ná til fólksins og bjóða því jafnvel „biblíunám". Loks er hættulegt að tala við þá því þeir koma gjarnan með spumingar um heimsmálin og hvað fólki finnst og ætlast til að fólk hefji viðræður um málið. Ef það er gert, þá hafa þeir náð tökum á fólki. Núna getur hann sýnt þér ritin og ef til vill bækur og þú verður opnari fyrir „túlkun" þeirra á Biblíunni eða með öðrum orðum glataður ef þú tekur þig ekki á og losar þig úr þessu. Eina árangursríka aðferðin til þess að losna við Votta Jehóva er að taka ekki við ritum þeirra, þá eru mun minni líkur á að þeir komi aftur og þá ekki fyrr en eftir mörg ár. Hefja ekki viðræður við vottana, heldur að láta þá tala, svara engum spurningum, taka ekki við neinu, bíða þar til þeir hafa lokið sér af og kveðja. Umfram allt er allra mikilvægasta atriðið að vera kurt- eis, það skaðar álit þeirra á öðru fólki sem ekki em vottar, ef fólk er dónalegt við þá og styður ofsókn- arkenningu vottanna. Þetta þarf ekki að vera erfítt, hagið ykkur ein- faldlega eins og kristnu fólki sæmir og sýnið kærleika og umburðar- lyndi. GUNNAR MARKÚSSON, Hellissandi. Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.