Morgunblaðið - 26.03.1995, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.03.1995, Qupperneq 2
2 B SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Jón Sen er fæddur á eyjunni Amoy í Kína og ólst þar upp til þrettán ára aldurs. Faðir hans Kwei Ting Sen var þar háskólaprófessor. Kona hans og móðir Jóns var Oddný Er- lendsdóttir frá Breiðabólstöðum á Alftanesi. Hún tók sig upp haustið 1909 og hélt til Skotlands til móts við sérkennileg örlög sín. Hún starf- aði sem bókari í Leith en fékk jafn- framt leyfi til þess að stunda nám við háskólann í Edinborg meðfram starfi sínu. Þar kynntist hún Kwei Ting Sen. Þau giftu sig árið 1917 og eignuðust fljótlega son sem Er- lendur hét. Árið 1922 fluttu þau með drenginn sinn til Kína. Skömmu eftir komuna þangað beit óður hund- ur Erlend litla og tókst ekki að bjarga lífí hans. Árið 1924 fæddist Sen-hjónunum annar sonur sem þau gáfu nafnið Jón. Fjórum árum seinna eignuðust þau svo dóttur sem Signý heitir og er lögfræðingur að mennt. „Við vor- um allvel efnum búin, áttum stórt hús og mamma hafði margt þjón- ustufólk,“ segir Jón þegar talið berst að lífi þeirra í Kína. Það er Qarska- lega fallegt í Amoy og loftslagið milt og yndislegt. „Pabbi hafði verið rektor háskólans í Amoy um tíma og fékk síðan starf í Shanghai. Líf okkar leið rólega fram þar til dag einn að það fréttist að Japanir hefðu gert innrás í Kína, það var árið 1937. Þeir byrjuðu á að taka aliar hafnar- borgir en við fréttum að þeir kæmu senn tii Amoy. Pabbi sagði okkur að taka allt dót sem hægt væri og pakka því niður og stinga af meðan hægt væri. Mamma pakkaði niður en var að öðru leyti ekki búin að gera neinar ráðstafanir hvemig við ættum að komast burtu þegar stórt fraktskip kom til Amoy. Svo merki- lega vildi til að norsk kona sem var farþegi með þessu yfirfulla skipi var svo sjóveik að hún treysti sér ekki til að halda ferð sinni áfram. Mamma fékk hennar pláss og gat haft okkur hjá sér. Við fórum með skipinu tii Hong Kong. Þaðan komust við með jap- önsku skipi á brott, það blessaðist þótt við væram öll með kínversk vegabréf. Við þræddum ströndina og fóram gegnum Súez-skurðinn, yfír Miðjarðarhafið og léttum ekki ferðinni fyrr en í London. Þetta var löng og mikil ferð en ég var ekki sjóveikur, þetta var stórt skip, byggt sem skemmtiferðaskip. En eitt leiðir af öðra í þessu lífi. Niðurstaða margvíslegra atburða varð sú að við komum aldrei aftur til Kína. Pabbi og mamma hittust aldrei framar þau þrettán ár sem þau voru eftir þetta í hjónabandi. Eftir að Japanir drógu sig í hlé hófst gangan mikla með Maó í farar- broddi. Svo var það heimsstyijöldin sem líka setti strik í reikninginn. Kína varð lokað land, það var varla hægt að skrifa þangað bréf, þau voru öll tekin og lesin og komust sum aldrei á áfangastað. Þegar borgarastyijöldin í Kína var loks á enda og nýja stjórnin komst til valda og var viðurkennd barst okkur sú fregn að pabbi væri látinn, það var árið 1952. Ég hafði mjög gaman af að koma til íslands. En fljótlega fór mér þó að leiðast loftslagið. Ég man að fyrsta veturinn fraus Skeijafjörður- inn alveg. Auðvitað söknuðum við Kína og gerum enn. Mig langaði alltaf þangað út aftur. Amoy er á 23. gráðu breiddar og þess vegna sést hvergi skuggi á sumrin þegar sól er hæst á lofti, það liðu aðeins fimm mínútur frá því birtu fór að bregða og þar til komið var kolsvart myrkur. Fyrst eftir að ég kom var ég bara að leika mér. Skólaganga hefst mjög snemma í Kína. Þegar við fór- um þaðan, var ég búinn að vera tvö ár í menntaskóla. En svo kom að því að ég gat ekki verið að valsa um aðgerðarlaus. Þá leyfði Pálmi Hannesson rektor mér að vera hér og þar í bekkjum Menntaskólans í Reykjavík, eftir því hvar ég stóð í hveiju fagi. Ég var flækingur í skóla í nokkum tíma en náði aldrei að ljúka stúdentsprófi. íslenska var mér þó aldrei nein fyrirstaða. Það tók mig ekki nema þijá vikur að læra nóg í íslensku til þess að gera mig skiljan- iegan. Ég hef hins vegar aldrei náð fullum tökum á málfræðinni. Ég þarf enn í dag að hugsa mig um ef ég ætla að tala rétt. Móðir mín spilaði eitthvað á píanó. Margt tónlistarfólk er í hennar ætt, m.a. Árni Kristjánsson, píanóleikari og Árni Bjömsson, tónskáld. Þegar ég kom til íslands frá Kína heyrði ég vestrænan tónstiga mjög bjagað- an, enda vanur hinum kínverska tónskala, sem er töluvert örðuvísi. Það þótti því þjóðráð að láta mig læra á hljóðfæri. Móðir okkar vann fyrir okkur með kennslu. Hún kenndi ensku í Kvennaskólanum og líka í einkatímum. Örlögin höguðu því þannig að þýsk kona, sem hét frú Göhlsdorf, kenndi hér þýsku í ein- katímum. Þær leigðu saman íbúð á Fjólugötu, mamma og hún. Frú Gö- hlsdorf átti bróður sem féll í fyrri heimsstyijöldinni. Hann skildi eftir sig fiðlu, sem þessi þýska kona gaf mér, með þeirri ósk, að ég lærði á hana. Mig langaði ekki neitt sérstak- lega að læra á fiðluna, en kínversk skyldurækni mín réði því að ég tók að læra á fíðluna og æfði mig sam- viskusamlega hvert kvöld í eldhúsinu á Fjólugötunni. Smám saman fór mér að finnast meira gaman að spila á fiðluna. Mamma hvatti mig, hún var rómantísk og vildi endilega að ég lærði að spila vel á fiðluna. Fyrst var ég í fiðlunámi hjá Hans Stephanik. Hann fór svo út rétt fyr- ir stríðið og þá tók Björn Ólafsson við að kenna mér. Ég útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1945. Þá var ég fyrir löngu orðinn ákveðinn í að leggja fyrir mig fiðluleik. Ég fór að taka ljós- myndir til þess að safna fé svo ég gæti farið til framhaldsnáms í fiðlu- leik í The Royal Academy of Music í London. Upphafið að ljósmyndatök- unni má rekja til þess að ég var oft samferða skólabróður mínum einum sem átti heima á Þingholtsstræti þegar ég var unglingur. Hann var áhugaljósmyndari og talaði svo mik- ið um þetta áhugamál sitt að það kveikti í mér áhuga á að reyna fyr- ir mér þarna líka. Ég fór að taka myndir og smám saman vatt þetta upp á sig. Svo þegar ástandið svokallaða var í al- gleymingi skapaðist góður grund- völíur fyrir ljósmyndatökur. Ég tók stundum allt að 300 myndir á einu kvöldi á Hótel Borg. Ég hélt vel utan um fé mitt og tókst að safna mér álitlegri fúlgu sem ég fór með til London. Ég gat ekki aðeins borg- að skólagjöldin og haldið mér uppi í London heldur tókst mér að skipta út gömlu fiðlunni frá frú Göhlsdorf og fá mér eðalfiðlu. Hana keypti ég af virtum hljóðfærasölum þar ytra og kostaði^ hún sem svaraði íbúðar- verði þá. Á þessa fiðlu lék ég allan minn feril sem fíðluleikari. Eg var svo heppinn að hafa kynnst mörgum Englendingum þegar ég var heima á íslandi, m.a. við ljós- myndastörf min. Einn þessarra manna var forstj 'ri Ford-verksmiðj- anna í Dagenha n. Hann útvegaði mér bíl, nýjan Ford, hann kostaði 200 pund og ég notaði hann allan tímann sem ég var við nám í London og seldi hann svo á 200 pund áður en ég fór heim. Ég var ógiftur meðan ég var við nám í London, en ég var búinn að kynnast konuefni mínu þá fyrir nokkuð löngu. Ég sá Björgu Jónas- dóttur fyrst þar sem hún hjólaði nið- ur Túngötuna, snjóhvít í andliti með kolsvart hár og var skotinn i henni strax. Þá var hún þrettán ára en ég fimmtán ára. Tveimur áram seinna hitti ég hana á árshátíð Kvennaskól- ans og bauð henni upp í dans. Síðan höfum við verið saman. Við giftum okkur árið 1949 þegar ég var kom- inn heim frá London og búinn að ráða mig sem fíðluleikara í Utvarps- hljómsveitinni. Við eigum saman Qögur börn og hefur eitt þeirra hasl- að sér völl á tónlistarsviðinu. Um þetta leyti stofnaði Björn Ól- afsson strengjakvartett, sem nefnd- ist Strengjakvartett Björns Ólafs- sonar. í honum voru auðvitað Björn, 1. fiðla, ég, 2. fiðla, Hans Stephanik á víólu og Einar Vigfússon á selló. í framhaldi af því gerðum við samn- ing við útvarpið um að flytja alla Beethoven-kvartettana. Við lukum við helming af þeim en þá fór Step- hanik til Austurríkis aftur og skildi okkur þijá eftir. Þá var hér enginn tiltækur til að koma í hans stað. Ég brá því á það ráð að læra á ví- ólu. Síðan tókum við upp öll strengj- atríó eftir Beethoven og allt sem við fundum fyrir þijú hljóðfæri svo við gætum staðið við þennan samning við útvarpið. Nokkrum áram síðar, 1957, gerðist það að hópur tónlistar- manna frá Boston-sinfóníuhljóm- sveitinni í Bandaríkjunum varð hér veðurtepptur. George Humphrey, víóluleikara og Karl Zeise, sellóleik- ara, tókst að hafa upp á mér og vildu þeir endilega fá mig til að spila með sér kvartetta. Ég fékk Björn Ólafsson í lið með okkur Humphrey og Karli Zeise og við spiluðum sam- an kammermúsík í átta tíma á dag í fjóra daga, því aldrei gaf til Vest- mannaeyja, þangað sem för þeirra bandarísku var heitið. Þá fæddist sú hugmynd að ferðast seinna um landið með þennan kvartett sem nefndist íslensk-ameríski kvartett- inn. Við gerðum alvöra úr þessu árið 1958, en þá fóram við í tónleika- för um Vestfirði, Norðurland og Austfirði. Okkur var afskaplega vel tekið alls staðar þar sem við komum fram. Ári seinna var okkur boðið til Ameríku að spila. Að undangengn- um umfangsmiklum bréfaskrifum fórum við vestur um haf og spiluð- um. Byijuðum í Boston, fórum um íslendingabyggðir í miðríkjum Bandaríkjanna og að lokum héldum við tónleika í New York. Þessi ferð var þáttur í gagnkvæmum menning- arskiptum milli íslands og Banda- ríkjanna og var þetta í fyrsta skipti sem erlendir hljóðfæraleikarar fengu leyfi til að leika með bandarískum starfsbræðrum sínum þar í landi. Við héldum samtals sautján tónleika á fjórtán stöðum á þremur vikum og fengum mjög góðar viðtökur. Við vorum með þijár efnisskrár og lék- um verk eftir Hayden, Beethoven og Sjostakovitsj. Leikur okkar fékk góða dóma í blöðum vestra. N.Y. Times lét svo um mælt um hljómleik- ana: „Framkoma kvartettsins var furðu örugg eftir aðeins viku samæf- ingu, með hinum ísmeygilega fijáls- leika sem er aðal og þokki kvartetts- leiks.“ N.Y. Herald-Tribune segir: „Þegar litið er á hinn örstutta tíma sem þeir félagar hafa æft saman gegnir furðu hve samstilltir þeir eru.“ Vissulega var ég ánægður að geta unnið við tónlistina, en Iaunin vora léleg og til að drýgja tekjurnar tók ég að gera við útvarpstæki. Ég byij- aði að fikta við að setja saman út- varpstæki þegar ég var níu ára gam- all í Kína. Pabbi gaf mér mikið af bókum um rafeindatækni, sumar tókst honum að senda til íslands eftir að ég var komin þangað. Ég las mér til um þessi fræði og gerði tilraunir. Smám saman leiddi þetta til þess að ég fór að gera við útvarps- tæki. Mér féll í raun og veru mjög vel að hafa svona mikið að gera.“ Þegar hingað er komið í samræð- unum stendur Jón skyndilega upp og nær í hina dýrmætu fiðlu sína og sýnir mér. Og víst er hún falleg og tónninn í henni ljúfur. Hún er heldur ekki strokinn af neinum hrosshársstrengjum, fiðluboginn sem Jón sýnir mér er þessari gömlu og fallegu fiðlu fyllilega samboðinn, úr völdum harðviði með gullskreyt- ingum og þöndum strengjum af bestu tegund. „Ég hitti margt af merkilegu fólki í gegnum starf mitt með Sinfóníu- hljómsveit íslands, og það var nán- ast lögmál að því stærri sem lista- mennirnir voru þeim mun lítillátari og hóværari voru þeir.“ í gestabók Jóns og Bjargar eru nöfn margra frægra tónlistarmanna samtímans, hérlendra sem erlendra. Það hefur greinilega oft verið gestkvæmt á heimili þeirra hjóna. „Tónlistarheim- urinn hér er mjög breyttur frá því þá var þegar ég var að byija," seg- ir Jón. „Þá var lítið um að vera í tónlistinni. Það var t.d. viðburður þegar við komum saman til að spila kammermúsík, kvartettinn." Eins og fyrr kom fram var Jón Sen snemma laginn rafeindavirki. Ég spyr hann nánar út í þá sálma. „Það var afskaplega gott að geta skipt sér á milli tónlistarinnar og tæknivinnunar, eins og ég gerði um áratuga skeið,“ segir Jón. „Dagurinn var oft í stórum dráttum þannig að fyrst var æfing hjá Sinfóníuhljóm- sveitinni fram að hádegi. Síðan fór ég að vinna við tæknivinnuna. Ég framleiddi mikið af spennubreytum rétt eftir stríð. Þá fengust ekki raf- tæki fyrir okkar spennu hér. Amer- ískir ísskápar vora t.d. gerðir fyrir 110 volt svo það þurfti'Bpennubreyti sem breytti úr 220 í 110 volt. Eg framleiddi spennubreyta fyrir Sam- band íslenskra samvinnufélaga, sem vora með umboð fyrir Westingho- use-heimilistæki. Ég hafði ágætt upp úr því. Um 1960 sá ég góða möguleika til að framleiða sjónvarpstæki hér. Um þetta leyti stóð til að Ríkis- sjónvarpið hæfi útsendingu sjón- varps. A árunum 1960 til 1970 fram- leiddi ég um 3.000 tæki. Þau vora mjög vinsæl og nefndust SEN-tæki. Ég hætti þessari starfsemi þegar lit- væðingin hófst í Evrópu. Svart-hvítu tækin vora þá seld á hálfvirði.“ Þótt Jón hafi augljóslega haft mikið að starfa gaf hann sér þó tíma til að sinna ýmsu jafnhliða starfinu. „Jón hafði líka óskaplega gaman af byssum," segir Björg kona hans. „Þetta byijaði í Kína,“ segir Jón. Björg kemur með stóra, málm- skreytta tvíhleypu af þýskri gerð. „Ég hef fyrir reglu að geyma aldrei skotfæri og byssu á sama stað,“ segir Jón, handleikur byssuna og ber hana upp að vanga sér. Hún fer honum næstum eins vel og fiðlan. „Þessa byssu keypti ég á austur- þýskri iðnsýningu sem var í Austur- bæjarskólanum árið 1952. Þetta voru rándýr tæki. Nú er ég orðinn leiður á byssum,“ segir Jón og lætur byssuna frá sér. Það er liðið að lokum þessa sam- tals. Við stöndum upp og göngum fram í forstofu. Eftir í stofunni verða myndaalbúmin, gestabókin, málm- skreytta byssan og fiðlan dýrmæta. Allt er þetta einnig að baki í lífí Jóns Sen. Nú era það rafeindatækin sem eiga starfsorku hans alla. Hann rekur fyrirtæki með fjarskiptabúnað, það heitir Rafeindatæki og þangað er hann að búa sig til að fara þegar ég kveð hann. ÍSLENSK-ameríski kvartettinn. F.v. Karl Zeise, Jón Sen, George Humphrey og Björn Ólafsson. JÓN Sen á námsárum sínum með fiðluna. JÓN Sen og Björg Jónasdóttir kona hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.