Morgunblaðið - 26.03.1995, Page 6

Morgunblaðið - 26.03.1995, Page 6
6 B SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR Skorað fram- hjá markinu Radíusbræður túra. Þeir eru að vísu ólíkindatól. En merkilegt ef þeir fara á túr! Þessi fyrirsögn í blaði vakti víst önnur hugrenningatengsl en skrifari ætlaði. Reyndar er aldr- ei á vísan að róa með að auglýs- ingar hitti í mark. Kannski skil- uðu þessar drepleiðinlegu auglýsingar um dömu- bindi sér þó þama. Endur fyrir löngu leigði ég í París íbúð með banda- rískum tísku- og auglýs- ingateiknara, sem vann fyrir OECD. Þegar við vorum búnar að kveikja upp í aminum með til- heyrandi reykjastybbu og hjúfraðum okkur nota- lega fyrir framan eldinn, átti vinkonan það til að rjúka upp, ota að mér fingri og spyrja: Hvað kemur þér í hug þegar ég segi öryggissinnuð? í örvæntingu var hún að leita ósjálfráðra við- bragða, til að nýta á aug- lýsingaplakat til áminningar um að læsa og gæta pappíranna, svo hún gæti farið með tillögu inn til ábúðarmiklu karlanna við fundarborðið daginn eftir. Auglýsingar geta semsagt verið svo drepleiðinlegar að þær festist í sinni og skjóti upp kollin- um við ólíklegustu tækifæri. Er þá ekki tilganginum náð? Samt var það léttir að uppgötva að ekki er ég ein um að fínnast viss: ar auglýsingar drepleiðinlegar. I stórblaðinu Vogue var um daginn frétt um könnun sérhæfðs blaðs í að pranga hlutum inn á fólk, Marketing magazine, þar sem áhorfendur vora beðnir um að nefna 10 leiðinlegustu auglýsing- ar í sjónvarpi. Flestir nefndu fímm vöra- merki: Tampax og Pampers, Daz, Persil og Ariel. Þótti þetta benda til þess að jafnvel konur, sem kosið hafa heimaveru og bamauppeldi að starfsvettvangi, séu búnar að fá sig fullsaddar af þvottaefnis-, bleyju- og dömu- bindaauglýsingum. Ekki veit ég hvort erlendis hefur dregið úr þessum auglýsingum eftir könn- unina eða hvort bara þykir betra að fá svona sterk viðbrögð, þótt neikvæð séu. Alla vegana er ekkert lát á þeim hér. Þessari niðurstöðu fýlgdu hugleiðingar um breytingar á auglýsingamarkaði sem fylgi tíðarandanum. Til dæmis séu nú alveg horfnar auglýsingamar, sem sýndu konur sitja heima og bíða eftir því að maðurinn komi heim til að setja í þvottavélina - og þá með réttu þvottaefni. Auglýsingar, sem áður beindust mest að heimili og heimilishaldi beinast nú að hinum stóra hópi sjálfstæðra kvenna, sem séu orðinn stóri markhópurinn. Skilnaðartíðni, seinbúnar bameignir og betri starfstæki- færi hafí gert einhleypar konur að afli sem reikna verður með. Áður hafí verstu tilboðin boðist einstaklingum. Nú keppist veit- ingahús, ferðaskrifstofur, flugfélög o.fl. um að leggja snör- ur sínar fyrir þennan hóp tiltölu- lega vel stæðra kvenna. Ekki þó hér! íslenskar ferðaskrifstof- ur auglýsa verð og kjör einung- is fyrir fjölskyldur, fyrir hjón með tvö börn. Skilaboðin að það sé sá markhópur, sem þær sækj- ast eftir að fá. Dulítið skrýtið Gárur efiir Elínu Pálmadóttur kannski. Einhleyp- ingar á Reykjanes- svæðinu era þó nær 50 þúsund skv. Árbók Reykjavíkur. Og þó. Kannski ferðast íslenskir einhleypingar ekki svo mikið í hópferðum, enda verðið til þeirra svo miklu hærra. Hvað um það, í Vogue segir að þetta sé nú orðinn eftirsóttasti hópurinn erlendis fyrir þá sem hafa eitthvað að bjóða. Jafnvel bankar séu farnir að keppa eftir viðskiptum við einhleypar konur. Áður hafi bankar verið óöraggir og kröfuharðir gagnvart einum konum. Nú þyki þær góðir við- skiptavinir, sem bankarnir sæk- ist eftir og vilji gera til hæfís. Sú sem skrifar greinina kveðst vera ein af þessum sjálf- stæðu nútímakonum, sem aug- lýsingamar era nú famar að leggja snörar sínar fyrir. Hún hafí ferðast til Austurlanda, heimsótt 40 lönd á undanförnum áram og valið sér lífsstfl eins og hún sjálf kýs. Og hún bætir við: „Ég er í hópi heils kvenna- hers, sem ekki telur það til óhamingju að vera einhleyp. Þvert á móti lít ég á það sem eftirsóknarverða tilvera." Og þessar konur era greinilega orðnar nógu margar til þess að auglýsendur leggja net sín sér- staklega fyrir þær. Ef það er rétt að auglýsingar séu barómet- er á tíðarandann, þá er þetta mjög eftirsóttur hópur. Líklega era íslensku ferðaskrifstofurnar bara ekki búnar að átta sig á því. Nú er að renna upp skamm- tímavertíð, þar sem keppendur í kosningum beina auglýsingum sínum og textaauglýsingum að markhópum. Enn sem komið er sýnast þeir nær eingöngu beina spjótum að „fjölskyldunni", eins og ferðaskrifstofurnar. En sleppa að mestu einstaklingun- um, sem eru þó væntanlega 70-80 þúsund í landinu. í þeim hópi era t.d. æ fleiri aldraðir einstaklingar, einkum konur, því þær lifa lengur. Skildi þetta vera öðra vísi hér en í öðrum löndum? Eða ætli við eigum bara eftir að koma í humátt á eftir, að venju. Og þeir að átta sig á þessu í næstu kosningum? Margt kvikindislegt er um pólitíkusa sagt á kosninga- spretti. Haft er eftir John nokkr- um Cameron Swayze: „Stiórn- málamenn eru menn sem lofa bíl í hvem bílskúr fyrir kosning- ar, en era svo önnum kafnir við að setja upp gjaldmæla að kosn- ingum loknum.“ Að vísu er hann útlendingur og ómark. En lætur ekki þetta með gjaldmælana þó dulítið kunnuglega í eyrum eftir síðustu kosningar í vorri borg. Umhverflsmál/^ hemabarmáttur eba vemdaradgerdir að ráda þegar innhöfjarbar eru í andaslitrunum? Innhöfin og lífríkiþeirra ALLT FRÁ því sögur hófust hefur mannlíf blómgast best við árósa og strendur innhafa. Þar urðu fyrst til skipulögð samfélög með íjölbreyttu athafnalífi, þar var jarðvegur fijór, stutt að sækja í fengsæl fiskimið og samgöngur vora greiðari um ár og höf en á landi. ATHAFNASVÆÐI eru enn í dag tengd strandsvæðum en nú er lífríkið úti fyrir ströndunum í bráðri hættu og sums staðar orðið al- dauða. Hin gamla aðferð sem lengst af hefur gilt, að beita hem- aðarmætti til að ná yfirráðum á þessum svæðum vegna náttúru- auðlinda sem þau hafa að geyma eða til að ráða siglingaleiðum, er tímaskekkja eins og komið er. Nú þarf fyrst og fremst að endur- heimta það sem glatast hefur af náttúruauðlindunum sem gerðu þessi svæði eftirsóknarverð í upp- hafí — nefnilega fiskigengdinni og heilnæmi sjávarins. Til þess að svo megi verða þarf samvinnu þjóða á milli og langtímaáætlanir um fram- kvæmdir. Stjórnvöldum ber skylda til að kasta fyrir róða rótgrónum hugmyndum um hvað sé hinn raun- veralegi grundvöllur velferðar mannkyns. í nýjasta hefti World Watch-nátt- úravemdarsamtakanna, sem oft er vitnað til í þessum pistlum er gerð úttekt á ástandi 7 helstu innhafa jarðar en alls teljast þau 35. Útkom- an er vægast sagt uggvænleg þótt sums staðar hafí ríki sem eiga land að innhafi reynt að stöðva þessa hættulegu þróun með lagasetning- um og ýtarlegum upplýsingum til almennings um hvað sé í húfí. Hér er gripið niður í nokkur atriði í fyrr- greindri úttekt: SVARTAHAFIÐ geymdi fyrr á öldum fengsælustu fiskimið í heimi. Lega þess var líka mikilvæg í hern- aðarlegu tilliti. Bosporussundið var hlið milli austurs og vesturs. Auðkýfingar og fyrirfólk í Rúss- landi flykktist á strendur þess og naut veðurblíðu árið um kring. Nú er fiskaflinn ekki nema svipur hjá sjón. Á árunum 1986-92 dróst hann saman úr 900.000 tonnum á ári í 100.000 tonn. Ferðamönnum fækk- aði stórlega vegna mengunar á ströndinni. Svartahafið er nú gras- grænt yfír að líta vegna þöranga- blóma sem kæfir allar aðrar lífverur í sjónum. Stórárnar sem í það renna flytja með sér 60.000 tonn af fosfór árlega og 340.000 tonn af ólífrænu köfnunarefni. Sumir segja að Svartahafið verði aldauða eftir 10-15 ár. Aðrir gefa því líf næstu 40 árin. GULAHAFIÐ úti fyrir ströndum Norður-Kína mengast meira en önnur innhöf af framburði ánna sem í það falla og af úrgangsefnum frá iðnaðarhéruðum inni í landi. Verksmiðjur eru langflestar reknar með kolabrennslu svo andrúmsloft- ið er mettað kolareyk allan ársins hring. Mengun vegna þessa dreifist í Gulahafið og veldur gífurlegum náttúruspjöllum. Árið 1963 taldist 141 sjávardýrategund við strendur Gulahafsins. Árið 1988 voru þær aðeins 24. Fiskeldi var komið á legg við ströndina en nú er það allt á fallanda fæti. Við þetta bætist stöð- ugt stríðsástand um þá litlu veiði sem eftir er milli Kína, Norður- og Suður-Kóreu og Rússa. Allar þjóð- irnar beita herflota í þeim átökum. EYSTRASALT er grunnt og grynnist enn vegna framburðar. Þótt árnar sem í það renna frá Svíþjóð og Finnlandi falli að mestu um óspillt skóglendi á leið sinni til sjávar er árvatnið mengað klórsam- böndum frá pappírsverksmiðjum sem nota klór til að bleikja pappír- inn. Klórmagnið er árlega 300.000 tonn en 10% af pappír á heimsmark- aðinum koma frá Svíþjóð og Finn- landi. Fyrstu merki þess að ekki væri allt með felldu vora að haförnum á svæðinu fækkaði mjög um 1950 og sama máli gegndi um aðrar dýra- tegundir. Sumar hafa nú horfið með öllu. Þá hefur og komið í ljós að ýmsar fisktegundir, s.s. þorskur, síld og lax úr Eystrasalti, innihalda þrisvar sinnum hærra hlutfall klór- sambanda en sömu tegundir í Norð- ursjó. Við þetta bætist mengun af málmsöltum úr skolpræsum frá fyrrum austantjaldsríkjum, s.s. Pól- landi og Tékídandi. Olíumengun hefur fimmfaldast síðustu 50 ár og margar físktegundir eru komnar á bannlista vegna kvikasilfursinni- halds. Evrópusambandið hefur nú bannað bleikingu pappírs með klór- blöndu og er það spor í rétta átt. KASPÍAHAF er landlukt. Þar hefur hvers kyns úrgangi verið fleygt um langt skeið með þeim árangri að stytjuhrognin eru úr sögunni. Þau hafa löngum þótt hið mesta lostæti, voru h^Jsta útflutn- eftir Huldu Valtýrsdóttir ÞJÓÐLÍFSÞANKAR /Hvab er óscemilegt oghvab ekki? Vafasöm tilboð FLEST öll lifum við af því að selja okkur á einn eða annan máta. Slík sölumennská er þó misjafn- lega geðfelld í hugum fólks, eftir því hvað verið er að selja. Okkur fínnst ekki hið minnsta athugavert við að selja vinnu okkar t.d. við að pakka niður mat eða kenna einhveijum eitthvað sem við höf- um lært í skólum. Hins vegar fínnst mörgum í meira lagi ógeð- fellt að selja félagskap sinn, t.d. einhveijum af hinu kyninu. Að ekki sé talað um að selja enn nán- ari kunningsskap. Mörkin milli þess hvað fólk telur sæmilegt og ósæmilegt í þessum efnum eru almennt nokkuð skýr, þótt vissu- lega séu viðhorfin til þessara mála einstaklingsbundin. YMISLEGT er þó þess eðlis að það vekur upp spumingar. Um þessar mundir hefur talsvert verið n eftir Guðrúnu Guðlougsdóttur fjallað um svo- kallaða fylgdar- þjónustu, hvort hún væd „sæmi- leg“ eða ekki. Lengi hefur tíðk- aðst meðal heldra fólks að hafa á launum svonefnd- ar „selskapsdöm- ur“, í það minnsta era margar slík- ar nefndar til í skáldsögum. Ekki veit ég til að fólk hafí almennt hneykslast á að selja félagsskap sinn þannig. Hins vegar er mörg- um um og ó ef konur taka upp á að selja ókunnum karlmönnum félagsskap sinn, t.d. með því að fara sem launuð fylgdarkona með þeim til útlanda. Eins og málin hafa verið sett upp er þá ujn að ræða að selja félagskap sinn en ekki líkamleg afnot. Vantrú fólks á fyrirbærinu mætti hins vegar skýra með því að því byði í gran að hið síðarnefnda fylgi orðalaust með í kaupunum, og slíkt telst alls ekki sæmileg sölumennska á sjálfum sér. Hvað má þá segja um klúbba fyrir unga framámenn í viðskipta- lífí sem bjóða upp á allt það sem karlmenn flokka undir lífsins lysti- semdir, svo sem góðan mat, vín, spil og fylgdarmeyjar sem hægt er að leigja fyrir kvöldið. Skyldi fólki almennt fínnast allt í lagi fyrir stúlkur að leigja félagskap sinn þannig ef tryggt væri að ekki fylgdu nein kynferðismök með. Það væri fróðlegt að vita hvort foreldrar hvettu dætur sínar til þess _að Ieggja slíka atvinnu fyrir sig? Ég er ekki viss um að margir foreldrar myndu gera það. Hins vegar er ég nokkuð viss um að öðra máli gegndi ef um væri að ræða aldraða og vel stönduga frænku. Og hvað segir fólk um tilboð sem stúlka ein fékk á dögunum. Maður hringdi til hennar og bað hana að skemmta í karlasam- kvæmi sem hann átti að standa fyrir en varðist allra fregna um hveijir ættu í hlut og hvar sam- kvæmið skyldi haldið. „Við erum bara hér nokkrir félagar sem ætl-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.