Morgunblaðið - 26.03.1995, Qupperneq 8
8 B SUNNUDAGUR 26. MARZ1995
MORGUNBLAÐIÐ
Samstaöa á
grundvelli
einstak-
lingshyggju
Án sterkra tengsla á vettvangi einkalífsins
og persónulegra samskipta innan ölskyldunnar
er persónuþroski einstaklinganna í verulegri
hættu, segir Axel Honneth, stjómmála- og
félagsheimspekingur, í viðtali við Magnús
Diðrík Baldursson, en Honneth mun flytja fyrir-
lestur á vegum Siðfræðistofnunar Háskóla Islands
31. mars næstkomandi.
Axel Honneth
DAGANA 31. mars til 2. apríl
efnir Siðfræðistofnun Há-
skóla íslands til opinnar
ráðstefnu undir heitinu
„Fjölskyldan og réttlætið".
Tilgangur ráðstefnunnar er
að grafast fyrir um eðli og
stöðu fjölskyldunnar í ljósi réttlæt-
isins. í þessu tilefni er væntanlegur
hingað til lands Axel Honneth, einn
fremsti stjómmála- og félagsheim-
spekingur Þýskalands, og mun
hann halda opnunarfyrirlestur ráð-
stefnunnar föstudaginn 31. mars,
kl. 18. Axel Honneth er fyrrum
nemandi Jiirgens Habermas, sem
af mörgum er talinn fremstur nú-
lifandi heimspekinga í Þýskalandi.
Axel Honneth hefur ritað íjölmarg-
ar bækur og verið gistipófessor í
Kanada og Japan, en hann gegnir
nú prófessorsstöðu við Freie Uni-
versitát í Berlín. Magnús Diðrik
Baldursson, heimspekingur í Berl-
ín, hitti Axel Honneth að máli og
ræddi við hann um viðfangsefni
hans, brennandi spumingar sam-
tímasiðfræði, réttlæti, samstöðu
og ást, stöðu og vanda fjölskyld-
unnar og um framlag hans til ráð-
stefnunnar.
„Hin hlið réttlætisins“
Þær gífurlegu tæknilegu, efna-
hagslegu, þjóðfélagslegu og menn-
ingarlegu breytingar sem átt hafa
sér stað í vestrænum iðnríkjujn á
síðustu áratugum hafa haft í för
með sér mikla upplausn félags-
legra og siðferðilegra gilda. Þessar
breytingar hafa ekki numið staðar
frammi fyrir hliðum háskóla og
fræðistofnana, heldur mun óhætt
að segja að þær hafi valdið straum-
hvörfum í hugmyndum fræði-
manna um inntak og eðli siðferðis-
ins sjálfs.
Til marks um þessa þróun er
að á síðustu árum hefur hjá svo
ólíkum hópum sem róttækum fem-
ínistum og íhaldssömum samfé-
lagssinnum sífellt látið hærra í
þeirri skoðun að viðteknar hug-
myndir okkar um réttlæti séu sjálf-
ar að nokkru leyti afsprengi þeirr-
ar veraldarsýnar sem auðkennir
vestræna tæknihyggju og því hluti
af vandanum sem við er að etja.
í stað algildra og óhlutdrægra
hugmynda um réttlæti verði að
endurskoða siðferðisviðmiðin í ljósi
þess raunveruleika sem stendur
lífí einstaklinganna nær. I síðustu
ritum þínum hefur þú tekið
ákveðna afstöðu í þessari deilu
með því að fjalla um það sem þú
kallar „hina hlið réttlætisins".
Hvað átt þú við með því?
„Meginhugmyndin er sú að auk
þess siðferðissjónarmiðs sem allt
frá dögum þýska heimspekingsins
Immanuels Kant hefur verið talið
skipta höfuðmáli, það er jafnréttis-
eða óhlutdrægnissjónarmiðsins,
sem við höfum í huga öðru fremur
þegar við tölum um réttlæti, séu
til önnur siðferðileg sjónarmið sem
eru jafn mikilvæg í félagslegum
lífheimi okkar, en hafa verið van-
rækt um langa hríð. Með þessu á
ég við það sjónarmið sem femínist-
ar hafa öðrum fremur dregið fram
í dagsljósið á nýjan leik, nefnilega
umhyggjuna.
Hér er um að ræða siðferðilegt
viðhorf sem er ekki beinlínis dreg-
ið af óhlutdrægnissjónarmiðinu.
Við horfum með öðrum orðum
ekki hluttekningarlaust á fé-
lagsumhverfi okkar og spyijum
Ekkert samfélag get-
ur þrifist í lýðræðis-
legu og stjórnmála-
legu tilliti ef ekki eru
fyrir hendi forsendur
til að þegnarnir geti
a.m.k. orðað sam-
eiginlega sögulega
sjálfsmynd sína í
opinberri umræðu
hvernig við getum komið til móts
við allar kröfur á réttlátan hátt,
heldur er viðhorf okkar mótað af
tillitssemi og umhyggju fyrir far-
sæld raunverulegra annarra ein-
staklinga. Einnig þetta sjónarmið
er gagnkvæmt í persónulegum
samskiptum á vettvangi einkalífs-
ins. Einstaklingamir hafa persónu-
leg samskipti eða bein afskipti af
raunverulegum öðrum persónum á
grundvelli gagnkvæmrar um-
hyggju. Þetta er það sem ég kalla
„hina hlið réttlætisins“. Svo er
önnur spuming hvort til sé þriðja
sjónarmiðið, sem einnig er „hin
hlið“ réttlætisins, nefnilega sam-
staðan, sem er ekki beinlínis af
sama toga spunnin og umhyggjan.
í skemmstu máli sagt er megin-
hugmyndin alltaf sú að tefla fram,
auk réttlætis-, jafnréttis- eða
óhlutdrægnissjónarmiðsins, öðmm
siðferðilegum sjónarmiðum sem
skipta verulegu máli í siðferðilegri
breytni okkar dags daglega.“
Kærleikur, réittlæti, samstaða
í nýlegri bók þinni, „Barátta
fyrir viðurkenningu“ [Kampf um
Anerkennung, Frankfurt a.M.:
Suhrkamp 1992], greinir þú á milli
þriggja sviða siðferðisins, sem þú
nefnir kærleika, réttlæti og sam-
stöðu. Hvaða hlutverki gegna þessi
svið í lífi okkar? Er eitthvert eitt
svið öðrum yfirsterkara, til dæmis
réttarsviðið sem eins konar rammi
fyrir kærleika og samstöðu, eða
er réttarsviðið sjálft háð eitthveiju
öðru?
„Það veltur á því frá hvaða sjón-
arhomi ljtið er á málið hveiju sinni.
Ég er sannfærður um að í nútíma-
samfélögum gegnir réttarramminn
stærsta og máttugasta hlutverk-
inu. Við lítum ekki einasta á okkur
sjálf sem handhafa réttinda, heldur
fáum við ekki skilið samfélagið
nema út frá fonnlegri, jafnri skipt-
ingu réttinda. í þessari bók ætlaði
ég — og þessi ætlun er skyld því
sem ég fjallaði um undir heitinu
„hin hlið réttlætisins" — með skír-
skotun til þýska heimspekingsins
Hegel, að gera grein fyrir þremur
afbrigðum viðurkenningar sem eru
afgerandi fyrir einstaklinginn.
I persónulegri þroskamótun
okkar verðum við öll, ef við erum
svo lánsöm, fyrst þeirrar viður-
kenningar aðnjótandi sem foreldr-
ar veita bömum sínum. Þetta kalla
ég kærleika og er viðurkenningar-
háttur sem beinlínis tengist um-
hyggju. í þessu tilviki erum við
viðurkennd sem raunverulegir ein-
staklingar með sérstakar, einstak-
lingsbundnar þarfir. Þetta afbrigði
viðurkenningar hefur varanleg
áhrif. Ég tel óhætt að fullyrða að
án þessarar viðurkenningar getur
ekki mótast heildstæður persónu-
leiki. Þannig horfir málið við frá
sjónarhóli einstaklingsins.
Ef málið er aftur á móti skoðað
frá sjónarhóli samfélagsins er
viðurkenning réttarins jafnvel enn
mikilvægari, eins og ég gat um
áðan. Þriðja tegund viðurkenning-
ar er í senn flóknust og umdeild-
ust, einkum í umræðunni sem hef-
ur spunnist í kringum hina svoköll-
uðu„samfélagshyggju“(„Kommun-
itarismus"). Hér snýst spurningin
um það hvort við sem þjóðfélags-
þegnar ættum aðeins að líta á
okkur sem handhafa réttinda eða
einnig sem aðila er bindast sterk-
ari böndum sameiginlegra gæða.
Þetta væri frumgerð þeirrar viður-
kenningar sem samstaða byggist
á. Um þessar spurningar er fjallað
í samfélagssinnaðri heimspeki
samtímans."
Sameiginleg sjálfsmynd
Er hægt að reisa heil ríki á þeirri
undirstöðu sem „hin hlið réttlætis-
ins“ er? Fijálslyndir hugsuðir eru
þeirrar skoðunar að hlutverk ríkis-
ins sé fyrst og fremst að skapa
almenna umgjörð og að spurningin
um „gott líf“ sjálfum okkur til
handa eða hvernig við viljum haga
lífi okkar sé einkamál hvers og
eins. Samfélagssinnarnir fullyrða
aftur á móti að heild samfélagsins
geti aðeins starfað eðlilega ef hin-
ar smáu einingar þess gera það
einnig. Samkvæmt þessari skoðun
er heildin ekki aðeins formlegur
rammi heldur lífræn heild sem
verður að byggjast á sögulegri
hefð. Við lestur síðustu rita þinna
fær maður á tilfinninguna að þú
berjist á tveimur vígstöðvum. í
framhaldi af þessari spurningu
mætti velta því fyrir sér hvort slík