Morgunblaðið - 26.03.1995, Page 9

Morgunblaðið - 26.03.1995, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 B 9 Það þarf að skapa andrúmsloft þar sem einstaklingar með afar ríkt séreðli geta bundist félagsbönd- um. Þetta er mergur- inn málsins á okkar tímum: Samstaða á grundvelli einstakl- ingshyggju. þjóðernisleg hefðarhyggja sé raun- hæfur pólítískur kostur nú á tímum eða öllu heldur rómantísk villa? „Þessari spurningu verður að svara í þrennu lagi. Ég vil byija á því að lýsa þeirri sannfæringu minni að ekkert þjóðfélag fær hald- ið velli ef persónuleg samskipti og einkalífið fá ekki að endurnýjast með lifandi hætti. Auðvitað getur ríkisvaldið ekki kallað fram slíka endurnýjun með beinum afskipt- um. En á hveiju ríki hvílir sú krafa að skapa a.m.k. félagslegar, póli- tískar og menningarlegar forsend- ur fyrir lifandi persónuleg sam- skipti. Ég tel þetta svo mikilvægt vegna þess að þjóðfélagsþegnarnir geta þá aðeins verið virkir þátttak- endur í pólitísku lífi ef þeir eiga sér fijótt einkalíf. Þetta er að mínu mati lífsforsenda fyrir hvaða sam- félagsgerð sem er. I öðru lagi vil ég taka skýrt fram að ég er að því leyti sannfærður um mikilvægi pólitískrar fijáls- lyndisstefnu að kerfi jafnra rétt- inda verður að mynda umgjörð þjóðfélagsins. Kjarnastofnanir allra nútímasamfélaga eru reistar á þessum grunni. Því verður þessi viðurkenningarháttur að vera burðarás slíkra samfélaga. Með þessu á ég við þá skipan mála sem í háþróuðum vestrænum samfélög- um, ekki síst á Norðurlöndum, er kerfisbundin með jafnri dreifingu frelsisréttinda, félagslegra og póli- tískra réttinda. Þar að auki er ég þeirrar skoðunar — og það má ef til vill kalla þáð samfélagssinnaða hug- mynd — að ekkert samfélag getur þrifist í lýðræðislegu og stjórn- málalegu tilliti ef ekki eru fyrir Meginvandinn er þessi: Er rétt að rökstyðja kröfuna um jafna verkaskipt- ingu innan fjölskyld- unnar með því að segja að það sé rétt- látara, eða er ekki trúverðugra að krefjast jafnrar verkaskiptingar vegna þess að hún er fólgin í nútímaleg- um hugmyndum okk- ar um ást? hendi forsendur þes§ að þegnarnir geti að minnsta kosti orðað sam- eiginlega sögulega sjálfsmynd sína í opinberri umræðu. Þetta má sjá á því að í hverri stjórnarskrá finnast þættir er varða þjóðarsögu. Aðeins ef opinber pólitísk umræða heimilar að velta sífellt upp spurn- ingunni, í hveiju saga þjóðarinnar er fólgin og þar með í hveiju eigin sjálfsmynd er fólgin samanborið við sjálfsmynd annarra samfélags- heilda, getur slík stjórnarskrár- umræða haldist lifandi. Að þessu leyti held ég því fram gegn frjáls- lyndisstefnunni að ekki megi alfar- ið halda spurningum um siðferði- lega eða félagslega sjálfsmynd samfélagsins utan við stjórnmála- umræðuna. í Þýska sambandslýðveldinu blasir þetta við. Síðastliðin fimmtíu ár hefur umræðan hjá^okkur snú- ist um spurninguna, hvernig við eigum að skilja sjálf okkur and- spænis þeim glæpum sem drýgðir voru á valdatímum nasista. Þessi þáttur siðferðilegrar sjálfsskil- greiningar hefur bein áhrif á laga- setningu okkar. Til marks um það mætti nefna „Auschwitzlygina" svokölluðu [þ.e. lög sem banna fólki að staðhæfa á opinberum vettvangi að nasistar hafí ekki drýgt hryðjuverk í fangabúðum sínum], eða þá grundvallargildin sem eru bundin í stjórnarskrá okk- ár. Þetta eru allt saman afleiðingar óbeinnar siðferðilegrar sjálfsskil- greiningar í opinberri stjórnmála- umræðu. Ég er hins vegar ekki sammála þeirri sannfæringu að slíkar sjálfsskilgreiningar þurfi nauðsynlega að vera þjóðernis- kenndar í ströngum skilningi. Sumir samfélagssinnaðir fræði- menn, eins og t.d. írski siðfræðing- urinn Alasdair Maclntyre, eru þeirrar skoðunar að samfélag geti aðeins haldið velli ef það byggist á ríkri þjóðerniskennd. Þessari skoðun er ég ósammála. En ég er sannfærður um að án slíkrar sið- ferðilegrar sjálfsskilgreiningar og þar með sífelldrar leitar að félags- legri sjálfsmynd geti samfélagið ekki dafnað." Fjölskyldan og réttlætið Til skamms tíma var umræðan um fjölskylduna nánast einkamál hægri- eða íhaldsaflanna. Af- skiptaleysi vinstrisinna af málefn- um fjölskyldunnar má ugglaust að nokkru leyti rekja til hugmynda 68-kynslóðarinnar um að fjölskyld- an, a.m.k. hin hefðbundna borg- aralega fjölskylda, væri ófijáls stofnun sem bælir einstaklingana. A þessu hafa orðið mikil umskipti. Hvernig má greina á milli „vinstri“ og „hægri“ í fjölskylduumræðu samtímans, eða eru þessar skil- greiningar kannski orðnar úreltar? „Nei, það held ég ekki. Það er einkum tvennt sem greinir á milli. Ef stuðst er við aðgreininguna milli „vinstri" og „hægri", sem vissulega verður æ erfiðara, ber í fyrsta lagi að nefna vinstra- eða frelsunarsjónarmiðið sem nýlega er aftur farið að skoða fjölskylduna út frá. Ég á ekki endilega við hina hefðbundnu kjarnafjölskyldu sem reist er á hjónabandi, heldur marg- víslegar íjölskyldugerðir, það er ólík sambúðarform foreldra og bama. Þetta fjölskylduhugtak er mun víðara en það sem íhaldshefð- in leggur til grundvallar og lítur á sem hið eina hugsanlega. I öðru lagi virðist mér .vinstrium- ræðan fjalla um fjölskylduna fyrst og fremst í ljósi réttlætisins, þótt vissulega verði að skýra hvað það merkir nánar innan fjölskyldunnar. En hér er grundvallarhugmyndin — og það er nýjung — að án sterkra tengsla á vettvangi einkalífsins og persónulegra samskipta innan fjöl- skyldunnar í þessum víða skiln- ingi, sé persónuþroski einstakling- anna í verulegri hættu. Um leið er það útbreidd skoðun að þessi persónulegu samskipti verði ekki tryggð nema jafnframt sé tekið tillit til ákveðinna réttlætiskrafna. Með því er átt við jafnrétti karls og konu, jafna skiptingu verka og viðurkenningu á sjálfræði barna. Með öðrum orðum er fyrst og fremst brugðist við þeim hættum sem steðja að fjölskyldunni og vett- vangi einkalífsins í ljósi þess hvern- ig koma megi á félagslegum jöfn- uði í slíkum samskiptanetum. Þetta sýnist mér vera annað meginatrið- ið sem greinir þetta sjónarmið frá íhaldssömu ákalli um að bjarga hinni hefðbundnu fjölskyldugerð." Samfélag einstaklinga Er hægt að tala um endurreisn fjölskyldunnar eða félagslega vakningu á okkar tímum, eða hef- ur einstaklingshyggjan löngu sigr- að? Hvora tilhneiginguna telur þú vænlegrij einstaklingshyggju eða samfélagshyggju? „Þessari spurningu er ekki auð- svarað, hvorki fræðilega né ef litið er á raunverulegar aðstæður. Það er tilgangslaust að loka augunum fyrir þeirri staðreynd að einstak- lingshyggjan hefur rutt sér til rúms á mörgum sviðum. Um leið erum við ekki nægilega upplýst um það hvort nýjar gerðir félagstengsla og félagsmótunar hafa ekki löngu skotið rótum. Það eru til athyglisverðar rann- sóknir sem sýna til dæmis að sjálfs- hjálparhópum hefur fjölgað veru- lega á síðastliðnum 10 án\m og að ýmiss konar pólitískir hópar leika stærra hlutverk nú en fyrir 20 til 30 árum. Við vitum með öðrum orðum lítið um samspil. ein- staklingshyggju og félagstengsla. Ég held einnig að okkar samfélög muni ekki komast af til langs tíma litið ef þeim tekst ekki að skapa nýjar gerðir félagslegra tengsla á grundvelli háþróaðrar einstakl- ingshyggju. Það þarf að skapa andrúmsloft þar sem einstaklingar með afar ríkt séreðli geta bundist félagsböndum. Þetta er mergurinn málsins á okkar tímum: Samstaða á grundvelli einstaklingshyggju." Um hvað ætlar þú að fjalla í upphafserindi ráðstefnunnar „Pjöl- skyldan og réttlætið"? „Ég ætla að leita aftur í heim- spekihefðina, þar sem fjölskyldan og hjónabandið léku stærra hlut- verk en í samtímaheimspekinni, og horfa þaðan til nútímans með spurninguna að leiðarljósi, hvaða þýðingu réttlætissjónarmið geta haft í samskiptasamhengi nútíma- fjölskyldunnar. Meginvandinn sem ég velti fyrir mér er þessi: Er rétt- lætishugmynd fijálslyndisstefn- unnar heppilegt siðferðilegt viðmið til að efla og rökstyðja jafnrétti og jöfnuð innan fjölskyldunnar, eða er ekki betur við hæfi að rökstyðja og fjalla um jöfnuð með því að skírskota til þess sem eitt sinn hét „ást“ og í dag mætti nefna „sam- band“ eða „tilfinningatengsl"? Hér er um lykilatriði að ræða að mínu mati. Þetta má orða á einfaldan hátt: Er rétt að rökstyðja kröfuna um jafna verkaskiptingu innan fjöl- skyldunnar með því að segja að það sé réttlátara, eða er trúverð- ugra að krefjast jafnrar verka- skiptingar vegna þess að hún er fólgin í nútímalegum hugmyndum okkar um ást? Þetta eru tvö geró- lík viðhorf. Femínisminn fer fyrri leiðina en ég hneigist frekar til að fara þá síðari. Mér er ljóst að þetta er ekki auðveldur kostur, því hér er að vissu leyti beitt íhaldssamri hugmynd í þeim ásetningi að orða og rökstyðja framsækna kröfu. Vissulega getum við ekki skilið samband fjölskyldu og réttlætis til fullnustu nema hafa jafnframt hugfast að fjölskyldan hefur tvö- falda ásjónu. Hún er félagsleg stofnun og jafnframt það persónu- legasta sem við þekkjum. Sökum þessarar tvöföldu ásjónu verður að tengja bæði siðferðissjónarmiðin með einhveijum hætti. Ég tel hins vegar rangt að fjalla um siðferði og fjölskyldu einungis í ljósi frjáls- lyndra hugmynda um réttlæti." Mig langar að spyrja þig per- sónulegrar spurningar að lokum. Þú átt sjálfur fjölskyldu og eins árs gamlan son. Kemur þú fram við barnið þitt af umhyggju eða réttlæti? „Það má túlka réttlætishugtakið svo vítt uns það merkir: Að láta séreðli einstaklingsins njóta réttar síns. Þá er réttlæti nánast sam- merkt með umhyggju. Ef leggja má þennan skilning í hugtakið merkir réttlæti ekki almennt og óhlutdrægt jafnréttisviðhorf, held- ur sértækt viðhorf sem lætur sér annt um farsæld einstaklingsins. í þessum skilningi myndi ég segja að ég kem fram við barnið mitt af réttsýni. En auðvitað merkir það ekkert annað en: Ég sýni því um- hyggju — eftir bestu getu.“ Höfundur er heimspekingur, búsettur í Berlín. iɧj|j Makalausa Línan 9916 66 Fyrir einstakt fólk Ip . v;:í : fii-M ■-il 39,90 mínútan FERMIIUGARTILBOÐ 40% AFSLÁTTUR % afgolfsettum Heilt sett frá kr. 17,500,- og hálft sett frá kr. 8.750,- S: 91-651402 Póstverslunin Nesberg - Strandgötu 28 - Hafnarfiröi (hs: 98-33575) I ^Spennandi i Lærðu að farða þig förðun arn ámskeið Leiðbeinendur Hanna Rristín og Eva Björk Hanna Kjristín, Jfíva Björk, tx'öfalduv Islands- fslandsmeistari mcistarí í fördun í fördun Nýir straumar fyrir sumarið Dag og kvöldförðun . >\) TRUCCO Námskeiðin hefjast Fimmtud. 30. mars kl. 20.00 Þriðjud. 28. mars kl. 20.00 Þriðjud. 4. apríl kl. 20.00 SNYRTI & NUDDSTOFA .9'(otum ■’/irtJttúnir S./)ú/rt/uurtt /Árt'fty/u/ittt .V. /ttvil 'ltftt/ úiSWAYt,? Rýmingarsala í3daga Höfum opnað útsölumarkað á annarri hæð. Mikið úrval, lágt verð. Aðalfundur Aöalfundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis verður haldinn í Þingsölum Hótels Loftleiða, kl. 16.30, fimmtudaginn 30. mars 1995. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi sparisjóðsins á árinu 1994. 2. Lagður fram til staðfestingar endurskoðaður ársreikningur sparisjóðsins fyrir árið 1994, ásamt tillögu um ráðstöfun tekjuafgangs fyrir liðið starfsár. 3. Kosning stjórnar. 4. Kosning endurskoðanda. 5. Tillaga um ársarö af stofnfé. 6. Tillaga um þóknun stjórnar. 7. Tillögur til breytinga á samþykktum fyrir spari- sjóðinn, sbr. lög nr. 43/1993 um viðskiptabanka og sparisjóði. 8. Önnur mál. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað í fundarbyrjun. Sparisjóðsstjórnin. JMmgtiitHbiMfr - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.