Morgunblaðið - 26.03.1995, Side 11

Morgunblaðið - 26.03.1995, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 B 11 fyrir hvert hlutverk og raddir sem passa vel saman er útkoman betri en þegar þú ert með tvær-þrjár stjörnur og svo uppfyllingarsöngv- ara. Því til viðbótar höfum við ein- faldlega ekki efni á að ráða stór- stjörnur," segir Heymann, og getur þess að sama dag og samtal okkar á sér stað hafí hann verið að hlusta á frágengna upptöku af A'idu þar sem Kristján Jóhannsson syngur eitt aðalhlutverka, en Naxos hyggst gefa hana út í sumarbyrj- un. Hann segir Kristján gott dæmi um söngvara á heimsmælikvarða, þó ekki sé hann heimsfræg stjarna. Hann segist reyndar hyggja á sam- starf við fleiri íslenska tónlistar- menn og þannig vill hann fá Sinfó- níuhljómsveit Islands til að taka upp allar sinfóníur Síbelíusar fyrir Naxos til að byrja með; Sinfóníu- hljómsveitin sé einmitt dæmi um framúrskarandi en lítið þekkta hljómsveit sem hann vilji gjarnan vinna með. „Gagnrýnendur hafa meðal ann- ars lofað óperur okkar vegna þess að þær eru líflegri og líkari hrein- ræktuðum óperum en það sem flest stórfyrirtækin eru að gefa út. Það er meðal annars vegna þess að þegar óperan er tekin upp eru allir söngvararnir á staðnum og vinna saman, en ekki ein stjaman í New York, önnur í París og sú þriðja í Lundúnum. Sem dæmi um hvemig á ekki að vinna þá var ópera sem stórfyrirtæki gaf út fyrir skemmstu þannig unnin að aðalstjarnan tók upp allan sinn söng á einum degi. Við tökum líka upp við lifandi tón- list, en ekki af bandi, og það skilar lifandi óperu.“ Engar blaðamannaveislur Heymann segir að tónlistar- blaðamenn og gagnrýnendur hafi margir tekið Naxos illa framan af og eimi eftir af því víða. „Afstaða þeirra hefur breyst smám saman, ekki síst eftir því sem við höfum sannað að það sem við erum að gera stenst fyllsta samjöfnuð við það sem stórfyrirtækin gefa út. Margir ráðsettir gagnrýnendur eiga þó enn erfitt með að viður- kenna okkur, enda göngum við þvert á það sem þeir hafa áður kynnst' og eftir því sem okkur vex fiskur um hrygg missa þeir spón úr aski sínum; við bjóðum þeim ekki á La Scala í Mílanó eða í Metropolitan í New York og ég held ekki blaðamannaveislur. Það eru þó nógu margir blaðamenn sem skrifa lofsamlega um Naxos án þess að fá eitthvað fyrir. í Banda- ríkjunum höfum við sótt verulega í okkur veðrið en aftur á móti höf- um við átt á brattann að sækja í Þýskalandi og í Frakklandi gera menn meira upp á milli platna eft- ir því hvað platan er dýr, dýrari plötur fá betri dóma. í Bandaríkj- unum og Bretlandi kemur aftur á móti fyrir að við fáum aukastjörnu fyrir það hvað platan er ódýr,“ segir Heymann og hlær við. Þó Naxos hafi náð góðum ár- angri í slagnum við stórfyrirtækin hafa miðlungsfyrirtækin líklega farið ver út úr samkeppninni, sér- staklega eftir því sem Naxos hefur fært út kvíarnar til seinni tíma tón- listar og miðaldatónlistar. Hey- mann tekur undir það að þau geti trauðla keppt við Naxos, enda geti þau ekki boðið plötur á sama verði, en þau eigi eftir að lifa góðu lífi með aukinni sérhæfingu. „Til að mynda er Hyperion-merkið breska í sterki stöðu, franska fyrirtækið Auvidis líka, en það gefur helst út franska tónlist, en á hinn bóginn er fyrirtæki eins og Chandos, sem á eftir að lenda í erfiðleikum, ekki bara fyrir samkeppni frá okkur, heldur vegna þess að stórfyrirtækin eru líka farin að gefa út þá jaðar- tónlist sem Chandos hefur sérhæft sig í. Við erum ekki að gefa út plötur til að koma einhveijum á hausinn og miðlungsfyrirtækin geta lifað á því að sérhæfa sig, eins og til að mynda Hyperion hef- ur gert með Schubert-seríu sinni, sem við getum ekki keppt við,“ segir Heymann en bætir svo við og hlær eftir smá þögn, „að minnsta kosti ekki strax.“ Sjö kíló af úrani finnast í Úkraínu TVEIR fyrrverandi hermenn í rússneska hernum hafa verið handteknir í Úkraínu eftir að þar- lend yfirvöld höfðu fundið tæp sjö kíló af úran-235 í glerkrukkum í íbúð þeirra, að sögn Los Angeles Times. Hægt er að nota úranið í kjarnorkusprengjur. Þetta er í annað sinn sem mikið magn af úrani finnst í Úkraínu á árinu. Við yfirheyrslur sögðust Rússarnir tveir hafa hafa smyglað efninu frá Rússlandi, að sögn úkra- ínska dagblaðsins Kievski Vedom- osti. Sérfræðingar segja að 15-20 kíló af nánast hreinu úrani-235 nægi í kjarnorkusprengju. Þeir segja smyglmálið í Úkraínu afar alvarlegt ef efnið sem fannst reyn- ist mjög auðgað, þ.e. að í því séu meira en 20% af úrani-235. 124 smygltilraunir Smyglmálið staðfestir þá hættu að verulegu magni af efnum í kjarnavopn sé smyglað frá sovét- lýðveldunum fyrrverandi. Óttast er að þau komist í hendur alþjóð- legra hryðjuverkasamtaka og ríkja, sem vilja eignast kjarnavopn, svo sem Norður-Kóreu, Líbýu, ír- ans og íraks. „Fyrst var smyglið í grömmum, svo kílóum, og magnið er sífellt að aukast," sagði David Albright, forseti Vísinda- og öryggismála- stofnunarinnar í Washington. í skýrslu þýskrar leyniþjónustu, sem fjölmiðlar komust yfir í febr- úar, kemur fram að yfirvöld hafi stöðvað 124 tilraunir til að smygla efnum í kjarnavopn í fyrra. Árið áður voru smygltilraunirnar 56. „í Rússlandi eru 1.000 tonn af úrani sem hægt er að nota í kjarna- vopn,“ sagði Albright. „Þeir fram- leiddu gríðarlegt magn og allt ör- yggiskerfið er í reynd hrunið." Rússneskur embættismaður skýrði frá því ! febrúar að 80% eftirlitsstöðva í kjarnorkuverum hefðu ekki búnað til að finna geislavirk efni sem starfsmenn kynnu að fela inni á sér á leiðinni út. Stefán Þ. Tómasson Árni M. Mathiesen Árni R. Árnason VSktor B; KiBTtJBnsson Palsson* Sigurveig Særaiín dsdoítt r Guölaug H Konoðsdottir Þorgrfrnsidþttir Signður A. Porðaidottii Reykjaneskjördæmi er fjölbreytt samfélag með margbreytilegt atvinnulíf og mikla möguleika. Við erum ólíkir einstaklingar en saman myndum við sterka heild sem hefur það sameiginlega markmið að tryggja hagsmuni allra íbúa svæðisins. Fjölþætt reynsla okkar og skýr stefna Sjálfstæðisflokksins er leiðin til bjartari framtíðar. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn og tryggjum áframhaldandi sókn til betri lífskjara. BETRA ÍSLAND

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.