Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinmars 1995næsti mánaðurin
    mifrlesu
    272812345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 26.03.1995, Síða 19

Morgunblaðið - 26.03.1995, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ smsaíK ss> ííTO/aaMMB® a 8! SUNNUDAGUR 26. MARZ1995 B 19 SKOÐUN ÁHÆTTA OG SNJÓFLÓÐ NÚ Á DÖGUNUM birtist í Morgunblaðinu mjög athyglisverð grein eftir Kristján Jónasson stærð- fræðing sem fjallaði um snjóflóða- hættu. Hugleiðingar í þá veru sem Kristján setur fram eru löngu tíma- bærar og vil ég í þessari grein lýsa nánar muninum á hættu og áhættu og gera grein fyrir áhættumati. Hætta eða áhætta? Flestir íslendingar hafa á síð- ustu mánuðum velt því fyrir sér hvers vegna svokallað hættumat hefur ekki reynst örugg vörn gegn snjóflóðahættu. Svarið er það að í fyrsta lagi hefur núverandi hættumat verið notað í varnarbar- áttu gegn óskum um aukna byggð inn á hættusvæði og í öðru lagi er hættumatið ekki áhættumat. En hver er munurinn á hættu og áhættu? Eftirfarandi skilgreining er í samræmi við staðla: Hætta (e. hazard) Upptök hugsanlegs tjóns eða aðstæður sem leitt geta til skaða svo sem meiðsla á mönnum, eigna- tjóns, skaða á umhverfi eða sam- spils af fyrrnefndum þáttum. Ahætta (e. risk) Mælikvarði sem tekur til þess hve líklegt er að hættulegur at- burður eigi sér stað og þess hversu afdrifaríkar afleiðingar eru, þ.e. áhætta er einhver samsetning af líkindum og afleiðingum. Tökum einfalt dæmi til skýring- ar. Við skrifum uppá 100.000 kr. víxil fyrir kunningja. Hættan er sú að við þurfum að greiða upp- hæðina sjálf. Áhætta okkar er hins vegar háð líkunum á því að kunn- inginn geti ekki borgað víxilinn og því hver áhrif 100.000 kr. skuld hefur á fjárhag okkar (hugsanleg- ar afleiðingar eru fjárhagslegt tap, gjaldþrot, áhyggjur, o.s.frv.). í umræðu um áhættu á íslandi er oft ekki gerður greinarmunur á hugtökunum hætta og áhætta þannig að orðin eru notuð á misvíxl í ræðu og riti. Áhættumat Það eru ekki nema fáir áratugir frá því að vestrænar þjóðir fóru að meta áhættu fólks vegna starfsemi af ýmsum toga. Á þessu sviði er unnin mikil vinna vegna ákvarðana um stað- setningu kjarnorku- vera, efnaverksmiðja og birgðastöðva. Þess má geta að slys í Flix- borough í Englandi árið 1974 ýtti af stað kröfum í Evrópu um mat á áhættu. í þessu slysi fórust 24 menn eða 10 fleiri en á Súðavík árið 1995. En í hverju felst áhættumat? Það eru í grundvallaratriðum fimm skref sem þarf að taka í áhættu- mati: 1. Að koma auga á allar hættur. 2. Mat á líkum á að atburður eigi sér stað. 3. Mat á afleiðingum atburðar. 4. Eru afleiðingar ásættanlegar? 5. Aðgerðir til úrbóta. Kostn- aðar-/ávinningsgreining. Er óvissa um tíðni og stærð snjóflóða of mikil til að áhættumat eigi rétt á sér? Svarið er nei. Óvissa er forsenda fyrir áhættumati því ef óvissa er ekki til staðar er matið í raun óþarft. Áhættumat er ekki alltaf flókið. Við beitum því öll ómeðvitað við okkar eigin ákvarðanir. Umfang vinnunnar við formlegt áhættumat getur verið allt frá því að vera framlag eins manns upp í að vera samvinna tuga sérfræðinga þegar áhættan er mikil. í umræðum um áhættu vegna snjóflóða tala íslenskir stjórnmála- menn um „hið pólitíska áhættu- mat“. Ef litið er á skrefin fimm hér að framan er ljóst aðv skref 1-3 hafa ekkert með pólitík að gera. Skref 4 krefst stefnu- markandi ákvörðunar um ásættanlega áhættu. Þessi ákvörð- un er þó ekki stórpóli- tísk því ásættanleg áhætta á íslandi er varla í miklu ósam- ræmi við ásættanlega áhættu í öðrum vest- rænum ríkjum. Fimmta skrefið í áhættumati er hins vegar að vissu marki háð pólitísk- um ákvörðunum. Viðhorf til áhættu Það er ekki nóg með það að áhætta sé flókið fyrirbæri heldur eru viðhorf einstaklinga til hennar mjög mismunandi. Nokkrir af þeim þáttum sem hafa áhrif á afstöðu okkar til áhættu eru: Þekkjum við afleiðingar atburð- ar eða ekki? Höfum við möguleika á að hafa áhrif á atburðarás? Er ógnin stöðug eða tímabundin? Er ógnin af mannavöldum eða frá hendi náttúrunnar? Tökum við áhættuna sjálfviljug eða er henni þvingað upp á okkur? Er einhver ávinningur af því að taka áhætt- una? Eru afleiðingar atburðar minniháttar eða stórkostlegar? Þegar líf margra íbúa í samfé- lagi er í hættu vegna eins atburð- ar er sagt að áhættan sé stór- áhætta. Snjóflóðahætta er helsta stóráhætta á íslandi. Mælikvarðar á stóráhættu Það eru aðallega tveir mæli- kvarðar sem eru notaðir á stór- áhættu. Sá fyrri nefnist áhætta einstaklings og er skilgreindur sem líkur einstaklings sem býr við Lögmál áhættustjórn- unar hefur verið brotið á stöku stað við upp- byggingu byggðar. Björn Ágúst Jónsson segir ríkisvaldið standa frammi fyrir risavöxnu verkefni við uppbygg- ingu snjóflóðavarna — og kaup á húsum á hættusvæðum. hættu á að farast vegna hennar á eins ár tímabili. Síðari mælikvarðinn á stór- áhættu nefnist áhætta samfélags en þessi mælikvarði tekur fyrri mælikvarðanum fram að því leyti að hann sýnir hve miklar líkur eru á því að ákveðinn fjöldi manna farist í einu að því gefnu að dauðs- föll verði. Mælikvarðinn á áhættu samfé- lags er mikilvægur því að hann endurspeglar vilja okkar til að koma í veg fyrir stórskaða í einu samfélagi. Ásættanleg áhætta Hve mikil er áhættan á snjó- flóðasvæðum? Á árunum 1880- 1990 var áhætta einstaklings á Seyðisfirði, í Hnífsdal, í Neskaup- stað og á Patreksfírði u.þ.b. 10 J sem þýðir að einstaklingur í þess- um bæjum bjó við það að líkur á að farast voru 0,01% á hveiju ári. Þessi áhætta er hærri heldur en vestræn ríki hafa skilgreint sem ásættanlega áhættu vegna iðnað- arstarfsemi. Til samanburðar er Björn Ágúst Björnsson áhætta einstaklings í umferð á íslandi á árunum 1966-1994 einn- ig 10J en áhætta einstaklings vegna eldsvoða er sennilega um 50 sinnum lægri. Það er þó rétt að taka fram að áhætta í umferð er annars eðlis þar sem samfélag- ið hefur mikinn félagslegan og efnahagslegan ávinning af um- ferðinni. Áhætta vegna snjóflóða er sam- þjöppuð (10% íbúa á Súðavík lentu I snjóflóðinu mikla). Ef þessi áhætta væri 1000 sinnum minni væri hún talin vera hverfandi í flestum löndum. Það er hins vegar langt bil á milli ásættanlegrar áhættu og hyerfandi áhættu. Á þessu bili er farið fram á að áhætta sé eins lág og raunhæft er að minnka hana. í þessu sambandi má nefna að stór iðnfyrirtæki leggja fram allt að 500 milljónir króna fýrir hvert tölfræðilega reiknað mannslíf sem bjargað er. Við íslendingar erum eins og stendur allt of langt frá þessu. Niðurlag Við munum ávallt taka ein- hveija áhættu í lífinu. Það er ljóst að ef við íslendingar tækjum þá ákvörðun að eyða á einu bretti allri áhættu í þjóðfélaginu yrði það til þess að draga úr mögu- leikum okkar til hagvaxtar um ókomin ár. Eðlilegt markmið er hins vegar að stjórna áhættu á kerfisbundinn hátt. Við upp- byggingu byggðar á nokkrum stöðum á landinu hefur óafvit- andi verið brotið það lögmál. áhættustjórnunar að ekki skal taka neina verulega áhættu að ástæðulausu. Ríkisvaldið stendur frammi fyrir risavöxnu verkefni við kaup á húsum og uppbygg- ingu snjóflóðavarna. Mikilvægt er að forgangsraða aðgerðum á landinu með hliðsjón af áhættu- mati. Við íslendingar stöndum framarlega á sviði umhverfis- mats en á sama tíma höfum við að mestu komið okkur hjá því að meta áhættu fólksins í land- inu. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé óeðlilegt. Höfundur er verkfræðingur á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. og sérfræðingur í árciðnnleika tækni og áhættumati. SOL OG SUMAR í FJÖLSKYLDUFRÍI Verðdæmi Verðdæmi BARCELONA LÚXEMBORG 8. júní - 14. sept. Kr. Ein vika á Hotel Almirante Kr. 28 :0* Kr. 38.40C ** 'lnnifalið er flug til tuxemborgar, bílaleigubill í B-flokki I eina viku miðað við 2 fullorðna og 2 börn 2-11 ára, flugvallaskattar. Staðgreitt. "Innifalið er flug til Luxemborgar, bílaleigubíll i B-flokki i eina viku, miðað við 2 í bíl, flugvallaskattar. Staðgreitt. m.v. mann í 2ja manna herb. Innifalið; Flug, gisting og morgunverður og flugvallaskattur. Bókað og staðgreitt fyrir 3. apríl. Verðdæmi Verðdæmi RIBE Kr. FLUG& BÍLL - 24.760* Kr. Kr. * ** Kr. ‘Innifaliö er flug til Billund, gisting 28.10 ** í 1 viku í Ribe miðað við 2 fullorðna * Innifalið er flug til Billund, og 2 böm, 2ja-l1 ára, bílaleigubill i B-flokki, 1 vika, miðað flugvallaskattar. . Staðgreitt fyrir 3. april. Brottför 7. júní. við 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára, flugvallaskattar. Staðgreltt fyrir 3. april. Brottför 7. júní. Innifalið er flug til Billund, bílaleigubill í B-flokki i eina viku 2 saman i ibúö, flugvallaskattar. StaÖgreítt fyrir 3. apríl. Brottför 7. júní. miðað við 2 í bíl, flugvallaskattar. Staðgreítt fyrir 3. apríl. Brottför 7. júní. VISA CD 65 22 66 Bæjarhrauni 10. fax. 651160 ◄ Jtöto rjjimWstö tí> - kjarni málsins! Sjabu hlutina í víbara samhengi!

x

Morgunblaðið

Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Mál:
Árgangir:
110
Útgávur:
55339
Registered Articles:
3
Útgivið:
1913-í løtuni
Tøk inntil:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgávustøð:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í løtuni)
Haraldur Johannessen (2009-í løtuni)
Útgevari:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í løtuni)
Keyword:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Stuðul:
Supplements:

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: Morgunblaðið B - Sunnudagur (26.03.1995)
https://timarit.is/issue/127259

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

Morgunblaðið B - Sunnudagur (26.03.1995)

Gongd: