Morgunblaðið - 26.03.1995, Page 28

Morgunblaðið - 26.03.1995, Page 28
28 B SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ER TðNLIST FRAMTÍÐARINNAR eftir Árna Matthíosson RAPPIÐ er tónlist öfga og æsings, ögrandi texta ogtónlistar; rapparar æpa á athygli og öskra á skilning. Yfirleitt eru þeir þó ekki að leita að neinu nema vinsældum, því fæst- ir hafa þeir frá einhveiju markverðu að segj a eða eitthvað sem þeir vilja skila til áheyrenda. Þeir sem eru í rappinu af pólitískri þörf komast og snemma að því að það er ekki gott að ná til fólks með hamagangi og látum; betra er að tala til þess og reyna að miðla boðskapnum á hæglátan markvissan hátt. Það er að minnsta kosti skoðun Michaels Frantis, sem vakti fyrst athygli sem ungur reiður byltingarmaður, en kom fram á síðasta ári sem íhugull spámaður og boðberi mannúðar og samkenndar. Michael Franti vaki fyrst at- hygli sem liðsmaður rokkrappsveitarinnar Beatnigs og í kjölfarið í dúettnum Disposable Heroes of Hiphoprisy með Rono Tse, sem naut mikillar hylli meðal rokkunnenda, þó rappliði hafi þótt hún full framúrstefnuleg og rokk- skotin. Plata sveitarinnar, Hipocrisy is the Greatest Luxury, var almennt talin með bestu plötum ársins 1987, en Franti segir að þegar platan hafí slegið í gegn hafí þeir félagar í raun verið búnir að slíta samstarf- inu, meðal annars vegna þess að hann hafí stefnt í átt að jasslegri og rólegri tónlist, en Tse hafí viljað harðari tónlist og meiri hávaða. Þeir héldu þó áfram um sinn, en tónleikaferð Disposable Heroes um Bandaríkin með U2 og Sykurmol- unum var einmitt lokareisa sveitar- innar lík og Molanna. í kjölfarið stofnaði Franti síðan rappflokkinn Spearhead, sem sendi frá séreina bestu breiðskífu síðasta árs í rapp- heiminum; þar sem öllu ægði sam- an, poppi, rappi, jass ogrokki á lágstemmdan hátt og markvissan. Vildi ekki vera árásargjarn og grimmur „Gott dæmi um þetta er lagið Music and Politics á breiðskífunni okkar Rolos sem ég samdi með gít- arleikaranum okkar Charlie Hunt- er. Ég vildi ekki bara vera árásar- gjarn og grimmur; mig langaði til að semja tónlist sem fólk vildi hlusta á aftur og aftur, sem hægt væri að hlusta á til að slappa af, ekki síður en til að skemmta sér. Þegar verið er að semja pólitíska texta verður að hafa í huga hvaða áhrif lögin hafa. Ef þú ert alltaf að hrópa á fólk þá annað hvort æpir það með þér eða snýr sér undan. Ef allir eru að æpa með þér þá ert þú sá eini sem er að hugsa. Mig langaði til að semja lög og texta fyrir fólkið sem langaði ekki til að æpa og þá ná til þess með textunum. Það hafa margir haft samband við mig eftir að ég fór af stað með Spearhead o g sagst kunna tónlistinni vel, en síðar kemur það og segist hafa hrifíst af textunum og þeir hafí vakið það til umhugsunar. Með Disposable Heroes sá ég kannski áheyrendur sem voru að dansa og skemmta sér og hugsaði: Þetta fólk tekur ekki eftir því sem ég er að gera, en síðar skildi ég að ef það er það versta sem gerist; að fólk sé að dansa og skemmta sér á tónleikum, þá er það mjög gott. Það er engin ástæða til að skammast sín fyrir það að fólk sé að skemmta sér og ég skildi að tónlist getur verið skemmtileg og komið boðskap til skila samtímis. Ef þú lemur fólk með orðum þá mun það ekki bregð- ast við með skilningi og samúð, en ef þú segir fólki sögur, kemst boð- skapurinn til skila á jákvæðan hátt. Samvinnuverkefni Franti segist hafa verið leitandi fyrst eftir að þeir Tse slitu sam- starfínu og hann hafi upphaflega hugsað sér að hefja sólóferil. „Eg fór í hljóðver eftir að Disposable Heroes hætti og fór að taka upp plötu einn. Ég fékk bassaleikarann Keith McArthur til að leika inn á plötuna og upptökustjórinn, Joe Nicolo, stakk upp á söngkonunni Mary Harris til að syngja á móti mér. Hún spilar líka á trommur á plötunni, en á tónleikum er annar trommari til að hún geti sungið í friði. Þannig smám saman vatt þetta upp á sig og þegar platan var tilbúin var komin sex manna hljóm- sveit. Eftir að við lukum við plötuna fórum við síðan að æfa saman og nú þegar við höfum spilað þetta mikið erum við farin að semja sam- an og allir leggja sitt af mörkum, þannig aðiþó að þetta hafi byijar sem sólóskífa er þetta orðið sam- vinnuverkefni í dag.“ Rappið er tónlist framtíðarinnar Franti bryddar upp á ýmsum nýjungum á breiðskífu Spearhead, og reyndar má segja að plata flokksins sé enn eitt dæmið um þá miklu grósku sem er í rappinu; hvernig það er að þróast í ótal átt- ir og stílbrigði. „Ég held að rappið eigi eftir að þróast enn frekar," segir hann, „menn eru þegar farnir að flétta saman rapptónlist og rokki, rappi og jass og rappi og danstónlist. Það má segja að þetta sé eins og rokk- ið; í upphafi gátu menn sagt þetta er rokk og ekkert annað en svo þróaðist það í allar áttir og í dag leika hljómsveitir eins og Megadeth, Nirvana, Counting Crowes, og Syk- urmolarnir tónlist sem við köllum rokktónlist þó hún sé gjörólík. Ég held að rappið eigi eftir að þróast á sama veg og sér ekki fyrir end- ann á því og fullt af hljómsveitum sem ekki eru að fást við rapp taka inn áhrif af því; rappið ertónlist framtíðarinnar. Rappið er einstakl- ingsbundin tjáning líkt og rokkið var í upphafi en hefur glatað að mestu í dag, nema í pönkinu. í rapp- inu ferð þú á svið og segir það sem þú vilt segja og ef áheyrandanum fínnst það ekki skemmtilegt þá getur hann farið til fjandans. Rapp- ið snýst um að segja hug sinn allan án tillits til þess hvort einhver vill hlusta eða ekki,“ segir Franti ákveðinn. í ljósi sögu Spearhead, sem var til við upptökur á fyrstu breiðskíf- unni, eins og áður kemur fram, segir Franti að tónleikadagskrá sveitarinnar taki sífelldum breyt- ingum eftir því sem hljómsveitin nær betur saman og menn kynnist hveijir öðrum betur. „Þegar flytjum lögin á tónleikum breytum við út- setningunum eftir því sem okkur dettur í hug hveiju sinni; gerum þau fönkaðri eða jassaðri, og allt byggist það á lifandi spilamennsku og því að hver leggi sitt af mörk- um. Við spilum eftir eyranu og ég ákveð kanski að við bætum inn ein- leikskafla, eða fléttum saman lög- um, eða þá að ég tala við áheyrend- ur um stund. Við gerum það líka stundum að syngja án undirleiks og söngkonan syngur með og leikur á líkama sinn; slær og klappar sig til að gefa rytma. í hver skipti sem við förum upp á svið erum við reyna að finna nýja túlkunarleið, að finna nýja leið til að koma tónlist okkar til skila. Sem stendur hef ég mest gaman af því að troða upp án undir- leiks, en hljómsveitin er svo þétt að stundum gleymi ég mér og fer bara að hlusta á hana á sviðinu," segir Franti að lokum og hlær, en bætir við í lokin að helst langi hann til að leika á íslandi og rifja upp kynnin sín af Sykurmolunum. Föstudagsrokk TÓNLIST T6n abæ r MÚSÍKTILRAUNIR Músíktilraunir, hljómsveitakeppni Tónabæjar, þrióija undanúrslita- kvöld af fjórum. Þátt tóku Lilian Jymxhy, Kusk, Móri, Stólía, Mósa- ík, Cyclone og Títus. 24 mars. ÞRIÐJA tilraunakvöld Mús- íktilrauna var haldið sl. föstudag. Föstudagssveitirnar léku flestar hefðbundið rokk, oft ófrumlegt, og sérstaklega voru þær ófrum- legar sem skreyttu sig með afleit- um enskum textum. Fyrsta hljómsveit á svið var rokksveitin Lilian Jymxhy, en sú sem átti að byija, Föstudagurinn 13., sprakk á limminu. Lilian státar af prýðis söngvara, en dauflegum á að líta, og reyndar virtist hann ekki ýkja áhugasam- ur um það sem fram fór. Gítar- leikari var og ágætur, en nokkuð skorti á í lagasmíðum. Önnur sveit á svið, Kusk, var geysi þétt og greinilega eitthvað búin að spila opinberlega. Söngvarinn vakti athygli fyrir sviðsfram- komu sína og góða rödd, en hann var aftur á móti ólagviss, sem spillti á köflum. Lokasveit fyrir hlé, Móri, lék sérkennilegan tón- listarbræðing með fönk- og jass- áhrifum. Fyrsta lag sveitarinnar gekk ekki vel upp, en í öðru lag- inu komust Mórar á flug, sérstak- lega var gítarleikarinn öflugur. Galli var að söngvarinn söng ekki, en las textana af blaði. Eftir hlé kom á svið eftir- tektarverð söngvaralaus sveit, Stólía. Hún var reyndar ekki saanfærandi í fyrsta Iaginu, en tók svo flugið svo um munaði. Þar á eftir kom Mósaík og spil- aði sig í úrslit, þó ýmsir hnökrar hafi verið, aðallega glymjandi gítarhljómur af sviðinu. Næsta sveit, Cyclone, var ekki sannfær- andi að þessu sinni, þó söngvar- inn hafi verið lagviss og öruggur að vanda. Sérstaklega var gítar- hljómur afleitur. Lokasveit á svið að þessu sinni var svo Títus. Hljómsveitarmenn sýndu mikla hugmyndaauðgi í hreyfingum á sviði, sérstaklega bassaleikarinn, en hljóðfæraleikur og lagasmíðar voru ekki eins hugmyndaríkar og kaflaskiptingar oft sérkenni- legar. Sigurhljómsveit kvöldsins var Cyclone, Mósaík varð í öðru sæti og dómnefnd valdi Stólíu sem þriðju sveit. Árni Matthíasson NOKKUÐ skorti á í lagasmíð- um Lilian Jymxhy. MÓRAR á flugi. SÉRKENNILEG kaflaskipti hijáðu Títus. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir KUSK var geysi þétt, en söngvari ólagviss.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.