Morgunblaðið - 26.03.1995, Page 29

Morgunblaðið - 26.03.1995, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 B 29 Islenskur karfi frá Kína VIÐ, á íslandsskerinu, er- um í marga áratugi búin að ganga með þær duldu vonir í bq'óstinu, að við gætum að einhverju leyti frelsast frá fiskinum. Það var hættulegt að vera algerlega upp á þann gula kominn, var sagt, og langflestir töldu að við yrðum að þróa nýja útflutningsatvinnu- vegi. Okkur dreymdi um að flytja út vatn og vodka í stórum stíl og líka hugvit og hugbúnað. Eitthvað höfum við eflaust þokast í rétta átt, en 1995 erum við samt enn að miklu leyti upp á fiskinn kom- inn. Feikilegar breytingar hafa orð- ið á fiskveiðum og útflutningi á síðustu fimm árum. Veiðar á hefð- bundnum tegundum af heimamið- um hafa dregist saman, en stór togarafloti hefur sótt á nýjar slóð- ir og frysting úti í sjó hefir auk- ist. Svo hófust kaup á heilfrystum fiski frá erlendum veiðiskipum, og byrjað var að þýða upp og fullvinna það hráefni í stórum stíl. Þessi innflutti fiskur var allm- iklu ódýrari en nýr fiskur af heimamarkaði, svo að afurðirnar var hægt að selja á 10-20% lægra veðri. Það er út af fyrir sig mjög at- hyglisvert hvernig vinnslan á út- þídda fiskinum hefir breytt rekstri margra frystihúsa. Það var alltaf draumurinn, að hægt yrði að reka frystihús eins og hverjar aðrar verksmiðjur, þar sem unnið yrði í 8 tíma dagvinnu. Þá væri hægt að skipuleggja framleiðsluna vel og nýta hráefnið í sem dýrastar pakkningar. Á sjöunda og áttunda áratugnum var mikið rætt um að beita atómgeislun til þess að varð- veita hráefnið sem nýtt í nokkra daga, svo hægt væri að vinna það skipulega. Ekkert varð úr þeim áformum og hafa því aflahroturn- ar sagt fyrir um fiskvinnsluna, og oft hefir orðið að pakka í fljót- legustu pakkningar til þess að bjarga fiskinum. Þéir, sem merka (kemur í veg fyrir hryllingsorðið „markaðs- etja“) íslenzka fiskinn í hinu stóra útlandi, voru algerlega óundir það búnir að selja á skipulegan máta þessar nýju afurðir frá íslandi, tvífrysta fískinn. Sumir héldu því fram, og gera reyndar enn, að neytandinn myndi verða fyrir von- brigðum með þennan „nýja“ ís- lenzka fisk og gæti þetta ævin- týri eyðilagt aðstöðuna á Amer- íkumarkaði fyrir gæðafisk frá íslandi, sem byggð hefði verið upp á löngum tíma með mikilli vinnu og tilkostnaði. Allar þessar breytingar í veið- um og vinnslu hafa valdið glund- roða hjá því fólki, sem ber ábyrgð á innkaupum á frystum fiski fyr- ir bandaríska neytendur. Rugling- urinn í sambandi við einfrystan og tvífrystan fisk er alger. Sann- leikurinn er sá, að venjulegt fólk sér engan mun á gæðum físksins. Nýting á tvífrystum fiski rýrnar allmikið við eldun, en gallinn er sá, að neytandi hefir sjaldnast einfrystan og tvífrystan físk til þess að bera þetta saman. Ein algengasta flakapakkningin úr Þórir S. Gröndal skrifar fré F\ órída einfrystum þorski kostar 2,80 dollara, en 2,20 dollara úr tví- frystum og auðvitað selst sú síð- arnefnda miklu betur. Þeim mönnum, sem falin er mörkun (markaðssetning) ís- lenzks físks hérna í henni Amer- íku, er því allmikill vandi á hönd- um. Hvernig á að aðskilja hágæða sjófryst þorskflök af íslenzkum fiskimiðum frá tvífrystum Rús- safiski úr Barentshafi? Kannske er neytandinn ekki fær um að aðgreina þessar tvær afurðir. Ef svo er, er þá ekki hætta á því, að eftirspurnin eftir einfrysta, dýrari fískinum minnki og myndi það því lækka meðalverðið, sem fæst fyrir allan fisk frá íslandi? Það er svo mikil ringlun og della komin í fisksöluna, að mað- ur veit ekki, hvort heldur á að hlæja eða gráta. Þeir, sem halda því fram, að tvífryst þorskflök séu léleg vara, eiga erfitt með að út- skýra það, hvers vegna búrfiskfl- ök frá Eyjaálfu eru seld á tvö- földu þorskverði á Bandaríkja- markaði. Staðreyndin er sú, að öll búrfiskflök, sem hér eru seld, eru tvífryst. Einhver gárunginn lét hafa það eftir sér, að ef eitt- hvað væri gert tvisvar, eins og að frysta físk, þá hlyti það að kosta meira! Við allt þetta bætist, að breyt- ingar á gæðaeftirliti og almenn- ur, losaraskapur í útflutningi allra sjávarafurða frá Fróni, hafa orðið til þess, að íslenzkur fiskur hefir tapað að nokkru því orði, sem hann hafði á sé fyrir það að vera ávallt í hæsta gæðaflokki. Allt er þetta að gerast með blessun stjórnarvaldanna, sem ákváðu fyrir nokkrum árum, að gefa allan útflutninginn frjálsan. Reynslan á eftir að skera úr um það, hvort þær ákvarðanir voru réttar. Heilfrysting um borð í veiði- skipum hefír þannig snarbreytt allri vinnslu og sölu á fiskafurðum á heimsmörkuðunum. Ég les ef til vill ekki réttu fagblöðin, en ekki man ég eftir því, að neinn hámenntaður snillingurinn hafí séð fyrir þessa þróun. Hún kom bara rétt eins og hland úr fötu, líkt og Smuguveiðar og aðrar stórbreytingar, sem hafa afger- andi áhrif á afkomu og framtíð íslenzkrar þjóðar. Fiskviðskiptin eru að verða al- þjóðlegri, spannandi heimskúluna meira en nokkra sinni fyrr. Amer- ískt fyrirtæki í Boston sendi um daginn símbréf vítt og breitt um landið, þar sem boðin vora íslenzk karfaflök, pökkuð í Kína. Ég veit ekki, hvaðan karfínn er kominn; hann gæti verið úr óseldum birgð- um af íslenzkum karfa, sem pakk- aður hafði verið fyrir Japansmark- að. Annars era Kínamenn famir að selja fullt af fískflökum á Ameríkumarkað. Allt er þetta tví- frystur fískur, mest Alaska ufsi og Rússaþorskur úr ýmsum höf- um. í desember keypti Flórída fisk- sali nokkra gáma af heilfrystri smáýsu í Noregi og sendi hana til Taílands. Þar var hún þýdd og flökuð, en send síðan til Flórída. Handbragð allt í fisk- virtnslu í Asíu þykir til fyrirmynd- ar, hvert fiskflak er sérvafið og flokkað í æskilegar stærðir. Vinnuaflið er ódýrt og fólkið vandvirkt. Þetta ýsuævintýri verður samt líklega ekki endur- tekið, því fiskurinn var frekar lausholda og nýtingin ekki eins góð og reiknað hafði verið með. Sjálfir era við íslandsmenn komnir í alheimsviðskiptin, eins og öllum er kunnugt. Bráðum fara að berast hingað lýsingsflök frá Namibíu, þar sem íslenzkar sjávarafurðir eru orðnar meðeig- andi í stóra fiskvinnslufirma. Hok- inhali og aðrar afurðir frá Friosur í Chile, þar sem Grandamenn hafa hazlað sér völl, era hér seldar af Coldwater Seafood, dótturfyrir- tæki Sölumiðstöðvarinnar. Bezta dæmið, sem ég man eft- ir í bili um alheimsruglinginn í fiskframleiðslu og mörkun, er svo þetta: í síðustu viku var fyrirtæki í Boston að bjóða 20 tonn af sjó- frystum „íslenskum" þorskflökum á afbragðs verði. Þegar málið var kannað, kom í ljós, að fískurinn var veiddur í Barentshafi af skipi, sem skráð er í Belize, og verður því að koma inn í landið sem fram- leiðsla þess lands. Togarinn er reyndar í íslenskri eigu og á skip- inu er íslenzk áhöfn og auðvitað þýzkar flökunarvélar! PANTANIR A GRÆNU B0KINNI! Vegna mikillar eftirspurnar er upplag Grænu bókar- innar á þrotum. Þeir sem hafa hug á að tryggja sér eintak eru vinsamlegast beðnir að snúa sér til l kosningaskrifstofa G-listanna og láta skrá pöntun 1 sfna. Bókin verður þá póstsend sé hún ekki til á ■ viðkomandi skrifstofu. K Græna bókin er nú komin á Veraldarvefinn - Internet - og þeir sem hafa aðgang að honum geta kynnt sér hana eftir þeirri leið. Netfangiö er http://strengur.is/~abl/ Alþýðubandalagið og óháðir SJÚKRANUDD Höfum opnað sjúkranuddstofu í Álftamýri 5, neðri hæð. Tímapantanir í síma 688868. Jóhanna Björk Briem, lögg. sjúkranuddari, Styrmir Sigurðsson, lögg. sjúkranuddari Sérgrein: Manuelle Lymph Therapeut. Geymið auglýsinguna. með fararstjóra FERÐAMIÐSTÖÐ AUSTURLANDS HF Skógaijöndum 3 - Egilsstöðum - Sími 97-12000 f ".. . IMORDMEIMDE TELEFUNKEN ÞÝSK HÁGÆÐASJÓNVARPSTÆKI MEÐ SURROUND STEREO Telefunken F-531 C STEREO NIC er 28" sjónvarpstæki: Black Matrix-flatur glampalaus skjár • Surround-umhverfishljóm- ur • PSI (Picture Signal Improve- ment) • ICE (Intelligent Contrast Electronic) • Pal, Secam og NTSC- video • 59 stöSva minni • Sjálfvirk stöóvaleit og -innsetning • Mögu-leiki á 16:9 móttöku • Islenskt textavarp • Tímarofi • 40W magnari • A2-Stereo Nicam • 4 hátalarar • Tengi fyrir heymartól og sjónvarpsmyndavél • AÓskilinn styrkstillir fyrir heymartól • 2 Scart-tengi o.m.fl. Þessi tæki eru nú bæði saman á sé Nordmende V-1242 SV er vandaÓ þriggja hausa myndbandstæki með hraðþræðingu, 2 Scart-lengjum, long Pby, Show View-mögu- leika, ATRS, GoTo, Index, Intro Scan, 8 liSa- 365 daga uppfckuminni og vandaÓri fjarstýr- ingu sem einnig mó nota fyrir sjónvarpstækiS. ii, aðeins 129.900,- kr. e6a aðeins j 19.900,■ k' VISA TIL ALLT AO 24 MÁIMAÐÁ Alti. Aðeins þorl a5 slinga Surround-hátölurum i samband vö sjónvarpstætö! L — JriW-TuLTSIlil TIL ALLT AÐ 36 MÁNAÐA RAÐGREIÐSLUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.