Morgunblaðið - 26.03.1995, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 26.03.1995, Qupperneq 32
32 B SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heilsa og heilbrigði 1995 um næstu helgi í PERLUNNI dagana 30. mars til 2. apríl verður sýning er ber yfir- skriftina Heilsa og heilbrigði. Allt að 30 aðilar munu kynna starfsemi sína og má þar nefna félagasamtök er berjast gegn ýmsum sjúkdómum og fyrirtæki er versla með eða fram- leiða lyf, vítamín og hollmeti. Þá verður kynning á heilsugæslu landsmanna á vegum heilbrigðis- ráðuneytisins. Á sýningardögunum verða sér- fróðir til skrafs og ráðgerða í básun- um og flutt verða fræðsluerindi í fundarsal Perlunnar. Þá munu ýmis samtök og fyrir- tæki standa fyrir ókeypis rannsókn- um á sýningargestum og sem dæmi má nefna að SIBS mun mæla önd- un, Landssamband hjartasjúklinga mun mæla blóðþrýsting, Samband sykursjúkra og fyrirtækjð Lýra mæla blóðsykur og NLFÍ verður með þrekmælingar. Er þetta í ann- að sinn sem þeir Stefán Sigurðsson og Stefán Á. Magnússon í Ferlunm"" skipuleggja sýningu um Heilsu og heilbrigði en sú fyrsta var haldin í október 1993 og tókst með ágæt- um. Heilsa og heilbrigði 1995 verður sett af Sighvati Björgvinssyni, heil- brigðisráðherra, fimmtudaginn 30. mars kl. 17. Sýningartími er sem hér segir: Fimmtudag 30. mars kl. 18-21, föstudag 31. mars kl. 16-20 og laugardag og sunnudag 1. og 2. apríl kl. 13-18. Aðgangur að sýn- ingunni er ókeypis. Skátar kaupa Tjaldleigu Kolaportsins BANDALAG íslenskra skáta hefur yfirtekið rekstur Tjaldleigu Kola- portsins, sem starfað hefur í fjögur ár. í kjölfar mikilla breytinga á rekstri Kolaportsins við flutning í Tollhúsið við Geirsgötu og stórauk- inna umsvifa í því sambandi var samið um að Bandalag íslenskra skáta yfírtæki rekstur tjaldleigunn- ar. Skátarnir bjóða upp á sama úrval og áður en fara jafnframt út í útleigu á fleiri aukahlutum. Það hefur færst mikið í vöxt að einstak- lingar leigi samkomutjöld til veislu- halda og sveitarfélög, fyrirtæki og félagasamtök leigja risatjöld í margvíslegum tilgangi og ekki síst til að tryggja íverustað á útisam- komum. Dönsk jasssveit leikur á Jassbarnum í kvöld EIN vinsælasta jasshljómsveit Dan- ið jass í rúmlega 25 ár og spannar merkur, Fessors Big City Band, tónlistin breitt sviðjass-ogblústón- leikur í kvöld, sunnudagskvöld, á listar þar sem heyra má áhrif m.a. -> Jassbarnum frá kl. 22. New Orleans-, dixíland-, gospel-, Fessors Big City Band hefur leik- soul- og jassrokktónlistar. Gæða húsgögn á 2Óðu verði Stórglæsilegir hornsófar 2ja+horn+3ja sæta með leðri á slitfleti Litir: Svart - brúnt - grænt - rautt - vínrautt. Yerð aðeins kr. 123.900 stgr. Líttu á verðið! (1) VISA Euro raðgr. til allt að 36 mánaða. Visa raðgr. til allt að 18 mánaða. Valhúsgögn ÁRMÚLA 8, SÍMAR 812275, 685375. Aðalfundur Lögreglufélags Gullbringusýslu Stjórnvöld endurskoði afstöðu til löggæslu Ný sólbaðs- stofa í Grafarvogi OPNUÐ hefur verið ný sól- baðsstofa, Sólbaðsstofa Graf- arvogs, í Hverafold 5 (í versl- unarmiðstöðinni Hagkaup). Á stofunni eru sjö sólbaðs- bekkir og að auki fylgir frítt gufubað með hverjum ljósa- tíma. Einnig er á stofunni barnahorn með leikföngum, sjónvarpi og vídeói. Snyrti- stofa og nuddstofa er á staðn- um. Sólbaðsstofan er opin mánudaga til föstudaga kl. 8-23 og laugardaga og sunnudaga kl. 10-22. Eigandi stofunnar er Hildur Gunn- laugsdóttir. LÖGREGLUFÉLAG Gullbringusýslu samþykkti ályktun á aðalfundi sínum 8. mars sl. þar sem segir að vegna afstöðu stjórnvalda til fjárveitinga til reksturs lögreglunnar í landinu sé hún nánast óstarfhæf og mála- flokkar sem nauðsynlega þurfi að taka á, t.d. vímuefnaneysla, landa- brugg, hraðakstur, innbrot og þjófn- aðir fái ekki það eftirlit sem þeir þurfi með. í áiyktuninni segir að flatur niður- skurður sé útilokaður þar sem aldrei sé fyrirséð hvaða verkefni liggi fyrir hveiju sinni og eitt einstakt mál geti eytt upp aukavinnukvóta næstu mánaða en mæta þurfi öllum álags- punktum með aukavinnu þar sem nægur mannafli sé ekki til staðar á föstum vöktum. „Nær væri að stjórnvöld tækju á eigin vanda varðandi stjórnsýslu, innkaup og endurnýjun tækja og búnaðar þar sem sólundað er miklum fjármunum með alvarlegum kostn- aðarauka fyrir lögregluna,“ segir í ályktuninni. Fundurinn varar einnig við því að sjálfboðaliðar gangi í störf lögreglu- manna og mótmælir niðurskurði hjá embætti sýslumanns í Keflavík sem leiði til skerðingar bakvakta lögregl- unnar í Grindavík, kröfu um minni akstur lögreglubifreiða umdcjgmisins og fækkun lögreglumanna á vöktum. „Að' lokum skorar fundurinn á ís- lensk stjórnvöld að þau endurskoði afstöðu sína til löggæslunnar í land- inu og geri það í samvinnu við lög- reglumenn sem starfandi eru úti á vettvangi og þekkja þessa hluti af eigin raun,“ segir í ályktuninni. Falleg og gagnleg fermingargjöf Ensk-íslensk orðabók 34.000 ensk uppflettiorð íslensk-ensk orðabók 35.000 íslensk uppflettiorð 2.200 blaðsíður Saman í fallegri gjafaöskju á aðeins kr. 3.990.— Gagnleg og glæsileg fermingargjöf, sem nýtist vel í nútið og framtíð Fæst hjá öllum bóksölum Orðabókaútgáfan Heilsubitastaður GRfcnn mfjuuLiLSJLLLmm gjjjgr Skólavörðustfg 8, sfmi 552 2028. Oplö frákl. 11.30-18.00. GRÆNN KOSTUR BÝÐUR UPP Á □ Skyndlbita □ Forunninn kvöldmat (t.d. grænmetisbuff, bökur, fars) □ Heimsendingu í hádegi □ „Takeaway" □ Grænmetisnámskeið og fræðslu □ veisluþjónustu Allur matur er laus vlö ger, sykur, hvítt hveiti og óæskileg aukaefni. Opnum á morgun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.