Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ r DEr þá ævintýrið horf- ið? Ekki alveg. Auðn- in er sú sama, birtan jafn heillandi og skynjun þess að vera í eins konar miðpunkti jarðar er sterk. Auðvitað hefur marg- falt minna erfiði, fleiri heim- sóknir á pólinn og minni hættur dregið úr þeirri sigurtilfinningu að hafa náð settu og sjaldgæfu marki. Þannig er flestu varið í heimi hraða og tækni. En eftir sit- ur, líkt og áður, undrunin yfír margbreytileika jarðar- innar okkar og sú heillandi hugsun að standa á afar sjaldfömum stað sem er vaf- inn ævintýraljóma land- könnunar. Landkönnun ^er um margt eitt það helsta sem hefur lokkað manninn út í óvissuna og dregur hann enn. Norðurpóllinn var það fyrrum; ef til vill er það Mars núna, í 75 milljón kfló- metra fjarlægð. PPH Við Ragnar Th. Sig- I urðsson veltum þessu pLyjf öllu ekki fyrir okkur 2. apríl sl. þar sem við stjákluðum umhverfis flugvélina rétt við 90.° norð- ur breiddar. Við drukkum í okkur hvítbláa auðnina, flýttum okkur að mynda sem mest og villtumst í eigin ruglingslegum hugarheimi sem var líkt og hraðspólað myndband. Svo mörg, samanþjöppuð og furðuleg voru áugnablikin sem við höfðum upplifað dagana á undan. Flugmaðurinn Bill og Steve, flugvirkinn, höfðu komið þarna oft áður; dældu rólegir eldsneyti á Twin Ott- erinn en Bezal Jesuhadson, leiðsögumaðurinn, brosti bara breitt og kom fyrir hin- um eiginlega norðurpól: Röndóttri stöng með litlu skilti. í heitinu felst orða- leikur því pole á ensku merk- ir stöng. Skammt frá voru vakir og úfnir íshryggir. Frostið aðeins 22°C: Hlýjasti dagur ferðarinnar. Hrímþokunni var heldur að létta í logninu. Eftir tæprar klukku- stundar viðdvöl sátu leiðangursmennirnir sjö af sex þjóðernum um borð í flugvélinni sem skrönglaðist út að enda skíð- afaranna úr lendingunni. Bill lyfti þumalfingri, ýtti fram eldsneytisgjöfunum og eftir 100-200 metra brölt og skammvinna dynki kleif flugvélin bratt upp í 10.000 feta hæð. Miklir hvellir heyrðust úr eldsneytistunn- unum við hlið fötunnar sem gegndi hlutverki neyðarkló- setts. Tómar tunnurnar belgdust út er loftþiýsting- urinn minnkaði. Ragnar settist frammí og náði sam- bandi við Gufunes-radíó heima á íslandi, Bezal deildi út kampavíni, menn kölluð- ust á hamingjuóskir og mér leið hálfilla í maganum eftir að hafa þolað nær endalaust hringsólið, horfandi í gegn- um myndavélarauga, áður en lendingarstaður fannst. Eftir um klukkustundarflug „heim“ í búðirnar við Hazen- vatn á Ellesmere-eyju (81°N) kallaði Bill á Bezal sem smokraði sér fram í stjórnklefann og greip tal- stöðina. Samtalið var stutt. Bezal kom afturí, hallað sér að mér og sagði: „Búðimar okkar sprungu í loft upp, allt brann, enginn slasaður, við verðum að elta hina vél- ina til Evreku og koma vin- um okkar til Resolute." Iæk- ur gaskútur hafði valdið sprengingunni og eldsvoðan- um. Eldsneytisvélin okkar var þá nýlent og gat bjargað klæðalitlu fólkinu úr bruna- gaddinum utandyra. Og Bezal ræddi við okkur öll við undirleik hreyflanna. Fyrst brá okkur, svo áttuðum við okkur á eigin tjóni, síðan fundum við feginstilfinningu: Við vorum ekki í hættu og enginn hinna sjö í búðunum hafði meiðst. Loks síaðist óvissan um framhaldið í hug- ann. Var ferðinni lokið? Yrði ekkert úr myndefni okkar? Gátum við flogið til Evreku, veðurstöðvarinnar í meira en 1.000 km fjarlægð? Við Ragnar höfðum misst ýmsan búnað, vegabréf, ferðafé og, verst af öllu, margvíslegt myndefni og mikið af óátekn- um fílmum. Þegar ég stakk höfðinu inn í stjórnklefann og spurði Steve hvort við næðum til Evreku, benti hann niður og sagði: „Tanquary Fiord, eldsneyti". Bætti svo við og glotti: „Kannski." Við flengdum nokkra snjóskafla, römbuð- um á öðrum og rudd- umst í gegnum enn aðra í lendingunni við yfir- GIDOEN veiðmaður frá Qannaaq í Norður-Grænlandi á leið til veiða með hundaækið sitt. gefnar búðir í Tanqumy%$^ fírði. Þetta var ekki nauðjjj^ lending heldur neyðarlend- ’ ing því í tönkunum var að- eins eftir eldsneyti til 20-30 mín. flugs. Minnstu munaði að vélin styngist á nefið og hreyflamir bruddu snjó þeg- ar vélin vó salt á stærsta skaflinum. Tunnumar sáust hvergi í fyrstu en komu undan snjó- breiðu þegar grafið var í offorsi meðan úlfsgól heyrð- ist í fjarska utan úr örlítilli snjómuggunni. í Evreku tókum við þrjá þeirra sem sluppu úr eldin- um upp í, alla á lánsfötum. Sá yngsti, Colin, slapp ber- fættur úr húsinu í gömlu vísindastöðinni við Hazen- vatn og var rétt að jafna sig á skrekknum. Við Ragnar töluðum við hann í tvo tíma á leið til Resolute, um Calg- ary, kærustuna, skólann og vinina uns hann sofnaði allt í einu, örmagna, á öxl Ragn- ars. Resolute Bay er næstnyrsta þorp norðvesturhéraða Kanada. Þar búa um 180 manns, flestir lifa á veiðum, en á milljóna fer- kílómetra svæðum Kanada þarna uppfrá búa aðeins 54.000 manns. í Resolute PRIJAMINI-fjölskyldan í Grise Fiord, nyrstu byggð Kanada. Frá vinstri: Liza Ningiuk og börn hennar: Suzie Ningiuk og Steven Akeeagok og afi þeirra: Abraham Piijamini. Pirjamini er afbökun á Benjamín úr Biblíunni, Ningiuk merkir gömul kona á inúíta- máli og Akeeagok þýðir magi. Þau klæddust hefð- bundnum vetrarfötum í vélsleðaferð. ARI Trausti lætur sólina þiða frosna andlitsdrætti í hundasleðaferð í Norður-Grænlandi. \ I . , j Wmmim OODLATEETAH Iqaluk, ísbjarnaveiðimaðurinn frá Grise Fiord, er fór með til Beecheyeyjar sem „lífvörður“. Hann ber haglabyssu til að hræða forvitna hvítabirni og fylgir bjarnasporum á „útkikkinu". er bækistöð Bezals og Terry, konu hans, en þau reka þjónustu við pólfara, ferðalanga á heimskauta- slóðum og veiðimenn. Bezal er Indveiji sem sest hefur að harla fjarri hlýjum heimabyggðum í Madras. í Resolute er líka einn helsti flugvöllur héraðsins, með 200 mönnum í vinnu. Þang- að komum við upphaflega frá London um Montreal og þaðan um Iqaluit og Nanisi- vik á Baffinslandi. Þau hjón lögðu okkur til sérstaka filtskó en engan fatnað (eins og hinum þátttakend- unum). Við skyldum reyna íslenskan flísfatnað frá MAX og fóðraðan vind- og vatnshlífðarfatnað (úr Max- tex-öndunarefni) þar utan yfir. Ég var væddur mælit- ölvu frá Háskóla íslands, útsteyptur í vírum, plástr- um og tengingum. BFrá Resolute Bay héldum við flugleiðis á norðursegulpólinn í lok mars. Þar bend- ir segulnál beint niður í jörð, enda sá póll í raun líkur endanum á stafsegli og á ekkert skylt við snúning- spóla jarðar. Segulsvið jarð- ar er breytilegt með ýmsu móti og póllinn á skamm- tíma- og langtímaflakki, oft svo tugum kílómetra skiptir á dag. Samkvæmt okkar upplýsingum átti hann að vera nálægt Eilif Ringnes- eyju, langt norðaustur af annarri eyju með mannsheiti sem minnti á söguna: Vil- hjalmur Stefanssons island. Vilhjálmur var síðastur í röð margra þekktra evrópskra og vesturheimskra land- könnuða sem skoðuðu eyjar og nes norðursins, frá því á 18. öld fram til 1920, hittu frumbyggjana, inúíta af ýmsum ættum, og lærðu að skynja mál náttúrunnar. Við lentum í kulda og trekki en sólbjörtu veðri á segulpólnum, staupuðum okkur að venju á þorskalýsi, og flugum svo þaðan yfir Axel Heiberg-eyju og Elles- mere-eyju til Evreku og loks Hazen-vatns; yfir tinda, jökla, firði, hafís; framhjá sauðnautahjörðum, úlfahóp- um og snæhérum niður á lagnaðarís Hazen-vatns í þjóðgarði Ellesmere-eyju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.