Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 21. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU/A UGL YSINGAR Skólaskrifstofa Reykjavíkur Skóladagheimilið Heiðargerði auglýsir eftir leikskóla- eða grunnskólakenn- ara frá og með 1. júní nk. Upplýsingar gefa forstöðumaður í síma 33805 eða Júlíus Sigurbjörnsson, deildar- stjóri, í síma 28544. Staðarhaldari Kirkja á Stór-Reykjavíkursvæðinu óskar eftir að ráða starfsmann til að hafa umsjón með allri starfsemi á vegum safnaðarins í umboði sóknarnefndar og sóknarprests. Starfið, sem er mjög fjölbreytt, felur m.a. í sér allt skrifstofuhald, fjármál og áætlana- gerð, innkaup, aðstoð við kynningar- og út- gáfumál, umsjón/eftirlit með fundahaldi og ræstingum auk kirkjuvörslu. Leitað er að manni/konu með góða fram- komu og samstarfshæfileika. Þekking á tölvufærðu bókhaldi og ritvinnslu er nauð- synleg. Viðkomandi verður að geta starfað sjálfsætt, hafa ríka ábyrgðartilfinningu, vera samviskusamur og geta sýnt frumkvæði. Einnig verður starfsmaðurinn að vera tilbúinn að ganga í ýmis tilfallandi verkefni, sem tengjast starfi kirkjunnar. Umsóknarfrestur er til og með 26. maí nk. Ráðning verður skv. samkomulagi. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu Liðsauka, sem opin er frá kl. 9-14. Afleysinga- og rádningaþjónusta Liósauki hf. Skólavörðustlg 1a - 101 Reykjavlk - Slmi 621355 Veiðimaðurinn hf. er með heildsðlu og smdsölu i sportveiðivöru ogfatnaði. Fyrirtœkið var stofnað árið 1940 og skiptist i verslunina Veiðimanninn og heildsölu Veiðimannsins. Fyrirtækið er framsækið og leggur áherslu á vörugæði auk fyrsta flokks þjónustu. Deildarstjóri veiðivöru DEELDARSTJÓRI hefur umsjón með rekstri veiðivörudeildar, annast innkaup, framsetningu vöru í verslun, móttöku viðskiptavina, frágang sölu auk annarra tilfallandi starfa í versluninni. HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur séu með haldgóða þekkingu á veiðivörum, öruggir og þægilegir í framkomu og gæddir bestum hæfileikum sölumannsins. t BOÐI ER áhugavert starf hjá rótgrónu fyrirtæki. Góð laun eru í boði ásamt góðum liðsanda. Ráðning verður sem alira fyrst. Vinsamlega athugið að fyrirspurnum varðandi ofangreint starf verður eingðngu svarað hjá STRA Starfsráðningum hf. Umsóknarfrestur er til og mcð 29. maí n.k. Umsóknareyðublðð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni sem opin er frá kl.10-16, en viðtalstímar eru frá ST kl.10-13. I. StarfsráÓningar hf I Suðurlandsbraut 30 ■ 5. hæð ■ 108 Reykjavik , Sími: 588 3031 Fax: 588 3010 RA CuÍný Harðardóttir . Framleiðslustjóri - kjötiðnaður Traust kjötvinnslufyrirtæki óskar að ráða framleiðslustjóra yfir eitt af sviðum sínum. Starfið felur í sér umsjón og ábyrgð á dag- legri framleiðsluskipulagningu og stjórnun. Leitað er að kjötiðnaðarmanni með stjórnun- arreynslu sem hefur áhuga og metnað til að takast á við áhugavert starf hjá framsæknu fyrirtæki. Rekstrarkunnátta æskileg. Um er að ræða gott starf fyrir réttan aðila. Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veita Torfi Markússon eða Auður Bjarnadóttir. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: „Framleiðslustjóri - kjötiðnaður" fyrir 27. maí nk. RÁÐGARÐUR hf. STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN117,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5616688 NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun óskar eftir að ráða starfsmenn til eftirtalinna starfa: 1. Innkaupastjóri ísöludeild Starfið felst í innkaupum á skólavörum er- lendis frá, yfirumsjón með innkaupum á vör- um frá innlendum aðilum, tilboðagerð, vöru- kynningum, umsjón með útgáfu vörulista og eftirliti með verslun og lagerhaldi. Leitað er að áhugasömum kennaramenntuð- um starfsmanni með góða íslensku- og enskukunnáttu og reynslu af skólastarfi. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi þekkingu á tölvuvinnslu. Reynsla af innflutningi er æskileg. Ráðningatími frá 15. júní nk. 2. Fulltrúi í söludeild (50% starf) Starfið felst í að annast og hafa umsjón með erlendum sérpöntunum á vegum Skólavöru- búðar. Einnig að veita viðskiptavinum faglega ráðgjöf og aðstoð við öflun sérhæfðra gagna. Leitað er að áhugasömum starfsmenni með kennaramenntun, góða íslensku- og ensku- kunnáttu og reynslu af skólastarfi. Nauðsyn- legt er að viðkomandi hafi þekkingu á tölvu- vinnslu. Reynsla af innflutningi æskileg. Ráðningatími frá 1. ágúst nk. 3. Afgreiðslumaður í söludeild Viðkomandi annast afgreiðslu og sölu á námsgögnum, útskriftir á pöntunum, útfyll- ingu fylgiskjala o.fi. Leitað er að áhugasömum og liprum starfs- manni. Mikilvægt er að viðkomandi hafi nokkra reynslu af einfaldri tölvuvinnslu. Ráðningartími frá 1. ágúst nk. 4. Deildarsérfræðingur í námsefnisgerð Um er að ræða afleysingastarf í eitt ár og er ráðningatími frá 1. júlí 1995 til 1. júlí 1996. Starfið felur í sér umsjón með gerð og út- gáfu námsefnis í samfélagsfræði, náttúru- fræði og tónmennt. Leitað er að starfsmanni með kennaramenntun og kennslureynslu. Reynsla af námsefnisgerð og/eða útgáfu- störfum æskileg. Sérstök áhersla er lögð á að viðkomandi starfsmenn reyki ekki. Nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri í síma 552 8088. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Námsgagnastofnun, Laugavegi 166, pósthólf 5020, 125 Reykavík, fyrir 31. maí nk. LANDSPÍTALINN .../ þágu mannúðar og vísinda... GJORGÆSLUDEILD Hjúkrunarfræðingar Stöður hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeild I og II eru lausar til umsóknar. Leitað er að hjúkrunarfræðingum sem hafa áhuga og metnað í starfi, eru fúsir til að axla ábyrð, geta unnið af öryggi og yfirvegun undir álagi og hafa reynslu af gjörgæslu-, hand- eða lyflæknishjúkrun. Nánari upplýsingar veita Lovísa Baldursdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, s. 601000, 601300 og Anna Día Brynjólfsdóttir, s. 601370/601000. Þróunarsamvinnu- stofnun íslands auglýsir eftirfarandi stöður lausar til um- sóknar. Umsóknunum um allar stöðurnar skal skilað til stofnunarinnar Rauðarárstíg 25, fyrir 14. júní nk. Þar eru einnig veittar nánari upplýsingar í síma 5609980. Ráðn- ingatíminn er í öllum tilvikum 11/2 til 2 ár og störf hefjast upp úr miðju ári 1995. Allir umsækjendur sem til greina koma geta búist við að þurfa að gangast undir enskupróf. 1. Fiskmatsstjóri í Mozambique. Umsækjendur skulu hafa háskólapróf í raun- greinum og a.m.k. 10 ára reynslu af störfum í fiskiðnaði þar af minnst 5 ára reynslu af gæðaeftirliti og/eða fiskmati. Reynsla í skipu- lagningu, stjórnun og mannaforráðum er nauðsynleg og starfsreynsla erlendis, sér- staklega í þróunarlöndum, er æskileg. Undir- staða í portúgölsku (spænsku) er ákjósanleg en viðkomandi verður sendur í portúgölsku- nám. Mjög góð enskukunnátta er skilyrði. 2. Kennari ífiskvinnslu og gæða- eftirliti í Namibíu Háskólaprófs í matvælafræði, matvælagerla- fræði eða skyldum greinum er krafist. A.m.k. 10 ára starfsreynsla í gæðaeftirliti með fisk- afurðum er skilyrði. Reynsla af kennslu fisk- vinnslufólks er nauðsynleg og einhver reynsla af störfum á því sérsviði erlendis ákjósanleg. Umsækjendur sem starfað hafa og/eða dvalið í þróunarlöndum njóta for- gangs. Kennslutungumál er enska. 3. Upplýsinga- og fræðslufulltrúi í Malawi Umsækjendur skulu hafa háskólapróf í bóka- safnsfræði/upplýsingatækni eða skyldum greinum. Veruleg reynsla í upplýsingasöfnun og miðlun og útgáfustarfssemi er nauðsyn- leg. Þekking á fiskimálum og ritum um þau efni er æskileg og starfsreynsla erlendis, einkum í þróunarlöndum er ákjósanleg. Tölvuvinna og vinna við bókasöfn/skjalavist- un, við hverskonar fræðslustarfsemi og/eða uppbyggingu fræðslumála veitir forgang að öðru jöfnu. Mjög góðrar enskukunnáttu er krafist og nasasjón af portúgölsku (rómönsk- um málum) er æskileg. 4. Verkefnisfulltrúi á Grænhöfðaeyjum Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í alþjóðaviðskiptum, stjórnun eða samskipt- um við þróunarlönd. Nauðsynlegt er að geta lesið og talað portúgölsu og að hafa starfað í portúgölskumælandi landi, helst þróunar- landi um einhvern tíma. Mjög góð ensku- kunnátta er áskilin og að geta lesið og talað eitt Norðurlandamál. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst (innan eins mánað- ar), hugsanlega með því að vera settur á námskeið í portúgölsku og bókhaldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.