Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MAIMNLIFSSTRAUMAR Er að verða of seinn! HAMINGJAN góða! Hamingjan góða! Ég er að verða of seinn, sagði kanínan í Lísu í Undralandi alltaf, tók upp úr vestisvasanum úr, leit á það og flýtti sér í burtu. Hún er alltaf á þönum. Ef reynt er að spyija hana, tekur hún snöggt viðbragð, missir hanskana og blævænginn, og flýtir sér út í dimmuna eins hratt og hún kemst. Við hana nást engin samskipti. Það er sem- sagt ekki alveg nýtt að stöðvast ekki við neitt, því 130 ár eru síð- an Lewis Carrol gerði þetta stólpagrín að asanum í sígildu bókinni sinni um hana Lísu. Þessi skondna sögupersóna hefur vakið aðhlátur fram á okkar dag. Þó hafa lætin á lífshlaupinu þá varla komist í hálfkvisti við það sem blasir við allt í kringum okkur í dag. Að minnsta kosti hefur þetta varla verið svona al- mennur lífsstill. Og aftur er það viðfangsefni rithöfundar. Enginn tekur þetta jafn vel fyrir sem Guðmundur Steinsson. Fyrir 15 árum kynnt- umst við slíkri nútímafjöl- skyldu á svið- inu í Stundar- friði, sem sýnt var við gífur- legar vinsæld- ir í Þjóðleik- húsinu. Og nú kynnumst við aftur í nýju leikriti hans, Stakkaskipti, þessum sömu persónum, sem lifað hafa í látlausum hávaða og asa í 15 ár. Nú hefur bara breytt um- hverfi skilið sumar þeirra a.m.k. eftir á ber- angri. Haft komið að utan. Það er forvitnilegt að átta sig á því hvemig fólk hlýtur að vera orðið sem sífellt býr í glymjanda og alltaf hleypur, frá öllu. Hver manneskja stikar um með far- síma hringjandi og hleypur beint í græjumar og sjónvarpið til að kveikja á því um leið og hún kemur inn. Þama dregur Guð- mundur upp mynd af ágætum hjónum, sem án þess að taka eftir hafa ekki talað samani 15 ár, bara hlaupið saman eða öllu heldur hvort fram hjá öðru og glápt á sjónvarpið hlið við hlið. Em svo allt í einu neydd af ytri aðstæðum til samræðna og kunna ekki að tala saman. Við sjáum soninn, íþróttafríkið Árna, sem fyrrum gaf sér varla tíma til að grípa íþróttatöskuna milli leikja, og er eðlilega enn á hlaup- um, nú í nýtísku heilsubótar- hlaupum. Hvemig hefði hann annars átt að verða? Sama með systurina. Enginn nær sambandi fyrir asanum, tækjum og tólum, tískufötum og tískulífsstíl. For- vitnilegt að stöðvast við það sem við blasir á sviðinu. Hvemig fólk kemur út úr þessum eilífu látum? Látlaus erill og þindarlaus háv- aði markaði líf fólksins í Stundar- friði og auðvitað lifir það áfram í því sem það var tamið til. í fyrstu fannst mér þessi dj... háv- aði, sem skyndilega dynur yfír milli atriða, óþolandi. Enda ekki af kynslóð heyrnarskertra. En auðvitað átti þessi hávaði einmitt að irritera þegar betur er að gáð og hann eykur á þetta andrúm Gárur eftir Elínu Pálmadóttur sem verið er að þvinga mann inn í. Guðmundur fer sparlega með texta og notar gjarnan klisjur. Hvað annað í heimi fírrin- ingar og sambandsleysis? Kannski þarf aðeins að hinkra við og hugsa. Hvernig hefðu þessar persónur getað orðið öðm- vísi með þær forsendur sem vom í Stundarfriði? Hvernig hefðu þær getað talað öðmvísi, sam- skiptatengslin svona fátækleg? Einmitt svona hefur Guðmundur dregið upp sanna og trúverðuga mynd af þessu fólki. Verðugt að velta fyrir sér hvernig fólk verður á fullorðinsámm eða við breyttar aðstæður við þessi skilyrði, sem manni fundust og finnast bara í lagi. Og hvemig verða afkvæmin, sem aldrei var talað við eða náðu raunverulegum tengslum við neinn? Kannski sjónvarpið? „Ástand barnanna líkist ástandi svefngengla,“ var yfirskrift á frétt frá þingi um „Barnið og hina sívaxandi tækni“ og byggð- ist á rannsóknum á áhrifum sjón- varpsgláps á börn. Þær sýna að tíðni sjónvarps- bylgna er hærri en taugakerfi bamanna er byggt fyrir og veldur sjón- varpsgláp því smám saman skorti á gagn- rýninni hugs- un og dregur úr þroska. Er haft eftir Sig- ríði Bjöms- dóttur sjúkra- iðjukennara að alvarleg þróun sé að verða sakir áhrifa tölvuleikja, myndbanda og sjónvarpsgláps á börn. Vísinda- menn hafi komist að þeirri niður- stöðu að vinstra heilahvelið lokist þar sem það geti ekki unnið úr tíðninni og myndflæðið renni því inn um hægra heilahvelið, þann hluta heilans sem ekki gagnrýnir og vinnur úr. Barnið hafi vanþró- að „sigti“ og skrái bara allar myndimar sem að berast. Bamið slævist og brenglast og til lang- frama líkist ástand þess ástandi svefngengils. Sinnuleysi og deyfð verða einkenni þessara barna, sem glápa með hálffrosin augun vegna spennunnar af hátíðninni. Hvernig verður svo svona tóm mannvera fullorðin? Unglingur- inn í Þáttaskilum Guðmundar Steinssonar gæti verið eitt dæm- ið og víti til vamaðar. Ekki veit ég hvort íslenskir for- eldrar átta sig á að þeir eru að hefta þroska bama sinna með því að láta þau sitja hömlulaust við sjónvarpsskjáinn. En erlendis eru sumir foreldrar sér þess a.m.k. meðvitaðir. Eina íslenska fjölskyldu veit ég um í Þýska- landi, sem setur kvóta á sjón- varpsgláp bamanna. Þau fá vikukvóta og velja sjálf þegar vikudagskráin kemur hvað þau ætla að sjá til að fylla kvótann. Vanda sig við valið. Önnur fjöl- skylda í Frakklandi læsti sjón- varpinu þegar áhorf bamanna keyrði úr hófi. Hvernig ætli ís- lenskir foreldrar fari að, sem ekki vilja ala upp skaddaða ungl- inga, sem ekki geta myndað tengsl um ævina? ur UMHVERFISMáL/tívad hefi Öskjuhlíbin ab geymaf Náttúruperla við bæjardymar ÁRIð 1993 kom út bók um Öskjuhlíðina á vegum Borgarskipulags og Árbæjarsafns eftir Helga M. Sigurðsson og Yngva Þór Loftsson. Þar er gerð grein fyrir náttúrufari Öskjuhlíðar, landslagi, jarðsögu, gróðurfari, ræktunarsögu ásamt fugla- og dýralífl. Auk þess em taldar upp almenn- ar söguminjar og mannvirkjagerð, m.a. þær sem tengjast heimsstyrjaldar- ámnum síðari. Aftast í bókinni em svo sérkaflar um flóru Öskjuhlíðar, eins og hún er í dag, og fuglatal í Fossvogi og Öskjuhlíð. eftir Huldu Valtýsdóttur Nú á vordögum þegar menn flykkjast á vit náttumnnar til að samsamast þeim undmm sem vorkomunni fylgja er ekki úr vegi að minnast á Öskjuhlíðina, sem er rétt við bæjardyr Reykvíkinga. Þar verður varla þver- fótað fyrir athygl- isverðum fyrir- bæmm að skoða og skynja. Ekki væri úr vegi að kynna sér efni fyrmefndrar bók- ar sem er góður leiðarvísir, prýdd fjölda mynda sem auðvelda mönn- um að átta sig á marg- breytileika umhverfisins á bæjarhólnum. Þar kemur m.a. fram að jarðsaga Öskjuhlíðar er einkar fróðleg og ber þá fyrst að geta jarðlaga úr sjávarseti við norðan- verðan Fossvoginn. Þau em talin hafa myndast á síðasta h’ýskeiði jökulaid- ar eða í lok síðasta jökul- skeiðs og þykja afar merk fyrirbæri. Vikið er að gróðurfari hlíðarinnar um aldir, vitnað í heimildir frá 1379 og gripið niður í þróunarsöguna hér og þar allt fram á okkar daga þegar borgaryfir- völd tóku ákvörðun um að klæða beran koll hlíðarinnar gróðri á ný en varðveita jafnframt móagróður víða og láta náttúmlega þróun hans hafa sinn gang. Mólendisflákar era aðallega í vestan-og norðanverðri hlíðinni og votlendi undir vesturhlíðum og und- ir sjávarkömbunum í Fossvogsfjöru getur að líta fjölbreytilegan fjöru- gróður. í bókinni segir að safnað hafi verið gögnum um fuglalífið í Öskju- hlíð og nágrenni á vegum Náttúru- fræðistofnunar íslands og í sér- stakri könnun sumarið 1992 kom í ljós að þar mætti sjá 84 fuglateg- undir. Sögulegar minjar í Öskjuhlíð eru víða og margvíslegar og tengjast búskap, útivist, gijótnámi, hita- veitu o.fl. Minjarnar birtast þess utan í fjölmörgum örnefnum. Þess er getið að Öskjuhlíðin hefi lengi verið í þjóðbraut. Reykjavíkurkaup- staður var umkringdur illfæm mýr- lendi og nægir að nefna Vatnsmýr- ina, Rauðarármýri, Arnarhólsmýri og Kringlumýri. Greiðasta leiðin í bæinn og úr honum var því um Skólavörðuholt og þaðan í Öskju- hlíð þar sem vegir lágu til ýmissa átta. Þegar haldið var upp á 1000 ára afmæli íslandsbyggðar 1874 var efnt til hátíðahalda á kolli Öskju- hlíðar; gijóti rutt burt af því tilefni og svæðið girt. Hátíðarhöldin urðu þó endaslepp vegna moldroks og illviðris. Þá var ekki hægt að leita skjóls í þeim gróðursælu skógar- lundum sem nú prýða þetta svæði gestum til yndisauka. Gijótnám var lengi töluvert í Öskjuhlíð. Þar mátti fá hleðslugijót sem steinsmiðir hjuggu með hand- verkfærum og seldu til húsagerðar. Súlurnar í lestrarsal Landsbóka- safnsins gamla eru ættaðar úr Öskjuhlíð til dæmis. Ekki má gleyma að minnast á sjóbaðstað Reykvíkinga í Nauthólsvík sem fjöl- sóttur var að sumarlagi á góðviðris- dögum. Hann lagðist þó af fyrir mörgum ámm vegna mengunar við ströndina en gæti komið aftur til sögunnar síðar meir. Mörgum er líka í fersku minni heiti lækurinn svokallaði en í hann var veitt yfir- fallsvatni frá hitaveitugeymunum á kollinum sem um árabil hafa sett svip á borgarmyndina. Reynslan af honum þótti ekki góð og hann var lagður af. { bókinni er líka gerð góð grein fyrir minjum frá stríðsárunum sem víða má sjá í austurhlíðunum, t.d. skotgrafir — líklega þær einu sem gerðar hafa verið á íslandi — og gryijur fyrir eldsneytisgeyma og ýmislegt fleira mætti telja. í kafla um skipulag Öskjuhlíðar segir að fyrsta heildarskipulag fyr- ir svæðið hafi verið gert árið 1972 en áður höfðu ýmsar hugmyndir verið uppi um nýtinguna. Sigurður Guðmundsson málari ráðgerði íbúðarbyggð með skrautgörðum árið 1871. Einar Benediktsson skáld vildi byggja hafnarmannvirki við Nauthólsvík um 1910. Um 1937 var gert ráð fyrir íþróttasvæði Reykvíkinga við Öskjuhlíð með mörgum íþróttavöllum og áhorf- endasvæði í hlíðarbrekkunum. Síð- an hafa ýmsar hug- myndir verið á kreiki en í aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir 1990-2010 er megin- hluti hlíðarinnar og Fossvogsbakkar skil- greint sem borgar- vemdarsvæði, þ.e. samþykkt að vernda það vegna sérstæðrar náttúm, landslags, söguminja, umhverfís og útivistargildis. Markmið núverandi deiliskipulags fyrir Öskjuhlíð sem kom út 1993 er: - að gera Öskjuhlíð aðgengilega til útivist- ar með því að bæta við stígum og tengja þá við aðliggjandi úti- vistarsvæði. - að vernda náttúru og söguminjar m .a. með því að stuðla að fjöl- breyttum gróðri og þar með fuglalífi. - að auka fjölbreytileika í útivist- arstarfsemi árið um kring. Þessum pistli er ætlað að hvetja fólk til kynnisferða um þetta frá- bæra útivistarsvæði við bæjardyrn- ar. TÆKNI Er tilþœgilegleib til orkuframleibslu? Blossinn ígufitbólunni STUNDUM koma upp aðstæður í eldhúsinu sem em stækkað líkan örsmárra hluta úr heimi fmm- og öreinda. Vatnsdropinn sem titrar á heitri eldavélarhellu sem hvílir á núningslausu gufulagi líkir eftir sveifl- um stórra kjarna áður en þeir klofna í kjamorkusprengingu. Ileit að lausn orkuvandans hafa menn komið auga á fyrirbrigði sem á sér stækkaða mynd í eldhús- vaskinum, sem kemur upp á hveiju heimili, séu menn ekki þjáðir af mmmmm^mm^ of mikilli reglu- semi í eldhúsinu. Það stendur glas hálft af vatni í vaskinum. Það drýpur allört úr krana við hliðina á glasinu, nóg til að valda titringi á botni vasksins. eftir Egil Egilsson Hringbylgjur frá innhlið glassins leita inn á við í smækkandi hringj- um og mætast allar í miðju glas- inu, í allháum toppi. Þær endurk- astast frá sjálfum sér í miðjunni og leita út. Úr verður stöðugt mynstur, svonefndar staðbylgjur, með miklum öldugangi í miðju. Ástæða hinna háu öldutoppa er að bylgjur af stóm svæði safnast á óendanlega lítið svæði í miðju. Méð þeim einföldunum sem bylgju- fræði er meðhöndluð í framhalds- skólum og fyrri hluta háskólanáms ætti ölduhæðin í miðju glasinu að vera óendanleg, og gerlegt að deyða mann með því vatni sem ætti að spýtast upp úr miðju glas- inu. Kúluholið, þ.e. loftbóla í vökva, er þrívíð samsvöran hins tvívíða hringflatar vatnsyfirborðsins í glasinu. Ef hljóðbylgja er send inn LJÓSBLETTURINN í flösk- unni miðri stafar af hinni svo- nefndu hljóðljómun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.