Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ1995 B 13 .blabib - kjarni málsins! ÞVÍ HEFUR verið fieygt að John Boorman eigi glæsilega endur- komu með stórmyndinni Handan Rangoon. TVÆR LEIKSTJÓRAVIKUR Þær myndir sem valdar eru á „Tvær leikstjóravikur" vega ekki jafnþungt og þær sem skipaðar eru í aðalkeppnina. Engu að síður eru Camera D’Or verðlaunin, sem aðeins hlotnast byrjendum í leikstjórastétt, eftirsóttur vegsauki og hér er að finna nokkrar forvitnilegar myndir. Það setur nokkurn svip á „leikstjóra- vikurnar" að í ár gætir óvenju margra mynda nýliða meðal leik- stjóranna. Það verður reyndar ekki sagt um Bretann Mike Newell (Fjög- ur brúðkaup...), en nýjasta mynd hans, An Awfully Big Adventure - Afar stóit ævintýri, verður sýnd í þessum 14 mynda hópi, sem m.a. telur norsku myndina Eggs eftir Bent Hamer og hina tævönsku He- artbreak Island - Sorgareyja eftir Hso Hsioaoming. Af byijendaverkum má nefna tvær bandarískar myndir, Cafe Society eftir Raymond DeFe- litta með Lauru Flynn Boyle og Pet- er Gallagher og fjallar um vændi í New York á þriðja áratugnum, og Heavyr sem leikstýrt er af James Mangold. Hún státar af athyglis- verðu ieikaravali; Liv Taylor, Pruitt Taylor Vince, Shelley gömlu Winters og Deboruh (Blondie) Harry. Serbinn Goran Paskaljevic gerði myndina Someone’s Else America sem segir af tveimur útlendingum (Tom Conti og Mikli Manojlovic) sem þreyja þorr- ann og góuna á öngstrætum New Yorkborgar. Maria Casares, sem gerði garðinn frægan í myndum Je- ans Cocteau birtist hér á nýjan leik saman hesta sína Andy Garcia, Gabrielle Anwar, Treat Williams, Christopher Walken, William Forsyth og Christopher Lloyd. Disney frum- sýnir nýja mynd eftir Diane Keaton (vonum að hún sé betri en hörmung- in Wildflower sem sýnd var í sjón- varpinu fyrir skömmu!) sem nefnist Unstrung Heroes - Hetjur í upp- námi. Nýja myndin hans Hughs Grant, sem heitir því dularfulla nafni The Man Who Went Up a Hill But Came Down a Mountain - Maðurinn sem fór upp á hæð en kleif niður fjall verður ein af skrautfjöðrunum í þessum hópi og hefur þegar verið keypt'til sýninga hérlendis. Þá eiga Rússar tvær forvitnilegar myndir, Music for December - Skammdegis- tónar, eftir Ivan Dykhovichny og The Lion With the White Beard - Grá- skeggjaða Ijónið, sem leikstýrt er af Andrei Khrzhanovsky. Ef hafðar eru í huga þær gráglettnu myndir sem Rússar hafa gert á undanförnum árum væri ekki ónýtt ef íslenskir bíóstjórar sæu sér fært að kaupa þessar til landsins. Einsog fram kemur annarstaðar voru íslenskir kvikmyndahúsamenn þegar búnir að kaupa sýningarrétt nokkurra rnynda sem sýndar verða á Cannes í ár. Það er einkum Regn- boginn og Háskólabíó sem leita fanga á þessi mið og er það örugg- lega ósk flestra kvikmyndaunnenda að hlutfall evrópskra mynda hækki frá því sem er, með fullri virðingu fyrir hinum ómissandi bandarísku afþreyingarmyndum. Heimild: Variety. Tveir úr hópi efnilegustu leikstjóra Frakka af yngri kynslóðinni eiga myndir í aðalkeppninni. Það eru Xavier Beauvois með N’ oublie pas que tu vas mourir (Gleymdu ekki að þú ert feigur) og Mathieu Kassovitz fjallar um hatrið í Le Haine. Hér mun ljúka langri bið eftir mynd frá kunnasta leikstjótra Grikkja, Theo Angelopoulus, því hin langa og dýra (á grískan mælilvarða, a.m.k.) The Glance of Ulyssies verð- ur frumsýnd á hátíðinni. Harvey Keitel fer með aðalhlutverkið, grísk- an leikstjóra sem snýr aftur á heima- slóðir eftir langar fjarvistir í Amer- íku. Frá Malí kemur Souleymane Cisse með Waati, ádeiluverk um að- skilnaðarstefnuna. Eftir áberandi hlutdeild á Cannes í fyrra eru ítalir fjarri góðu gamni í ár en Portúgalar eiga hinsvegar eina mynd, O Con- vento, eftir hinn 87 ára leikstjóra, Manoel de Oliveira. Frá Belgíu kem- ur Between the Devil and the Deep Blue Sea, gerð af Marion Hansel með íranum Stephen Rea í aðalhlut- verki. Enga mynd verður að finna frá Rómönsku Ameríku, Jacob kvaðst ekki hafa séð neina úr þeirri áttinni sem hann hefði talið boðlega á hátíð- ina. Sömu sögu að segja frá Ástral- íu. Norðurlandabúar eiga hinsvegar tvær myndir á „Tveim leikstjóravik- um“. Asíumenn eiga sína fulltrúa í aðalkeppninni og fyrsta skal fræga telja Shanghai Triad, nýjustu mynd Kínverjanna Zhangs Yimou leik- stjóra og hinnar undurfögru og hæfi- leikaríku fyrrum konu hans, leikkon- unnar Gong Li. Það kæmi ekki á óvart þó Shanghai þrennan eigi eftir að ná langt í ár. Tævanski leikstjór- inn Hou Hsiao-hsien er hátíðargest- um að góðu kunnur, framlag hans í ár nefnist Haonan Haounu og hinn gamalkunni, Japanski leikstjóri, Masahiro Hsinoda á Sharako, mynd um leturgrafara sem uppi var á 18. öld. eftir langar flarvistir frá tjaldinu. Af öðrum, forvitnilegum myndum má nefna palestínsku myndina The Tale of Three Diamonds - Sagan af eðalsteinunum, sem fjallar um ungan dreng á Gaza-ströndinni sem lætur sig dreyma um betra líf í henni Ameríku. Leikstjóri er Michel Khleifi. Norska myndin Eggs er fjölskyldu- drama sem gerist í nútímanum, fyrsta mynd Bents Hamer. The White Ball - Hvíta kúlan nefnist önnur mynd frá arabalöndum, gerð af írananum Jafar Pahani. VIKA ALÞJÓÐLEGRA GAGNRÝNEIMDA Hér er einkum að finna myndir sem að öllu jöfnu sjást ekki annars- staðar en á kvikmyndahátíðum. Því vekur þátttaka Mute Witness, fyrstu myndar Þjóðveijans Anthony Wall- ers, talsverða athygli. Hún er talin eiga framtíð fyrir sér á almennum sýningum og dreifingarrétturinn þegar verið keyptur af Sony. Þögult vitni er öll tekin í Moskvu og fjallar um bandarískan kvikmyndaleikstjóra sem lendir i útistöðum við rússnesku mafíuna. Frá flæmska hluta Belgíu kemur Manneken Pis eftir Frank Van Passel og vakti hún mikla athygli á Berlínarhátíðinni. Þetta er dökk ást- arsaga sem fékk einstakar móttökur í heimalandinu. Fjórði valhópurinn heitir á frönsku Un Certain Regard, hér er semsagt að finna myndir sem eru allrar at- hygli verðar og ræðst valið meira af listrænum áherslum en í aðal- keppnina. Opnunarmyndin, Georgia, er kanadísk mynd gerð af Ulu Gros- bard með Jennifer Jason Leigh í aðalhlutverkinu. Hin bandaríska Things to do in Denver When You are Dead - Þetta gerum við í Den- ver eftir dauðann, eftir nýliðann Gary Fleder, hefur þegar verið keypt til landsins. Myndin er blanda af svartri gamanmynd og hasar og leik- aravalið er athyglisvert því hér leiða SUMARBÚÐIR Skákskóla íslands stendur fyrir sumarbúðum - í Reykholti í Biskupstungum dagana 18. - 23. júní 1995. Aðaikennari verður Helgi Ólafsson, stórmeistari. Einnig verður íþróttakennari og fleiri skákkennarar til aðstoðar. Börnum og unglingum á aldrinum 8 -15 ára er heimil þátttaka, og verður hámarksfjöldi 30. Námskeiðsgjald verður kr. 14.800og er innifaiið í því ferðir til og frá Reykholti, uppihald á staðnum, kennsla og kennslugögn. Nemendur þurfa að hafa með sér svefnpoka. Brottför verður frá húsnæði skólans í Faxafeni 12, Reykjavík, sunnudaginn 18. júní kl. 16.00. Komið verður til baka á sama stað föstudaginn 23. júní kl. 18.00. Skráning fer fram á skrifstofu skólans virka daga kl. 10 -13 í síma 91-689141 og bréfsíma 91-689116. Frestur til að skrá sig í búðirnar rennur út 2. júnínk. ATHUGIÐ að fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 30, og eins verður ekki af námskeiðinu, nema næg þátttaka fáist. axegi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.