Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VJEG JARÐARFÖR OG UPPRISA Pétur Þorsteinsson verður vígður til prests í dag og hefur verið ráðinn til Óháða safnað- arins í Reykjavík. Guðni Einarsson ræddi við Pétur í tilefni af því að með vígslunni er fullnægt 15 ára gömlum áformum. Þá gaf Pétur yfírlýsingu um að þegar hann yrði fertugur færi fram vægjarðarför. Ovanir viðmælendur Pét- urs hnjóta um margt sem honum hrýtur af munni. Því hafa kunn- ingjar hans gefið út Pétrísk- íslenska orðabók með alfræðiívafi allt frá 1988 og er 8. útgáfa ný- komin út. í nýjustu útgáfunni seg- ir um Væga jarðarför: Það sem Pétur Þorsteinsson ætlar að koma í verk á 40 ára afmæli sínu, sem nálgast æ meir, þar sem hann er fæddur 5/5 ’55; 1. kvænast, 2. skíra krógann, 3. kaupa kofa, 4. halda upp á afmælið, 5. vígjast til prests. Fæstir áttu von á að þetta mundi allt rætast og tímamótun- um því líkt við vægajarðarför. „En af því að þetta hafðist nú allt í gegn fínnst mér þetta frekar í ætt við upprisu en jarðarför,“ segir Pétur. Pétur kvæntist Helgu Briem menntaskólakennara 6. maí síð- astliðinn. Hún á tvö böm, eða smánda á pétrísku, og verður það yngra vatni ausið nú um helgina. Pétur segir að síðari heimsstyij- öldinni sé um að kenna að prests- vígslan og hjónavígslan (svipting- in) fóru ekki fram um sömu helgi. Helgina sem Pétur var sviptur sjálfsforræði var minnst hálfrar aldar afmælis stríðsloka og Dóm- kirkjan hersetin af helstu dánu- mönnum landsins. Skörp grínathygli Sviptingin (giftingin) í Nes- kirkju þótti um margt óvenjuleg. Athöfnin hófst á brúðarmarsinum en fljótlega var skipt yfir i Vér göngum svo léttir í lundu .... Meðan kirkju- gestir sneru sig nær úr hálsliðnum við að bíða eftir inngöngu brúðar leiddu fjórir prestar brúðgumann úr skrúðhúsinu að altarinu en brúðurin sat á fremsta bekk. Prestarnir fluttu samtalsprédikun ásamt brúðgumanum og kirkju- gestir bæði hlógu og klöppuðu undir ræðunni. Að vígslu lokinni valhoppuðu brúðhjónin úr kirkju undir laginu Nú er sumar, gleðjist gumar, gaman er í dag. Fjórðungi úr þúsundi gesta var síðan boðið til kviðfylli í Hlégarði þar sem borðin svignuðu undan hverskonar bændablessun (landbúnaðarafurð- um) og randabrauði af öllu tagi. Pétur hefur löngum lífgað upp á tilveruna með aldeilishreint óborganlega kátlegum uppátækj- um og beitt í þeim tilgangi sívök- ulli grínathygli. Frá því hann lauk guðfræðinámi 1983 og framhalds- námi í Svíþjóð og Kanada hefur hann verið í fullu starfí við Elli- heimilið Grund og gjarnan titlað sig æskulýðsfulltrúa þar á bæ. Einnig hefur Pétur sinnt kristi- legri innrætingu ungviðis í kirkj- um og sumarbúðum víða um heim. Þess utan hefur hann verið síþan- in driffjöður fyrirbæra á borð við Guðsgeldingagengið og Landsliðið og kjölfesta Blíðkáta blaðkaupafé- lagsins og Síkáta systkinasamfé- lagsins í Þingholtsstræti 33. Bændasamtakamaður Þegar blaðamaður hitti Pétur að máli vegna þessara stóratburða í lífi hans bauð Pétur upp á svart- baunaseyði (kaffí) og randabrauð. Eftir aldeilis hagstæða kviðfylli var viðmælandinn inntur eftir ætt og uppruna. „Ég er undan þeim Þorsteini kennara Péturssyni og Ástu Hans- dóttur á Hömrum í Reykholtsdal, þau starfa bæði við skólann á Kleppjárnsreykjum. Faðir minn er ættaður frá Miðfossum í Andakíl og móðir mín frá Hömrum. Ég er því Borgfirðingur í báðar ættir og mikill bændasamtakamaður að auki.“ Stuðningur Péturs við bændasamtökin kemur helst fram í því að ota afurðum landbúnaðar- ins að gestum sínum í tíma og ótíma. Hann efnir reglulega til andlitaáts (sviðaveislu) og gjaman fylgir bráðabrauð (vöfflur) með himneskri sælu (ijóma) í eftirmat. Þetta þykir Pétri fýsi- legri kostur en það sem fá má á ruslréttastöðum (skyndibitastöðum) sem bjóða upp á aumingja- brauð (franskbrauð), graut og gras (súpu og salat) og pottorma (spaghetti) svo fátt eitt sé nefnt. Áætlunin stóðst Pétur segir ástæðu þess að hann gerði fyrrnefnda áætlun þá að fólk var alltaf að spyija hvort hann ætlaði ekki að fara að festa ráð sitt, láta vígjast til prests og kaupa sér húsnæði. „Ég sagðist bara ætla að gera þetta þegar ég yrði hálfáttræður og það stóðst," segir Pétur. „Ég fól þetta Drottni og það var auðvitað ljóst að líkumar á því að öll fimm atriðin gengju upp voru hverfandi, svona mann- lega talað.“ Pétur segir að það hvemig leiðir hans og eiginkon- Brúðhjónin valhoppuðu úr kirkju Hempan mátuð ÞAÐ fylgir prestsvígslunni að láta sauma á sig hempu. Morgunblaðið/RAX unnar lágu saman sanni það að vegir Guðs era órannsakanlegir. „Við hittumst á flugvelli fjölmenn- ustu borgar í heimi, Mexíkó, þar sem búa 22 milljónir manna. Helga var með Önnu systur sinni sem ég kannaðist við en við Helga höfðum aldrei sést áður.“ Helga var að koma til Mexíkó vegna dánarbús fyrri eiginmanns hennar, hún bjó í Mexíkó í 12 ár. Pétur var á leið í alþjóðlegar sumarbúðir með fjögur íslensk börn. Þegar þau vora bæði komin heim til Islands bauð Pétur Helgu að koma í bæna- og biblíuleshóp sem hann hefur verið með og þar tókust með þeim ástir. Þau hjónakomin hafa keypt kofa vestur í bæ en flytja ekki inn fyrr en eftir mánuð. „Við erum afskaplega til fyrirmyndar að hefja ekki hjónalífið fyrr en mán- uði eftir sviptingu," segir Pétur hlæjandi. „í blaði um daginn var Helga titluð sambýliskona mín, en það er alrangt. Hún býr ein og er því sérbýliskona mín. Ég er hins vegar með tvær sambýliskon- ur, hana systrungu mína og vin- konu hennar, sem hafa búið með mér áram saman í Síkáta systkina- samfélaginu." Frjáls og óháður Þegar Pétur gerist prestur gengur hann úr þjóðkirkjunni og í Óháða söfnuðinn sem er lúthersk fríkirkja í Reykjavík, stofnuð 1950. í söfnuðinum eru rúmlega þúsund manns og segir Pétur held- ur hafa fækkað í hópnum á seinni áram. Sú regla var í gildi að ef safnaðarfólk flutti úr Reykjavík datt það sjálfkrafa af safnaðar- skrá. Fyrir þremur árum var þess- ari óréttlátu reglu breytt og nú getur safnaðarfólk verið búsett hvar sem því sýnist. „Það er eng- inn munur á Óháða söfnuðinum og ríkiskirkjunni í kenningu eða messusiðum," segir Pétur. „Söfn- uðurinn er hins vegar mjög dreifð- ur og það endurspeglast í safnað- arstarfinu. Það er augljóslega erf- iðara að byggja upp bama- og unglingastarf í dreifðum söfnuði en ef sóknarbörnin eru við kirkju- vegginn." Prestsþjónustan í Óháða söfn- uðinum telst vera hálft starf og mun Pétur áfram vera hjá Elli- heimilinu Grand í hálfu starfi. „Ég vil ekki missa tengslin við þetta elskulega fólk hér og austur í Ási í Hveragerði sem ég hefí verið með í tólf ár.“ Pétur segist meta það mikils að fá að taka þátt í því starfi sem unnið er á Grand og hjálpa þannig til við að halda uppi merki Gísla heitins Sigurbjöms- sonar. Hægfara í hempunni En er hjúskapur og prestsþjónusta jafn mikil svipting og Pétur átti von á? „Ja, maður hleypur ekki eins langt í hempunni og maður hefur gert fram að þessu. Fjölskyldan og vígslan setja manni að ein- hveiju leyti skorður, en það er lík- lega kominn tími á mig að huga að þessum málum. Mamma var mjög glöð þegar þetta fór að ger- ast og heyrast. Það hefur líka tek- ið tímann sinn að venja mig und- an, fast að 40 árum.“ En hvað verður um hið blómlega félagsstarf sem Pétur hefur staðið fyrir í gegnum tíðina, svo sem Guðsgeldingagengið, blaðkaupa- félagið og fleira? „Það verður eflaust eitthvað framhald á því á nýjum vígstöðvum. Ég verð vænt- anlega rekinn úr Guðsgeldinga- genginu samkvæmt hefð. Ég hef haldið þeim félögum mínum ket- kveðjuhátíð sem sérhver Guðs- geldingur verður að gera eftir þriggja mánaða samband við kvenmann. Annars hefur ekkert gerst í þessum félagsskap síðan ég féll fyrir ári. Það vantar meiri baráttuvilja í þá sem eftir sitja. Ég er tilbúinn til að vera þeim til ráðgjafar sem maður með reynslu. Það er geysimikið til af ósviptum vænum (konum). En það er eins og fyrri daginn, það sem maður vill ekki það fær maður og öfugt.“ En hvað hefur þetta félagsstarf gefið Pétri? „Maður hefur kynnst fólki í gegnum þetta og það kem- ur sér vel í prestsstarfinu sem er mikið til fólgið í tengslum við fólk. Mér hefur stundum sýnst að eitt helsta starfstæki heilags anda sé randabrauð og ijómi, því það kem- ur svo miklu fleira fólk í kirkjuna þegar eitt- hvað svoleiðis er á borð- um eftir messu. Það er auðvitað fyrst og fremst heilagur andi sem hvet- ur fólk til að ganga í kirkju og að menn trúi á Jesú sem frelsara sinn og leiðtoga. Allir þeir sem eru skírðir eiga að fylgja Jesú eftir og sýna það og sanna.“ Pétur segist ekki vera reiðubú- inn að gefa neinar yfirlýsingar um nýbreytni í safnaðarstarfínu. „Ég leitast við að fylgja í fótspor þeirra ágætu manna sem þarna hafa þjónað á undan mér og nýt þess sem þeir hafa sáð til. Það verður að koma í ljós í hvaða farveg starf- ið þróast, en eitthvað þarf að gera til að halda söfnuðinum við og vinna að fjölgun í honum.“ Að svo mæltu þótti tímabært að kveðja, og að sjálfsögðu upp á pétrísku: Kjell fyrir! Kirkjugestir bæði hlógu og klöppuðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.