Morgunblaðið - 21.05.1995, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 21.05.1995, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ1995 . B 29 Skemmtanaiðnaður er ein- mitt rétta orðið. í Banda- ríkjunum er hann stóriðja. Einn stærsti útflutnings- vegur landsins er skemmtiefni, af- þreying fyrir jarðarbúa í kvik- myndahúsum, sjónvarpi, tónlist, tölvuleikjum, myndböndum, bók- um, tímaritum og hverri annarri afþreyingu sem er. Skemmtanaiðn- aður er orð við hæfi, ekki síst af því að fæst af iðnaðarvarningnum tengist alvarlegri listsköpun. Holly- wood er þekktasta og skýrasta birt- ingarform iðnaðarins enda kölluð (drauma)verksmiðja frá upphafi þar sem afþreyingarmyndir eru framleiddar á færiböndum. Vinsælir spennusöguhöfundar eru litlar, sjálfstæðar verksmiðjur í skemmtanastóriðjunni. Þeir geta sér nafns í byijun fyrir góðan skemmtivarning og þegar þeir eru komnir í gang fyrir alvöru tekur verksmiðjuiðnaðurinn þá uppá arma sína, borgar óheyrilegan pen- ing fyrir kvikmyndaréttinn og gerir höfundana að litlum fyrirtækjum sem brátt velta milljörðum ís- lenskra króna. Slíkir höfundar eru Stephen King, Michael Cric- hton, Tom Clancy, Thomas Harris, John Grishman og fleiri. Sá síðastnefndi hef- ur nú sent frá sér nýja bók, „The Rainmaker", sem þegar er komin í efsta sæti bandarísku vinsældalistanna og þeg- ar verksmiðjan í Holly- wood bauð sex milljónir dollara fyrir réttinn til að kvikmynda hana, hafnaði hann því og vildi meira. Þetta eru höfundar sem fá orðið viðlíka laun og kvikmyndastjörnurnar í Hollywood og eru ekki síður eftirsóttir. Samkvæmt úttekt í banda- ríska vikublaðinu „Time“ er einsmanns verksmiðjan John Grisham hreinasta gullnáma. Iðnaðurinn í kringum hann virðist takmarka- laus. Nýja bókin var prentuð í 2,8 milljónum eintaka, sem er nýtt met bókadeildar skemmtanaiðnað- arins vestra. Þegar Grisham buðust Skemmtana- iðnaður John Grisham. höfundurinn John Grisham hefur sent frá sér nýja viðbót í skemmtanaiðnaðinn vestra, segir Amald- ur Indriðason. Barist er um kvikmyndarétt uppá milljónir dollara o g Grisham horfír á, ríkur o g frægur og eftirsóttur. ENN EIN FRÁ GRISHAM Bandaríski metsölu- „aðeins" sex milljónir fyrir kvik- myndaréttinn tók hann bókina úr umferð enda hafði hann fengið sömu upphæð fyrir kvikmyndarétt fýrstu bókar sinnar, „A Time to Kill“. Reyndar hafði hann varið hana ágangi framleiðendanna í Hollywood árum saman. Hún var fyrsta bókin og hann hafði efa- semdir um kvikmyndaútgáfu henn- ar en dollarinn er ósigrandi í samn- ingum. Grisham hefur aðeins skrif- að metsölubækur og hver þeirra hefur selst helmingi meira en sú næsta á undan. Alls hafa selst um 55 milljónir eintaka samtals af sex bókum hans. Hollywood hefur gert þijár stórmyndir eftir helmingi þeirra (Fyrirtækið, Pelikanaskjalið, Umbjóðandinn) og hagn- ast um rúman hálfan milljarð dollara á þeim. Tvær myndir í viðbót eru í framleiðslu og um síðir á einhver eftir aðkaup- a„The Rainmaker" á 7,5 milljónir dollara. Höfum það sléttar átta. Grisham hefur áður lát- ið undan Hollywoodveld- inu en hann hefur lengi verið ósáttur við það, þeirri frægð sem fylgir Hollywood- kerfinu og meðferð þess á bókum hans. Þess vegna er grein í samn- ingum um kvikmyndun „A Time to Kill“, sem kveður á um að hann ráði endanlegri gerð handritsins. Og það er ekki laust við að hann sé farinn að njóta myndmiðilsins upp á síðkastið. Höfuðkeppinautur hans, Michael Crichton, hefur búið til vinsælustu sjónvarpsþáttaseríu dagsins vestra uppúr sögum af bráðamóttöku á stóru sjúkrahúsi, sem hann byggir að einhveiju leyti á eigin reynslu sem læknir. Gris- ham verður ráðgjafi við nýja sjón- varpsþáttaseríu sem CBS-sjón- varpsstöðin ætlar að ráðist í og byggir á Umbjóðandanum. Einnig berast þær fréttir að vestan að hann sé að vinna við kvikmynda- handrit um lögfræðing í örmum voðakvendis. Þannig rýkur úr öllum strompum Grishamverksmiðjunn- ar. Eins og kunnugt er byggir Gris- ham veldi sitt á lagaþekkingu. Hann er menntaður lögfræðingur og starfaði við lögfræði í níu ár í smábæ skammt frá Memphis í Tennessee áður en liann gerðist metsöluhöfundur. Hann sýndi strax með fyrstu bókinni að hann hefur hæfileika til að nýta sérþekkingu sína í spennusögugerðinni. Hann datt niður á formúlu þar sem ein- angraður einstaklingur á í baráttu uppá líf og dauða gegn ofurefli eins og maflunni, stjórnvöldum eða Ku Klux Klan. Persónur hans eru einlitt safn hetjulegra kappa og bófa sem einskis svífast en Grisham er leikinn í að drífa frásögnina hratt áfram og mynda spennu sem honum tekst að halda næstum til loka því sannast sagna hefur hann átt í mestum brösum með að klára sögumar sínar. Nýja sagan snýst um nýútskrif- aðan lögfræðing, sem lendir í bar- áttu gegn risavöxnu tryggingafé- lagi. Rudy Baylor reynir. hvað hann getur að finna sér eitthvað að gera þegar hann kemst yfir mál um mann sem lést úr hvítbl- æði en hefði jafnvel getað lifað af ef tryggingafyrir- tæki hans hefði staðið við sitt. Þar með er komin enn ein sagan af litla mannin- um gegn ofureflinu. Svo virðist sem Grisham hafi formúluna sína úr mynd- um kvikmyndaleikstjórans Frank Capra, sem sérhæfði sig í sögum af lítilmagnanum í baráttu við spillt máttarvöld. Ljóst er a.m.k. að þetta er eitthvað sem selur og selur grimmt. Grisham hefur oft kvartað undan frægðinni og sagt hann vilji vera í friði fyrir henni. Hann veitir sár- afá viðtöl og áritar bækur helst ekki nema í bókabúðum sem áður tóku honum vel þegar hann keyrði eintök af fyrstu bókinni sinni um Suðurríkin. Ekki hafa allir gagn- rýnendur tekið honum fagnandi og honum hefur verið strítt fyrir lélega persónusköpun, léleg samtöl og lé- leg endalok. Einn sagði: „Skáld- saga eftir Grisham er skyldust bæklingum þeim sem þú finnur aftan á sætisbökum farþegaflug- véla.“ Sveitungi hans skrifaði með annan sveitunga, William Faulkn- er, í huga: „Grisham er afstyrmi og þversögn í langri sögu Miss- issippihöfunda, sá versti og ríkasti, sá ómerkilegasti og sá vinsælasti.“ Grisham kippir sér varla upp við svona lagað. Hann hefur um annað að hugsa. Það verður að halda verk- smiðjunni á fullum afköstum þegar eftirspurnin er svona gríðarleg. Nýjasta við- bótln „The Rainmaker". Aðalstöðvar KFUM og KFUK Holtavegi 28 Samkoma í dag kl. 17.00. Fagn- ið þvi . .. 1. Pét. 1:3nn. Ræðu- maður: Sr. Ólafur Jóhannsson. Barnasamverur á sama tfma. Við grillum pylsur eftir samkomuna. Allir velkomnir. Samkoma i Breiðholtskirkju ( kvöld kl. 20. Séra Magnús Björnsson predikar. Mikil lof- gjörö og fyrirbænaþjónusta í lok samkomu. Allir velkomnir. „Syngið Drottni nýjan söng, syngið Drottni öll lönd.“ (Sálmur 96). Grensásvegi 8 Samkoma og sunnudagaskóli kl. 11. Agnar Westli frá Bergen í Noregi prédikar. Allir hjartan- lega velkomnirl Sjónvarpsút- sending á OMEGA kl. 16.30. VEGURINN ^ r Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Morgunsamkoma og barnastarf kl. 11.00. Ræðumaður Jeffrey Whalen. Samkoma kl. 20.00, ræðumaður Hjálmar Jóhanns- son. Allir hjartanlega velkomnir. Nýja postulakirkjan, Ármúla 23, 108 Reykjavík. Guðsþjónusta alla sunnudaga kl. 11.00. Verið hjartanlega velkomin. Kristið samiélag Samkoma í Góðtemplarahúsinu, Suðurgötu 7, Hafnarfirði, í dag kl. 16.30. Allir velkomnir. KvenfélagiA Heimaey heldur aðalfund í Skála, Hótel Sögu, á morgun mánudaginn 22. maí kl. 20.30. Mætið hressar og kátar. Stjórnin. Somhjólp Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, i dag kl. 16. Mikill og fjölbreyttur söngur. Samhjálparkórinn tekur lagið. Barnagæsla. Ræðumenn: Björg Lárusdóttir og Þórir Haraldsson. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Þriðjudagur: Hópastarf. Miðvikudagur: Viðtöl ráðgjafa kl. 10-16. Uppstigningardagur: Samkoma kl. 16.00 í umsjón Kirkju- lækjarkotsmanna. Sunnudagur: Samkoma kl. 16.00. Samhjálp. Frá Sálar- i Cf rannsókna- félagi íslands Breski miðillinn Iris Hall, starfai fyrir félagið frá 22. mai-2. júní. Hún er sannana- og spámiðill og notast við Tarrodspil í lestr- um símun. Iris hefur komiö til (slands sl. 12 ár og skilaö frá- bærum árangri. Einnig starfar hjá félaginu breski huglæknirinn Joan Reid. Hún býður uppá eiknafundi til 2. júni. Hún hefur komið til (slands um 30 ár. Upplýsingar og bókanir eru I simum 551-8130 og 561-8130. Stjórnin. §Hjálpræðis- herinn y Kirkjustræti 2 100 ára afmæli Hjálp- ræðishersins á íslandi Kl. 10.30 helgunarsamkoma, kl. 16.00 tónlistarsamkoma, kl. 20.00 hjálpræöissamkoma. Samkomurnar verða í Fíladelfíu, Hátúni 2. Sérstakir gestir: Herráðsfor- maður Earle Maxwell og frú Wilma, Kommandör Edward og Margaret Hannevik og Clyde- bank Citadel Band frá Skot- landi. Allir eru hjartanlega vel- komnir. AiiJdri’fcfcu 2 . Kópiuwnr Sunnudagur: Samkoma í dag kl. 16.30. Þriðjudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Laugardagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Hallveigarstíg 1 .slmi 614330 Dagsferð sunnud. 21. maí Kl. 10.30 Kjalarnestangar. Dagsferð fimmtud. 25. maf Kl. 10.30 Básendar-Ósabotnar. Dagsferð sunnud. 28. maí Kl. 10.30 Festarfjall. Brottför frá BSÍ, bensínsölu, miðar við rútu. Einnig uppl. í textavarpi kl. 616. Ferðir um hvítasunnuna: 2.-5. júní Öræfajökull. 2. -5. júní Skaftafell - Öræfa- sveit. 3. -5. júní Breiöafjarðareyjar - Flatey - Fuglaskoðun. Upplýsmgar og miðasala á skrif- stofu Útivistar. Útivist. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía 100 ára afmælishátið Hjálp- ræðishersins á fslandi haldin í Fíladelfiu. Dagskráin í dag: Kl. 10.30. Helgunarsamkoma. Kl. 16.00Tónlistarsamkomafyrir alla fjölskylduna. Kl. 20.00 Hjálpræðlssamkoma. Fjölmennum é 100 ára afmælis- hátíð Hjálpræðishersins. Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Sunnudaginn 21. maí kl. 10.30 Hengill, göngu- og skiðaferð. Við frestum gönguferð á Hestfjall í Grímsnesi. Gönguferð í fallegu umhverfi - síöasta skíðagöngu- ferðin í ár, notið tækifærið! Kl. 13.00 Gengið um Suður- ferðagötu niður í Ölfus. fbúar í ofanverðri Hjallasókn (ölfusi) fóru Suðurferóagötu, þegar þeir fóru til Reykjavíkur. Því fékk hún nafnið. Verð kr. 1.200,- Frítt f. börn. Brottför frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin og Mörk- inni 6. Miðvikudaginn 24. maí kl. 20.00 verður gengið frá Gufunesi að Blikastaðkró (kvöldferð). Fimmtudaginn 25. mai kl. 13.00 Kaldársel - Vatnsskarð. Nátt- úruminjagangan 6. áfangi. Sig- mundur Einarsson, jarðfræðing- ur verður með í för. Þá verða eftir aðeins tveir áfangar og göngunni lýkur 25. júní á Sela- töngum, en þá liggur að baki löng leið þ.e. frá Seltjarnarnesi þar sem ganga hófst 23. apríl. Munið Hvítasunnuferðirnar Þórsmörk, Öræfajökull, Öræfi, Snæfellsnes, Snæfellsjökull, Fimmvörðuhóls, Tindajökull og Aðalvik. Feröafélag (slands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.