Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 9 FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir Sjaldgæf sjón á Austurvelli ÞAÐ var ekki að sjá að Jóni Sig- urðssyni brygði í brún þegar hann fékk keppinaut um athygli vegfaranda á Austurvelli í góða veðrinu í gær. Hann leit ekki einu sinni við. Stúlkan var hin rólegasta þar sem hún las í blaðinu sínu og viðurvist mannsins á bak við hana truflaði hana ekki agnar- ögn. Þó sat hún þar sem flestir vildu vera í einrúmi. Uppákoman var hluti spuna- þáttar á vegum Götuleikhúss Hins hússins. Götuleikhúsið til- heyrir Leiksmiðju Hins hússins þar sem ungt fólk, 16-25 ára, vinnur að listsköpun undir hand- leiðslu Rúnars Guðbrandssonar, leikstjóra. Grillbakkar - 5 stk. Hraðgrill - tvöfalt Eldsnöggu kolin Alagningarskrár opinberra gjalda Fjölmiðl- ar hafa aðgang í tvær vikur Á NÆSTUNNI verða álagningar- skrár vegna opinberra gjalda lagð- ar fram og samkvæmt lögum hef- ur almenningur aðgang að þeim í tvær vikur. Tölvunefnd hefur sent frá sér fréttatilkynningu af þessu tilefni þar sem segir að aðgangur fjöl- miðla að skránum verði ekki tak- markaður og engar skorður settar á birtingu efnis þeirra á meðan þær eru aðgengilegar almenningi. Eftir þann tíma er hins vegar far- ið eftir almennum reglum um skráningu og meðferð persónu- upplýsinga, en samkvæmt þeim er óheimilt að skýra frá upplýsing- um er varða einkamálefni einstakl- inga nema með samþykki viðkom- andi eða með sérstakri heimild tölvunefndar. Vernda persónulegar upplýsingar Sigrún Jóhannesdóttir hjá tölvunefnd segir að málið eigi sér langa forsögu og hafi valdið deil- um. „Kjarni málsins er sá að við lítum svo á að aðgangur fjölmiðla sé heimill í'þessar tvær vikur sam- kvæmt sérákvæði í lögum. Utan þess tíma erum við að vernda pers- ónulegar uppiýsingar. Ég vil einn- ig benda á að hér er einungis um að ræða álagningarskrána en ekki skattskrána sem allir hafa aðgang að hvenær sem er.“ efþw þarir á þjónustustöðvum Olís í Reykjavík og á Akureyri Partýkolin - 3 kg. Hraðgrill - einfalt þjónarþér. Ríkisstjórnin samþykkir aðstoð vegna neyðarástands Tvær milljónir vegna jarð- skjálfta á Sakhalín-eyju RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að veita allt að tveimur milljónum króna til aðstoðar fórnarlömbum jarðskjálftanna á Sakhalín-eyju. Er- indi utanríkisráðherra var samþykkt á ríkisstjórnarfundi á föstudags- morgun. í erindi ráðherra kemur fram að Mannúðarskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hafi komið á framfæri við Fastanefnd íslendinga í Genf upplýs- ingum um þörf fyrir aðstoð við fóm- arlömb jarðskjálftanna á Sakhalín- eyju í lok maí. Þá hafi Fastanefnd íslands hjá Atlantshafsbandalaginu borist beiðni rússneskra yfirvalda um aðstoð vegna jarðskjálftanna í samræmi við ákvæði samkomulags Atlantshafsbandalagsins við Rúss- land um Samstarf í þágu friðar. Aðstæðum líkt við ísland Fram kemur að í borginni Nefteg- orsk, sem verst varð úti í hamför- unum, hafi búið 2.997 manns. í jarð- skjálftanum hafi 406 manns slasast, þar af 40 börn, og 1.380 manns lát- ist, þar af 217 börn. Einkum sé far- ið fram á aðstoð í formi lyfja og hjúkrunargagna auk matvælaað- stoðar. „í ljósi þess samkomulags sem Atlantshafsbandalagið og Rúss- land gerðu nýlega um Samstarf í þágu friðar er mikiivægt að að- stoðarbeiðni rússneskra yfirvalda verði tekið með velvilja. Þá ber að hafa í huga að íslendingar þekkja vel til afleiðinga hörmulegra nátt- úruhamfara og því við hæfi að sýnd- ur verði stuðningur í verki við íbúa þessa litla þorps á Sakhalín-eyju, sem búa við aðstæður frá náttúrunn- ar hendi sem eru um margt líkar því sem hér gerist," segir m.a. í er- indinu. POSTUR OG SIMI Til 0? I#*’' m vkjk** Er bmökaup, barnsfœöing eöo afmœli hjó œltini>ju!n eöa vinum í dagV Heillaskeyti Pósts og síma henta viiS öll tœkifœri og eru falleg kveöja ó góbym stundum. Tekiö er á móti símskeytuin í Oó allan sólarhringinn. f í ,,V, iVWk; i |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.