Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 35 I DAG n KÁRA afmæli. Á I Omorgun, sunnudag- inn 16. júlí, verður sjötíu og fimm ára Ásta Sigrún Hannesdóttir, Skálagerði 13. Eiginmaður hennar er Óskar M.B. Jónsson. Þau taka á móti gestum í Engj- aseli 52, Reykjavík á morg- un, afmælisdaginn, milli kl. 15-18. BRIDS llmsjön Guómundur Páll Arnarson BRIDSLÍF er vel skipulagt í Hollandi og alþjóðleg mót tíð. Sem þarf ekki að koma á óvart, því keppnisspilar- ar þar í landi eru vel á annað hundrað þúsund. Skömmu fyrir EM í Vil- amoura fór Schiphol-mótið fram í níunda sinn, en það er opið alþjóðlegt mót, sem Islendingar hafa oft tekið þátt í. Hollenska landsliðið fór með sigur af hólmi í þetta sinn eftir harða bar- áttu við sveit frá ísrael. Hér er spil frá mótinu: Norður ♦ ÁDG3 V ÁD1082 ♦ G8 ♦ 72 Vestur ♦ K7654 T 543 ♦ D54 ♦ G9 Austur * 1082 V KG76 ♦ K1032 ♦ Á5 Suður ♦ 9 ¥ 9 ♦ Á976 ♦ KD108643 Eftir opnun á tígli, varð De Boer (einn heimsmeist- ara Hollendinga, sem þó var ekki í liðinu nú), sagn- hafi í 5 laufum. Hann fékk út tígulfjarka, lét lítið úr borði og dúkkaði tíu aust- urs. Til að koma í veg fyr- ir tígultrompanir í blind- um, skipti austur réttilega yfir í iaufás og meira lauf. De Boer hugsaði málið vandlega og ákvað síðan að gera ráð fyrir spaða- kóngi í vestur, en þá fæst tíundi slagurinn með svín- ingu og sá ellefti með tvö- faldri kastþröng. Eftir nokkur tromp í viðbót var staðan þessi: Norður ♦ ÁDG V ÁDIO Vestur ♦ G ♦ - Austur ♦ K765 ♦ 102 T 5 IIIIH V KG7 ♦ D5 ♦ K3 * - * - Suður ♦ 9 T 9 ♦ Á97 ♦ 64 rr/\ÁRA afmæli. I dag, | V/laugardaginn 15. júlí, er sjötugur Barði G. Jónsson, skipstjóri, Bræð- ratungu 34, Kópavogi. Hann er staddur erlendis um þessar mundir. SKAK De Boer tók nú hjartaás og trompaði hjarta. Spilaði síðan síðasta laufinu. Vestur varð að hanga á kóng þriðja í spaða, svo hann neyddist til að fara niður á blanka tíguldrottn- ingu. Þá var spaðadrottn- ingu svínað og spaðaásinn þvingaði loks austur í •hjarta og tígli. Umsjón Margcir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp í flokki 14 ára og yngri á Evrópu- móti barna og unglinga í Verdun í Frakklandi. Ung- r? /\ÁRA afmæli. Mánu- | \/daginn 17. júlí nk. verður sjötugur Kristinn Kristjánsson, Skólabraut 1, Hellissandi. Hann verð- ur að heiman á afmælisdag- inn. veijinn Peter Acs (2.370) var með hvítt, en Bragi Þorfinnsson (2.170) hafði svart. 17. Rxf6+! - Rxf6 18. Bxf6 - Bxf6 19. Hxe6+ — Be7 (Eða 19. - Kf7 20. Bc4) 20. Re5 — Hf8? (Leikur sig beint í mát en staðan var töpuð. Besta til- raunin var e.t.v. 20. — 0-0!? en þá vinnur hvít- ur með 21. Dg4-l— Kh8 22. Hh6) 21. Bg6+! og svartur gafst upp því eftir 21. — hxg6 22. Dd7 er hann mát. Bragi var langt frá sínu besta í þessari skák. Þótt hann sé mun stigalægri en andstæðingurinn hefði hann örugglega haft í fullu tré við hann ef Bragi hefði komist klakklaust út úr byrjuninni. Með morgunkaffinu Ást er. 10-30 að hvetja bömin til dáða. TM Reg. U.S P«1 Ofl.-all right* • 1993 Los Angetes Times Syndicste EF ÞETTA er inn- brotsþjófur, viltu þá passa þig að láta ekki koma blóðbletti á ljósa teppið. LEIÐRETT Fresturinn rennur út í ágúst í Morgunblaðinu í gær misritaðist að frestur til að koma að athugasemd- um við umhverfismat vegna fyrirhugaðrar fram- lengingar Ásbrautar að Krísuvíkurvegi rynni út 17. júlí. Hið rétta er að hann rennur út 17. ágúst. Sæbakki á Upsaströnd I formála minningargreina um Þuríði Jónu Magnús- dóttur á blaðsíðu 46 í Morgunblaðinu á fímmtu- dag var ranglega farið með síðari hlutann á nafni fæð- ingarstaðar Þuríðar, en hún fæddist á Sæbakka á Upsaströnd. 2. september 1906. Eru hlutaðeigendur innilega beðnir afsökunar á þessum mistökum. Ekki rætt við Stefán í frétt í Morgunblaðinu sl. fimmtudag, þar sem rætt var við Svein Runólfsson landgræðslustjóra um lúp- ínu voru vegna mistaka STJÖRNUSPA cftir Franccs Prakc nokkrar setningar, sem Sveinn sagði, hafðar eftir Stefáni Benediktssyni þjóðgarðsverði á Skafta- felli. Tekið skal fram að ekki var talað við Stefán við vinnslu þessarar fréttar og er hann og Sveinn Run- ólfsson beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Ekki lokað í Morgunblaðinu var fyrir nokkrum dögum sagt að ein skýringin á önnum og þrengslum á fæðingardeild Landspítalans væri að fæð- ingardeild Sjúkrahúss Suð- urnesja sé lokuð. Jóhann Einvarðsson, fram- kvæmdastjóri sjúkrahúss- ins segir þetta ekki rétt. Fæðingardeild sjúkrahúss- ins hefur ekki verið lokuð nú í sumar frekar en önnur sumur. Hins vegar hafi skurðstofan verið lokuð nú í sumar og einhver hluti fæðinga á sjúkrahúsinu fari til Reykjavíkur þess vegna, en það getur ekki haft afgerandi áhrif á ann- ir á Landspítalanum. KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú ferð gjarnan ótroðnar slóðir og hikar ekki við að taka áhættu. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Nokkur tími fer í það í dag að sinna verkefni úr vinn- unni, sem færir þig nær settu marki. Þér berast góðar fréttir. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú þarft að leysa ágreining sem upp kemur heima, og það tekst fljótlega. Seinna gefst nægur tími til að sækja vinafund. Tvíburar (21.maí-20.júnf) Smámál þarfnast lausnar, og í stað þess að bíða ættir þú að leysa það strax. Þér gefst fljótlega óvænt tækifæri í vinnunni. Krabbi (21. júnl — 22. júlí) HiB Reyndu að gefa þér tíma til að skreppa í stutt ferðalag með íjöiskyldunni í dag. Fréttir sem þér berast koma mjög á óvart. Ljón (23. júlf — 22. ágúst) Þótt þér berist freistandi til- boð ættir þú ekki að kaupa hlut sem þú þarfnast ekki. Vertu með fjölskyldunni í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) Það er einhver ólund í þér árdegis, en það lagast þegar á daginn líður, og ástvinir eiga saman góðar stundir í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Þér fellur ekki vel við fram- komu vinar og ættir að vekja máis á því. Það gæti orðið til þess að styrkja vináttu- böndin. Sþoródreki (23. okt. - 21. nóvember) Dagurinn verður þér gjöfull, og ástvinir njóta frístund- anna saman. í kvöld bíður þín spennandi og skemmti- legt samkvæmi. Bogmaður (22. nóv. -21. desember) Þú finnur þér eitthvað skemtilegt til dundurs heima í dag og ríýtur frístunda með fjölskyldunni. Hvíldu þig svo í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Nýstárlegar hugmyndir þín- ar falla í góðan jarðveg, og ráðamenn bregðast vel við þeim í dag. Þú ert á réttri leið. Vatnsberi (20.janúar-18. febrúar) Gættu hófs í gagnrýni á vin vegna peningaeyðslu. Það er ekki þitt vandamál. Hann nær fljótlega áttum, og vin- áttuböndin styrkjast. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Láttu það ekki spilla skapinu þótt erfiðlega gangi með tómstundaverkefni heima dag. Teldu upp að tíu, og reyndu að einbeita þér. Stjórnuspnna á aó lcsa sem dœgradv'ól. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staó- reynda. LOKao vegna sumarieyia 17. júlí-2. ágúst. EDDA" Umboðs og tieildversluii Læknar - hjúkrunarfræðingar Auglýst er eftir læknum og hjúkrunarfræðingum til starfa í heilsugæslusveit Noregs í Bosníu- Hersegóvínu. Af hálfu íslands tóku tveir læknar og einn hjúkrunarfræðingur þátt í störfum heilsugæslusveitarinnar á síðasta ári. Ráðning er frá 11. september 1995 til 30. apríl 1996. Gert er ráð fyrir sjö vikna þjálfunartíma í Noregi í upphafi ráðningartímans. Umsóknareyðublöð og upplýsingar um kaup og kjör er að finna í utanríkisráðuneytinu og heilbrigðisráðuneytinu. Umsóknin þarf að hafa borist íyrir 10. ágúst nk. U tanríkisráðuneytið Ljúftsem lamb.. 1 Lambagríllkjötið frá Hófn eru sælkeramatur, tilbúið beint á grillið. Leiktu öruggan leik og veldu Ijújfengt, marinerað lambakjöt frá HÖFN á grillið - það er leikur einn! ejyiYl HÖFN SELFOSSI Mikil afköst - vinnslubreidd 2,10m og 2,50m. Lítil orkuþörf - frá 40 hö. Framleidd af stærsta framleiðanda ítala. Eitt lægsta verðið á markaðnum! Takmarkað magn véla á þessu hagstæða verði. Prófun frá Bútæknideild ásamt góðri reynslu hérlendis undanfarin ár tryggir góðan árangur fyrir íslenskar aðstæður. ÞÓR HF REYKJAVÍK - AKUREYRI REYKJAVÍK: Armúla 11 - Slml 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka - Slmi 461 -1070

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.