Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Uppskrift vikunnar Lax, lax, lax og aftur lax Á ÞESSUM árstíma er fyrirhafnar- lítið að nálgast glænýjan lax. Ef hann er ekki veiddur af heimilis- fólkinu þá er á þessum tima hægt að kaupa lax á hagstæðu verði. Það má ýmislegt gera við hann annað en sjóða og borða með sítr- ónu, agúrkum og tómötum. Laxinn má steikja, grilla, nota í hlaup, reykja, grafa, nota í salöt og svo framvegis. Pálmi Þór Gunnarsson mat- reiðslumaður eldar fyrir gesti veiði- hússins við Laxá í Kjós. Hann seg- ist af og til fá beiðni um að mat- reiða fenginn. Flugutímabilið er hafið og stendur fram í ágúst en þá er mikið um útlenda gesti við ána. Þegar slegið var á þráðinn til Pálma og hann beðinn um að gefa lesendum laxauppskrift var hann að undirbúa kvöldmatinn, snigla í hvítlaukssósu, lamba-file með ma- deirasoðsósu og Grand Mamier- frómas með þeyttum ijóma og ávöxtum. Hann segir að gestunum finnist yfirleitt best að fá laxinn steiktan á pönnu og síðan sé laxasúpan vinsæl. Hér koma uppskriftimar. Steiktur lax laxasneióar smjör/smjörlíkisklípa _______________hveiti______________ ___________salt og pipar___________ Laxinn er pönnusteiktur í smjöri eða blöndu af smjörlíki og smjöri. Fyrst er sneiðunum velt upp úr hveiti og síðan fiskurinn steiktur fyrst og þá roðið. Saltað og piprað og steikingunni er síðan sett í ofn við 180°C í nokkrar mínútur séu sneiðarnar stórar. Borið fram með litlum kartöfl- um, fersku salati og lauksmjöri. Laxasúpa Laxahaus og bein __________5 lítror vatn_________ ____________sitróng_____________ 2-3 nióurskornar gulrætur smótt skornir blómkólsstilkar smótt skornir spergilstilkar 2 lórvióarlauf lófafylli af svörtum piparkornum ______________salt______________ 1 lítil dós tómatþykkni fiskikraftur smjörbolla rjómi laxaflak Fjarlægið augu og tálkn og skol- ið haus og bein mjög vel. Sjóðið haus og bein í vatninu og bætið út í það lárviðarlaufum, grænmeti, piparkornum og tómatþykkni. Pálmi segir að fólk geti í raun not- að hvaða grænmetisafganga sem er í soðið. Fáið upp suðu, færið pottinn til hliðar og látið soðið jafna sig í um það bil 5 mínútur. Sigtið, smakkið til og saltið ef þurfa þykir eða bragðbætið með fiskikrafti ef vill. Bakið upp með smjörbollu og bætið út í smávegis af rjóma. í lokin er flakið skorið í litla bita og þeim bætt út í súpuna. Borið fram með nýbökuðu brauði. Athugað hvort eitur leynist í kræklingi KRÆKLINGASÝNI voru tekin í Hvalfirði nú í lok vikunnar og ljóst verður á næstu dögum hvort fiskurinn er laus við þörungaeit- ur. Eitraðir þörung- ar geta skemmt skelfisk á sumrin þegar sjór hlýnar og hérlendis hef- ur að minnsta kosti í fjórgang mælst eitur í skel á síð- ustu tíu árum. Varað var við tínslu kræklings úr fjöru í Hvalfirði í fyrrasumar vegna eitrunarhættu. Upplýsingar um eitraðan skel- fisk eru í nýrri skýrslu Guðjóns Atla Auðunssonar, deildarstjóra á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Þar segir að tvenns konar þörunga- eitur hafi fundist við landið: PSP eða lamandi skelfiskeitur og DSP eða eitur sem veldur niðurgangi. Þriðja eitrið, ASP, hefur mengað skelfisk annars staðar. Það kemur úr kísilþörungum, sem reyndar lifa í sjó hér við landið. Guðjón Atli segir aðeins átta ár síðan uppgöt- vað var að kísilþörungarnir gefi frá sér eitrið við ákveðin skilyrði. Þörungaeitur í íslenskri skel PSP fannst í kræklingi við Vest- mannaeyjar í maí 1991 og í hörpu- diski í Breiðafirði ári seinna. Eng- um varð þó meint af. Öðru gegnir um DSP-eitrun í september og október 1986. Þá veiktust yfir 20 manns sem borðuðu krækling af Hvalíjarðarfjöru. Sama eitur, DSP, mældist svo í maí í fyrra í kræklingi úr Hvalfirði og varaði Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis við tínslu. Þórunn Þórðardóttir, þörunga- fræðingur á Hafrannsóknastofn- un, segir lengi hafa verið vitað, allt frá 1927, að Alexandrium- skoruþörungar gefi við vissar að- stæður frá sér PSP. Það eitur hafi áhrif á miðtaugakerfið og geti valdið lömun, oftast skamm- vinnri en stöku sinnum alvarlegri, og í versta falli dauða. PSP-eitur komi helst upp snemmsumars. Þórunn segir ljóst síðan snemma á áttunda áratugnum að Dinophysis-skoruþörungar geti gefið frá sér DSP. Þessir þörung- ar hafi verið algengir hér, ekki síst í lok sumars. Eitrun af völdum DSP sé þó ekki eins hættuleg og PSP-eitrun. Músapróf eftir efnafræðilega vinnslu Hollustuvernd hefur yfirumsjón með eftirliti með eitrinu auk Fiski- 1 stofu. Fagþekkingin er hins vegar á Hafrannsóknastofnun og Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins, sem vinnur vökva úr nýja kræklingn- um úr Hvalfirði næstu daga. Vök- vanum verður síðan sprautað í mýs á Keldum, en það mun enn vera algengasta leiðin til að at- huga hvort skelfiskurinn sé eitrað- ur af DSP eða PSP. Niðurstöðu er að vænta á næstu | dögum og framhald eftirlits með skelfiski hér ræðst eftir það. Hall- dór Runólfsson, framkvæmda- stjóri Heilbrigðiseftirlits Kjósar- svæðis, segir líklegt að þessi sýna- taka verði látin duga ef ekki sé eitur í skelinni. Annars verði reynt að fá peninga til frekara eftirlits. I Gömul húsgögn fá nýtt líf Það sem einum finnst ónýtt getur verið verð- mæti í auffum annarra. Mikið af þeim húsmun- um sem er hent dags daglega vegna þess að þeir eru orðnir slitnir, gamaldags eða passa ekki við annan húsbún- VILBERG Tryggvason starfsmaður og Ómar Sigurðsson verslunarstjóri í Nyljamarkaði Rauða krossins Bolholti 6, en þar fást alls kyns húsgögn fyrir lítið fé. I > ) ) ) í FRÍÐU frænku við Vestur- götu fæst þessi blómastand- ur úr birkigreinum sém var smíðaður hér á landi um aldamótin. húsgagnasmiðir taka einnig að sér að gera við húsgögn. Sá elsti í greininni er eflaust Magnús í verk- stæðinu Nýmörk við Skólastræti. Hann hefur starfað við húsgagna- smíðar og viðgerðir á sama stað frá 1930. En viðgerðir geta verið kostn- aðarsamar og tímafrekar og borga sig sjaldnast nema húsgögnin séu sérlega vönduð og verðmæt. Húsgögn fyrir milljónir Að sögn Sigríðar Ingvarsdóttur, fulltrúa uppboðsfyrirtækisins Sot- hebys á Islandi, er antik samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum það sem orðið er 100 ára. Sumir hús- gagnasalar setja þó mörkin annars staðar, t.d. við það sem framleitt var fyrir seinna stríð. Sigríður seg- að geta öðlast nýtt líf á öðrum heimilum. Helgi Þorsteinsson skoðaði markaði og hleraði hjá mönnum um þetta mál REYKJAVÍKURDEILD Rauða krossins opnaði fyrir skömmu nytja- markað með notaða húsmuni. Á öll- um gámastöðvum Sorpu á höfuð- borgarsvæðinu er sérstök móttaka fyrir hluti sem enn eru nýtilegir. Þeir eru síðan fluttir i vörugeymslu í Hafnarfírði og flokkaðir. Þaðan eru valdir hlutir á nytjamarkað Rauða Krossins í Bolholti 6. Öllum er fijálst að versla þar, bæði einstaklingum og fyrirtækjum. Ýmis líknarsamtök hafa sérstakan aðgang að markaðn- um, m.a. Hjálpræðisherinn, Geð- hjálp, Geðvemd, Rauði kross íslands og Kvennaathvarfið. Að sögn Ómars Sigurðssonar verslunarstjóra Nytjamarkaðarins- þjónar hann þríþættum tilgangi. í fyrsta lagi hefur hann áhrif til um- hverfísvemdar. Það sem annars hefði farið á ruslahauga er notað lengur. í öðru lagi bjóðast ódýr hús- gögn, t.d. fyrir þá sem eru að koma sér upp heimili í fyrsta sinn. í þriðja lagi verður til ágóði sem rennur til góðra málefna, líknarstarfs á vegum Rauða krossins. Slíkir markaðir hafa lengi verið við lýði erlendis. í Danmörku eru 100 verslanir á vegum líknarfélaga. Þær eru mikið notaðir af háskóla- nemum og öðrum sem ekki hafa mikla peninga milli handanna. Endursala á notuðum húsgögnum er ekki nýtt fyrirbæri hér. Antik- verslanir hafa verið starfandi hér lengi og hefur þeim fjölgað mjög upp á síðkastið. Einnig eru til einka- reknir nytjamarkaðir þar sem hús- munir eru teknir í umboðssölu. Húsgögn fyrir nokkur hundruð Verðlag á nytjamarkaðinum er lágt. Hægt er að fá stóla á allt niður í 300 kr., sófasett með borði og stól- um á 6000, svefnsófa á 3000 og hægindastóla á 400 kr. Margt af þessum munum er í mjög góðu ásig- komulagi. Þeir hlutir sem eru bein- línis ónothæfír eru lagfærðir á verk- stæði nytjamarkaðarins áður en þeir eru settir í sölu. Oft geta kaup- endur bætt enn um betur með til- tölulega lítilli fyrirhöfn. Fáeinir HÉR hefur vagnhjól fengið nýtt líf sem undirstaða undir glerborði. í Fríðu frænku fást auk húsgagna alls kyns aðrir notaðir húsmunir, föt og fleira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.