Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 26
16 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ _______AÐSENDAR GREINAR_ Hagnaður um 660 millj- ónir, skattar 0 krónur MESSUR Á MORGUIM SOLUMIÐSTOÐ hraðfrystihús- anna er eitt stöndugasta fyrirtæki landsins. Ágóði þess á síðasta ári var um 660 milljónir, eftir að lagt hafði verið til hliðar í afskriftir og varasjóði. Verksmiðjan í Grimsby SH rekur fiskréttaverksmiðju í Grimsby, þar sem starfa á milli 600 og 700 manns, allir breskir nema toppamir, sem eru ís- lenskir. Hráefnið sem unnið er úr er að mestu afli íslenskra frystitogara, þar sem sá háttur er hafður á að aflinn er flakaður og frystur um borð í togurunum. Síðan tek- ur verksmiðjan í Grimsby við honum og býr til verðmikla fisk- rétti í neytendaum- búðum. Starfsemin hefur gengið svo vel Jað SH hefur verið heiðrað af yfirvöldum í Grimsby fyrir atvinnuskapandi verkefni þar í borg. Ekki veit ég um íslenskt bæjarfélag þar sem þessi hugmynd hefur komið upp. Fullvinnsla á íslandi er svarið Á meðan afli frystitogara er að nær öllu leyti fluttur til útlanda til fullvinnslu eykst atvinnuleysi á íslandi. Þó liggur fyrir að með því að fullvinna afla í mismunandi þakkningar og neytendaumbúðir á fjölbreyttan hátt er hægt að stór- auka atvinnu og auka gjaldeyris- tekjur. Þetta hefur verið reynt í nokkrum frystihúsum með góðum árangri. Þar má til dæmis nefna Dalvík, Akranes og Hrísey. íslenskum frystitogurum fjölgar sífellt. Sægreifarnir eigendur þeirra kaupa kvóta dýrum dómum og eru að sölsa undir sig stóran hluta aflans á íslandsmiðum á sama tíma og afli þeirra skipa sem leggja upp í íslenskum frystihúsum stórminnkar, auk þess sem slíkum skipum fækkar í sífellu. Nú er svo komið að fjölmörg frystihús er vannýtt vegna hráefn- isleysis. Slíkt ástand hefur í för með sér minnkandi atvinnu. Þetta hráefnisleysi verður að vinna upp með framleiðslu á verðmeiri vöru sem krefst meira vinnuafls og meiri nýtingar. Kannski er það eina lífsvon þeirra. Frystitogararnir eru mál út af fyrir sig. Þar er öllu hent nema flökunum; lifur, hrognum, beinum og öllu slógi er hent ásamt smá- fiski. Það er í raun bijálæði að leyfa þessum skipum að veiða allt árið innan 12 mílna markanna — og upp að 6 mílum á nokkrum stöðum. Þeir eru svo aðgangsharð- ir við að hreinsa fiskimiðin að trill- úr verða að sækja dýpra en þeir. Enda sagði einn góður trillukarl við mig um daginn að það væri ægifagurt að horfa til lands af fiskislóðinni; landið fagurt og frítt, fannhvítir jöklar, fagurgrænar hlíðar og tveir, þrír frystitogarar milli trillu og lands. Frystitogar- arnir eru góðir á Reykjaneshrygg, utan 200 mílna, þar sem íslending- ar fengust loks til að hefja veiðar á eftir að Rússar höfðu veitt mok- að þar upp afla í 20 ár. Sama er að segja um veiðar í Smugunni og aðrar úthafsveiðar. Af hverju geta frystitogarar ekki landað afla til vinnslu í ís- lenskum frystihúsum? Aflinn skal allur flytjast til vinnslu í fisk- vinnslufyrirtækjum erlendis. Hon- um er landað hér og síðan fluttur í gámum utan til fullvinnslu. Á meðan eykst atvinnuleysi á íslandi. Skattamál Mörgum er óskiljanlegt skatt- frelsi Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna. Það er skýrt með því að SH sé ekki hlutafélag og heldur ekki samvinnufélag. Það er ein- h'vers staðar á milli stofnunar og samlags, þó getur forstjóri fyrir- tækisins ekki skýrt þessa stöðu nákvæmlega. Fullyrt er að gróði SH sé endurgreiddur eigendunum, — það er þeim sem eiga fyrir- tækið. Samkvæmt reikningum SH eru það 292 milljónir. Ekki veit ég hvort sú fjár- hæð er sett í stofnsjóð eða greidd beint til eigendanna. Hvort heldur er eru eftir hátt í fjögur hundruð millj- ónir sem ekki eru skattlagðar. Dags- brúnarmenn eru skatt- lagðir fyrir mun lægri tekjur. Frítekjumarkið hjá múgamönnum er röskar 60 þúsundir á mánuði. Af hverju er fískur flutt- ur út óunninn í atvinnu- leysinu, spyr Guð- mundur J. Guðmunds- son, og af hverju er SH skattlaust meðan verka- fólk greiðir 40% skatt? Stærsta afrek SH var þegar Jón Gunnarsson þáverandi forstjóri braust inn á Bandaríkjamarkað með stofnun Coldwater. Eg undan- skil þá starfsemi hér því tollmúrar á unnum fiski til Bandaríkjanna eru mjög háir. Markaðsöflun Ég get ekki dáð SH fyrir að hafa verið sérstaklega kröftuga í markaðsöflun. Ég man hér fyrr á árum þegar frystihúsin framleiddu í blokk til Bandaríkjanna, sem ekki fékkst mikið verð fyrir, eða í um- búðir til Bretlands sem innihéldu bæði roð og bein og lítið verð fékkst fyrir. Þar var þessi landlægi hugsunarháttur að leggja fyrst og fremst áherslu á magnið en ekki gæðin eða úrvinnsluna. Mér sýnist Norðmenn vera á flestum sviðum mun harðari en við í markaðsleit og markaðsöflun. Þeir selja til dæmis fryst síldarflök til Tyrklands, Israels og Egypta- lands. Þeir eru búnir að fínkemba Pólland með frysta síld. Sama er að segja um Rússland, þótt það land sé í rústum fjárhagslega. Mér er sagt að Danir og Norðmenn séu búnir að gera sölusamninga með eðlilegum fyrirvörum við Pólland og Rússland fyrir um 300 þúsund tonn. Sjálfsagt er verðið of lágt fyrir okkur, en hvað skyldi Sölum- iðstöðin hafa reynt? Ég efast um að til sé þorp í Póllandi sem norsk- ir fisksöluagentar hafa ekki heim- sótt. Japanir eru farnir að kaupa heil- frysta síld af Norðmönnum og okkur. Ég held að Norðmenn séu þarna miklu sæknari. Ég þef séð norska kynningarbæklinga á jap- önsku, með myndum af glitrandi fögrum norskum ijörðum og fjöll- um, tandurhreint loft og hvítir jökl- ar í baksýn og uppskriftir af hvers konar japönskum síldarréttum. Og mér er sagt að einnig sé kominn út álíka bæklingur á kínversku. Þeir ætla greinilega að vera á und- an okkur inn á þennan 1.200 millj- ón manna markað. Sama er að segja um Kóreu, þar sem íbúar eru um 70 milljónir. Víetnam hefur greinilega ekki ver- ið á landakorti SH; þó eru íbúar þar um 70 milljónir. Þó er mér sagt að þeir hjá SH hafi uppgötvað Víetnam þegar utanríkisráðherra landsins kom hingað með 50 manna fylgdarlið og lagði kapp á viðskipti milli landanna. Mér er sagt að Ólafur Ragnar hafi átt stóran þátt í milligöngu um komu þeirra. Og mér er einnig sagt, eft- ir forystumönnum þessarar sendi- nefndar, að hvergi hafi þeir fengið jafn góðar viðtökur og hjá forsæt- isráðherra íslands. En sjálfsagt hirða Norðmenn fiskviðskipti við Víetnam af okkur. Því má skjóta hér inn í að vís- indamenn fullyrða að innan mjög skamms tíma verði síldar- og loðnumjöl notað til manneldis. Fram fara vísindalegar rannsóknir á blöndun mjölsins við önnur efni. Þá er Austur-Asía, með allan sinn mannfjölda, freistandi markaður. En þó ber þess að geta sem gert er. Japanir kaupa af okkur, bæði af SH og ÍS, heilfrystan karfa. Sama gera Tævanar. Og þeir greiða okkur hæst verð fyrir frysta grálúðu. Einnig kaupa Japanir af okkur frysta loðnu og loðnuhrogn. Þarna er um gífurlegar upphæðir að ræða og mér sýnist þar vel að verki staðið hjá íslenskum útflutn- ingsaðilum. Nýlega var frá því skýrt í frétt- um að í frystihúsi í Keflavík væri farið að handflaka ýmsar tegundir af flatfiski og það af flatfíski sem ekki hefur verið nýtt hér áður. Þarna vinna milli 50 og 60 manns. En þetta er ekki á vegum SH, enda er hún venjulega ekki braut- ryðjandi. Stærsti markaðurinn fyrir karfa er Þýskaland. Síðustu mánuðina hefur þessi karfi í vaxandi mæli verið flakaður á íslandi og sendur með flugi á markað í Þýskalandi. Þetta þýðir aukna vinnu og hærra verð. Svona mætti lengi telja. Lokaorð Það sem ég vildi leggja áherslu á er að vinnsla úr íslenskum fiski á sem allra fjölbreyttastan hátt verður að fara fram á Islandi. Ann- ars hrynja frystihúsin og atvinnu- leysið eykst. Um þetta er hægt að fara fleiri orðum, en plássið leyfir ekki fleiri útskýringar. En vilji SH fá þær skal ekki standa á því. Nú er ástandið þannig á Islandi að fjármálaráðherrann nagar á sér neglurnar fyrir milljarða ríkissjóðs- halla og til stendur að draga sam- an framkvæmdir sem þýðir aukið atvinnuleysi í landinu. Sama er að segja um sveitarfélög almennt. En einn er sá aðili sem ekki þarf að naga á sér neglurnar út af fyár- hagserfiðleikum. Það er forstjóri SH. Hann vill kaupa ýmis íslensk fyrirtæki. Nú er hann búinn að kaupa færeyskt fyrirtæki úti í Grimsby fyrir á annað hundrað milljónir og telur þá peninga upp úr poka sínum, því ekki eru skatt- arnir til að rýra sjóðina þar í sveit. Hjá stendur íslenskt verkafólk, margt atvinnulítið og atvinnulaust, og segir: „Af hverju að flytja vinn- una úr landi og hvers vegna er þetta fyrirtæki skattlaust á meðan á okkur er yfir 40% skattur?“ Svona skilja múgamenn lítið í völ- undarhúsi viðskiptalífsins. Og sennilega kunna þeir ekki að skammast sín!!! Höfundur er formaður Dagsbrúnar. Guðspjall dagsins; Jesús kennir af skipi. (Lúk. 5.) ÁSKiRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks er bent á messu í Laug- arneskirkju kl. 11. Árni Bergur Sig- urbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Fermd verða Björn Tómas Njálsson, Básenda 9, Henný María Hall, Grundarsmára 1, Kópa- vogi, og Ivan Dominic Martino, Skaftahlíð 16. Pálmi Matthíasson. Messa kl. 14. Hr. Ólafur Skúlason biskup fermir barnabörn sín Hrafn- hildi Stefánsdóttur, Kleppsvegi 2, og Ólaf Hrafn Höskuldsson, Rott- erdam, Hollandi, sem nú erstaddur að Bergstaðastræti 75. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Organleikari Kjartan Sigurjónsson. Eftir messuna verður baenastund á ensku. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Prestur sr. Hreinn Hákonarson. Organisti Árni Arin- bjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Organ- isti Douglas A. Brotchie. Orgeltón- leikar kl. 20.30. Thierry Machler, organisti frá Lyon, Frakklandi leikur. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Pavel Manasek. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Org- anisti Þóra V. Guðmundsdóttir. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Félagar úr Kór Laugarneskirkju syngja. Organisti Jónas Þórir. Ólaf- ur Jóhannsson. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónas- son. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Helgi- stund kl. 11 í umsjá sóknarnefndar. Organisti Kristín Jónsdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Sigrún Steingríms- dóttir. Prestarnir. SAFNAKIRKJAN Árbæjarsafni: Guðsþjónusta kl. 14. Prestursr. Þór Hauksson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Þorbergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta - helgistund kl. 20.30. Altarisganga. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Organisti Ágúst Ágústsson. Svava Bern- harðsdóttir spilar á fiðlu við guðs- þjónustuna. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Bjarni Þór Jónatansson. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Helgistund - les- messa. Prestur dr. Sigurjóri Árni Eyjólfsson. KOPAVOGSKIRKJA: Helgi- og Þænastund kl. 11 í umsjá sr. Stef- áns Lárussonar. Orgelleikari Örn Falkner. Molakaffi eftir stundina. SELJAKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Altarisganga. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Kjartan Ól- afsson syngur einsöng. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknarprest- ur. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há- messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. HVÍTASUNNUKIRKJAN Filadelfía: Almenn samkoma kl. 20. Ræðu- maður Kristinn Ásgrímsson. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Allt messuhald fellur niður í sumar vegna sumarleyfis. Fyrsta messa eftir sumarleyfi er sunnudaginn 13. ágúst kl. 20.30. FÆR. sjómannaheimilið: Sam- koma sunnudag kl. 17. MOSFELLSPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Lágafellskirkju kl. 11. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Jón Þorsteinsson. GARÐAKIRKJA: Messa kl. 11. Ferming og altarisganga. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sigurður Helgi Guðmunds- son. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Morg- unsöngur kl. 11. Organisti Helgi Bragason. Síðasta guðsþjónustan fyrir sumarleyfi. Gunnþór Ingason. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunhudaga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. KEFLAVÍKURKIRKJA: Fermingar- messa kl. 11 árd. (altarisganga). Skírð verður Isabel Sif Magnúsdótt- ir Leitsch og fermd verður Elva Hólm Hreinsdóttir frá Virginíu í Bandaríkjunum, p.t.a. Bragavöllum 3, Keflavík. Prestur Ólafur Oddur Jónsson. Kór Keflavíkurkirkju syng- ur. Organisti Einar Örn Einarsson. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. STRANDARKIRKJA í Selvogi: Messa kl. 14. Stefán Karlsson guð- fræðingur prédikar. Sr. Úlfar Guð- mundsson þjónar fyrir altari. Ferð frá grunnskólanum í Þorlákshöfn kl. 13.15. HVERAGERÐISKIRKJA: Messa kl. 14. Prestur sr. Sveinbjörn Svein- björnsson fyrrv. prestur í Hruna. Organisti Kjartan Ólafsson. KAPELLA HNLFÍ, Hveragerði: Messa kl. 11. Organisti Ragnheiður Busk. Tómas Guðmundsson. KOTSTRANDARKIRKJA: Messa kl. 21. Organisti Björg Hilmisdóttir. Tómas Guðmundsson. SKÁLHOLTSPRESTAKALL: Messa í Skálholtsdómkirkju kl. 17 sunnudag. Séra Sigurður Sigurð- arson vígslubiskup prédikar. Org- anisti Hilmar Örn Agnarsson. Flutt- ir verða þættir úr tónleikum helgar- innar í messunni. Sumartónleikar á laugardag kl. 15 og kl. 17 og á sunnudag kl. 15. Guðmundur Óli Ólafsson. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Almenn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Kjartan Örn Sigurþjörnsson. KFUM & K unglingafundur Landakirkju kl. 20.30. ÞINGVALLAKIRKJA: Messa kl. 14. Organisti Ingunn Guðmundsdóttir. Prestur sr. Rúnar Þór Egilsson, Mosfelli. Fermingar á sunnudag FERMING í Bústaðakirkju kl. 11. Prestur sr. Pálmi Matt- híasson. Fermd verða: Björn Tómas Njálsson, Básenda 9. Henný María Hall, Grundarsmára 1, Kópavogi. Ivan Dominic Martino, Skaftahlíð 16. FERMING í Bústaðakirkju kl. 14. Hr. Ólafur Skúlason bisk- up fermir barnabörn sín sem heita: Hrafnhildur Stefánsdóttir, Kleppsvegi 2. Ólafur Hrafn Höskuldsson, Rotterdam, Hollandi, Bergstaðastræti 75. FERMING í Garðakirkju kl. 11. Prestur sr. Bragi Frið- riksson. Fermd verða: Ari Þór Vilhjálmsson, Borgarási 12, Garðabæ. Erling Kalmann Alfreðsson, Lækjarbergi 9, Hafnarfirði. Kristján Hlynur Ingólfsson, Ásbúð 5, Garðabæ. Ölrún Björk Ingólfsdóttir, Ásbúð 5, Garðabæ. FERMING og skírn í Kefla- víkurkirkju kl. 11. Altaris- ganga. Prestur sr. Ólafur Oddur Jónsson. Skírð verður: Isabel Sif Magnúsdóttir Leitsch. Fermd verður: Elva Hólm Hreinsdóttir, Virginíu, Bandaríkjunum, p.t.a. Bragavöllum 3, Kefla- vík. Guðmundur J. Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.