Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ • LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 15 Útiluktir úr niður- suðudósum MAÐUR þarf ekki að vera neinn Luktar-Gvendur til að_ hafa lifandi ljós þegar rökkvar. Útiluktir eru prýði á svölum, í görðum og við sumarhús og hér sjást afar skraut- legar og svolítið óvenjulegar luktir úr götuðum og máluðum niður- suðudósum. Nú getur hver sem er þvegið sína dós og skafið pappír utan af henni ef hún er vafin í hann. Málað síðan renndur eða mynstur í skærum lakklitum. Svo fer úti- kertið oní og luktin er hengd upp með vírum. Og ljósið skín á skrít- inn og skemmtilegan hátt gegnum götin. ♦ ■» ♦-- Bleikur og hjartalagaður BLEIKUR van- illuíspinni frá Kjörís er ný- kominn á mark- aðinn. íspinninn er eins og hjarta í laginu og í fréttatilkynn- ingu segir að hann sé afar róman- tískur. Hjúpurinn er bleikt súkku- laði. Útsöluverð er á bilinu 80-90 kr. stykkið. ir að íslendingar séu yfirleitt fáfróð- ir um antikhúsgögn, þeir láti tilfinn- ingu ráða hvað þeir kaupi, en at- hugi ekki að fá aldursgreiningu og vottorð frá seljanda um uppruna. Sigríður segir frönsk 18. aldar hús- gögn eftirsóttust erlendis. Einnig fæst hátt verð fyrir ensk Georgian húsgögn frá sama tíma og amerísk Chippandalehúsgögn frá 19. öld. Þó að húsgögn falli undir skil- greiningu um antik er ekki víst að þau séu verðmæt. Eftirspurn fer eftir tísku hveiju sinni, og verk ákveðinna hönnuða og húsgagna- smiða eru sérlega eftirsótt. Mikið af þeim antikhúsgögnum sem eru seld hér á landi koma frá heildsölum í Danmörku. Lítið er um antikhúsgögn sem fallið hafa til hér á landi. Efnafnaheimili voru fá hér á landi og það sem til var af vand- aðri húsgögnum hefur haldist áfram í sömu fjölskyldum. Þó eru dæmi um að húsgögn úr eigu ís- lendinga hafi verið að seljast fyrir háar fjárhæðir á uppboðum erlend- is, jafnvel milljónir króna. Eigendur verðmætra antikhúsgagna eru oft skipstjórar, stýrimenn, embættis- menn, kaupsýslumenn sem voru á ferðinni í Danmörku eða Bretlandi á stríðsárunum eða skömmu fyrir eða eftir stríð. Verslunin Fríða frænka kaupir antikhúsgögn innan- lands og selur aftur. Aðrar antik- verslanir flytja nær allt inn. Verðlag á því sem kallað er antík- húsgögn er mun hærra en á öðrum notuðum húsgögnum. Rokokkóstóll frá tímabilinu 1910-20 í versluninni Antikmunir við Klapparstíg kostar til dæmis 21.000, mahogany skrif- borð frá því í fyrra stríði 68 þús- und, sófasett í kjunkustíl með fjór- um stólum 138 þúsund. Kaupendur antikhúsgagna eru flestir á fimm- tugsaldri eða eldri og búnir að koma sér upp heimili og hafa því ein- hveija peninga milli handanna. FERÐALÖG Ýmislegt á döfinni í Neskaupstað í sumar Morgunblaðið.Neskaupstaður FERÐAMANNASTRAUMUR hingað til Norðfjarðar hefur stór- aukist á undanförnum árum og munar þar mest um útlendinga en líka hefur orðið töluverð aukning á íslenskum ferðalöngum. Mikið átak hefur gert undanfar- in ár til að laða ferðamenn hingað og er það starf nú að skila sér rækilega. Það eru þeir sem reka Hótel Egilsbúð og Fjarðaferðir sem hafa staðið fyrir því átaki. Einnig hefur hið nýja heimavistarhús Verkmenntaskólans skipt sköpum því að það er nýtt sem sumarhótel á vegum Egilsbúðar. Þá er einnig til boða gisting og svefnpokapláss hjá Tröllanausti hf. Ágætis tjald- stæði er á staðnum með snyrti- og þvottaaðstöðu og er dvölin þar ókeypis. Ferðalangar geta gert sér ýmis- legt til afþreyingar. Meðal annars farið í siglingu með Fjarðarferðum um Norðfjarðarflóa svo og eyði- firðina sem inn úr honum ganga. Þá er boðið uppá grillveislu í öðrum þeirra, Hellisfirði, undir beru lofti þar sem hvalstöð var starfrækt í byijun aldarinnar og má enn sjá ýmsar menjar um starfsemina. Ef menn eru meira fyrir minni farar- tæki gætu kvöld- eða miðnætur- siglingar um fjörðinn á kajak á vegum kajakklúbbsins „Kaj“ verið ágætis kostur. Einnig er hægt að komast í sil- ungaveiði í Norðfjarðará. En þar veiðist ágætis sjóbleikja svo og slæðast nokkrir laxar upp úr henni á hveiju sumri. Á bökkum árinnar er svo 9 holu golfvöllur. Náttúrugripasafnið er líka at- hyglisvert. Sérstaklega er það áhugavert fyrir steinasafnara en þar er mjög skemmtilegt steina- safn. Skemmtileg sundlaug er í hjarta bæjarins í fallegu umhverfi. Þá er gott beijaland í hlíðinni ofan við bæinn þar sem vaxa jöfnum hönd- um bláber, aðalbláber og kræki- ber. Á skógivöxnu svæði hafa ver- ið lagðir göngustígar. Ekki má gleyma verslunarmannahelginni en þá er hér 3ja daga fjölskylduhá- tíð þar sem landsfrægir skemmti- kraftar ásamt heimamönnum skemmta fólki. Flugsamgöngur eru daglega á vegum íslandsflugs svo og áætlun- MÍMIR, skemmti- bátur Fjarða- ferða, leggur upp í siglingu. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal ÚTSÝNI frá skógivaxinni hlíðinni yfir kaupstaðinn. arferðir oft í viku í sambandi við flug Flugleiða til Egilsstaða. Þá er orðinn hlemmivegur yfir Odds- skarð allur lagður varanlegu slit- lagi og er ekki nema 20 mínútna akstur yfir það. Þar af leiðandi ætti ekki að vefjast fyrir mönnum að heimsækja staðinn. Aukning á hvataferð- um erlendra fyrirtækja Ljósmynd. Ragnar Th. SigurðssOn TÖLUVERÐ aukning hefur orðið á svonefndum hvata- ferðum erlendra fyrirtækja til íslands. Hvataferðirnar eru eins og nafnið gefur til kynna hvatningar- og verð- launaferðir fyrir starfsmenn. Að sögn Bertrand Jouanne deildarstjóra hjá Safariferð- um náðu þær hámarki fyrir nokkrum árum en drógust saman þegar harðnaði í ári víða í Evrópu. Nú hefur orðið fjölgun á ný. Safariferðir tóku m.a. í haust á móti hópi frá fyrirtækinu Car- naud Metal Box, stærsta dósa- framleiðanda í Evrópu. Þóra Hallgrímsson hjá Sam- vinnuferðum-Landsýn segist sér- staklega hafa orðið vör við endur- komu þýskra fyrirtækja enda sé ástandið að batna hjá þeim á ný eftir erfið ár. Nú í vor kom til dæmis við fólk frá Volkfursorge, stóru þýsku tryggingafyrirtæki. Þóra áætlar 40-50% aukningu á hvataferðum milli ára. Hjá Úrval-Útsýn hefur ekki orð- ið vart við miklar sveiflur í hvata- ferðum á síðustu árum en aukning- in hefur verið stöðug. Úlfar Ant- onsson, deildarstjóri innanlands- deildar, segir að tilfærslur verði milli markaðssvæða eftir efna- hagsástandi. Til dæmis voru Svíar fjölmennir í hvataferðum fyrir nokkrum árum en eftir að efnhags- ástandið versnaði þar í landi hefur komum þeirra fækkað mjög. Hvataferðirnar eru yfirleitt stuttar og sjaldnast lengri en 3-4 dagar. Þær eru hagkvæmar fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu því þær eru flestar á vorin og haustin, utan aðalannatímans. Flestir hóparnir eru frá Þýskalandi, Frakklandi og Norðurlöndum, en einnig koma hópar til dæmis frá Sviss, Bret- landi og Beneluxlöndunum. Jap- önsk fyrirtæki sjást líka stundum, til dæmis eiga Samvinnuferðir- Landsýn von á starfsmönnum Fuji í sumar. wajiitK Golf og gisting Á HÓTEL Áningu á Sauðárkróki er tækifæri fyrir golfáhugamenn til að einbeita sér að íþrótt sinni. Þar er boðið upp á pakka með gist- ingu, morgunverði, kvöldverði og „endalausu golfi“. Skammt frá hótelinu er skemmtilegur níu holu golfvöllur. Fyrir fólk með önnur áhugamál útvegar hótelið til dæm- is hestaferðir og ferðir út í Drang- ey. Um helgar er oft lifandi tónlist fýrir matargesti, til dæmis mun Ragnheiður Ólafsdóttir djasssöng- kona skemmta um helgina. Morgunblaðið/Golli HOLLENSKU skötuhjúin Ineke Lokman og Gerjan Woldendorp ætla að hjóla um hálendi íslands á næstu fjórum vikum. Færri ferðamenn en venjulega í Laugardalnum FÆRRI ferðamenn gista á tjald- stæðinu í Laugardal miðað við sama tíma undanfarin sumur. I gær voru þar u.þ.b. 160-200 manns í 80-100 tjöldum að sögn Kristjáns Sigfús- sonar umsjónarmanns tjaldsvæðis- ins, en það er færra en gengur og gerist á þessum árstima. I júnímán- uði reiknuðust 1.655 gistinætur í Laugardalnum, en til samanburðar reiknuðust í júnímánuði árið 1992 20% fleiri gistinætur eða 2.363. Kristján taldi að það myndi fjölga á tjaldstæðinu eftir því sem á liði sumarið. Hann taldi skýringuna vera þá að flestir þeir sem gistu í Laugardalnum væru á leið í eða að koma úr fjallaferðum um hálendið hjólandi, fótgangandi eða í skipu- lögðum hópferðum. En þar sem flestir vita að fjallvegir hér eru yfir- leitt lokaðir þar til í byrjun júlí þá kæmu þeir ferðamenn varla fyrr en um miðjan júlí og dveldust hér leng- ur, eða fram í miðjan september. KOMDD efþú/ þarir Þó að sumarið byijaði rólega myndi ferðamannafjöldinn líklega jafna sig út til lengri tíma litið. Kristján ályktaði einnig að tjald- ferðir væru á undanhaldi hjá erlend- um ferðamönnum. Sumum fyndist þægilegra að gista í uppábúnum rúmum á gistiheimili en að búa svo dögum skipti í tjaldi. Þó að sumir dagar séu frekar dræmir, er stundum þröng á þingi. Koma þar til fjölmennar hópferðir frá Þýskalandi eða Austurríki, en um síðustu helgi gistu á tjaldstæð- inu 220 manns á vegum hópferða frá Þýskalandi og Austurríki auk annarra gistigesta. ífl —ifj V **s Heimilí ■S að heíman í Kaupmannahöfn Vandaðar, ferðamannaíbúðir miðsvæðis í Kaupmannahöfn Allar íbúðirnar eru með ,1 & eldhúsi og baði. Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína eða /7í/ tT/'aoc/• fca/u///iao/a ét V Sími (00 45)33 12 33 30 Fax. (00 45)33 12 31 03 Cn *verð á mann miðað við á i (búð i viku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.