Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 15. JÚU 1995 1S Segulbandsupp- tökur frá Waco Safnaðar- meðlimir kveiktu í Washington. Reuter. SÝNT þykir að meðlimir í söfnuði Davids Koresh hafi sjálfir hellt niður bensíni í búgarðinum í Waco í Texas áður en bandarískir alríkis- lögreglumenn réðust til inngöngu 19. apríl 1993, til þess að binda enda á tveggja mánaða þrátefli. Segulbandsupptökur sem gerðar voru með hlerunartækjum lög- reglu benda til þessa. Lögreglumenn notuðu skrið- dreka til þess að varpa táragas- sprengjum inn í búgarðinn og ætluðu með því að hrekja Koresh og fylgjendur hans út, en eldur kom upp og húsin brunnu til kaldra kola. Koresh og um 8D fylgjendur hans létu lífið í brunanum. Lögreglumenn hafa haldið því fram að meðlimir söfnuðarins hafi sjálfir kveikt í búgarðinum, en herskáir hópar hafa fullyrt að lög- reglumenn hafi kveikt í húsunum til þess að eyða gögnum sem sönn- uðu að þeir hafi átt frumkvæði að byssubaradaganum þegar þrá- teflið hófst í febrúar. „Ég er búinn að hella“ Segulbandsupptökurnar voru gerðar með hlustunartækjum sem smyglað var inn í búgarðinn með mjólkursendingum. Lögfræðingur söfnuðarmeðlims sem komst lífs af hefur fengið aðgang að upp- tökunum, og var hluta þeirra út- varpað á bandarísku sjónvarps- stöðinni ABC. „Þeir eru að koma inn, þeir eru að koma inn!“ æpir kvenmanns- rödd inni í búgarðinum. „Þeir eru að rífa húsið.“ „Ertu búinn að hella?“ segir önnur rödd. „Þú verður að gera bensínið klárt,“ segir sú þriðja. „Ég er búinn að hella, ég er búinn að hella,“ er svarað. Fyrrum alríkislögreglumaður sem hafði yfirumsjón með aðgerð- unum í Waco sagði við ABC að hann teldi upptökurnar sýna svo ekki yrði um villst að Koresh hefði skipað fylgjendum sínum að kveikja í búgarðinum. -----»-»-♦---- Verkfall lamar lesta- samgöngur London. Reuter. LESTASAMGÖNGUR lögðust nánast algjörlega niður í Bretlandi í gær þegar stéttarfélag lesta- stjóra efndi til sólarhrings verk- falls. Lestir Eurostar, sem heldur uppi ferðum um Ermarsundið til Parísar og Brussel, stöðvuðust þó ekki vegna verkfallsins. Örfáar aðrar lestir gengu á mesta anna- tíma um morguninn þar sem lang- flestir 12.000 félaga í stéttarfélag- inu tóku þátt í verkfallinu. Talið er að verkfallið kosti lesta- fyrirtækið British Rail sem svarar milljarði króna í tekjur. Flugfélög og rútufyrirtæki bættu við ferðum til að anna aukinni eftirspurn og umferðin á vegum til London var mun meiri en venjulega. Atvinnurekendur létu í ljós óánægju með verkfallið, enda kusu margir launþegar að mæta ekki til vinnu frekar en að eyða löngum tíma í akstur í mikilli umferð. Mannlegur harmleikur Reuter Hermenn Bosníuserba hrekja nú alla aðra íbúa úr griðasvæði SÞ í bænum Srebrenica. Drepa eða hneppa í fangelsi karlana en nauðga og hrekja konur, börn og gamal- menni á flótta til Tusla, annarrar yfirfullrar vemdarborgar SÞ. Það er sama skelfílega aðferðin sem flóttafólkið, er Elín Pálma- dóttir hitti þar í fyrrasumar, gekk í gegnum. IBÚAR Srebrenica voru orðnir illa haldnir, þar sem engin matvæli hjálparstofnana höfðu verið leyfð til bæjarins í langan tíma, er Bosníu-Serbar tóku á miðvikudag að smala öllum múslimakonum, börnum og gamal- mennum upp á trukka, en héldu eftir öllum karlmönnunum til „stríðsglæpaleitar". Hollenska friðargæsluliðið mátti horfa á trukkana með fólkinu fara hjá og fólkið hrakið gangandi austur á svæði múslima til borgarinnar Tusla. Serbar eru að hreinsa burtu aðra kynþætti. Þetta er nákvæmlega sama sag- an, sem undirritaður blaðamaður hlustaði nánast orðrétt á í flótta- mannabúðunum í Tusla í fyrra- sumar. Konurnar í Bancivici búð- unum sem „Norsk folkehjelp" var að koma upp annars vegar fyrir konur með börn, og hins vegar fyrir gamlar einstæðar flóttakon- ur, höfðu verið á sama hátt hrakt- ar úr þorpum sínum og bæjum 50-100 km fyrir austan. Saga þeirra allra var samhljóða frásögn gömlu konunnar sem var þarna með dætur sínar og tengdadætur og öll litlu börnin í fjolskyldunni: Serbarnir komu, smöluðu öllum karlmönnunum í bænum saman á íþróttasvæðinu, nauðguðu konun- um og ýmist ráku þær gangandi eins og fénað í austurátt og inn fyrir átakalínuna milli serbneska og bosníska yfirráðasvæðisins eða óku þeim á yfirfullum trukkum áleiðis og létu þær svo ganga með börnin síðasta spölinn. Ekkert hafði heyrst af karlmönnunum síð- an og töldu konurnar að allir karl- mennirnir í þorpinu hefðu verið drepnir. Einn 14 ára gamall dreng- ur fékk að fylgja konunum. Friðar- gæsluliðið kom svo til móts við flóttafólkið að víglínunni. Fólkið hafði síðan lengi hafst við á járn- brautarstöð og var nýkomið í norsku búðirnar, alsælt að hafa vatn, hreinlætisaðstöðu og einkum að fá að vera saman. Nú halda Bosníu-Serbar á sama hátt eftir öllum karlmönnum yfir 12 ára í Srebrenica. Og hrekja þessar vesalings konur til Tusla, sem fyrir er yfirfull af flóttafólki og fær ekki vistir. í skólahúsi einu hitti ég 200 þúsund flóttamenn við enn hörmulegri aðstæður, þar sem fólkið hafði í tvö ár hrúgast sam- an, fleti við fleti. Mér eru minnis- stæð gömul bændahjón sem höfðu þannig setið þarna umkomulaus á fletinu sínu allan tímann. Flótta- mannahjálpin og norskar hjálpar- stofnanir voru að reyna að losa eina álmu skólans, svo börnin á staðnum gætu aftur gengið í skóla. En það gekk hægt. Ekki get ég ímyndað mér hvar verður komið fyrir þessum nýja flóttamanna- straumi. Um veturinn hafði matar- skammturinn tímunum saman ver- ið 100 gr. af brauði á dag, þegar matvælálestunum var ekki hleypt í gegn. Þó göntuðust menn með að þá hefðu börn, gamalmenni og flóttamenn þó verið best sett, því þeir fengu þó einhvern bita. Eins og dýr í gildru Frá því samningar náðust 1993 við Bosníu-Serbana um að lið Sam- einuðu þjóðanna fengi að verja íbúana á sex afmörkuðum griða- svæðum í Bosníu, hafa friðargæsl- uliðin þó getað varið þetta fólk. Oftast að minnsta kosti, því ekki hafa grið alltaf haldið, og íbúar oft verið skotnir á færi á götunni. Þar til nú að Serbarnir hafa hafið hreinsanir út úr griðaborgum aftur og Friðargæslan getur ekkert að gert. Friðargæsluliðarnir teknir gíslar. Friðargæslusvæðin eru sex: Sre- brenica, Zepa, Gorazde, Tuzla, Sarajevo og Bihac. Allir þessir bæir eru inniluktir eins og í skál með skógi vaxin háfjöll allt um kring. Og í þessum fjöllum sitja hersveitir Bosníu-Serba með eld- flaugahreiður og þungavopn, svo enginn kemst óséður að eða frá bæjunum. Slíkt verður að vera samþykkt af þeim. Og nú hafa þeir ákveðið að herða takið, byij- uðu í vikunni á Srebrenica og sama vofir yfir Zeba og Gorazde. Má búast við að hinir bæirnir komi svo á eftir. Þá verður þetta flóttafólk sem nú er að hrekjast til Tuzla, aftur á vergangi og í hörmungum. í Gorazde eru breskir friðargæslul- iðar en í Tuzla eru mest lið frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Þar voru í nokkra mánuði læknarnir sem Islendingar lögðu norska spítalanum til, Júlíus Gestsson frá Akureyri og Máni Fjalarsson frá Höfn og hjúkrunarmaðurinn Stef- án Alfreðsson. Máni var líka um tíma í Gorazde og í Bihac. Ekki varð framhald á framlagi íslend- inga, en mun nú í athugun í sam- bandi við næstu fjárlög. Friðargæsla SÞ hefur sem sagt haldið verndarhendi yfir þessu vesalings fólki í tvö ár og fyrir hvern einstakling í þeiin hópi er það auðvitað dýrmætt, hvað sem fólki í fjarlægð kann að finnast. Undir verndaivæng friðargæslul- iðsins hefur hjálparstofnunum líka tekist að halda vistaflutningum í þeim mæli að þetta fólk hefur get- að skrimt. En vegna aðstæðna eru þeir háðir vitund og leyfi Ser- banna. Til lokuðu borganna er ein- ungis hægt að komast gegn um fjallaskörðin, sem herflokkar í há- íjöllunum geta auðveldlega stöðv- að. Og með flugvél eða þyrlu. Norðmenn hafa lagt til þyrlusveit og sagt að norsku þyrluflugmenn- irnir séu þeir einu sem geti flogið um þessi þröngu skörð með svifti- vindum. Við smugum á tveimur norskum þyrlum frá Sarajevo til Tuzla gegn um ótrúlega löng og þröng skörð, þakin tijám, sem manni fannst við hveija beygju vera alveg ofan í þyrlunni. Auðvit- að þurfti leyfi Bosníu-Serba til ferðarinnar og sérstaklega til að taka með blaðamann í Sameinuðu þjóða-vél. Jafnvel í sjúkraflutning- um þarf leyfi fyrir hverri ferð og oft verður að lenda hjá Serbum í ljöllunum í báðum leiðum til að þeir geti sannfærst um að ekki sé eitthvað annað í vélinni en sjúkl- ingur. Vistir háðar leyfi Serba Sama er með alla birgðaflutn- inga hjálparstofnana til þessara borga. Serbarnir verða að hafa gefið leyfi, hvort sem er flugleiðis eða gegnum fjallaskarðið. Þeir hafa algera stjórn á því. Ég fór með Svíunum til móts við 27 bíla norska birgðalest, sem var á tveim- ur dögum að koma frá Split gegn- um hið mikilvæga fjallaskarð. Serbar höfðu veitt henni leyfi. Samt sendu Svíarnir á móti bryn- varða bíla, sem þeir röðuðu inn í lestina gegnum skarðið, svo bíl- stjórarnir ættu stutt að hlaupa ef Serbar í fjallshlíðunum beggja vegna sendu eldflaug eða skot. Sama var á flugvellinum í Tuzla, sem er undir stjórn norskra friðar- gæsluliða. Eftir margra vikna samningaþóf við þá kom fyrsta birgðavélin, rússneskur Illusín- garmur, lenti kl. 13.40, renndi út á brautarenda og hleypti nokkrum mönnum út, 13.45 kom eldflaug rétt hjá frá alkunnu hreiðri Bosníu- Serba við hinn brautarendann og kl. 13.48 var flugvélin farin aftur á loft með allar þessar langþráðu matarbirgðir. Þetta sýnir að Bos- níu-Serbar hafa ráð þessara griða- borga algerlega í greip sinni. Og geta hert að þegar þeim sýnist. Og einmitt þarna á flugvöllinn í Tuzla safnast nýja flóttafólkið og hefst við undir berum himni, í aug- sýn og skotlínu Serbanna í eld- flaugaheiðrunum allt um kring, þar sem ekki er hægt að veija það. Skelfileg tilhugsun. Friðargæslulið SÞ eru því alger- lega háð að þeir veiti leyfi og að þau haldi hveiju sinni. Friðar- gæsluliðin eru ekki búin þunga- vopnum. Og þótt flugvélar Nato væru fljúgandi yfir, t.d. þegar eld- flaugin kom að birgðavélinni í Tuzla og allir vissu nákvæmlega hvar eldflaugahreiðrið var í fjallinu hafa þjóðirnar aldrei komið sér saman um að láta til skarar skríða. Enda veigrar hver þjóð sér við að senda sína ungu menn í viðbótarl- iðssveitum í svona grimmt stríð, sem enginn sér fyrir endann á eða hvernig eigi svo að ljúka. Þetta flóttafólk, sem flúði og er nú verið að hrekja frá griða- svæðum í austurhluta Bosníu, er mest frá þorpum og bæjum í nám- unda við Drínu, en við fljótið ligg- ur einmitt jarðskjálftalínan svo- kallaða, þar sem átök hafa verið um aldir á mörkum Bosníu og Serbíu. Brúin á Drínu heitir ein- mitt hin fræga saga sem Ivo Andric hlaut fyrir Nóbelsverðlaun 1961 og kom út á íslensku. Sú bók gefur stórkostlega innsýn í þann núning sem í aldir hefur verið milli þessa fólks með mis- munandi trúarbrögð, sem hefur reynt að lifa í sambýli en reglu- lega hlotið hörmuleg örlög fyrir aðskiljanlega utanaðkomandi at- burði. Eins og sá sem vildi kynn- ast flóknum bakgrunninum í þjóð- arsál íslendinga hefði gagn af að lesa íslandsklukku Nóbelskálds Islendinga, þá veitir Brúin yfir Drínu baksviðið í því flókna og harmræna spili sem nú er að ger- ast á þessum stað í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.