Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 27 + Guðlaug Bene- diktsdóttir fæddist 1 Berufirði 25. mars 1903. Hún lést á elli- og hjúkr- unarheimilinu Skjólgarði á Höfn í Homafirði 4. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar vom hjónin Kristín Jóns- dóttir og séra Bene- dikt Eyjólfsson. Þau fluttust að Bjamar- nesi í Nesjum árið 1906. Böm séra Benedikts og Krist- ínar vom, í aldursröð: Guðlaug, Páll, EgiU, Guðrún og Skafti. Skafti er nú einn á lífi þeirra alsystkina. Séra Benedikt dó fímmtugur að aldri frá bömun- um ungum. Með fyrri konu sinni hafði séra Benedikt átt soninn Gísla, sem ungur fluttist til Vest- urheims. Kristín giftist seinni Snert hðrpu mína, himinboma dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann eg fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann eg út við sjó, og fugla skar og líka úr smiðjumó. í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. (Davíð Stef.) BÆRINN Hraunkot í Lóni stendur einn úti á söndunum umlukinn klettum. Það er líkt og farið sé inn í álfaborg þegar vegurinn að Hraunkoti er þræddur inn á milli klettanna sem skreyttir hafa verið með fágætum steinum og fallegum gróðri. Allt í einu ljúkast kletta- veggirnir upp líkt og fyrir töfra og bærinn í Hraunkoti blasir við. Þaðan er stórfenglegt útsýni. Sjálf- ur bærinn er reisulegur, allt um- hverfi hans ber snyrtimennsku vitni og þeirri viðleitni að halda því sem gert er af manna höndum í sem mestu samræmi við náttúr- una. Ég dvaldi sem barn sex sum- ur í Hraunkoti, en systkini mín, þau Dóra, Tryggvi, Herdís og Ás- geir, höfðu þá verið þar áður sem sumarbörn. Það var mamma, Björg Ásgeirsdóttir, sem kom fyrst í Lón- ið árið 1942 til sumardvalar á bænum Hlíð, en þar bjuggu þá móðir og stjúpi Guðlaugar og Skafta. Meðan mamma dvaldi á manni sínum, Stef- áni Jónssyni bónda á Hlíð í Lóni, árið 1914 og fluttist til hans með bamahóp- inn, sem Stefán gekk í föðurstað. Hálfsystkini Guð- laugar voru: Ragna, Benedikt, Jón og Kristín. Einnig ólst upp í Hlíð fóstur- bróðirinn __ Einar Bjamason. Á Hlíð átti Guðlaug heimili sitt til ársins 1937, en þá fluttist hún að Hraunkoti í sömu sveit til Skafta bróður síns og Sigurlaugar Árnadóttur konu hans. Guðlaug skrifaði sjö bækur og nokkrar smásögur sem birtust í tímarit- um og vom lesnar í útvarp. Útför Guðlaugar fer fram frá Stafafellskirkju í Lóni í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. Hlíð kynntist hún hinu unga heim- ili í Hraunkoti sem hún heimsótti síðan næstu tvö sumur. Þessar sumardvalir hennar urðu upphafið að mörgum heimsóknum hennar í Hraunkot. Á milli hennar og fjöl- skyldunnar í Hraunkoti þróaðist vinátta sem aldrei hefur borið skugga á og urðu mamma og Guð- laug sérstakar vinkonur. Þegar við börnin hennar höfðum aldur til að fara í sveit fórum við öll, hvert á fætur öðru, í Hraunkot. Fjögur systkinabörn mín hafa dvalið þar á sumrum í lengri eða skemmri tíma og hefur Hraunkot þannig markað spor sín í þrjá ættliði fjöl- skyldunnar. Þegar ég var sumarbarn í Hraunkoti bjuggu þar hjónin Skafti Benediktsson og Sigurlaug Árna- dóttir, Guðlaug systir Skafta sem hér er minnst, fóstursonurinn Frið- rik Friðriksson, sem er sonur Krist- ínar hálfsystur Guðlaugar og Skafta, og faðir hans, Friðrik Jóns- son. En auk þessa fasta heimilis- fólks í Hraunkoti dvöldu þar marg- ir um lengri eða skemmri tíma, jafnvel árum saman, svo ekki sé minnst á öll sumarbörnin. Yfir sumartímann var mikill gesta- gangur í Hraunkóti. Stundum komu þangað heilu rúturnar, fullar af fólki og var öllum boðið inn í kaffi og meðlæti. Hvernig hægt var að reka þetta stóra heimili svo MINNINGAR ljúflega er mér í dag hreinasta ráðgáta. Eg var á sjötta ári þegar ég kom fyrst í Hraunkot í Lóni árið 1965. Var ósköp aum með hlustarverk eftir flugferðina og fannst allt þetta ferðalag hið undarlegasta. Ég áttaði mig þó fljótt á að ég var hjá góðu fólki. Guðlaug tók mig, dóttur Bjargar vinkonu sinnar, strax undir sinn verndarvæng og brátt tók ég gleði mína á ný. Ég vandist umhverfinu sem hafði virk- að svo framandi og ekki leið á löngu þar til ég, Reykvíkingurinn litli, var farin að fussa við Guð- laugu yfir þessum fávísu kaupstað- arbörnum sem vissu ekki hvað sneri aftur og hvað fram á skepn- unum. í Hraunkoti var skýr verkaskipt- ing, Sigurlaug hafði veg og vanda af heimilishaldinu, líkt og hún hef- ur enn þann dag í dag, og Skafti sá um búreksturinn. Guðlaug gegndi hinsvegar ákveðnum störf- um bæði utanhúss og innan. Hún sá til að mynda alltaf um hænsnin og kýrnar í Hraunkoti. Hænsnun- um kom enginn nálægt nema Guð- laug, en ég mátti „hjálpa" henni með kýrnar. Ég varð brátt fullgild- ur kúasmali, þó hjartað yrði stund- um lítið ef þær sneru sér að mér við reksturinn. Mér eru þær stund- ir einna hugstæðastar þegar ég fékk að sitja úti í fjósi og horfa á Guðlaugu mjólka. Hún var nærfær- in við kýrnar, líkt og við öll dýr, strauk þeim og spjallaði við hveija þeirra áður en hún mjólkaði. Ég sat á litlum kolli, strauk kálfunum og fylgdist með. Á þessum stund- um inni í rökkvuðu fjósinu við nota- Iega hlýjuna frá kúnum töluðum við Guðlaug um allt milli himins og jarðar, því Guðlaug var þeim hæfileika búin sem og aðrir í Hraunkoti að tala af viti við börn. Eftir mjaltir var svo haldið inn í skemmu þar sem mjólkin var síuð og þegar því verki var lokið þurfti að skilja mjólkina. Það var mikill heiður þegar það kom fyrir að Guðlaug treysti mér fyrir að snúa skilvindunni sem þurfti að snúa með jöfnum hraða og var nokkuð þung fyrir litlar hendur. Síðan var farið út í brunn þar sem mjólkin og rjóminn voru geymd. Á eftir fengum við Guðlaug okkur kaffi, hún bleksvart en ég fékk kaffi í botninn á glasinu en afgangurinn var spenvolg mjólkin. í Hraunkoti var mér kennt og ekki síst af Guð- laugu að bera virðingu fyrir öllu sem lífsanda dregur og að umgang- ast náttúruna og dýrin af um- hyggju og natni. I Hraunkoti var mikið lesið og vel fylgst með öllum þáttum þjóð- GUÐLAUG BENEDIKTSDÓTTIR + SKÚLI Björg- vin Ágústsson fæddist á Asgríms- stöðum í Hjalta- staðarþinghá hinn 29. október 1929. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 17. júní síðastliðinn á 66. aldursári. Hann var næst- yngstur af tíu börnum hjónanna Guðbjargar Alex- andersdóttur og Ágústs Ásgríms- sonar, sem lengst af bjuggu á Ásgrímsstöðum, en fluttust til Selfoss er þau brugðu búi á efri árum. Skúli var tvíkvæntur. Fyrri VEGNA búsetu okkar hittumst við Skúli, föðurbróður minn, alltof sjaldan nú seinni árin. Mér er nú á skilnaðarstundu efst í huga þakk- læti fyrir öll okkar samskipti sem ávallt voru eins og best verður á kosið. Hugsa ég þá fyrst og fremst til vetrarins 1970-71 er ég, fjórtán konu sína, Hall- björgu Guðmunds- dóttur, missti hann eftir 11 ára sambúð 1972. Þau eign- uðust eina dóttur, Sólveigu Guð- mundu, og gekk Skúli Höllu, dóttur Hallbjargar, í föð- ur stað. Þær systur eru báðar búsettar í Svíþjóð. Seinni kona Skúla, Ólína Steingrímsdóttir, lést á síðasta ári. Þeirra dóttir er Sigrún Sunna, sem býr á Sel- fossi. Útför Skúla fór fram frá Selfosskirkju 24. júní. ára, yfirgaf foreldrahús og fór yfir landið endilangt til að fara í Gagn- fræðaskóla Selfoss. Ég bjó á heim- ili ömmu minnar, Guðbjargar Alex- andersdóttur, móður Skúla, sem þá var orðin öldruð kona, slitin og far- in að heilsu. Skúli kom til okkar hvern einasta dag þennan vetur, fýrst og fremst til að skipta um umbúðir á fótasári sem móðir hans hafði haft í fjöldamörg ár og ekki vildi gróa, en einnig til að vita hvernig frænkan unga hefði það og hvort ekki væri eitthvað sem hann gæti létt undir með henni, við námið eða störfin á heimilinu. Skúli var vel menntaður í raf- magnsfræði, rak fyrirtæki með slíka þjónustu um árabil og kenndi einnig við Iðnskólann og síðar Fjöl- brautaskólann á Selfossi. Honum var afar létt að umgangast ung- menni, og olli því fyrst og fremst létt lund hans og góð innsýn í þarf- ir þeirra jafnt andlegar sem verald- legar. Skúli fór ekki varhluta af mót- læti þessa heims. Hann átti við lík- amlega fötlun að stríða alla ævi og bar þann kross með einstöku jafn- aðargeði. Gleði hans og bjartsýni mætti vera okkur mörgum fyrir- mynd sem minna höfum haft af mótlætinu. Elsku frændi. Ég hefði viljað hafa þig lengur hjá okkur, en veit að þín bíður gott líf á æðri stigum, því ég trúi að þú uppskerir eins og þú sáðir. Sæll er hver sem glaður getur gengið lífsins döpru spor. Eftir dauðans eyðivetur aftur kemur indælt vor. (Þýð. V. Briem) SKÚLIB. ÁGÚSTSSON lífsins. í eldhúsinu fóru fram mikl- ar og oft heitar umræður sem allir tóku jafnan þátt í, börn sem full- orðnir. Guðlaug sat þá yfirleitt í horninu sínu við kokseldavélina, hélt könnunni heitri og var oftar en ekki á móti meirihlutanum, því hún vildi hita og fjör í rökræðurn- ar. Og svo voru sagðar sögur með tilþrifum og gjarnan hermt eftir sögupersónunum. Á stundum sem þessum naut Guðlaug sín. Því hún hafði gaman að smáátökum og gat orðið nokkuð hvöss og hæðin. En augun komu þó alltaf upp um hana, úr þeim skein leiftrandi húmor. Það sem einkenndi þessar umræður í Hraunkoti var fordómaleysi og umburðarlyndi heimilisfólksins í garð manna og málefna. Ekkert þeirra lagði það í vana sinn að fella dóma um aðra. Mér varð það fljótt ljóst að Guð- laug var gædd þeim óvenjulegu hæfileikum að sjá það sem okkur flestum er hulið. Hún bar það ein- hvernveginn með sér. Aldrei var talað um þetta í Hraunkoti nema kannski í hálfum hljóðum en ég man eftir því margoft, að Guðlaug kom niður í eldhús eftir miðdegis- lúrinn, byrjaði að hella á könnuna og bað nú Sigurlaugu blessaða að fara nú að hafa til kökurnar, því nú færu gestir að koma og það stóð yfirleitt á endum að þegar gestirnir renndu í hlaðið var allt tilbúið. Dulrænir hæfileikar Guð- laugar, sem ekki verða tíundaðir hér, gerðu það þó stundum að verk- um að hún vissi meira en hún vildi vita og reyndist henni það oft erf- itt. En hún átti sterka trú á guð og sterka stoð í þeim Sigurlaugu og Skafta. í þeim bókum sem Guð- laug skrifaði byggir hún að nokkru á þessum dulrænu hæfileikum. Nú hefur hún Guðlaug lokið vist sinni hér á jörð. Síðustu árin dvaldi hún á Skjólgarði á Höfn, þar sem Skafti bróðir hennar er nú. Hún var orðin veik og þreytt. Þegar við mamma, Tryggvi bróðir og Rann- veig kona hans hittum hana síð- asta sumar þekkti hún okkur að- eins í stutta stund en sú litla stund nægði þó til þess að við hittum þá Guðlaugu sem við mundum. Guð- laugu með glettnisglampann í aug- unum. Ég verð alltaf þakklát fyrir að hafa átt þessa samveru með henni. Frá mér og Torfa, börnunum okkar, foreldrum mínum, systkin- um, tengdasystkinum og börnum þeirra sendi ég samúðarkveðjur til Sigurlaugar, Skafta, Frirra og Friðriks. Guðlaugu fylgir hlýhugur og þakklæti frá okkur öllum inn í sælli veröld, þar sem englar guðs bjóða hana velkomna í Paradís. Sólveig Pálsdóttir. í dagverður til moldar borin kær vinkona okkar, Guðlaug Benedikts- dóttir. Kynni okkar hófust við skiln- að foreldra okkar er við vorum tveggja og þriggja ára, og vorum send til dvalar til fjölskyldunnar í" Hraunkoti. Það hefði mátt ætla að slík reynsla yrði okkur erfið - að vera send í sveit til fólks, sem við höfðum ekki haft náin kynni af áður. En móttökurnar voru slíkar að alveg frá fyrstu stundu litum við á Hraunkot sem okkar annað heimili og var það ekki síst vegna þess hve Guðlaug var okkur góð - engin móðir hefði getað veitt börn- um sínum meiri ástúð og hlýju. Upp frá þessu fórum við í sveitina okkar á hveiju ári til sumardvalar, og oft voru veturnir lengi að líða og mikið söknuðum við fólksins okkar í Hraunkoti. Það er margs að minnast. Þegar við komum austur á vorin var það alltaf Guðlaug sem kom á flugvöll- inn, tók á móti okkur og fór með okkur upp í Hraunkot þar sem fjöl- skyldan tók okkur opnum örmum. Það var líka hún sem fylgdi okkur á flugvöllinn í sumarlok, þá var erfitt að kveðjast og stutt í tárin hjá okkur. Guðlaug var ekki allra en séu laun hennar á himnum í samræmi við þann kærleik sem hún veitti okkur í jarðvist sinni, verður henni ríkulega launað. Guðlaug gaf sér alltaf tíma til að sinna okkur, þó kvabbið í okkur væri oft óþarft, sjálfsagt hefði einhveijum þótt nóg um allt hrósið og blíðuorðin sem við urðum aðnjótandi hjá henni, því í hennar huga höfðu ekki fæðst betri eða vel gerðari böm. Við tók- um hrósið ekki alltof alvarlega, en okkur þótti ósköp gott að finna hvað henni þótti vænt um okkur og hvemig hún sýndi það. Síðustu árin voru Guðlaugu erfíð, hún var orðin heilsulaus, þurfti að yfirgefa heimili sitt og flytja á heim-, ili fýrir aldraða á Höfn þar sem hægt var að veita henni þá umönn- un sem hún þarfnaðist. Því þótt viljinn væri fyrir hendi hjá fólkinu hennar í Hraunkoti til að annast hana voru þau orðin öldruð og þrot- in kröftum. Þótt Guðlaug hafí verið orðin háöldruð, veik og tilbúin til að ljúka jarðvist sinni, söknum við okkar kæm vinkonu mikið, og viljum nú að leiðarlokum þakka henni fyrir samfylgdina, alla væntumþykjuna og kærleikann sem hún sýndi okk- ur. Við sendum fólkinu okkar í Hraunkoti innilegar samúðarkveðj- ur. Rannveig og Kristinn Stefán Einarsbörn. Megi góður Guð styrkja og blessa dætur Skúla og þeirra fjölskyldur um ókomin ár. Guðbjörg Bjömsdóttir. í þann mund sem fánar vom dregnir að húni til að fagna þjóðhá- tíðardeginum lést Skúli B. Ágústs- son rafvirkjameistari á 66. aldurs- ári eftir langvinn og erfíð veikindi. Skúli gekk ekki heill til skógar þar sem hann var bæklaður, en óbilandi kjarkur og andlegt þrek gerði honum kleift að vinna til jafns við þá sem fullhraustir voru taldir. Hann fór ungur til náms í rafvirkj- un í Reykjavík og gekk síðan í rafmagnsdeild Vélstjóraskólans en fluttist til Selfoss árið 1955 og starfaði um tíma hjá Kaupfélagi Árnesinga. Á þessum árum bauðst honum styrkur til náms í raf- magnsfræðum í Þýskalandi og dvaldist hann þar um tíma. Skömmu eftir heimkomuna frá Þýskalandi stofnaði hann með nokkrum félögum sínum raf- magnsfyrirtækið Rafgeisla á Sel- fossi þar sem við sem þetta ritum vorum samstarfsmenn hans. Skúli hugsaði aldrei smátt og fyrir hans atbeina fóru rafvirkjar fyrirtækis- ins til vinnu á fjarlægum stöðum á landinu, bæði á Austur- og Norð- austurlandi. Urðu margir okkar af þessum orsökum kunnugir á þess- um slóðum og eignuðust þar margt góðra vina, en góðir vinir eru eitt það verðmætasta sem nokkrum manni hlotnast. Skúli kenndi um árabil við Iðn- skólann á Selfossi og síðar vann hann við Fjölbrautaskóla Suður- lands, eftir að hann var stofnaður og tók við verkefnum Iðnskólans. Hann var ákveðinn og góður kenn- ari og vel liðinn af nemendum sínum og samstarfsmönnum. Á málfundum naut Skúli sín- . mjög vel og kom þá skýrt fram hvað hann var snjall málafylgju- maður, hnyttinn í tilsvörum og leiftrandi mælskur svo aðdáun vakti. í góðra vina hópi var Skúli hrókur alls fagnaðar og margar voru þær og skemmtilegar sögurn- ar sem hann kunni að segja, ekki síst þegar hann beitti skáldlegum hæfileikum sínum, sem honum ein- um var lagið. Þegar horft er á eftir gömlum félaga og vini sækir ætíð að nokkur söknuður, jafnvel þótt dauðinn sé í mörgum tilvikum kærkomin lausn frá kvölum sjúkdóma. Margar góð- ar og skemmtilegar stundir rifjast upp og það er gott að skilja þannig við vini sína að þeir eigi skemmti- legar minningar frá liðnum sam- verustundum. Við kveðjum Skúla B. með þökkum fyrir samveruna. Matthías B. Sveinsson, - Hergeir Kristgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.