Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 31 AFMÆLI ALFREÐ HOLM BJÖRNSSON FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir HEIÐUR Vigfúsdóttir, formaður Heimilisiðnaðarfélags íslands ásamt handverksfólkinu Bjarna Þór Krisijánssyni og Eddu Jóns- dóttur. A borðinu fyrir framan þau má sjá töskur úr hreindýra- leðri og fiskroði eftir Eddu. Morgunblaðið/Sverrir ÚTSKORNAR fígúrur eftir Bjarna Þór Krisljánsson, en þær verða m.a. til sýnis í húsnæði Heimilisiðnaðarfélagsins. * Heimilisiðnaðarfélag Islands Sýningaraðstaða fyrir handverksfólk ALFREÐ Hólm Björnsson, bóndi í Útkoti á Kjalarnesi, er áttræður í dag 15. júlí 1995. Hann fæddist á Skálum á Langanesi og ólst upp hjá móður sinni til sex ára aldurs. Eftir það fór hann til Ólafar Finns- dóttur ömmu sinnar, sem bjó með sonum sínum. Þar var Alfreð til 12 ára aldurs. Eftir það var hann hjá ýmsum að vinna fyrir sér eins og gerðist og gekk á þeim árum, og oftast hjá góðu fólki. Sjálfur hefur Alfreð alltaf verið öllum góður og hjálpsamur, svo af er látið. Duglegur er hann einnig og virtur fyrir það. Vegna þessara kosta er Alfreð af öllum virtur og elskaður af þeim sem kynnast honum. Alfreð kvæntist 12. maí 1940 Huldu Pétursdóttur í Reykjavík. Þau byggðu hús í Kópavogi, einn- ar hæðar með kjallara. Árið 1950 skiptu þau á húsinu í Kópavogi og jörðinni Útkoti á Kjalarnesi ásamt meðfylgjandi bústofni sem var 6 beljur og 50 kindur. Hulda og Alfreð eiga saman fjóra syni sem allir eru sjálfstæðir atvinnu- rekendur og drífa sín fyrirtæki af dugnaði og .reisn. Þeir eru líka kvæntir duglegum og fallegum konum, sem eiga með þeim mynd- arleg börn, sem gleðja afann og ömmuna eins og vera ber. Hulda hefur oft sagt mér að það hafi verið mikið happ hjá þeim hjónum að fá Útkotið og geta alið upp synina í sveitinni við vinnuna og frelsið þar. Hulda annaðist búskapinn vel og tók til sín unglinga sem höfðu ÞRENNT var handtekið eftir inn- brot í fyrirtæki í Nethyl snemma í gærmorgun. Fólkið, tveir karlmenn á fer- tugsaldri og kona á þrítugsaldri, var að leita að verkfærum. Það var flutt á löreglustöð ásamt bíl sem það var á. Fólkið hefur áður komið við sögu svipaðra mála hjá lögreglu. Brotist var inn í fjögur fyrir- tæki við Hafnarstræti 7 i fyrrinótt og þaðan stolið farsímum og ávís- anaheftum. Brotist var inn í bíl við Kamba- sel en litlu stolið og inn í tvær geymslur við Grettisgötu þaðan sem mat og ýmsu dóti var stolið. Datt ofan í ómerktan skurð Köna fótbrotnaði þegar hún datt ofan í ómerktan skurð við við lítið að vera en gátu hjálpað til í leik og starfí undir hennar góðu stjórn. En Hulda hafði mikið gott lag á unglingum. Alfreð átti vöru- bíl og stundaði vinnu á hann hven- ær sem verkefni fengust. Móðir Alfreðs sem sjálf átti 14 börn valdi að vera í skjóli þeirra Alfreðs og Huldu í elli sinni. Þar naut hún með þeim bæði ferðalaga og ann- arrar gleði sem að garði bar á því heimili. Hulda hefur verið mikill sjúklingur, og skorin upp við hjartasjúkdómi bæði utanlands og innan. Alfreð gnegur heldur ekki heill til skógar, en þetta láta þau hjón ekki aftra sér í því að gleðj- ast með öðrum og vinna að áhuga- málum sínum sem eru mikil á lista- sviðinu. Þau mála bæði, og Huldu mætti með sanni nefna rithöfund, því bækur hafa verið gefnar út eftir hana og ein að minnsta kosti er á leiðinni frá útgáfu. Alfreð átti soninn Björn áður en hann giftist Huldu. Sjálfur rek- ur Björn eigið fyrirtæki eins og yngri bræður hans og er það stórt stórt í sniðum með öflugum vinnu- vélum til mikilla verka. Vinátta Karls míns og Alfreðs hefur staðið lengi, eða síðan báðir voru ungir menn. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að eignast hlutdeild í þeirri vináttu. Attræður heiðurs maður, - alltaf eru glaður, - og í öllu sannur maður. Lifið þið heiðurshjónin heil. Þess óska, Regína og Karl Thorarensen. gatnamót Fellsmúla og Grensás- vegar í fyrradag. Hún var flutt á slysadeild. Bifreið var ekið á hjólreiðamann í Jakaseli seint í fyrrakvöld. Meiðsl hjólreiðamannsins voru minnihátt- ar og var honum ekið til síns heima. Maður sást bera á sér kynfærin í Ártúnshverfi í fyrradag. Hans var leitað en án árangurs. Ekið var á gangandi vegfarend- ur í tvígang með nokkurra mín- útna millibili á fjórtánda tímanum í gærdag. Ung stúlka slasaðist lítillega og var flutt með sjúkrabíl á slysadeild en maður, sem síðan var ekið á, slapp ómeiddur. Þá var ekið á mann á reiðhjóli á Vesturlandsvegi síðdegis í gær. Hann slapp svo til ómeiddur. HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG ís- lands hefur tekið upp þá ný- breytni að bjóða handverksfólki aðstöðu til að kynna verk sín í húsnæði félagsins að Laufás- vegi 2. Að sögn Heiðar Vigfús- dóttur er þetta tilraun félagsins til að auðvelda handverksfólki að koma sér á framfæri. Vikuna 16.-22. júlí munu Bjarni Þór Kristjánsson og Edda Jónsdóttir verða fyrst til að nota sér þessa aðstöðu. Þau munu starfa á staðnum og sýna muni sem verða jafnframt til sölu. Opið verður daglega frá 10 til 18. Bjarni Þór starfar sem smíða- kennari og sýnir útskorna muni úr tré. Hann hefur fengist við útskurð í yfir tuttugu ár og hefur tekið þátt í tveimur sam- sýningum. Edda er að kynna vöru sína í fyrsta skipti, en hún sýnir tösk- ur, belti o.fl. úr hreindýraskinni og fiskroði. Hún segist eyða öll- um sínum tíma í handverkið eftir að hún lét af störfum sem kennari. „Að vinna með þessi lífrænu efni yngir mann upp um tuttugu ár,“ segir Edda. „Engir tveir hlutir sem ég bý til eru eins, um leið og ég fer að gera það ætla ég að hætta þessu.“ Heimilisiðnaðarfélag Islands hefur starfað í átta áratugi og markmið þess eru að styðja gott handverk og halda við þjóð- legum greinum. Félagið rekur Heimilisiðnaðarskólann á ve- turna, þar sem kennsla fer fram í námskeiðaformi. Meðal náms- greina eru vefnaður, útsaumur, útskurður og gerð þjóðbúninga. Mótmæli á þjóðhá- tíðardegi Frakka Kjarnorku- tilraunirn- ar skref aftur á bak TVEIR íslenskir þingmenn þáðu ekki boð í franska sendiráðinu í Reykjavík í mótmælaskyni við fyr- irhugaðar kjarnorkutilraunir Frakka við Mururoa eyjar í suður- Kyrrahafi. Kristín Ástgeirsdóttir, þing- maður Kvennalista og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Alþýða- bandalags, voru meðal þeirra sem þáðu ekki boð í franska sendiráð- inu til að mótmæla kjarnorkutil- raununum en í gær var þjóðhátíð- ardagur Frakka. „Mér finnast það mjög alvarleg tíðindi að forseti Frakklands skuli hafa ákveðið að hefja þessar til- raunir að nýju. Menn hafa verið að taka hvert skrefið á fætur öðru í átt til banns við kjarnavopnum og heftingu útbreiðslu þeirra. Þetta er því skref aftur á bak og ég vildi sýna þá skoðun mína með því að þekkjast ekki þetta boð,“ sagði Kristín. Selfoss Sirkus Arena á markaðs- degi Selfossi. Morgfunblaðið MARKAÐSDAGUR er á Sel- fossi í dag, laugardaginn 15. júlí, í tveimur stórum mark- aðstjöldum sem komið hefur verið fyrir í miðbæ Selfoss. Ýmsar uppákomur verða í bænum í tengslum við mark- aðinn. Þar ber hæst tvær sirk- ussýningar hjá Sirkus Arena í sirkustjaldi á svonefndu sýslumannstúni. Auk þess verður Bílabúð Benna með sýningu á torfærubifreiðum og verslanir á Selfossi munu kappkosta að bjóða kostaboð á ýmsum varningi. Þá mun Bylgjan senda út dagskrá frá Selfossi um menn og málefni í byggðarlaginu. Þrennt handtekið eftir innbrot Skógardagur í Hallorms- staðarskógi á Héraði HALDINN verður skógardagur með fjölbreyttri dagskrá í Hall- ormsstaðarskógi á Héraði í dag, laugardag 15. júlí kl. 10.00- 17.00. Það eru Skógrækt ríkisins og Skeljungur sem standa að dagskránni. Þetta er þriðja árið í röð sem þessir aðilar standa sameiginlega að skógardegi í Hallormsstaðarskógi, en þeir hafa verið afar vinsælir meðal almennings enda margt skemmti- legt í boði fyrir unga sem gamla. Opnuð verður sýning á liögg- myndum eftir 17 listamenn í Tijá- safninu. Á sýningunni gefst fólki kostur á að kynnast margbreyti- legu hráefni sem skógurinn býð- ur upp á til listsköpunar. Farið verður í gönguferðir um skóginn undir Ieiðsögn Sigurðar Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóra og skógarvarðar á Hallormsstað, og Þór Þorfinnsson, skógarvörður, kynnir nýja gönguleið. Gangan eftir nýju leiðinni tekur um eina og hálfa klukkustund og verður boðið upp á ketilkaffi á leiðinni. Tómstundaiðjan á Egilsstöðum verður með kennslu og sölu á skógarskreytingum við gróðrar- stöðina á Hallormsstað. Unga kynslóðin mun einnig hafa nóg að gera á skógardaginn, því efnt verður til fjallareiðhjólakeppni, hestaferða og ævintýraferða um skóginn, svo fátt eitt sé nefnt. SKÓGARDAGUR Skógræktar ríkisins og Skeljungs var haldinn I Reykjarhólsskógi í Varmahlíð í Skagafirði um síðustu helgi. Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóri, rakti sögu gróðrar- stöðvarinnar og Reykjarhólsskógar. Farið var í gönguferðir undir leiðsögn og gömul og ný ræktun- aráhöld voru sýnd. Þá heilsaði skógarálfurinn upp á börnin og sýnt var hvernig hella á upp á sannkallað ketilkaffi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.