Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 163. TBL. 83. ARG. FOSTUDAGUR 21. JULI1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Frönsk stjórnvöld fallast á tillögu Bandaríkjamanna um hernaðaraðgerðir í Bosníu Vilja að NATO hóti loftárásum á Serba Zagreb, Saríýevo. Reuter. BARDAGAR blossuðu upp að nýju á „griðasvæðinu" Zepa í austurhluta Bosníu í gærkvöldi eftir að frestur, sem Bosníu-Serbar veittu múslimum íbænum til að gefast upp, rann út. Áður höfðu Serbar sagt að þeir hefðu náð Zepa á sitt vald, en múslimar neituðu að fallast á uppgjafarskil- mála þeirra. Frakkar féllust á tillögu Bandaríkjamanna um að Atlants- hafsbandalagið (NATO) gripi til harðra loftárása ef Serbar héldu áfram árásum sínum á „griðasvæð- in" í Bosníu. Stjórn Bosníu neitaði staðhæfing- um Serba um að Zepa væri fallin en sagði að reynt hefði verið að semja um að íbúar bæjarins, einkum sært fólk, yrðu fluttir á brott undir eftir- liti Sameinuðu þjóðanna og Rauða Vill morð- ákæru á hendur Andreotti Kóm. Reuter. ÍTALSKUR rannsóknardóm- ari hefur óskað eftir því að Giulio Andreotti, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, verði dreginn fyrir rétt vegna meintrar aðildar hans að morði á blaðamanni árið 1979. ítalska fréttastofan ANSA hafði eftir lögmanninum Carlo Taormina að dómari í borginni Perugia hefði óskað eftir því að Andreotti svaraði til saka fyrir morðið á blaðamanninum Mino Pecorelli. Dómari úr- skurðar um hvort réttað verð- ur í málinu eftir vitnaleiðslur. Kveðst saklaus Andreotti hefur þegar verið ákærður fyrir tengsl við maf- íuna og hefjast réttarhöld í því máli í Palermo 26. september. Pecorelli var myrtur fyrir utan skrifstofur blaðsins OP þar sem hann starfaði. Blaðið birti fjölda frétta sem byggðar voru á upplýsingum frá höfuðand- stæðingi Andreottis, Vito Mic- helli. Andreotti hefur ævinlega neitað því að hann sé viðriðinn morðið en málið nú er byggt á framburði fyrrverandi félaga í mafíunni, sem segja að hann hafi haft miklar áhyggjur af því að Pecorelli myndi takast að grafa upp óþægilegar stað- reyndir sem tengist morðinu á Aldo Moro, fyrrverandi for- sætisráðherra, árið 1978. Hryðjuverkamenn Rauðu her- deildanna rændu honum og myrtu hann þegar stjórn Andreottis neitaði að semja við þá um lausn hans. krossins. íbúar Zepa eru um 17.000. Yfirmaður hers Serba, Radko Mladic, gaf múslimum í Zepa frést til klukkan 17 að íslenskum tíma í gær til að verða við uppgjafarskil- málunum. Hann kvaðst vilja að særð- ir íbúar bæjarins yrðu fluttir á brott fyrst, síðan konur, börn og aldrað fólk. Hann boðaði hins vegar að karl- mönnum á aldrinum 18-55 ára yrði haldið sem stríðsföngum, en múslim- ar gátu ekki fallist á það þar sem þeir óttast að fangarnir verði teknir af lífi. Þegar fresturinn rann út hófu Serbar harðar árásir á bæinn og fregnir hermdu að bosníski stjórn- arherinn hefði svarað þeim með stór- skotaárás á búðir úkraínskra friðar- gæsluliða. Enginn Úkraínumaður féll. Utanríkis- og varnarmálaráð- herrar frá Bandaríkjunum og löndum sem hafa sent friðargæsluliða til Bosníu koma saman í London í dag. William Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, lagði til í gær að á fundinum yrði samþykkt að NATO gerði harðár loftárásir á serb- nesk skotmörk ef Serbar hæfu árás- ir á fleiri „griðasvæði", sem njóta verndar Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði að ekki ætti að hætta slíkum árásum þótt Serbar tækju friðar- gæsluliða í gíslingu. NATO hætti loftárásum sínum í maí eftir að Serb- ar tóku 400 friðargæsluliða í gísl- ingu. Bretar tóku þessari tillögu fálega í fyrstu en embættismaður banda- ríska varnarmálaráðuneytisins sagði Reuter DRENGIR frá Srebrenica í stríðsleik í búðum fyrir flóttamenn við flugvöll Sameinuðu þjóðanna í Tuzla. Flóttafólk frá Srebrenica hefur sagt að serbneskir hermenn hafi klæðst búningum friðar- gæsluliða til að lokka til sín flóttamenn úr skógi nálægt bænum. Hermennirnir hafi síðan raðað flóttamönnunum upp og skotið þá. í gærkvöldi að þeir væru að nálgast sjónarmið Bandaríkjamanna. Jacqu- es Chirac, forseti Frakklands, féllst á tillöguna eftir samtal við Bill Clin- toh Bandaríkjaforseta. Árásir á Bihac Serbar frá Króatíu gerðu í gær harðar árásir á „griðasvæðið" Bihac í vesturhluta Bosníu og náðu mikil- vægum bæ, Sturlic, á sitt vald. Allt að 1.200 manns flúðu frá bænum. Þá lenti sprengja á forsetabygg- ingunni í Sarajevo þegar Carl Bildt, sáttasemjari Evrópusambandsins, var þar að ræða við Alija Izet- begovic, forseta Bosníu. Enginn særðist í árásinni. Silvio Berlusconi dregur saman seglin 20% fjölmiðla- veldisins seld Reuter Mflanó. Reuter. SILVIO Berlusccmi, fyrrverandi for- sætisráðherra ítalíu, tilkynnti á blaðamannafundi í gær að hann hefði selt hópi fjárfesta undir forystu al- Waleeds bins Talals, prins frá Saudi- Arabíu, 20% hlut í sjónvarps- og auglýsingaveldi sínu. Berlusconi bætti við að hann hygðist losa sig við rúmlega helming eignarhlutar síns í fyrirtækinu. Gagnrýnendum fínnst ekki nóg að gert ætli hann að koma í veg fyrir að hagsmunir sínir í stjórnmálum og viðskiptum skarist. Berlusconi sagði að fjölþjóðasam- tök nokkurra banka myndu kaupa önnur 20% síðar á árinu og á næsta ári yrði fyrirtækið, Mediaset, skráð á hlutabréfamarkaði. Mediaset, sem er fjölmiðla- og auglýsingaarmur eignarhaldsfyrir- tækis hans, Fininvest, rekur þrjár sjónvarpsstöðvar og auglýsingafyr- irtækið Publitalia, en á ítalíu eru aðeins sex sjónvarpsstöðvar og hinar þrjár eru ríkisreknar. Auk al-Waleeds eru fjárfestarnir Leo Kirch, fjölmiðlajöfur frá Þýska- landi, og Johann Rupert, kaupsýslu- maður frá Suður-Afríku. Þeir greiða 1,12 milljarða Bandaríkjadala (um 70,5 milljarða ÍSK) fyrir sinn fimmt- ung. Kirch kaupir 10 prósent, en al- Waleed og Rupert fímm prósent hvor. Bankarnir munu hins vegar reiða af hendi 1,14 milljarða dala (um 71,8 ÍSK). Berlusconi sagði að á næsta ári kæmi að „lokaþættinum", þegar hlutabréf yrðu sett á markað og al- menningi gefinn kostur á að eignast hlut í fyrirtækinu. Hann stefndi að því að sinn hlutur í Mediaset yrði milli 35 og 40 prósent. Helmingur landsins undir vatni FLOÐ hafa valdið íbúum Bangladesh þungum búsifjum að undanförnu. Hafa nokkur hundruð manna látist úr sjúk- dómum, sem upp hafa komið, milljónir manna hafa orðið að flýja heimili sín og tjón á mann- virkjum er gífurlegt. Hafa flóð- in, sem eru í helmingi landsins, sópað burt 3.400 km af vegum, eyðilagt 1.670 brýr og flóðgarða, sem voru samtals 1.220 km lang- ir. Myndin er frá höfuðborginni Dhaka og sýnir fjölskyldu, sem hefur forðað sér og tveimur geit- um upp á þak. Friðarviðræður Rússa og Tsjetsjena í Grosní Nálgast samkomulag um stöðu Tsjetsjníju Grosní. Reuter, SAMNINGAMENN Rússa í friðar- viðræðunum í Grosní sögðu í gær, að þeir og fulltrúar Tsjetsjena væru að nálgast samkomulag um mesta ágreiningsefnið, stöðu Tsjetsjníju innan rússneska sambandsríkisins. Vjatsjeslav Míkhaílov, formaður rússnesku samninganefndarinnar, sagði, að ræddar hefðu verið nokkrar yfirlýsingar um stöðu landsins og loks valin ein mjög stuttorð. Skýrði hann ekki frá því hvernig hún hljóð- aði og samningamenn Tsjetsjena vildu ekkert um málið segja. Heimastjórn hugsanleg Tsjetsjenar krefjast fulls sjálf- stæðis en Rússar segjast ekki vera til viðræðu um það. Þeir segjast aft- ur á móti vera tibúnir að ræða ein- hvers konar heimastjórn, sem ekki bryti í bága við rússnesku stjórnar- skrána, að loknum frjálsum kosning- um í Tsjetsjníju í nóvember nk. Þeg- ar Míkhaílov var spurður hvort orða- lag yfirlýsingarinnar væri í samræmi við stjórnarskrána svaraði hann að- eins, að það væri hugsað til að stuðla að friði. Upp úr friðarviðræðunum slitnaði I sl. sunnudag en þær hófust aftur í < gær og nú er jafnvel vonast til, að þeim geti lokið með undirritun á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.