Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 23 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavlk. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SEMJA ÞARF UM SÍLDINA EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur nú óskað eftir viðræðum við ísland og Noreg um löndunarbann síðarnefndu ríkjanna á fiskiskip ESB, sem veiða í Síldarsmugunni svokölluðu. Bannið er sett með vísan til fyrirvara við ákvæði EES-samningsins um fijálsan aðgang fiskiskipa að höfnum. Þar segir að EES-ríki megi hafna löndun á fiski úr fiskistofnum, sem báðir aðilar hafi hagsmuni af að nýta „og sem alvarlegur ágreiningur er um stjórn- un á“. Bæði norsk og íslenzk stjórnvöld líta svo á að ágreiningur sé við Evrópusambandið um stjórnun á norsk-íslenzka síldarstofnin- um, þar sem skip ESB-ríkja hafa veitt í Síldarsmugunni í trássi við vilja íslands og Noregs, sem telja sig eiga tilkall til nýtingar síldarstofnsins ásamt Rússlandi og Færeyjum. Skip Evrópusam-- bandsins telja sig hins vegar í fullum rétti á alþjóðlegu hafsvæði og talsmenn ESB benda á að engar viðræður hafi farið fram um veiðar úr stofninum. Þess vegna sé ekki hægt að tala um neinn ágreining og löndunarbann Noregs og íslands sé þar af leiðandi brot á EES-samningnum. Þessi framsetning Evrópusambandsins er auðvitað aðeins hártogun. Ágreiningur um nýtingu síldarstofns- ins liggur fyrir. Að öllu óbreyttu ættu ísland, Noregur og hin löndin tvö, sem nýtt hafa síldarstofninn í einhverjum mæli, að standa vel að vígi í síldardeilu við ESB, ekki sízt í ljósi þeirra reglna um takmörk- un veiða á úthafinu og aukinn rétt strandríkja, sem eru til um- fjöllunar á úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Þessari stöðu hefur hins vegar verið spillt, með því að ekki náð- ist samkomulag á fundi þessara fjögurra landa um síldina í Reykjavík í maí síðastliðnum. Þar var rætt um að þau myndu setja reglur, sem veittu skipum þeirra rétt til að veiða sild innan efnahagslögsögu hvers ríkis um sig, eftir því hvar hún gæfi sig, en sett yrði á veiðibann í Síldarsmugunni. Þessar hugmyndir náðu hins vegar ekki fram að ganga, einkum vegna stífni norsku sendinefndarinnar að samþykkja hógværar kröfur íslenzkra stjórnvalda um kvóta, sem tæki eitthvert mið af sögulegum síld- veiðum íslendinga. Norðmenn hurfu frá samningaborði í Reykjavík vegna ágrein- ings um þrjátíu til fjörutíu þúsund tonn af síld. Þar var einblínt á skammtímahagsmuni. Langtímahagsmunir Noregs og íslands eru auðvitað þeir að komið sé í veg fyrir að rányrkja annarra ríkja valdi nýju hruni í síldarstofninum. Jafnt norsk sem íslenzk stjórnvöld hafa lýst því yfir að nauðsyn- legt sé að semja um stjórnun á síldarstofninum til að halda skip- um utanaðkomandi ríkja frá Síldarsmugunni og vera viðbúin gild- istöku nýrra úthafsveiðireglna. Kröfugerð Evrópusambandsins á hendur Islandi og Noregi sýnir hversu aðkallandi er að setzt sé að samningaborði að nýju. VANDIFISKVINNSL- UNNAR ÞAÐ ERU gamalkunnug tíðindi, að talsmenn fiskvinnslunnar komi til stjórnvalda og tilkynni þeim, að meðaltals tap á rekstri fiskvinnslunnar sé svo og svo mikið. Meðaltölin segja tak- markaða sögu. Þess vegna skiptir máli að upplýsa fólk um rekstr- árstöðu bezt reknu húsanna, þeirra sem hafa miðlungsafkomu og hinna verst settu. í síðastnefnda hópnum eru áreiðanlega mörg fiskvinnslufyrirtæki, sem ekki ættu að vera í rekstri. Forsvarsmenn fiskvinnslunnar segjast ekki sækjast eftir geng- islækkun og það er jákvætt út af fyrir sig. Þeir hafa óskað eftir viðræðum við Landsvirkjun um lægra raforkuverð og benda á, að fiskvinnslan greiði sexfalt hærra verð fyrir raforku en Járn- blendiverksmiðjan á Grundartanga. Ljóst er, að fiskvinnslufyrir- tækin sem heild eru stór orkukaupandi, þótt þau séu dreifð víðs vegar um landið. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag, að fiskvinnslufyrirtækin geti ekki gert kröfu til sama raforkuverðs og stóriðjufyrirtæki. Dreifingarkostn- aður orkunnar til þeirra sé margfalt hærri en til stóriðjufyrirtækis. Á móti kemur sú staðreynd, að fiskvinnsla í heild er stór orku- kaupandi. Er fráleitt, að þessi fyrirtæki geti sem heild samið við Landsvirkjun um umtalsvert lægra verð á raforku í krafti þess- ara miklu viðskipta og semji síðan við almenningsrafveitur um dreifingu á þeirri orku fyrir ákveðið verð, kannski mismunandi verð eftir aðstæðum? Hvað mælir á móti þvi að hugsa dæmið á þennan veg? Þá eru athyglisverðar ábendingar Arnars Sigurmundssonar, formanns Samtaka fiskvinnslustöðva, i Morgunblaðinu i dag, að sumit' fjárfestingarlánasjóðir atvinnuveganna séu að verðleggja sig út af markaðnum með of háu vaxtaálagi og að sterkari fyrir- tæki í sjávarútvegi eigi kost á hagstæðari lánum á hinum ftjálsa markaði en í þeim sjóðum og öðrum hefðbundnum lánastofnun- um. Hér getur munað verulegum fjárhæðum, enda vaxtakostnað- ur sjávarútvegsins hár. Hvaða ætla þessar lánastofnanir að gera til þess að verða samkeppnisfærar á ný? FISKVINNSLA Hráefnisverð ekki fylgt afurðaverðslækkunum Afkomunni er afar misskipt milli einstakra greina innan botnfískvinnslunnar, eins og Guðjón Guðmundsson komst að. Þannig hefur sjófrysting gengið afar vel og æ fleiri útgerðir búa skip sín til slíkrar vinnslu en landfrystingin hefur gengið illa. GENGISÞROUN DOLLARS OG STERLINGSPUNDS frá september 1994, sölugengi 70 kr. Dollar ____Breyting frá 1. seþt. ’94 68,65 -8,91% 62,85 62 I - I „ I „I S 0 N D J F M A M J J 112 kr. 110 - Pnnd Breyting frá 1. sept. ’94 106,03^^ % 104 .. m . 100,38 1994 1995 yb 1 S 0 N D J F M A M J J BOTNFISKVINNSLAN er rekin með 9% halla sam- kvæmt stöðumati Sam- taka fiskvinnslustöðva og Þjóðhagsstofnun hefur komist að sömu niðurstöðu. Tapið á rekstrin- um er um 3.600 milljónir kr. miðað við heilt ár. Þá eru ísfiskveiðarnar reknar með 4-5% halla, sem er rekstrartap upp á nálægt einn millj- arð kr. miðað við heilt ár. Afkoma botnfiskvinnslunnar er 5% lakari en Þjóðhagsstofnun áætlaði í sept- ember sl. en 2% betri í ísfiskveiðum. Afkoma frystiskipa er hins vegar talin jákvæð um 15-16% en hún var talin verða jákvæð um 12% í sept- ember sl.. Þjóðhagsstofnun áætlar að afkoma botnfiskveiða og -vinnslu, að frystiskipum meðtöld- um, verði neikvæð um 2-3% á árinu en með tilliti til veiða og vinnslu á loðnu, síld og rækju verður afkoma sjávarútvegsins í járnum á þessu fiskveiðiári. Viðmælendur Morgunblaðsins innan greinarinnar segja að með niðurskurði í öðrum tegundum en þorski á næsta fiskveiðiári aukist hallinn enn og verði nálægt 11-12%. Vandinn felst, að mati viðmælenda, einkum í lágu gengi Bandaríkjadoll- ars og sterlingspunds, háu hráefnis- verði og lágu afurðaverði í Banda- ríkjunum og Bretlandi og sjá það helst til ráða að fram komi hráefnis- verðlækkun. Fæstir tala fyrir geng- islækkun enda raungengi íslensku krónunnar í sögulegu lágmarki. Rækjukvóta til ísfiskskipa Afurðaverð til landvinnslunnar hefur lækkað um 5,5% í Bandaríkj- unum, frá áramótum, þangað sem um 46% afurðanna fara, en um 3% í Evrópu, en þangað eru um 53% af afurðunum seldar. Verð fyrir sjó- frystar afurðir hefur á sama tíma lækkað um 4,9% á Bandaríkjamark- aði en hækkað um 2,9% í Evrópu og 3,5% í Japan. Einar Svansson, framkvæmda- stjóri Skagfirðings hf., segir að framleiðsla á þorski og ýsu inn á Bandaríkin og Bretland gangi afar illa vegna verðlækkana. Nálægt 80% af landvinnslu fyrirtækisins eru í þessum tegundum en landvinnslan er á milli 40 og 50% af framleiðslu fyrirtækisins. Mikið framboð virðist vera af ýsu inn á Bandaríkjamarkað og meira hefur veiðst á þessu ári og í fyrra úr Norður-Atlantshafi. Einnig hefur þorskverð farið lækkandi undanfar- in ár. Einar segir að spár um verðhækkanir vestra séu á skjön við ailt sem hann hafi heyrt. „Mér fyndist ekkert óeðlilegt, miðað við hvað var gert fyrir eig- endur loðnuskipa þegar þeir voru í vandræðunum, að eitthvað svipað yrði gert fyrir isfisktogarana sem halda þessari vinnslu uppi, t.d. með því að láta þá hafa rækjukvóta af heiidinni. Ég ætti að geta jafnað út hallareksturinn með 100 tonnum af rækju á hvert skip eða samtals 400 tonnum,“. sagði Einar. Hann sagði tómt mál að tala um að vinnsl- an drægi úr hallanum með lækkun á kostnaði. Fyrir utan fasta kostn- aðarliði eins og hráefni, laun og umbúðir, væri væri annar kostnaður hjá Skagfirðjngi aðeins 6-7% af veltu. „Það er ekki hægt að lækka kostnað um 10% af veltu nema fara í þessa stóru liði sem eru hráefni og laun. Sumir innan okkar raða voru á því að ekki hefði átt að hækka laun í byijun árs en þær raddir voru ekki vinsælar. Fiskverð- ið sem greitt er fer að hluta til eig- in skipa sem eru í tapi. Lækki fisk- verðið eykst tap útgerðarinnar. Aðalvandinn er sá að við fáum ekki nógu hátt verð fyrir þann þorsk og ýsu sem við seljum úr landi," sagði Einar. Engar almennar efnahagsráðstafanir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að innbyrðis sveiflur hafi orðið í afkomu einstakra þátta í sjávarútvegi en engar verulegar sveiflur hafi orðið í afkomu sjávar- útvegsins í heild. Hann segir að núllrekstur fyrir greinina í heild sé ekki viðunandi. „Aðstæðuf hafa ekki breyst varðandi afkomu grein- arinnar í heild miðað við áætlun Þjóðhagsstofnunar frá því í septem- ber og raungengið hefur ekki rask- ast sem neinu nemur. Af þessu leið- ir að það er ekki tilefni til almennra efnahagsráðstafana, eins og geng- isbreytinga," sagði sjávarútvegs- ráðherra. Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslunnar, segir að það sé aðeins spurning um vikur og mánuði hve lengi reksturinn gangi við óbreytt skilyrði hjá sum- um fyrirtækjum. „Þau fyrirtæki standa sig betur þar sem botnfisk- veiðar og -vinnsla eru hluti af rekstrinum. Það hallar hins vegar mjög fljótt á þau fyrirtæki sem eru eingöngu í botnfiskveiðum og -vinnslu. Þetta hefur verið að ger- ast áberandi í febrúar og mars. Menn hafa vissulega miklar áhyggj- ur af því að ef ekkert gerist mun vinnslan í auknum mæli færast út á sjó, störfum í landi fækka, ein- hver fyrirtæki leggja upp laupana en önnur breyta sinni vinnslu. Þró- unarstarf í sjávarútvegi er náttúrulega langmest vöruþróunin í landvinnsl- unni,“ sagði Arnar. Flestir minni framleið- endur eru fyrst og fremst í botnfiskveiðum og -vinnslu. Eftir því sem fyrirtækin eru stærri er reksturinn yfirleitt Ú'ölþættari. Alltof hár hráefniskostnaður Arnar segir að hluti af vanda fiskvinnslunnar sé of hátt hráefnis- verð. Lækki afurðaverðið, eins og nú hefur gerst, eigi hráefniskostn- aðurinn einnig að lækka. Þetta hafi gerst árin 1992 og 1993. - „Eftir því sem við komumst næst er hráefnisverðið óbreytt en sem hlutfall af heildarkostnaði hefur það hækkað um rúm 1,5% vegna lækk- andi afurðaverðs," sagði Arnar. Verðhækkanir, sem búist hefur verið við á erlendum mörkuðum, hafa ekki komið fram eða verið minni en Þjóðhagsstofnun hafði gert ráð fyrir. Þjóðhagsstofnun hafði gert ráð fyrir 4% verðhækkun á öllum sjávarafurðum milli ára en afurðaverð til botnfiskvinnslunnar hefur lækkað og var 1,2% lægra í júní sl. en að meðaltali í fyrra. Verð á öllum sjávarafurðum var hins veg- ar 3,5% hærra i júní sl. en að meðal- tali í fyrra. Mest verðhækkun hefur orðið á rækju og var rækjuverð 33% hærra í júní sl. en að meðaltali í fyrra og 49% hærra á milli júnímán- aða 1994 og 1995 en júní 1993 til júní 1994. Ásgeir Daníelsson hjá Þjóðhags- stofnun segir að þrátt fyrir allt hafi botnfiskverð verið merkilega stöðugt í sögu sjávarútvegsins og minni verðsveiflur en í öðrum teg- undum. Umræða varð um það í Bandaríkjunum fyr- ir nokkrum mánuðum að útlit væri fyrir verðhækk- anir á fiskafurðum. I millitíðinni hefur gengi Bandaríkjadollars iækk- aö, birgðir hafa verið taldar tiltölu- lega litlar og framboð af ufsa og Alaskaufsa talið verða tninna i ár en undanfarin ár. Segir Ásgeir að samkvæmt hagfræðilegum lögmál- um ætti þetta að leiða til fiskverðs- hækkunar. Það hefur hins vegar ekki gerst enn. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra hefur lýst því yfir að geng- isbreytingar séu ekki á dagskrá hjá stjórnvöldum. Álitamál er hvort af- koma sjávarútvegs breyttist til hins betra með gengislækkun vegna hækkunar sem þá yrði á skuldum fyrirtækjanna og þar með vaxta- greiðslum. Auk þess er vafamál hvort afkoman batnaði ef geng- islækkun hefði áhrif til hækkunar launa í landinu. Þá er til þess að líta að raungengi krónunnar er um þessar mundir í sögulegu lágmarki. Nær öll fyrirtækin undir núllinu Arnar segir að vinnslan hafi einn- ig þurft að taka á sig kostnað- arhækkanir innanlands. Launa- kostnaður samkvæmt kjarasamn- ingunum, sem gerðir voru í febr- úar, vegur 1,3% í afkomu botnfisk- vinnslunnar, umbúðir hafa hækkað um 11% og vegur sá kostnaður 0,4% í afkomunni. „Vinnslan var aðeins undir núll- inu í upphafi fiskveiðiársins en þeg- ar tölurnar færast upp í 9% halla eru nær öll fyrirtæki komin niður fyrir núllið. Okkar reynsla er sú að þegar hallinn fer að nálgast svona tölu eru fyrirtækin sem best standa í kringum núllið og þau sem lakast standa jafnvel rekin með 20% halla. Við teljum að mjög mörg fyrirtæki séu rekin með á bilinu 7-11% halla. Það er óhætt að segja það að allir í botnfiskveiðum og -vinnslu séu fyrir neðan núllið núna, ekki síst burðarásarnir í sjávarplássunum," sagði Arnar. Hráefniskostnaður botnfisk- vinnslunnar vegur um 62% í afkom- unni. Segir Arnar hann alltof háan og að reksturinn gangi ekki við slík- ar aðstæður. Hlutfall hráefnis hefur hækkað á tveimur árum úr 55% í kostnaði botnfiskvinnslunnar í 62%. Arnar segir að Rússafiskur hafi verið vaxandi þáttur í botnfisk- vinnslunni. Verðlagningin á honum er nálægt fiskmarkaðsverði og skapar hann því ekki mikla fram- legð. „Þegar hann fer að koma sterkar inn í vinnsluna þá hækkar hráefniskostnaðurinn fremur en hitt,“ sagði Arnar. Arnar segir að samdráttur í veið- um á næsta fiskveiðiári hafi mikil áhrif á botnfiskvinnsluna og að öllu öðru óbreyttu verði hallareksturinn á bilinu 11-12% þegar upp verður staðið. Það sé ekki síst af þessum sökum sem menn líti horfurnar nú mun alvarlegri augum en áður. Arnar segir að mikilvægast sé að ná niður kostnaði vinnslunnar. Einnig bendir hann á að lækki hrá- efnisverðið dragi úr hallarekstrin- um. Hallarekstur í ísfiskveiðum geri það þó víða erfiðara að ná fram hráefnisverðlækkun. „Það er líka mjög raunalegt, finnst mér, að gengi krónunnar, mælt á gjaldeyriskvarða Seðlabank- ans, hefur hækkað um 0,5% frá því um áramót og hafði einnig hækkað fyrir áramót. Ef gengi krónunnar hækkar um 1% munar það sjávarút- veg á íslandi gm 800 milljónir kr. á heilu ári t Iækkun útflutnings- tekna. Við erum fyrst og fremst að benda á þetta en setjum það ekki fram sem gengisfellingarkröfu,“ sagði Arnar. Fulltrúar fiskvinnslunnar hafa fundað með Landsvirkjun og dreifi- veitunum um lækkun raforkukostn- aðar til fiskvinnslunnar. Viðræðun- um verður haldið áfram á næstu dögum. Arnar bendir á að breyting hafi orðið á rekstri Landsvirkjunar og hagnaður orðið fyrstu sex mán- uði ^Lrsins. „Lækkun Bandaríkja- dollara kemur sér ákaf- lega vel fyrir Landsvirkj- ur., sem skuldar mikið í dollurum, á sama tíma og lágt gengi dollara lcemur illa niður á fisk- vinnslunni. Við borguð- um sjö sinnum hærra verð fyrir kílóvattstundina af raforku en Járn- blendiverksmiðjan og núna á milli fimm og sex sinnum hærra. Við settum fram þá kröfu að okkar raf- orkukostnaður, sem er 650 milljónir kr. á ári, lækki um 200 milljónir kr.,“ sagði Arnar. Hann bendir einnig á að vextir séu enn of háir hér á landi og að fyrirtæki í sjávarútvegi hafi leitað út fyrir bankakerfið eftir lánsfé. Afurðaverð lækkað um 5,5% í Banda ríkjunum Hlutfall hrá- ef nis í kostn- aði vinnslunn- ar 62% Framkvæmdir við Höfðabakkabrúna komnar á lokastig Morgunblaðið/Þorkell Umferðin örvar framkvæmdimar FRAMKVÆMDIRNAR við Höfðabakkabrú eru komnar á lokastig og eru menn nú að und- irbúa lokun þann 25. júlí til 18. ágúst. Vesturlandsvegi verður haldið opnum en umferð frá Grafarvogi og Árbæ verður beint annað og mun því umferð um svæðið minnka um helming. Á meðan á lokuninni stendur verður brúin tengd götunni, auk þess sem lok- ið verður við malbikun, lýsingu og uppsetningu gatnayósa. Að sögn Jens Sandholts, verk- stjóra hjá Álftárósi, sem hefur framkvæmdir brúarinnar með höndum, verða verklok um miðj- an september en þá á eftir að ganga frá einhveiju smálegu. Hann segir að framkvæmdirnar séu hálfum mánuði á undan áætl- un og að stefnt sé á að halda því forskoti. Engin Hawaiiferð! Forskotið og það flýtifé sem framkvæmdaraðilar fá fyrir hvern dag sem þeir eru á undan áætlun, hefur orðið að frjórri umræðu í þjóðfélaginu um flug- miða til Hawaiieyja sem verka- mennirnir eiga að fá í vasann að framkvæmdum loknum. Jens segir að í upphafi hafi verið rætt um að nýta flýtiféð til ferðar handa mönnunum svo þeir ynnu liratt og vel. í fyrstu var talað um helgarferð til London í þessu sambandi. Tiltekinn fjölmiðill hafði ferð til Hawaii í flimtingum við forsvarsmenn fyrirtækisins og fyrr en varir birtist stór frétt um málið sem fljótt varð á allra vörum. „Fyrr fáum við eldingu í hausinn, slík langferð var aldrei inni í myndinni. Hins vegar er verið að leita tilboða hjá ferða- skrifstofum um helgarferð til Evrópu.“ Forskotið umferðinni að þakka! Jens segir að hann hafi í fyrstu óttast umferðina en nú telji hann að hún hafi hjálpað til. „Umferð- i in er þung og henni fylgja inikil lætí sem hefur örvandi áhrif á j mennina. Það myndast ákveðin i spenna í kringum starfið hér, menn vinna ósjálfrátt hradar til að losna undan umferðarniðnum og stressinu sem fylgir, Hér er ekki farið í óþarfa kjaftapásur. Það liggur við að við þökkum umferðinni forskotið,“ segir Jens. Hann segir að mennirnir Morgunblaðið/Golli DAVÍÐ Freyr Oddsson verkamaður er í sumarvinnu á Höfða- bakkabrúnni og líkar starfið nokkuð vel. Vinnudagurinn hins vegar er langur og umhverfið mengað, því gerir hann fátt annað en að vinna og sofa. Hann segist finna fyrir talsverðri spennu í tengslum við framkvæmdirnar, að klára verði verkið fyrir tiltek- inn tíma. Davíð Freyr segir að góður vinnuandi ríki meðal vinnufé- laganna og það bæti upp stressið. Morgunblaðið/Golli ÞÓRARINN Bjarnason smiður segir að framkvæmdum miði vel en að erfitt sé að vinna svo nálægt umferðinni. Hann segir að þetta sé það versta vinnuumhverfi sem hann hafi kynnst og sérstak- lega hafi fyrstu dagarnir verið erfiðir. Þórarinn telur að ökumenn sýni oft á tíðum vítavert gáleysi og bæði keyri of hratt og of ná- lægt vinnandi mönnum. Þórarinn verður því hvíldinni ieginn þegar þar að kemur, sérstaklega ef af utanlandsferð verður. hafi verið órólegir í fyrstu og óvanir að vinna undír þessum kringumstæðum en síðar náð að venjast við. Misjöfn tillitssemi ökuþóra Að sögn Jens er það mjög mis- jafnt hve hratt menn aka með- fram og í gegnum framkvæmd- irnar, Þegar hraði ökutækja var lækkaður niður í 45 km/klst. var ég farinn að hafa áhyggjur af því að á verkhraðanum myndi hægjast. Sem betur fer, liggur mér við að segja, hafa ökumenn ekki fylgt þessu eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.