Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 13 VIÐSKIPTI Kapphlaup um hlutabréf í Lygaverslun íslands Dæmi eru um 123% ávöxtun HLUTABRÉF í Lyfjaverslun ís- lands hf. hækkuðu í gær þegar verðbréfafyrirtækið Landsbréf hf. gerði kauptilboð í þau á genginu 1,65 með auglýsingu í Morgunblað- inu. Þeir, sem keyptu hlutabréf í fyrirtækinu í janúar og nýttu sér tilboð um að greiða aðeins fimmt- ung kaupverðsins út, hagnast nú um rúmlega 60 þúsund krónur, selji þeir bréfin á þessum kjörum. í kjöl- far tilboðsins komu fram hærri kauptilboð í bréfin á Verðbréfaþingi Islands og var hið hæsta á genginu 1,67. Síðustu skráðu viðskipti með hlutabréf í Lyijaversluninni áttu sér stað í lok maí og þá á genginu 1,60. Gengi hlutabréfanna hefur því hækkað um allt að 24% á hálfu ári. Landsbréf munu staðgreiða þau hlutabréf sem keypt voru án lán- töku þegar Lyfjaverslunin var einkavædd. Þau hlutabréf sem keypt voru með lántöku verða hins vegar greidd með þeim hætti að Landsbréf borga lánin upp og greiða seljandanum mismuninn. Landsbréf áskilja sér þó rétt til að takmarka kaup bréfanna ef fram- boðið reynist vera umfram fyrir- liggjandi pantanir. Söluþóknun er 1,25% af söluverði. Albert Jónsson, viðskiptafræð- ingur hjá Landsbréfum, segir að auglýsingin hafi vakið sterk við- brögð og fjölmargir hluthafar hafi óskað eftir nánari upplýsingum eða lýst yfir áhuga á sölu. „Við bendum þeim á að þetta sé góður tími til að selja. Gengi bréfanna hefur hækkað úr 1,34 í 1,65 á verðbréfa- markaði síðan í janúar sem hlýtur að teljast góð hækkun,“ Lyfjafyrirtæki standa ekki að baki kaupunum Að sögn Alberts standa um 5-10 stórir fjárfestar að baki kaupunum en hann neitar því að nokkur þeirra sé úr lyfjaiðnaði. „Við erum að bjóða í bréfin fyrir stóra fagfjárfesta sem sjá framtíð í fýrirtækinu. Þeir yilja eignast sæmilega stóra hluti og veita Lyljaversluninni nauðsynlega kjöl- festu. Nú eru hluthafar hennar rúm- lega 1600 talsins og stærsti hluthaf- inn, íslenski hlutabréfasjóðurinn, á aðeins 0,75% hlut.“ Lyfjaverslun íslands hf. varð til á síðasta ári með einkavæðingu Lyfja- verslunar ríkisins. Allt hlutafé fyrir- tækisins, 300 milljónir, var selt á fijálsum markaði á genginu 1,34 í tveimur umferðum, í nóvember í fyrra og í janúar síðastliðnum. Gíf- urleg eftirspum reyndist vera eftir hlutabréfunum og seldust þau upp sömu daga og þau komu á markað. Kaupendur hlutabréfanna gátu valið um að staðgreiða þau eða fá allt að 80% kaupverðsins Iánuð með vaxtalausu skuldabréfi til allt að tveggja ára. Hlutabréfakaup þeirra sem óskuðu eftir þessum kjörum voru hins vegar takmörkuð við 250 þúsund krónur enda var eitt af markmiðum ríkisins með sölunni að gefa sem flestum kost á að eignast hlut í fyrirtækinu. Þeir sem keyptu hlut í Lyfjaversl- uninni í janúarútboðinu og greiddu 80% kaupverðsins eða 200 þúsund krónur með skuldabréfi þurfa að greiða fyrstu afborgun af því 1. ágúst næstkomandi. Albert bendir á að gangi þessir aðilar að tilboði Landsbréfa fyrir mánaðamót verði ávöxtun bréfa þeirra allt að 123% á hálfu ári. Þá er miðað við að þeir hafí greitt út lægstu mögulegu upp- hæð þegar gengið var frá kaup- unum. Einnig er 4% arðgreiðsla, sem greidd var út í júní, reiknuð með í dæminu. „Einstaklingur sem lagði 50 þúsund krónur í hlutabréfakaup- in í janúar fær því um 111.500 þús- und fyrir bréfin ef hann gengur að tilboðinu. Hagnaður í þessu tilviki nemur því um 61.500 þúsund krón- um eða 123%,“ segir Albert. Eftir því sem leið á gærdaginn fjölgaði kauptilboðum í hlutabréf Lyfjaverslunarinnar á Verðbréfa- þingi íslands. Flest tilboðanna voru samhljóða tilboði Landsbréfa eða ögn hærri. Hæsta kauptilboðið nam 300 þúsund krónum og var á geng- inu 1,67. Þeir (f.v.) Rafn B. Rafnsson, framkvæmdastjóri GKS, Gylfi Þór Magnússon, framkvæmdastjóri hjá SH, og Tómas Sigurbjörns- son, framleiðslu- og þróunarstjóri GKS, undirrituðu í gær samning fyrirtækjanna. GKS-húsgögn til SH á Akureyri SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna hefur gengið til samninga við GKS-húsgagnagerð um kaup á íslenskum húsgögnum fyrir skrifstofur sínar á á Akureyri. Samningurinn hljóðar upp á kaup á 30 vinnustöðvum fyrir alls um 7,5 milljónir króna. Fyrir valinu urðu Vista skrifstofuhúsgögn sem hönnuð eru af Gunnari Magnús- syni, húsgagna- og innréttinga- hönnuði. SH hefur tekið á leigu efstu hæðina í gamla Lindu-húsinu á Akureyri af Metró og mun starf- semin hefjast þar í lok ágúst með 31 starfsmanni. Gylfi Þór Magnússson, fram- kvæmdastjóri ly'á SH og forstöðu- maður SH á Akureyri, segir að GKS hafi orðið fyrir valinu að undangenginni athugun á hús- gagnamarkaðnum. „Það ánægju- lega er að þarna tekst samvinna á milli húsgagnaiðnaðarins og fiskiðnaðarins í landinu þar sem ítrustu kröfum um verð, gæði og þjónustu er vel mætt. Húsgagna- áklæði frá Foldu hf. á Akureyri varð fyrir valinu á alla stóla og skermveggi." Rafn B. Rafnsson, fram- kvæmdastjóri GKS, segir að fyrir- tækinu hafi tekist að uppfylla kröfur SH um hagkvæmt verð, vöruúrval og þjónustu. Þessi við- skipti sýni að íslenskir framleið- endur séu fyllilega samkeppnis- hæfir í verði miðað við innflutt sambærileg húsgögn. Hann segir að fyrirtækinu hafi tekist að ná fram hagræðingu sem hafi skilað sér til viðskiptavina í lækkuðu verði. „Eftir sameiningar hús- gagnafyrirtækja höfum við styrkt samkeppnistöðu okkar verulega með lækkun framleiðslukostnað- ar og aukinni þjónustu." Stærstu fyrirtæki heimsins íJapan General Motors í 5. sæti á endur- skoðuðum lista Fortune New York. Reuter. MITSUBISHI trónar í efsta sæti á endurskoðuðum lista bandaríska tímaritsins Fortune um 500 stærstu fyrirtæki heims. Japönsk fyrirtæki skipa fjögur efstu sætin og General Motors, sem jafnan hefur verið í fyrsta sæti, hefur hrapað niður í það fimmta. Árlegur listi Fortune um helztu fyrirtæki heims var endurskoðaður í ár þannig að hann næði til þjón- ustufyrirtækja ekki síður en iðnfyr- irtækja og því hefur GM dregizt aftur úr Mitsubishi og þar að auki japönsku fyrirtækjunum Mitsui, Itochu, og Sumitomo. Röðun á listann byggist á tekjum í dollurum. Öll íjögur efstu japönsku fyrirtækin höfðu meira en 160 millj- arða dollara í tekjur og tekjur Mitsubishi námu 175.84 milljörðum dollara í fyrra. 151 bandarískt, 149 japönsk Af 500 fyrirtækjum á lista Fort- une var 151 bandarískt og 149 jap- önsk. Af 30 efstu fyrirtækjunum voru 16 japönsk og 11 bandarísk. Þýzkaland var þriðja í röðinni með 44 fyrirtæki og þar af voru tvö meðal 30 efstu - Daimler-Benz AG (í 20. sæti) og Siemens AG (30.). Ford Motor Co skipar sjöunda sæti og Exxon Corp það áttunda. í fyrra voru þau í 2. og 3. sæti á lista Fortune um stærstu iðnfyrir- tæki. Ekkert þeirra japönsku fyrir- tækja, sem eru meðal 10 efstu nú, hefði komizt á listann í fyrra. Af 46 fyrirtækjum á 500 fyrir- tækja listanum, sem töpuðu í fyrra, var helmingurinn japanskur, en aðeins níu bandarísk. Kyrrð eftir umrót í Wall Street Staða dollars enn talin veik London, New York. Reuter. UMRÓT á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum vörpuðu skugga á viðskipti. í evrópskum kauphöllum í gær, en ekkert söluæði greip um sig eins og í Wall Street á miðviku- dag. Dollarinn var stöðugur gagnvart þýzku marki og japönsku jeni fram- an af degi. Kunnugir sögðu þó að staða dollarans væri enn veik, þar sem bankastjóri bandaríska seðla- bankans, Alan Greenspan, hefði dregið úr vonum um aðra vaxta- lækkun í ræðu, sem leiddi til um- rótsins á miðvikudag. í New York hækkuðu verðbréf á ný; í gær og viðskipti voru róleg eftir aðra mestu verðbréfalækkun ársins á miðvikudag. Éftir hádegi að staðartíma hafði Dow Jones vísitalan hækkað um 7,04 stig í 4.635,91 eftir 57 stiga lækkun á miðvikudag. Vísitalan lækkaði um 50 stig á þriðjudag. Nasdaq-vísitalan hefur aðeins einu sinni áður lækkað eins mikið og á miðvikudag, en í gær hækkaði hún um 7,14 stig í 960,01. Auglýsingaherferð Friggjar skilar góðum árangri Anna vart eftirspum Athtigasemd vegna SR- mjöls VEGNA athugasemdar frá SR-mjöli hf. í viðskiptablaði í gær við súlurit Morgunblaðs- ins yfir ávöxtun hlutabréfa á þessu ári skal tekið fram að blaðið studdist við upplýs; ingar frá Landsbréfum hf. í texta við súluritið var ræki- lega tekið fram að miðað væri við lokagengi ársins 1994. í tilviki SR-mjöls hf. höfðu síðustu skráðu viðskipti átt sér stað í lok árs 1993 þegar ríkissjóður seldi sín bréf miðað við gengið 1,12 og því þótti eðlilegt að miða við það gengi. Hins vegar var jafn- framt tekið fram að viðskipti með hlutabréfin í SR-mjöli hefðu átt sér stað 23. janúar 1995 miðað við gengið 1,5. SÁPUVERKSMIÐJA Friggjar hf. annar vart eftirspurn eftir Maraþon Extra þvottaefninu í kjölfar auglýs- ingaherferðar fyrirtækisins að sögn Guðnýjar Rósu Þorvarðardóttur, markaðsfulltrúa fyrirtækisins. Guðný segir að árangur auglýs- ingaherferðarinnar liggi ekki enn ljós fyrir enda aðeins vika liðin af henni, en viðbrögð neytenda gefi þó ótvírætt tilefni til bjartsýni. „Þetta hefur vakið n\jög mikla at- hygli og þvottaefnið hefur rokið svo hratt út að verksmiðja okkar hefur vart haft undan.“ Að sögn Guðnýjar ríkir mjög mikil ánægja með þennan árangur hjá fyrirtækinu og þar hafí menn fundið fyrir mjög skjótum og já- kvæðum viðbrögðum frá neytend- um. „Við höfum einnig verið með kynningu í verslunum og finnum þar hvernig við höfum vakið fólk til umhugsunar með auglýsingunni og að fólk er tilbúið að styðja ís- lenskan iðnað þegar gæðavara er í boði.“ Hún segir enn ekki tímabært að nefna neinar tölur um söluaukning- una vegna þess hve stuttur tími sé liðinn, en segir engu að síður óhætt að fullyrða að salan hafi stóraukist. 4 4 (H'URVAL-UTSYN trvgjJiiig fyrir gæðnm lágmúUl 4, i Hafnarfirði. í Keflavik. á Akureyri. á Selfossi • og bjá umboðsmönnum um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.