Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Fyrirhugaðar kjarnorkutilraunir Frakka í Kyrrahafi
Hörðustu mótmæli
Japana til þessa
Tókýó. Reuter.
SENDIHERRA Frakklands í Japan
var í gær boðaður á skrifstofu jap-
anska forsætisráðherrans, Tomiichi
Murayama, þar sem honum var
afhent formleg krafa frá japönsku
stjóminni um að Frakkar hætti við
fyrirhugaðar kjamorkutilraunir á
Kyrrahafí. Þetta eru hörðustu mót-
mæli Japana við fyrirætlan Frakka
til þessa.
Mikilvægi aðgerða Japana er
fólgið í formi afhendingar kröfunn-
ar fremur en innihaldi hennar.
Hefðbundin aðferð við afhendingu
mótmæla sem þessara er að boða
erlendan sendiherra í utanríkisráðu-
neytið þar sem hann hittirlágt sett-
an embættismann.
Hyggjast nota
hvert tækifæri
Franski sendiherrann var boðað-
ur á fund Kozo Igarashi, ráðuneyt-
isstjóra í japanska forsætisráðu-
neytinu.
„Japan mun á fundi Sambands
ríkja suðaustur Asíu (ASEAN) og
við öll þau tækifæri sem gefast
hvetja Frakka til þess að endur-
skoða áætlanir sínar um að hefja
kjamorkutilraunir á ný,“ sagði Iga-
rashi að loknum fundinum.
„Ákvörðun [Frakka] er ákaflega
sorgleg og mun rýra traust á Sam-
komulaginu um takmörkun á út-
breiðslu kjarnavopna. Japanir, líkt
og margar aðrar þjóðir, vona að
Frakkar muni, heiðurs síns vegna,
draga ákvörðun sína til baka,“ sagði
Igarashi við fréttamenn.
Frökkum hefur ásamt Japönum
verið boðið til árlegs fundar ASEAN
sem haldinn verður í Brúnei í byrj-
un næsta mánuðar.
Á miðvikudag stóðu Japanir,
ásamt Áströlum og Nýsjálending-
um, að ályktun á vettvangi Samein-
uðu þjóðanna þar sem þess var far-
ið á leit að Frakkar létu af áformum
sínum. Leiðtogar samsteypustjóm-
ar Murayamas hafa samþykkt að
samskonar ályktun verði borin upp
á japanska þinginu.
Sniðganga franskar vörur?
Masayoshi Takemura, fjármála-
ráðherra og leiðtogi eins af stjómar-
flokkunum þrem, lagði ennfremur
til í kosningaræðu fyrr í vikunni
að Japanir sniðgengju franskar vör-
ur í mótmælaskyni. Frakkar sendu
Japönum í gær viðvömn þess efnis
að ef japanska stjómin hvetti til
að franskar vömr yrðu sniðgengnar
myndu góð samskipti ríkjanna vera
í hættu. Igarashi sagði að ríkis-
stjórnin hygðist ekki boða slíkar
aðgerðir.
I síðasta mánuði átti Murayama
fund með Jacques Chirac, forseta
Frakklands, í París og bað hann
þá að hverfa frá áætlununum. Þá
svaraði Chirac því til að hann skildi
vel tilfínningar japönsku þjóðarinn-
ar, sem væri sú eina sem hefði
mátt þola afleiðingar kjarnorku-
sprengingar.
Synt við
Mururoa
LEIÐTOGI Frönsku Pólynesíu,
Gaston Flosse, stóð í gær við
loforð sitt um að fá sér sund-
sprett á Mururoa-rifi skammt
frá þeim stað sem Frakkar
hyggjast gera kjarnorkutilraun-
ir sínar á. Lýstu andstæðingar
hans því þegar yfir að um
ómerkilega brellu væri að ræða.
Að sundspetti loknum sté Flosse
á land og gæddi sér á humri og
skelfiski sem veiddur var við
Mururoa en rifið er annar
tveggja staða sem Frakkar hafa
gert um 190 kjamorkutilraunir á.
Frakkar hafa lagt allt kapp á
sýna fram að tilraunir þeirra séu
hættulausar og lýstu því yfir í
gær að geislunin á Mururoa
hefði aðeins mælstþriðjungi
hærri en á geislarannsóknarstöð
Frakka nærri París. Samtök
Grænfriðunga hafa vísað því á
bug að tilraunirnar séu hættu-
lausar og segja að þær kunni að
verða til þess að undirstaða rifs-
ins bresti.
Fjölmiðlar mynduðu Flosse,
sem hér syndir í sjónum við
Mururoa ásamt öryggisvörðum,
í bak og fyrir í gær. I baksýn
er borpallur Frakka við rifið en
þar er nú unnið að því að koma
kjarnorkusprengjum fyrir neð-
ansjávar.
Öldungadeildin
heiðrarekkju
Chang Kai-sheks
ávarpaði báðar deildir þingsins
1943 í boði Franklins D. Roose-
velts, þáverandi forseta. Arftaki
Roosevelts, Harry Truman, gagn-
rýndi Chiang hjónin fyrir harð-
stjóm.
Þátttaka Dóles, sem er einn af
væntanlegum forsetaframbjóð-
endum úr röðum repúblikana, þyk-
ir benda til breytinga sem séu að
verða á afstöðu flokksins til Kína.
Newt Gingrich, forseti fulltrúa-
deildar þingsins og flokksbróðir
Dole, segir nú að sér hafi ekki
verið alvara þegar hann mæltist
til þess að Bandaríkin viðurkenndu
sjálfstæði Tævans, sem er mikill
þymir í augum Kínveija. Tveir
fyrrverandi utanríkisráðherrar,
Henry Kissinger og Alexander
Haig, ráðlögðu Gingrich að taka
til baka tilmælin um viðurkenning-
una á Tævan.
Washin^ton. The Daily Telegraph.
ÁKVORÐUN öldungadeildar
Bandaríkjaþings um að heiðra
ekkju Chiang Kai-sheks, sem Mao
Zedong bolaði frá völdum í Kína
1949, hefur enn aukið spennuna
í samskiptum Bandaríkjanna og
Kína.
í næstu viku verður tekið á
móti ekkjunni í Þinghúsinu í Was-
hington, að undirlagi Bobs Doles,
leiðtoga repúblikana í Öldunga-
deildinni, og Pauls Simons, leið-
toga demókrata.
Ekkja Chang Kai-sheks hefur
búið í New York um árabil, en
maður hennar lést 1975. Hún
...blabib
Dregur
Gonzalez
sig í hlé?
MIKLAR vangaveltur era nú
á Spáni um að Felipe Gonzalez
forsætisráðherra muni ekki
bjóða sig fram í næstu þing-
kosningum sem flestir búast
við að verði næsta vor. El
País sagði í gær Gonzalez hafa
tjáð nánum samstarfsmönnum
í sósíalistaflokknum að hann
hefði ekki hug á að leiða flokk-
inn í næstu kosningum.
Suu Kyi fær
viðvörun
MYND Aung San Suu Kyi,
leiðtogi lýðræðisaflanna í
Búrma, var á forsíðum allra
ríksreknu blaða blaðanna í
landinu og í sjónvarpi á mið-
vikudag í fyrsta sinn frá því
að herforingjastjórnin batt
enda á sex ára stofufangelsi
hennar. Jafnframt var þó birt
grein þar sem fram kom lítt
dulin gagnrýni á Suu Kyi fyrir
að hvetja erlenda fjárfesta til
að huga vel að stjómmála-
ástandinu í landinu áður en
þeir hæfust handa í Búrma.
Var rætt um athæfí „innlendra
svikara" í þessu sambandi.
Viðræður út
um þúfur
SKÆRULIÐAR í Kasmír, sem
halda fimm Vesturlandabúum
í gíslingu og hóta að taka þá
af lífí ef indversk stjómvöld
sleppi ekki 20 félögum þeirra
úr haldi, sögðu í gær að við-
ræðum um lausn gíslanna
hefði verið hætt.
Samkomulag
á Ítalíu
SAMKOMULAG náðist í gær
á fundi fulltrúa tveggja helstu
stjórnmálafylkinga á Ítalíu,
Ólífutrés-sambands vinstri- og
miðjumanna og Frelsisfylking-
ar Silvios Berlusconis, um víð-
tækar umbætur á framkvæmd
kosninga, m.a. verða settar
reglur til að tryggja jafnræði
í fjölmiðlum. Talið hafði verið
að kosningar yrðu í nóvember
en þurfi þingið lengri tíma til
að fjalla um tillögurnar verða
kosningamar síðar.
AGFA
Ljósmynúa-
samkeppni
sumarsins!
A
háskerpufilmur
Þátttökuseðlar fást á öllum útsölustöðum AGFA.
Skilafrestur á myndum og seðlum (ein mynd
meö hverjum seðli) er tll 31. ágúst 1995. Öllum
þátttökuseðlum skal skilað til Heimilistækja hf.
Sætúni 8, 105 Reykjavlk, merkt nSumargleði“.
AGFA
DREIFINGARAÐILAR: HEIMILISTÆKI HF. • SÆTÚNI 8 • SlMI 569 1500
OG O. JOHNSON & KAABER • SÆTÚNI 8 • SlMI 562 4000