Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUNNHILDUR KRISTINSDÓTTIR + Gunnhildur Kristinsdóttir fæddist í Samkomu- gerði í Eyjafjarðar- sveit 22. mars 1912. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 15. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru María Stefáns- dóttir og Kristinn Jóhannsson, bænd- ur í Samkomugerði. Systur hennar eru: Helga Magnea, f. 1911, dáin 1965, og Hulda, f. 1926. Hinn 22. nóvem- ber 1935 giftist Gunnhildur Daníel Sveinbjörnssyni, f. 10.08.1911 á Kolgrímustöðum í Eyjafjarðarsveit, d. 01.10.1976. Þau bjuggu fyrstu búskaparár- in í Samkomugerði og síðar í Saurbæ og voru ævinlega kennd við þann bæ. Eftir frá- fall eiginmanns síns flutti Gunnhildur til Akureyrar og bjó hún þar síðan. Gunnhildur og Daníel eignuðust níu börn: 1) Kolbrún, f. 12.04. 1936, sam- býlismaður Sigurður Ólafsson. Hún á þrjú börn. 2) Hilmar, f. 16.09. 1937, maki Guðlaug Björns- dóttir, þau eiga fjögur börn. 3) Arn- ar, f. 24.07. 1939, maki Hallfríður Bryndís Magnús- dóttir, þau eiga fjögur börn. 4) Sveinbjörn, f. 03.01. 1941, maki Inga Ólafsdóttir, þau eiga fjögur börn. 5) Viðar, f. 03.04. 1942, sam- býliskona Sæunn Óladóttir, þau eiga þrjú börn, en fyrir á Viðar tvö börn. 6) María, f. 11.06. 1944, maki Jón Smári Friðriksson, þau eiga fjögur börn. 7) Vík- ingur, f. 23.04. 1946, maki Þuríður Sigurðardóttir, þau eiga þrjú börn. 8) Valur, f. 26.12. 1947, maki Sesselja Ing- ólfsdóttir, þau eiga fimm börn. 9) Ragnar, f. 06.04. 1952, maki Hanna Indiana Sigurgeirsdótt- ir, þau eiga þtjú börn. Afkom- endur Gunnhildar eru 75 tals- ins. Utför Gunnhildar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag. í minning vorri munt þú lifa, við munum þína blíðu lund. Nú lítum landamærin yfir og ljúft við söknum þín um stund, en fyrr en varir finnumst við á friðarstundu við lífsins hlið. (Bergþóra Pálsdóttir) Hinn 15. júlí síðastliðinn fékk amma Gunnhildur frá Saurbæ loks- ins þann frið sem hún hafði svo iengi beðið •eftir. Við trúum því að nú sé hún við hlið afa og að þau séu hamingjusöm að hittast aftur. Það er við tímamót sem þessi sem við setjumst niður og rifjum upp minningar um hana og þá sjáum við hversu kær hún var okkur. Þeg- ar við vorum á leið í sveitina til afa og ömmu var tilhlökkunin alltaf mikil og ævinlega var hrópað upp „Saurbær! Saurbæri" þegar sást í bæinn. Það var alltaf mikið af fólki í Saurbæ og við frændsystkinin áttum alltaf skemmtilegar stundir þar. Aldrei komum við að tómum kofunum hjá henni ömmu og þar voru iðulega hlaðin borð og alltaf nóg handa svöngum munnum. Afi átti það líka til að lauma einum og einum bijóstsykursmola upp í okkur til að gleðja litla fólkið. Það var mikill missir í lífi okkar allra þegar afi okkar Daníel lést af slysförum hinn 1.10. 1976. Amma flutti til Akureyrar í kjölfar- ið og vann fyrst um sinn í mötu- neyti Menntaskólans á Akureyri, síðan frammi í Kristnesi og síðast á Skjaldarvík þar til hún var orðin 76 ára. Það var notalegt að heim- sækja hana ömmu og altaf gátum við fengið nýjustu fréttir af öðrum ættingjum, því hún fylgdist vel með sínu fólki. Ekki taldi hún það eftir sér að telja upp nýjustu afkomend- urna með nafni, þótt við ættum í erfiðleikum með að muna allan fjöldann. Amma átti við heilsuleysi að stríða síðustu æviárin sín og fór um í hjólastól síðstu tvö æviárin. En amma var sterk og stolt og mátti ekki heyra á það minnst ef + ÓSKAR ÓSBERG, Strandgötu 11, Akureyri, er látinn. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 25. júlí kl. 13.30. Aðstandendur. t Móðir okkar, ARNHEIÐUR GÍSLADÓTTIR, Keldulandi 1, Reykjavík, lést í Landakotsspítala miðvikudaginn 19. júlf sl. Fyrir hönd aðstandenda, börn hinnar látnu. t Elskulegur sonur minn og bróðir okkar, GUÐMUNDUR VÍKINGUR HJARTARSON, Hellisbraut 30, Reykhólum, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. júlí kl. 10.30. Guðrún Magnúsdóttir og systkini. við buðum fram aðstoð okkar. Þeg- ar við kvöddum hana eftir heimsókn og sögðumst hitta hana aftur þegar við kæmum til Akureyrar var alltaf sama svarið: „Já, ef ég lifi svo lengi.“ Amma, við þökkum þér kærlega fyrir allt sem þú gafst okkur og biðjum Guð að geyma þig. Magnús, Inga, Gunnhildur, Bryndís og fjölskyldur. í dag er amma okkar, Gunnhild- ur Kristinsdóttir, borin til hinstu hvíldar. Við viljum með fáum orðum kveðja hana og þakka henni sam- fylgdina. Minningin um ömmu og afa í Saurbæ yljar okkur, en afi lést af slysförum árið 1976 fyrir aldur fram. Við systkinin vorum svo lánsöm að eiga ömmu og afa í sveitinni sem alltaf tóku á móti okkur opnum örm- um og hjá þeim áttum við yndisleg- ar stundir við leik og störf. Leikvöll- urinn okkar var viðáttumikill og þar var endalaus uppspretta fyrir at- hafnaþrá og fjörugt ímyndunarafl í iátlausri sól og blíðu. Amma og afi veittu okkur það öryggi og skjól sem við þurftum til að geta notið frelsis og áhyggjuleysis æskuáranna. Með aldrinum fengu þau okkur svo störf við hæfi til þess að þroska okkur og búa okkur undir lífið. í Saurbæ var alltaf glatt á hjalla, enda mann- margt heimili og gestagangur mik- ill. Þar hittust dætur og synir ömmu og afa með fjölskyldur sínar og áttu góðar stundir saman. Saurbær var miðstöð fjölskyldunnar og þar styrktust ættarböndin. Það er okkar sem eftir lifum að sjá til þess að þau bönd haldist. Það var mikið áfall þegar afi lést og amma fluttist til Akureyrar, því sveitin okkar var ekki söm án þeirra. Við erum þakklát fyrir þær dýrmætu stundir sem við áttum þar, því lífíð væri fátæklegt án æskuminninganna úr Saurbæ. Undanfarin ár hefur amma átt við veikindi að stríða og gengið í gegnum þau af mikilli þrautseigju. Þrátt fyrir heilsuleysi fylgdist hún grannt með afokmendum sínum, en þeir fylla nú næstum áttunda tuginn. Það var ekki auðvelt að vita hvernig henni ömmu leið, því aldrei kvartaði hún. Það átti illa við hana að vera öðrum háð og hún átti erf- itt með að þiggja hjálp og umönnun sem hún þurfti síðustu ævidagna. Hún sagði þvi oft að hún væri tilbú- in að kveðja þennan heim. Amma var því sátt þegar hún sofnaði svefninum langa, en við kveðjum hana með söknuði. Elsku amma og afi, minningin um ykkur vermir hjörtu okkar sem eftir lifum. Gunnhildur, Bragi, Þórður og fjölskyldur. ELÍSABET BJÖRGVINSDÓTTIR + Elísabet Björgvinsdóttir fæddist á Stórólfshvoli í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu 5. júní 1908. Hún lést á Hvíta- bandinu í Reykjavík 12. júlí síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 20. júlí. STJÚPAMMA mín, Elísabet Björg- vinsdóttir, er látin, 87 ára að aldri. Hún hafði dvalið á Hvítabandinu í tíu ár, þegar á leið oftast án raun- verulegs sambands við sína nánustu þrátt fyrir að þau sinntu henni með eindæmum vel. Svo að líkast til var Elsa mín hvíldinni fegin. Dauða- stríðið var stutt, en Ragnheiður dóttir hennar var hjá henni til hinstu stundar. Þannig naut Elsa sjálf þeirrar umhyggju sem hún átti svo auðvelt með að veita öðrum. Ég og við systkinin kölluðum hana alltaf Elsu, ekki ömmu, þó fáir fylltu eins vel út í þá mynd sem við almennt gerum okkur af ömm- um. Hún var hlý og glaðleg í senn, vel í holdum og faðmlag hennar var sérlega hlýtt. Hún var alltaf með heitt á katlinum eða könnunni og nýbúin að baka eða elda. Enginn, ég fullyrði enginn, gat neitað að þiggja veitingar á Seljavegi 10 meðan Elsa réð þar ríkjum. „Rab- arbaragraut? Pönnukökur? Eða kannski fisk? Það er nóg eftir. Ekki örlítinn bita? En suðusúkkulaði þó?“ Þó maður væri nýbúinn að borða var einfaldlega ekki hægt að neita. Oft varð maður þó að fá að leggj- ast í sófann að máltíð lokinni og þá var nú Elsa kát. Hún bjó vestast í Vesturbænum en var þó búin að rækta stórfeng- legan matjurtagarð þar sem ána- maðkarnir voru á stærð við kóbrur, ekkert líkir öðrum möðkum. Þar ræktaði hún hvers konar grænmeti sem var henni efni í girnilegustu rétti. Rómaðastur var rabarbara- grauturinn, af honum fékk maður aldrei nóg. En það var ekki bara matarástin sem laðaði mann að Elsu. Hún miðl- aði miklum fróðleik og var mjög fróðleiksfús. Það var mjög lær- dómsríkt að hlusta á hana, í stað- háttum og ættfræði átti hún ekki sinn jafningja. Svo kunni hún leiki sem maður lék ekki annars staðar og ber þar líklega Sjöorðaleikinn hæst. Margar bestu stundirnar á Seljó átti ég með Elsu einni þegar ég skrapp með henni til Rúnka eða í mjólkurbúðina, eða var með henni i garðinum. Maður kom alltaf ein- hvers vísari frá slíkum stundum. Og smátt og smátt varð maður ófeiminn við að tjá sig á móti, því Elsa var alltaf tilbúin að hlusta. Sama má segja um stundimar með þeim afa saman, en samband þeirra fannst mér alltaf mjög fallegt og náið, þó vissulega hljóti veikindi afa að hafa reynt á þolrifin í Elsu. Og oft var glatt á hjalla þegar öll fjöl- skyldan kom saman á Seljavegin- um. Þá var mikið sungið og mikið spjallað. Það var gríðarlegur missir þegar afi dó, en enn meira áfall þegar minni Elsu fór smátt og smátt hrak- andi og brast Ioks alveg. Mér leið aldrei vel á Hvítabandinu, slík var breytingin, og því voru ferðir mínar þangað færri en skyldi. Þeim mun þakklátari er ég þeim sem gátu, Helga og þó umfram allt Ragnheiði og Elísabetu. Ræktarsemi þeirra allra var einstök. En við Elísabetu og Kristínu Höllu vil ég segja: Ef þið viljið ein- hvern tíma vita betur hvaða mann hún amma ykkar hafði að geyma, þá er ég ávallt reiðubúinn að miðla þeim minningum sem ég á um ein- staka ömmu. Blessuð sé minning hennar. Langt af fjöllum hrislast lækimir og laða þig margir til fylgdar. En vegurinn er einn, vegurinn velur þig, hvert spor þitt er stigið. Og frá upphafí allra vega fór enginn þá leið nema þú. (Snorri Hjartarson) Logi Hjartarson. Sumarið 1961 kom ég til íslands í fyrsta sinn og hjálpaði til við hey- skap á Efra-Hvoli eins og hann var stundaður í gamla daga, í góðu yfirlæti hjá hjónunum Páli heitnum Björgvinssyni og Ingunni Sigurðar- dóttur. Eftir að ég fór til Reykjavík- ur til að dvelja þar um nokkurra mánaða skeið var eins og systir Páls, Elísabet heitin, tæki við af honum og sýndi mér gestrisni á Seljavegi 10, sem var ekki minni en gestrisnin sem ég naut á Efra- Hvoli. Ég var svo heppinn að vera tíður matargestur hjá henni og Þorláki og Helga og Ragnheiði, ekki bara haustið 1961 heldur næstu rúm tuttugu árin, í hvert sinn sem ég dvaldi á íslandi eftir það, þangað til Elsa veiktist. Öll þessi kvöld á Seljavegi voru mér kær og afar ánægjuleg, og ég hlakkaði mikið til þeirra, ekki bara vegna þess að ég var viss um að fá stórkostlegan mat og kökur, heldur vegna þess létta andrúms- lofts sem Elsa skapaði, sem greiddi mikið fyrir útlendingi sem gat aldr- ei lært góða íslensku. Við áttum saman brandara sem hún bjó til að mestu leyti, og sem var okkar einkaeign, t.d. dulnefni og sérstök orðasambönd. Mér fannst hún vera í eðli sínu glaðvær manneskja, sem elskaði að hlæja og hafði ágætt skopskyn. Þetta staðfestist eftir að hún fluttist á Hvítabandið og, eftir því sem Ragnheiður sagði, var enn hlæjandi og i góðu skapi þrátt fyrir að henni hefði farið mikið aftur. Ég gæli núna við þá hugmynd, að hún sé enn hlæjandi, eins og hetjan Troilus í kvæðinu Troilus and Cris- eyde eftir Geoffrey Chaucer (d. 1400), eftir að hann dó og för beint til himna: And down from thennes faste he gan avyse This litel spot of erthe that with the se Embraced is, and fully gan despise This wrecched world, and held al vanite To respect of the pleyn felicite That is in hevene above; and at the laste, Ther he was slayn his lokyng down he caste, And in hymself he lough right at the wo Of hem that wepten for his deth so faste, And dampned al oure werk that foloweth so The blynde lust, the which that may nat laste, And sholden al oure herte on heven caste. (V, 1814-1825) (...og þaðan leit hann niður á jörðina, þennan litla blett sem um- girtur er af hafinu, og hann fyrirle- it algerlega þennan auma heim, og taldi allt hégóma, í samanburði við takmarkalausa hamingjuna sem ríkir á himnum. Og loksins leit hann niður á staðinn þar sem hann hafði verið drepinn, og þá hló hann innra með sér að því hvernig fólk þjáðist óg grét vegna dauða hans. Og hann fordæmdi hvernig við látum blindan losta, sem endist aldrei, stjórna at- höfnum okkar þegar okkur væri nær að snúa ásjónu okkar til him- ins.) Létt er að ímynda sér að Elsa hlæi líka ennþá og gleði hennar sé fullkomnari en sú sem til er á þess- ari jörð. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, HALLDÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR, er andaðist ó Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 16. júlí, verður jarðsungin frá Digraneskirkju mánudaginn 24. júlí kl. 13.30. Óli J. Sigmundsson, Ingþór Haraldsson, Þorbjörg Daníelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Robert Cook.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.