Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Æskan dansar í Perlunni LISTDANSSÝNING verður haldin í Perlunni laugardaginn 22. júlí kl. 15 og 16.30 og sunnudaginn 23. júlí kl. 15.30. Þar gefst tæki- færi til að sjá unga dansara sýna nútíma og klassískan ballett. Á meðal dansara koma fram Hildur Ottósdóttir og Katrín Johnson, sem eru hér í stuttri heimsókn frá Stokkhólmi þar sem þær stunda dansnám við Konunglega sænska ballettinn. Meðal annars mun Hild- ur dansa sólódans úr Don Quicote og Katrín sólódans úr Carmen. Ungur dansari, Guðmundur Helgason úr Islenska dansflokkn- um, sýnir sólódans. Einnig gefst tækifæri til að sjá Tinnu Grétars- dóttur dansa áður en hún pakkar niður og heldur til Óslóar til frek- ari menntunar í dansi. Fram kem- ur fjöldinn allur af ungum dönsur- um úr Listdansskóla Islands. Tveir nýir ballettar hafa verið samdir sérstaklega fyrir þennan viðburð. Annar þeirra er saminn af ungum sænskum danshöfundi, Palle Dyrvall, sem starfar núna með Efva Lilja dansproduction í Stokkhólmi. Hinn ballettinn er saminn af David Greenall.sem er kunnur fyrir störf sín hjá Islenska dansflokknum og í þágu ungra dansara hjá Listdansskóla Islands. David er sljórnandi þessarar upp- setningar. Aðgangseyrir er enginn og eru sýningarnar öllum opnar. Gerðarsafn Olía á striga LAUGARDAGINN 22. júlí kl. 16 verða opnaðar tvær málverkasýn- ingar í Listasafni Kópavogs, Gerð- arsafni. í vestursal sýnir Björg Örvar 24 olíumálverk eða myndröð sem ber yfirskriftina „Tákn um siðferðis- þrek“. Þessi verk eru öll unnin á síðastliðnu ári á Ítalíu og hér á ís- landi eftir áramót, en þetta er níunda einkasýning Bjargar auk þess sem hún hefur tekið þátt í samsýingum heima og erlendis. í austursal opnar Gunnar Karls- son einnig myndlistarsýningu. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands á árunum 1975-79 og við Konunglega lista- akademíuna í Stokkhólmi á árunum 1980-82. Verkin á sýningunni eru málverk máluð með olíu á striga. Þau eru unnin á árunum 1991-94 í New York, þar sem Gunnar hefur búið og starfað síðastlið- in ár. Sýningar Bjarg- ar og Gunnars standa til 27. ág- úst. Listasafn Kópavogs, Gerðar- 'safn, er opið dag- lega frá kl. 12-18, nema mánudaga. Þá er safnið lokað. Aðgangur er kr. 200. TVÍFARAR 170 x 170 cm. Olía á striga ’94. Gunnar Karlsson. Gerðarsafn. 22. júlítil 27. ágúst. VERK eftir Björgu Örvar, olía á striga. 40 x 50 cm, ’90. Sumartón- leikar í Grindavík- urkirkju TRÍÓ Nordica mun halda tónleika í Grindavíkurkirkju sunnudaginn 23. júlí kl. 18. Á efnisskránni eru Tríó í c-moll eftir F. Mendelsshon og Tríó M. Ravels. Meðlimir Tríó Nordica eru Auður Hafsteinsdóttir fiðlu- leikari, Bryndís Halla Gylfa- dóttir sellóleikari og Mona Sandström píanóleikari. Tríó Nordica var stofnað árið 1993 og hefur leikið margsinnis á tónleikum bæði á íslandi, austan og vestan hafs. Norræna húsið Dagskrá fyrir ferða- menn Sunnudaginn 23. júlí kl. 17.30. Borgþór Kjærnested flytur erindi á sænsku og finnsku um íslenskt samfélag og það sem efst er á baugi í þjóðmál- um á íslandi á líðandi stundu. Að fyrirlestri loknum gefst fólki. tækifæri til að koma með fyrirspurnir. Mánudaginn 24. iúlí kl. 17.30. Torben Rasmussen for- stjóri Norræna hússins kynn- ir Norræna húsið, byggingu Alvars Aaltos, starfsemi þess og norræna samvinnu. íslenskt kvikmynda- kvöld. Mánudaginn 24. júlí kl. 19. Sódóma Reykjavíkur. Leikstjóri Óskar Jónsson, 1992, 90 mínútur. Enskur texti. Allir velkomnir og að- gangur ókeypis. Metaðsókn á franska kvikmyndahátíð AFBURÐA góð aðsókn var á franska kvikmyndahátíð sem stóð yfir dag- ana 7.-17. júlí í Háskólabíói. Hátíðin var haldin í tilefni af hundrað ára afmæli kvikmyndarinnar og Gaum- ont kvikmyndafyrirtækisins en það er eitt elsta kvikmyndafyrirtæki í heiminum og jafngamalt kvikmynd- inni sjálfri. Miðaverð á sýningamar var það sama og á fyrstu kvikmynda- sýningamar eða einn franskur Fanki, sem jafngildir tíu íslenskum krónum. Alls komu um 4.500 manns á myndir hátíðarinnar og er það mesta aðsókn sem um getur á hátíð af þessu tagi. Vinsælustu myndirnar voru Le Grand Bleu, Subway og Betty Blue en yfir 1.000 manns sáu hverja mynd um sig. Philipe Mayn- ial, einn af forstjóram Goumont, var viðstaddur hátíðina og var hann mjög ánægður með viðtökur íslenskra áhorfenda. Gaumont er langstærsta kvik- myndafyrirtæki Evrópu og hefur undanfarið verið að færa vemlega út kvíarnar á alþjóðamarkaði, með samvinnu við bandaríska listamenn og framleiðendur. Af væntaniegum myndum fyrirtækisins má m.a. nefna kvikmyndina Dracula: Dead and lo- ving it (Drakúla: Dauður og í góðum gír) í leikstjórn Mel Brooks með Leslie Nielsen í aðalhlutverki en hún verður sýnd í Háskólabíói á næsta ári. AÐSENDAR GREINAR Olafur Thóroddsen Fyrirheitna landið EINU sinni bjó fólk í Fyrir- heitna landinu. Landið var ekki stórt, en þar óx betra korn en í öðrum löndum. Flestir lifðu af landsins gæðum, og allir máttu tína kornið. Sumir voru iðnari en aðrir og eignuðust meira en hinir, en það skipti ekki sköpum, því fólkið í landinu var hjálpfúst og mátti ekkert aumt sjá, og enginn leið skort. í landinu risu skólar og sjúkrahús, vegir voru lagðir, og þegar fólk varð gam- alt eða veiktist, borguðu allir fyrir hina gömlu og þá, sem voru sjúkir. Svona vildi fólkið hafa þetta. Það vissi, að það var ein þjóð, og ef grannt væri skoð- að, væru allir frændur eða frænkur og komnir af hetjum, sem um höfðu verið skrifaðar bestu bækur í heimi. Eðlið sýndi sig, þegar Ljónlendingar vildu ræna akra fólksins í Fyrirheitna landinu. Þá risu allir upp sem einn maður, og dátarnir úr Ljónalandi snautuðu burt, því þeir gátu ekki verið þekktir fyr- ir að skjóta á svo fátt fólk, sem átti engin vopn. Þetta sannfærði fólkið í Fyrirheitna landinu um, svona með fleiru, að það væri gáfaðasta þjóð í heimi og hetjur eins og forfeðurnir. Svo liðu mörg ár. Fólkið í landinu var duglegt og reisti mun fleiri kornhlöður og keypti miklu fleiri vélar og tæki en nauðsyn bar til, en upp- skeran varð sífellt rýrari. Menn- irnir, sem stjórnuðu Fyrirheitna landinu, námu, að eitthvað þurfti að gera, ef akrarnir ættu ekki að vaxa úr sér og ónýtast. Þeir helltu lögreglugambra í sérfræðingana, sem síðan fundu ráðin til: Þeir gáfu mönnunum, sem áttu kornhlöðurnar og þreskivélarnar, alla akrana, við því að þeir færu vel með landið og leyfðu mönnunum, sem stjórnuðu að ráða því hversu uppskeran yrði mikil á hverju ári. Þannig urðu mennirnir, sem stjórnuðu Fyrirheitna landinu, staðgenglar Guðs. Guð hafði gefið öllum, en þeir gáfu aðeins fáum. Og mennirnir, sem áttu kornhlöðurnar og þreskivélarn- ar, svitnuðu á skallanum af gleði. í fyrstu voru þeir þakklát- ir og hógværir, en svo óx þeim dramb, og þeir urðu öðruvísi en hinir. Fólkið í landinu var ekki lengur ein þjóð, heldur tvær þjóðir; litla þjóðin, sem átti, og hin stærri, sem átti ekkert. Þessu fór fram um hríð. Sum- ir þeirra, sem áttu meira en þeir þurftu, vildu eignast enn meira. Þeir fóru að braska með kornhlöður og þreskivélar, sendu þreskivélar til annarra landa og fluttu kornið óunnið úr landi. Enginn skildi neitt í neinu, en nokkrir urðu enn rík- ari en áður, og akrarnir komust á æ færri hendur. Oánægju tók að gæta hjá fólkinu í Fyrirheitna landinu; ýmsir áttu varla fyrir mat, og börn urðu snemma göm- ul. Menn urðu vondir við gamal- menni og sjúklinga, og eigin- ’girnin gleypti mannúðina með húð og hári. Menn töluðu ekki um annað en gróða, og þeir, sem áttu ekki fyrir lyfjum eða sjúkrahúsvist, máttu deyja og áttu engan að nema Guð sinn. Mennirnir, sem var treyst fyrir eftirlaunapeningum fólksins í landinu, vildu líka vera flínkir og fóru á námskeið til útlanda til að læra að höndla verðbréf. Utlendingarnir egndu fyrir þá agn og leyfðu þeim að tapa miklum peningum og veinuðu af hlátri. Fólkið í fyrirheitna landinu var ekki lengur gáfað- asta þjóð í heimi. Út í heimi höfðu orðið mikil tíðindi. Samsteypa nokkurra þjóða hafði liðast í sundur, því fólk þar vildi fá að ráða sér sjálft og láta ekki þá stjórna sér, sem voru langt í burtu og ekkert þekktu til. En ekki var þetta fyrr um garð gengið en sú ný- lunda spurðist, að menn þar fyr- ir vestan vildu reyna að endur- reisa spilaborgina, en undir öðr- um merkjum. Nú átti allt að vera fijálst, en samt átti öllu að stjórna úr einum stað og skrifa allt niður og fá leyfi fyrir öllu. Þeim óx ásmegin í hveiju landi, sem aðhylltust hinn nýja sið. í Fyrirheitna landinu bólgnaði óánægjan dag frá degi. Menn- irnir, sem áttu akrana, áttu líka svar. Þeir börðu sér á bijóst og sögðu: Eigi skuluð þið álasa okkur. Við erum svo fá og smá. Lítið í austur. Þar hagræða menn eftir stöðlum. Þar Iíður mönnum vel, og allir hafa nóg af öllu. Við skulum ganga undir þeirra jarðarmen og njóta gróð- ans. í Fyrirheitna landinu voru margir, sem andæfðu, en að lok- um bar þá undan. Mennirnir í Bandalaginu egndu agn fyrir fólkið í Fyrirheitna landinu, al- veg eins og mennina sem fóru til útlanda til að læra að tapa eftirlaunapeningunum. Mennirn- ir í Bandalaginu sendu ódýrar vörur til Fyrirheitna landsins, buðu efnilegustu ungmennunum skólavist erlendis og réðu þau þar í vellaunuð störf. Síðan hétu þeir enn fleiru, en það þótti þá lítt seljast út. Þeir keyptu smám saman flesta akrana í Fyrirhe- itna landinu, en fóru svo dult með, að við morði hélt. Um stund var fólkið í landinu glatt og dans- aði kringum Bandalagið. En með hveiju árinu, sem leið, yfirgáfu fleiri Fyrirheitna landið og í þeirra stað komu menn að utan, og þeir fóru illa með akrana, enda þótt þeir stydddust við reglugerðir Bandalagsins. Fólkið í Fyrirheitna landinu var ekki lengur ein þjóð, og það fór að glata tilfinningunni fyrir tung- unni og gleyma sögu sinni. Mörg tungl komu og fóru. í löndum Bandalagsins þrútnaði ofstjórn og ofgnótt. En fólk þar var vansælt og saknaði sjálfs sín. Ungt fólk haslaði sér völl, og það hafði allt aðrar skoðanir en forverar þess. Það vildi sjálft ráða, benti í austur og sagði: „Við erum að endurlifa mistök- in. Þjóðirnar sjálfar eru hæfari til þess að ráða fyrir sér en rauð- vínsþrútnir skriffinnar. Málið, sagan og listin er arfur okkar, sem okkur er í blóð borinn og er Iíf okkar. Hann er við, og við erum hann, og hann er okkur dýrmætari en óþarfi og of- neysla.” Og þjóðirnar brutu af sér klafann, og þjóðmeiðirnir stóðu sefn aldrei fyrr, því að þessar þjóðir voru stórar og áttu sér sterkar rætur. En í Fyrirheitna landinu voru þeir bestu farnir. Fólkið hafði glatað menningu sinni og tungu, því að öllu var snúið upp á út- lensku, en vöruhúsin voru full af glingri og glysi, sem fæstir gátu keypt og fáa langði í. Fyr- ir dyrum lá þjóðarreyrinn klof- inn, og hann reis aldrei meir. Og í sverðinum glitraði á þá brotnu eðalsteina, sem hann forðum bar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.