Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 31 FRÉTTIR AFMÆLI Morgunblaðið/Guðmundur Ólafsson FÉLAGAR í hestamannafélaginu Snarfara og björgunar- sveitarmenn sjá um gæslu á tjaldsvæðinu meðan á kántrýhá- tíðinni stendur. Á myndinni sjást nokkrir félagar í Snarfara á æfingu hjá Hallbirni Hjartarsyni en gæslumennirnir verða ríðandi og merktir fógetasljörnu við gæslustörfin. Kántrýhátíð á Skagaströnd Skagaströnd. Morgunblaðið. Nessöfn- uður gróð- ursetur í Heiðmörk SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykjavíkur hefur úthlutað Nessöfnuði landspildu í Heið- mörk til gróðursetningar og umsjár í svonefndri Skógar- hlíð. Fyrsta ferð í safnaðar- reitinn verður farin sunnu- daginn 23. júlí nk. og er þá ætlunin að koma nokkrum plöntum í jörðu. Fólk á öllum aldri er vel- komið í ferðina til að leggja sitt af mörkum, smátt eða stórt eða bara til að njóta samvista stundarkorn í Heið- mörk. Fólk er beðið að klæða sig í samræmi við veður og mælt er með að hver og einn hafi með sér nestisbita. Farið verður frá Neskirkju skömmu eftir að guðsþjónustu lýkur á sunnudaginn eða um kl. 12.30. UM verslunarmannahelgina verður haldin kántrýhátíð á Skagaströnd. Hátíðin er ætluð fjölskyldufólki og eru skemmtiatriðin miðuð við það. Á dagskrá verða ratleikur, vatnsfótbolti, útitónleikar, grillveisla, varðeldur og flug- eldasýning. Þess utan verður kántrýdansasýning og kennsla fyrir þá sem hafa áhuga á að læra slíka dansmennt. Dansleikir verða á tveimur stöðum öll kvöldin þar sem hljómsveit Magnúsar Kjartans- sonar og hljómsveitin Kúrek- arnir munu sjá um tónlistina. Farið verður í gönguferðir um Höfðann undir leiðsögn og saga staðarins verður rakin. Hestaleiga verður starfrækt og áformað er að halda gospel- messu í kirkjunni. Útvarp Kántrýbær verður með sérstaka dagskrá allan sólarhringinn þar sem fram koma ýmsir dagskrárgerðar- menn. Að sjálfsögðu verður Hallbjörn Hjartarson til staðar á hátíðinni. Norðurlandsmót í golfi verð- ur einnig haldið á Skagaströnd og Blönduósi þessa helgi. Þar verða spilaðar 36 holur, 18 holur á vellinum við Blönduós og 18 holur á vellinum við Skagaströnd. BJÖRGYIN JÖRGENSSON BJÖRGVIN Jörgens- son, fyrrum kennari og formaður KFUM á Akureyri, er áttatíu ára í dag. Hann er fæddur á Akranesi og sleit þar barnsskónum ásamt systkinum sín- um en fluttist ungling- ur til Hafnarfjarðar þar sem hann hóf nám í rafvirkjun en settist síðan á bekk í Kenna- raskóla íslands 18 ára að aldri. Sem drengur kynnt- ist Björgvin sr. Friðrik Friðrikssyni, stofnanda KFUM og KFUK á íslandi, en hann þjónaði sem prestur á Akranesi um skeið á uppvaxtarárum Björgvins. Á námsárum sínum í Kennaraskól- anum endurnýjaði hann kynni sín við sr. Friðrik og hóf þá að sækja fundi og samkomur hjá KFUM. Kvöld eitt bauð góður kunningi hans honum á samkomu, en það kvöld flutti Magnús Runólfsson, þá framkvæmdastjóri KFUM og síðar prestur, ræðu. Magnús var þá nýlega kominn frá Noregi og átti þessi samkoma eftir að hafa mikil áhrif á líf og störf Björgvins Jörgenssonar. Að samkomunni lokinni eignaðist hann sannfær- ingu og trúarvissu um að Jesús Kristur væri lifandi og persónuleg- ur frelsari sinn. Hann hafði gefist Kristi - komið til hans í bæn með synd sína og galla og beðið Drott- in að taka við sér. Hann hafði eign- ast friðinn sem er æðri öllum skiln- ingi. Björgvin kynntist eiginkonu sinni, Bryndísi Böðvarsdóttur, í Reykjavík og eignuðust þau þrjú börn: Ingibjörgu, Margréti og Böðvar, en Bryndís lést langt um aldur fram, aðeins 41 árs gömul. Björgvin stundaði kennslu í Borgarnesi um átta ára skeið og á þeim tíma eignaðist hann marga góða vini og félaga þar sem hann annaðist kristilegt barnastarf jafn- hliða kennslustörfum og hafa þau tengsl sem þar spunn- ust mörg hver haldist fram á þennan dag. Árið 1946 fluttist Björgvin til Akureyrar og þar fór á sömu leið og í Borgarnesi að hann hóf kristilegt starf á meðal barna og unglingá. Björgvin fékkst við kennslu á Akureyri um margra ára skeið auk þess sem hann stofnaði Kór Bamaskóla Akur- eyrar. Björgvin fór með kórinn til Noregs árið 1954 er var eftirminnileg ferð þeirra sem fóru. Haustið 1946 tók Björgvin til við að skipuleggja kristilegt barnastarf í anda KFUM og KFUK á Akureyri. Þetta starf leiddi til þess að KFUM-félag var stofnað á fullveldisdaginn 1951 og KFUK-félag ári síðar. Björgvin var fyrsti formaður KFUM á Akureyri og gegndi því starfi allt til ársins 1993 að KFUM- og KFUK-félögin voru sameinuð í eitt félag. Björgvin heur lifað að sjá drauma sína rætast á vettvangi KFUM-starfsins. Sumarbúðirnar við Hólavatn risu og voru vígðar árið 1965, en þeim helgaði hann starfskrafta sína á meðan þeir entust. Félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð var tekið í notkun árið 1985, en við það varð mikil breyt- ing á allri aðstöðu félaganna hvað starf varðar. Að öllu þessu lagði Björgvin hönd en mesta gleðin í lífi hans var ávallt þegar ungt fólk eignaðist lifandi frelsara og játaði trúna á Jesúm Krist sem er megint- ilgangur starfs KFUM- og KFUK- félaganna. Margs er að minnast frá sam- starfsárum með Björgvin Jörgens- syni. Það verður þó ekki tíundað hér heldur aðeins þakkað fyrir far- sælt samstarf að málefnum KFUM og KFUK á Akureyri á þessum tímamótum í lífi hans. Jón Oddgeir Guðmundsson. ■ UM HELGINA verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í þjóð- garðinum í Skaftafelli og er öll- um heimil þátttaka sér að kostn- aðarlausu. Á föstudeginum fer landvörður í göngu út á varnargarða Skeiðár kl. 11 og tekur gangan um 2 klst. Á laugardeginum hefst svo dagskráin kl. 14 með klukkutíma barnastund fyrir 8-12 ára krakka þar sem farið verður í stutta náttúruskoðun og biyddað upp á ýmsu skemmtilegu. Á sama tíma, kl. 14, hefst ganga í fylgd þjóðgarðsvarðar upp að gamla Selbænum og verður á leiðinni rætt um sögu ábúenda í Skafta- felli og sambúð þeirra við land- vættina, sú ganga tekur um 2-3 stundir. Kl. 17 verður svo farið í stutta gróðurskoðunarferð inn auraslóð að Skaftafellsjökli og rætt um nytjar jurta að fornu Og nýju. Á sunnudeginum verður barnastund fyrir 5-8 ára krakka þar sem farið verður í stutta náttúruskoðunnarferð, leikið og spjallað og hefst hún kl. 11. Helginni lýkur svo með kvöld- rölti upp með giljum í gamla Selbænum og til baka um Lamb- hagann. ■ ÞESSA dagana er Georges Massé frá LaSiDo-verksmiðjun- um staddur á íslandi á vegum Tónstöðvarinnar. Af því tilefni verður haldin kynning á Godin og Seagull gíturunum, sem og hinum bandarísku Carvin gítar- mögnurum, [ húsnæði Tónstöðv- arinnar við Óðinsgötu 7. Þar verður Georges Massé til að fræða forvitna um efni og smíði gítaranna. Þá munu Björn Thoroddsen, Eðvarð Lárusson, Sigurgeir Sigmundsson, Eiður Arnarson, Vilhjálmur Guðjóns- son o.fl. leika fyrir gesti og gang- andi, auk þess sem boðið verður upp á léttar veitingar. Kynningin fer fram kl. 17-19. ■ TÓNLISTARHÁTÍÐIN Ryk- rokk verður laugardaginn 12. ágúst við félagsmiðstöðina Fella- helli og er hún nú haldin í átt- unda sinn. Tónleikarnir hefjast kl. 17 og lýkur þeim skömmu fyrir miðnætti. Dagskrá tónleikanna er blanda af þekktum hljómsveitum og efnilegum nýliðum og samkvæmt venju er lögð áhersla á fram- sækna rokktónlist. Eftirtaldar hljómsveitir leika í ár: Unun, Funkstrasse, Kolrassa krókríð- andi, Lipstikk, Olympía, Maus, Botnleðja, Stolía, Pops dogs, 13, Quicksand Jesus, Súrefni og Dallas. ■ í HREÐAVATNSSKÁLA á laugardagskvöld skemmtir hljómsveitin Draumalandið. í hljómsveitinni eru: Einar Þór Jó- hannsson, söngur, gítar, Sigur- dór Guðmundsson, bassi, Rík- harður Mýrdal Harðarsson, hljómborð, Lárus Már Her- mannsson, trommur, söngur. Morgunblaðið/Sverrir SUMARMYND úr Viðey. Hefðbundin dagskrá í Viðey DAGSKRÁ er með hefðbundnum hætti í Viðey um helgina. Á laug- ardag verður gönguferð um Austúreyna. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 14.15 og gengið austur á Sundabakka, með við- komu í skólahúsinu. Þar er nú ljósmyndasýning frá lífi og starfi fólksins á Sundabakka á fyrri hluta þessarar aldar. Gangan tekur um einn og hálfan tíma. Á sunnudag verður messa kl. 14. Séra Hjalti Guðmundsson messar. Dómkórinn syngur undir stjórn Kjartans Siguijónssonar. Sérstök bátsferð verður með kirkjugesti kl. 13.30. Eftir messu verður boðið upp á staðarskoðun sem hefst í kirkjunni kl. 15.15. Gengið verður um næsta ná- grenni húsanna, saga staðarins reifuð og fornleifauppgröfturinn skoðaður. Staðarskoðun tekur um þrjá stundarfjórðunga. Ljósmyndasýningin í skólahús- inu er opin alla daga. Veitingar eru seldar í Viðeyjarstofu. Hesta- leiga er starfrækt. Bátsferðir eru úr Sundahöfn á klukkutíma fresti frá kl. 13 um helgar. Utvistar- dagar í Lóni FERÐAÞJÓNUSTAN Stafafell skipuleggur útivistardaga í Lóni helgina 22.-23. júlí. Veitt verður ókeypis leiðsögn í gönguferðum um Stafafellsfjöll. Farið verður á laugardegi um Framfjöll. Gengið inn á Gildru- fjall, Seldal, Hvannagil, að Gren- isgili, út á Smiðjunes, upp að Vötnum og fram. Á sunnudeginum verður farið um Innfjöll. Gengið verður úr Nesi við Kollumúla, upp Leiðar- tungur, horft yfir í Víðidal, farið í Tröllakróka og til baka. Fyrir þá sem vilja láta reyna meira á hreysti og þol verður báða dagana boðið upp á fylgd í tindaklifur. Fyrri daginn verður gengið á Grákinnartind (1.147 m), en síðari daginn verður geng- ið á Sauðhamarstind (1.319 m). Þessa daga verður veittur afslátt- ur á tjaldstæðum, jeppaferðum í Austurskógi og á Lónsöræfi. Á laugardagskvöld verður grillað, leikin tónlist undir berum himni og varðeldur. Þar koma fram Sigurður Flosason og hornfirskir jazzgeggjarar. Bakkagerði 100 ára versl- unarafmæli Á ÞESSU ári vecða 100 ár liðin síðan Bakkagerði á Borgarfirði eystra var löggiltur verslunar- staður. Þessa dagana er þessara tímamóta minnst með ýmsum hætti. Laugardaginn 22. júlí býður sveitarfélagið til afmælissamsæt- is í Fjarðarborg og verður þar flutt hátíðardagskrá. Á sunnu- dag verður messa í Bakkagerðis- kirkju. Þar messar séra Þórey Guðmundsdóttir sóknarprestur og Snæfellskórinn syngur. Á laugardagskvöld verður dansleikur í Fjarðarborg. Grillað verður við varðeld, útimarkaður verður og leikjadagskrá fyrir börnin. Opnuð verður sýning á göml- um og nýjum ljósmyndum úr sögu Borgarfjarðar, handunnum munum eftir Borgfirðinga og ýmsum hlutum sem tengjast verslunarsögu staðarins í 100 ár. í tilefni af afmælinu verður Leikfélagið Vaka með sýningar á Álfaborginni eftir þær Kristínu og Sigríði Eyjólfsdætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.