Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU FRÉTTIR: EVRÓPA Aukin umsvif hjá Seaflower Whitefish í Namibíu 110 STARFSMENN starfa á hverri vakt í fisk- iðju Seaflower Whitefish, þar sem er unninn hausaður og slægður lýsingur og roðflett flök. Alls starfa 300 manns hjá fyrirtækinu árið um kring og allt að 600 manns á humarvertíðinni. Morgunblaðið/Ómar Friðriksson GUÐBRANDUR Sigurðsson framkvæmdastjóri sýnir Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Hendrik Witbooi, aðstoðarforsætisráðherra Namibíu, fiskafurðir í vinnsluhúsum Seaflower í opinberri heimsókn Davíðs til Namibíu. Endurnýja frystihús og kaupa frystitogara STJÓRNENDUR útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Seaflower Whitefish í Liideritz í Namibíu, gera sér vonir um að kvóti fyrir- tækisins á lýsingi verði aukinn í haust og hafa ráðist í auknar fjár- festingar til að auka gæði og verð- mæti framleiðslunnar fyrir mark- aði í Evrópu, Japan og Bandaríkj- unum. Nú er verið að vinna að endur- bótum á frystihúsi fyrirtækisins og hanna vinnslullnur sem gerir fyrirtækinu kleyft að að fara út í framleiðslu á verðmætari afurðum, fyrst og fremst á roðlausum flök- um og roðlausum og beinlausum flökum að sögn Guðbrands Sig- urðssonar, framkvæmdastjóra hjá íslenskum sjávarafurðum hf., sem eiga 20% hlut í fyrirtækinu á móti Fishcor, sem er eignarhaldsfélag í eigu namibíska ríkisins. Guðbrand- ur var við stjómvölinn hjá Seaflow- er til bráðabirgða undanfarna þijá mánuði, eða þar til Magnús Guð- jónsson, nýráðinn framkvæmda- stjóri, kom til starfa. Fjárfesta fyrir rúmlega 500 millj. ísl. kr. Áætlað er að endurbótum frysti- hússins verði lokið í október og muni þær kosta um 12 millj. nam- ibískra dala eða rúmlega 200 millj. ísl. kr. og eru 2/3 kostnaðarins fjármagnað með láni frá Norræna þróunarsjóðnum. Einnig hefur verið ákveðið að ráðast I kaup á fullkomnum, 80 metra frystitogara fyrir 100 manna áhöfn, sem gerir fyrirtæk- inu kleyft að fara út í samskonar vinnslu út á sjó. Kaupverð skipsins er um 18 millj. dala eða um 310 millj. ísl. kr. Hifikepunye Pohamba, sjávarút- vegsráðherra Namibíu, sagði í samtali við Morgunblaðið telja að samstarf Fishcor og íslenskra sjáv- arafurða hf. hefði gengið mjög vel til þessa og hann kvaðst sjá mögu- leika á ennfrekara fyrirtækjasam- starfi við íslenska aðila. íslending- ar hefðu gerst beinir þátttakendur í útgerð og rekstri Seaflower fyrir- tækjanna og miðlað af sérþekkingu sinni bæði varðandi framleiðslu og stjómun í sjávarútvegi. 300-600 starfsmenn og 800 millj. velta á seinasta ári Um 300 manns starfa hjá Sea- flower Whitefish að jafnaði og eru nokkrir íslendingar þar í stjórnun- arstöðum í vinnsluhúsum í landi og fimm íslendingar yfirmenn eru á hveiju skipi fyrirtækisins. Á humarveiðitímabilinu starfa sam- tals um 600 manns hjá Seaflower Whitefish og systurfyrirtækinu Seaflower Lobster í Liideritz, sem er sérhæft í humarveiðum. Það lýtur einnig stjóm íslendinga en er að fullu í eigu Fishcor. Velta Seaflower Whitefísh á seinasta fjárhagsári var rúmlega 40 millj. namibískir dalir eða um 800 millj. ísl. kr. en velta Seaflow- er Lobster var 10 millj. dala. Um 90% af framleiðslu Seaflower Whitefish er lýsingur og er það með 9.906 tonna kvóta en stjórn- völd Namibíu hafa ? ekki aukið heildarkvóta lýsings sl. tvö ár vegna sérstakra skilyrði í sjónum. Tap varð af rekstri fyrirtækisins á seinasta ári en að sögn Magnúsar Guðjónssonar, forstjóra Seaflower, gerir rekstraráætlun ráð fyrir hagnaði á yfírstandandi ári. Seaflower Whitefish á einn ís- físktogara, Rex sem áður hét Rán og var gert út frá Hafnarfirði, einn línubát og tvo frystitogara af minni gerðinni. Frá og með næsta ári er stefnt að því að breyta öðrum frystitogaranum í ísfiskskip og mun fyrirtækið þá gera út tvo ís- físktogara til að afla hráefnis fyrir vinnsluna auk nýja frystitogarans sem tekinn verður í notkun í upp- hafi næsta fískveiðiárs. Fyrirtækið fjárfesti fyrir 30 millj. namibískra dala (rúmar 500 millj ÍSK) á sein- asta ári. Byggja upp gæðafiskvinnslu Hlutverk Fishcor er að auka þróun í sjávarútvegi landsins og efla þátttöku hins álmenna Namibíumanns í sjávarútvegi. Fyr- ir dyrum stendur að auka hlutafé félagsins síðar á árinu og skrá 49% hlutabréfa á verðbréfamarkaði Namibíu. „Þátttaka okkar miðar að því að aðstoða þá við að koma upp gæða fiskvinnslu, ná árangri í veið- um auk þess sem þeir fá mikilvæg tengsl við markaði í gegnum sam- starfið við Islenskar sjávarafurðir hf.,“ segir Guðbrandur. Skiptar skoðanir um sam- eiginlegan gjaldmiðil Brussel. Reuter. ÍBÚAR Evrópusambandsins skiptast í tvær nokkurn veginn jafnstórar fylkingar þegar þeir eru spurðir um áform um að sameina gjaldmiðla Evrópu í einn fyrir aldamót. Kemur þetta fram í skoðana- könnun sem framkvæmda- stjórnin lét gera og voru niður- stöður hennar birtar í gær. Alls voru 47% hlynnt eða frekar hlynnt sameiginlegum gjaldmiðli en 45% íbúa aðildar- ríkjanna voru andvíg eða frekar andvíg sameiginlegum gjald- miðli. Átta prósent höfðu hins vegar ekki gert upp hug sinn. I Belgiu, Spáni, Frakklandi, Irlandi, ítaliu, Lúxemborg og Hollandi voru rúmlega helming- ur íbúa hlynntir sameiginlegum gjaldmiðli. í Grikklandi og Port- úgal voru fleiri hlynntir en and- vígir en hlutfall óákveðinna var 12% og 20%. f Austurríki, Danmörku, Þýskalandi, Finnlandi, Svíþjóð og Bretlandi var hins vegar af- gerandi meirihluti andvígur sameiginlegum gjaldmiðli og hverfandi hlutfall íbúa var á báðum áttum. EVRÓPUÞINGIÐ þrýstir á Tyrki að bæta ástandið í mannréttindamálum. Tollabandalag við Tyrkland ekki tímabært Aþena. Reuter. FORSETI Evrópuþingsins, Klaus Hánsch, sagði á þriðjudag að sam- þykki við tollabandalagi ESB og Tyrklands væri háð því að staða mannréttindamála í Tyrklandi yrði bætt. Hánsch sagði fullljóst, að ef samningurinn um tollabandalagið yrði borinn undir atkvæði í Evr- ópuþinginu nú, yrði hann felldur. „Aðeins ef Tyrkland bætir ráð sitt í mannréttindamálum mun Evr- ópuþingið samþykkja samning- inn,“ sagði Hánsch fréttamönnum, en hann er nú staddur í þriggja daga opinberri heimsókn í Grikk- landi. Samningurinn, sem þykir mjög arðvænlegur og myndi veita Tyrkj- um óheftan aðgang að Evrópu- markaðnum, var undirritaður af utanríkisráðherrum ESB-ríkjanna í marz sl. Til stendur að bera hann undir atkvæði í Evrópuþinginu seinna á þessu ári. Ólíklegt þykir, að samningurinn hljóti hljómgrunn á þinginu að óbreyttu, þar sem nokkrir hópar innan þingsins hafa hótað að hindra framgang hans vegna mannréttindabrota stjórnvalda í Ankara og innrásar Tyrkja í írak, þar sem tyrkneski herinn reyndi nýlega að uppræta kúrdíska skæruliða. Kýpurdeilan verði leyst Hánsch hvatti tyrknesk stjórn- völd til að veita pólitískum föngum frelsi, gera lýðræðislegar breyt- ingar á stjórnarskrá Tyrklands og vinna að lausn Kýpurdeilunnar. Grikkland hefur árum saman staðið í vegi fyrir tollabandalaginu við Tyrkland vegna hinnar skiptu eyjar í Miðjarðarhafinu og létu fyrst af andstöðunni eftir að opnað var fyrir samningaviðræður um aðild Kýpur að ESB. Meira utan af grálúðu Forsætisráðherra Svíþjóðar Aðild ekki orsök vandans ÚTFLUTNINGUR á grálúðu hefur aukist töluvert á þessu ári frá því á sama tíma í fyrra. Þá hefur verð á grálúðu hækkað um u.þ.b. 15 prósent. Útflutningurinn eykst, þrátt fyrir minnkandi veiði. Útflutningur á grálúðu fram í lok maímánaðar á þessu ári hefur ver- ið tæp 7.500 tonn að verðmæti rúmra tveggja milljarða króna, en á sama tíma í fyrra nam útflutn- ingurinn rúmum 5 þúsund tonnum að verðmæti rúmra tólf hundruð milljóna króna. Heildarútflutning- ur í fyrra var tæp 16 þúsund tonn að verðmæti fjögurra milljarða króna. SH selur fyrir fleiri grálúðuskip „Við höfum flutt mun meira út af grálúðu en í fyrra,“ segir Hall- dór Eyjólfsson, markaðsstjóri Söl- umiðstöðvar Hraðfrystihúsanna. „Það kemur einkum til af þvi að flein grálúðuskip hafa gengið til liðs við okkur." Halldór segir að grálúðan leiti stöðugt dýpra, og þá séu öflugustu frystitogaram- ir best fallnir til veiða á grálúðu. Þá segir hann að verðin í ár sé um 15 prósent hærri en á sama tíma í fyrra og að auki flytji SH út um tvöfalt meiri afla en á sama tíma og í fyrra. Visby, Goílandi. Reuter. INGVAR Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, segir að Svíar eigi ekki að kenna Evrópusam- bandinu um hrakfarir sínar í Evr- ópumálum. Þvert á móti eigi þeir að nýta sér þau efnahagslegu tækifæri, sem aðildin býður upp á. „Ég vil taka þetta alveg skýrt fram. Það er sjálfsblekking að kenna um ESB um efnahagvanda þjóðarinnar,“ sagði Carlsson í ræðu á pólitískri ræðu á Gotlandi. „Við gerðum aðilar að ESB þann 1. janúar á þessu ári. Þá voru vextir þegar háir, skuldir rík- isins miklar og atvinnuleysi hræði- lega útbreitt." Carlsson sagði að aðild Svíþjóð- ar að ESB gæti orðið til að Svíar fyndu leið út úr efnahagsvanda sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.